Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 26
26
f
ÞAÐ var vorið 1833 að aíi
mimi, George Wimbush,
kynntist þremur systr-
Vim, sem ætíð gengu undir
naíninu Lapithsysturnar fal-
legu. Hann var þá tuttugu
og tveggja ára gamall, hafði
jjóst hár hrokkið, og var rjóð-
ur og sléttur í andliti, fjör-
legur og greindarlegur. Hann
hafði gengið í skóla í Harrow
ög Christ Church, honum þótti
gaman að veiðiförum og öðrum
•íþróttum, en að flestu leyti var
hann hófsamur og heiðvirður
í liferni, og það þó að fjár-
hagsástæður hans væru ágætar,
svo að hann gat lifað í óhófi
ef hann vildi. Faðir hans, sem
rak ábatasama verzlun í Aust-
ur-Indium, hafði ætlað honum
að komast til mikilla mannvirð-
inga, og varið til þess stórfé
að reyna að koma honum á
þing, en það fór á þann veg,
að sett voru lög, sem bönnuðu
þær aðgerðir, sem gamli mað-
urinn haf(5i í frammi haft, að
útvega syninum skuldbundinn
kjósendahóp, og gengu lögin í
gildi daginn áður en hann varð
tuttugu og eins árs, svo þar
með var miklu erfiði á glæ
kastað, og þingmennska sonar-
ins hlaut að bíða betri tíma.
Þegar hann kynntist systrur»r
um, var hann að bíða eftir tæki-
færi, en satt að segja fannst
honum ekkert liggja á.
Honum leizt afarvel á fallegu
systurnar, Georgíana var elzt,
hún hafði hrafnsvart hár sem
lék í snúnum lokkum við eyr-
un, arinnefjuð, hálsinn hvítur
sem svanaháls og langur sem
slíkur er, herðarnar afslepp-
ar, augun tindrandi svört, en
tviburarnir höfðu blá augu,
jarpt hár, nefin lítil og hafin
upp að framan, og urðu ekki
með neinu móti þekktar að,
hver annarri unaðslegri á að
sjá.
Hinsvegar þótti George lítið
spaug við að fást, að tala við
þessar konur, og hann hefði
ugglaust hypjað sig burt hið
■skjótasta, ef hin dásamlega feg-
urð systranna hefði ekki bund-
ið hann. Tvíburarnir litu upp
ó hann báðar í einu, eða niður
á hann réttara sagt, og spurðu
þóttalegar í bragði, hvað hon-
um fyndist um nýjungar í
frönskum skáldskap, og hvort
honum þætti nokkuð varið í
„Indíönu“, eftir George Sand.
Spurningar Georgiönu voru þó
enn verri, þær sem hún hóf
samtalið með. „Hvar eruð þér
á vegi staddur í tónlistinni“,
spurði hún,' „fylgið þér hugsæ-
isstefnunni eða hinni klassisku
tónlist?“ George varð samt ekki
svarafátt, hann hafði það mikla
nasasjón af tónlist, að honum
var fullljóst, að klassisk tón-
list var eitur í hans beinum,
og þess vegna svaraði hann
fljótt og ákveðið, að hann
fylgdi hugsæisstefnunni. Georgi-
ana brosti íbyggin. „Það þyk-
ir mér vænt um að heyra“,
sagði hún, „því það geri ég líka.
Þér hafið auðvitað farið að
hlusta á Paganíni í vikunni
sem leið. Bæn Móses", sagði
hún andvarpandi, „þekkið þér
nokkuð jafn hugsæiskennt og
hana?“ „Nei“, svaraði hann.
Siðan dokaði hann við, bví
hann var að hugsa um að segja
stúlkunni, að það sem sér heíði
þótt mest gaman að heyra hjá
Paganíni, hefðu verið hermilög-
In frá bóndabænum, en hann
hætti við það á síðústu stundu,
og hrósaði happi á eftir. Paga-
níni hafði tekizt að láta fiðluna
hrína eins og asna, gagga eins
og hænu, hrína eins og grís,
tísta eins og mús, gelta, hneggja,
öskra og urra, og petta þótti
George svo gaman að heyra,
að hann lét sér lynda að hlusta
á hin lögin, þó honum þætti
það raunar mesta leiðindakval-
ræði. Hann kímdi við, þegar
hann minntist þess arna, og
honum varð það Ijósara en
nokkru sinni fyrr, að hann væri
alls enginn vinur klassiskrar
tónlistar, heldur rakinn vinur
hugsæisstefnunnar.
George endurnýjaði kunn-
ingsskapinn með því að heim-
sækja systurnar og móður
þeirra, sem þá bjuggu í litlu en
fallegu húsi í nánd við Berkeley
Square. Lafði Lapith reyndist
vera ofboðlitið forvitin um hagi
hans en þá er hún hafði komizt
að því sem henni þótti mestu
varða, um fjárhag hans, ætt-
erni og mannorð, bauð hún hon-
um til veizlu. Raunar var það
von hennar, að dætumar gift-
ust aðalsmönnúm, en þó þótti
henni hyggilegra, að vera við
öllu búin, og henni leizt svo
á að George Wimbush gæti að
minnsta kosti gilt sem vara-
skeifa* handa öðrum tvíbur-
anum. Það féll í hlutskipti
Georges að leiða Emmelinu til
borðs í þessari fyrstu veizlu,
sem hann sat þar á heimilinu.
Umtalsefni þeirra var náttúr-
an. Emmelina fullvissaði hann
um það, að náttúran vekti sér
hóleita hrifningu, en borgar-
skarkalinn væri sér viður-
styggð. George féllst á það, að
skemmtilegt væri í sveitinni,
en gat þess þó, að gaman gæti
verið í borginni líka. Hann tók
eftir því sér til undrunar, að
ungfrú Emmelina hafði litla
matarlyst, eða enga réttara sagt.
Tvær matskeiðar af súpu, einn
munnbiti af fiski, ekkert kjöt
en þrjár vínþrúgur — það
var allt og sumt, sem ofan í
hana fór. Hann var við og við
að gefa hinum systrunum gæt-
ur, og honum sýndust þær
vera álíka matnettar. Það var
sama hvað þeim var boðið,
þær höfnuðu öllu með hátfgerð-
um viðbjóði, létu aftur áugun
og sneru andlitinu frá fatinu,
hvort sem á því var reykf
tunga, andasteik, kálfskjöt eða
gómsætur ábætisréttur, eins og
lyktin væri þeim viðurstyggð
jafnt sem að sjá þetta. George
þótti maturinn ágætur, og hann
dirfðist að spjTja hvað valdið
gæti lystarleysi systranna.
„Minnist ekki á mat við mig“,
sagðí Emmelina og sveigðist við
blómsturlega í sætinu. „Okkur
systrunum finnst það svo gróft,
svo óandlegt, að tala um mat.
Það er ekki hægt að hugsa um
sálina, meðan étið er.“ George
kannaðist við að svo væri. „En,“
bætti hann við, „við verðum að
borða til að lifa.“
„Því miður“, sagði Emmelina.
„En finnst yður ekki fagurt að
deyja?“ Hún braut mola af
ristaðri brauðsneið og fór að
narta í þetta. „Sem betur fer
þarf ekki mikið til að halda í
manni lífinu.“ Með þeim orð-
um lagði hún brauðmolann
hálfétinn frá sér.
George horfði á hana undr-
andi. Að vísu var hún föl, en
að öðru leyti ákaflega hraust-
leg, sýndist honum, og hið sama
var að segja um hinar systurn-
ar. Honum datt í hug að mað-
cl ótnþiwuiari
nontui
Saga eftir Aldous Huxley
I SJÚ ÁRA BEKK ★ Bidstrup teiknaði
ur mundi iþuría minna að;'
borða, ef maður væri nógu and-.
legur, og það væri auðvitað, að
hann væri ekki nógu andlegur.
Eftir þetta sá hann þær oft.
Hann komst í mjúkinn hjá
þeim öllum, laíði Lapith jafnt
sem systrunum. Að vísu var
hann tæplega nógu skáldlega
sinnaður fyrir þessa fjölskyldu,
en þeim þótti hann ekki leiðin-
legur samt, í rauninni var hann
bezti drengur. Sjálfur var hann
stórhrifinn af systrunum, eink-
um þó Georgiönu. Hann var hlýr
í viðmóti við þær allar. Þær
þörfnuðust verndar, þær voru
of fínar, of andlegar fyrir þenn-
an heim. Aldrei borðuðu þær
neitt, alltaf voru þær fölar.
sögðust vera með hita, töluðu
oft um dásemd dauðans, og oft
íéllu þær í ómegin. Georgiana
var þeirra andlegust, hún borð-
aði minnst, féll oftast í ómegin.
talaði mest um dauðann og var
fölust, en fölvi hennar var svo ■
einkennilegur, að það var eins
og hann væri málaður á hana.
Honum fannst sem ætíð væri að •
þvi komið að hún tapaði þess-
ari tæpu fótfestu, sem hún hefði
í efnisheiminum og yrði að ■
eintómum anda. Þetta þótti
George hræðileg tilhugsun. Ef
hún dæi. . .
Samt lifði hún af þessa árs-
tíð þrátt fyrir alla dansleikina.
kvöldveizlurnar og aðrar
skemmtanir, og tók hún ásamt
systrum sínum þátt í öllu
þessu. Um miðjan júlí fluttu
mæðgurnar til sveitasetursins
og George var boðið að koma
og dveljast þar allan ágúst-
mánuð.
Gestirnir sem þarna voru
saman komnir, voru heldur en
ekki af skárra tagi. George;
gerði sér vonir um að systr-
unum mundi skána lystarleysið
þegar þær kæmu út í sveitina,
gætu hvílzt þar og notið hins.
tæra ferska lofts og næðisins,.
en þetta brást. Fyrsta kvöldið
sem hann sat þar að borðum„
át Georgiana ekki annað en
eina olífu, tvær eða þrjár salt--
aðar möndlur og hálfa ferskju.
Aldr^i hafði hún verið fölari.
Hún talaði um ástina.
„Sú sanna ást er óendanleg
og eilíf“ sagði hún, „og það
er ekki fyrr en í eilifðinni sem
henni verður fullnægt. Indíana
og Sir Rodolphe fullkomnuðu
hina dularfullu sameiningu
sálnanna með því aðfleygja sér
í fossinn Niagara. Ástin er ó-
samrímanleg lífinu. Sannir elsk-
endur vilja ekki lifa saman,
heldur deyja saman.“
„Hvað er að heyra til þín
stúlka mín,“ sagði lafði Lapith.
„Hvað ætli yrði úr næstu kyn-
slóð, ef allir færu eftir þínum
skoðunum?"
„Mamma!“ andmælti Georgi-
ana og leit niður fyrir sig.
„I ungdæmi mínu,“ sagði lafði
Lapith, „hefði verið hlegið að
mér ef ég hefði talað svona.
En þá var sálin ekki jafnmikið'
í tízku og nú er, enda fannst
okkur dauðinn ekki svona
skáldlegur eins og hann þykir
núna. Ef við fengumst ekki til
að borða, var sagt að það
þyrfti að gefa okkur vænan
skammt af rabarbara. En
núna. . .“
Hún þagnaði, því að Georgi-
ana rak upp óp og hné í ómcg-
in í fang Timpanys lávarðar.
Þetta var óyndisúrræði, en það
Framhald á 35. síðu.