Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 29
2$ lconungur átt fyrrum burt- reiðar með görpum sínum frá kringlótta borðinu, en drottn- ing hans og skemmumeyjar hennar dvöldu í lundunum umhverfis við vorgleði. Þannig er hin elzta saga [Westminster Abbey hulin í móðu grárrar forneskju og ævintýra. Síðar lét Játvarð- ur helgi gera hér nýja kirkju og setti þar munklífi. Ekki stendur lengur steinn yfir steini af hinni fomu kirkju Játvarðar, og þá mynd, sem kirkjan hefur nú, fékk hún smátt og smátt fram á 13. öld og hefur þó verið bætt um síðan, alveg fram á síðustu öld. 1 Westminster Hall bjuggu Englandskonungar um eitt skeið, og þingið hafði þar aðsetur á tímabili. Hér í þessu nágrenni voru kannski fyrst og fremst ofin þau bönd, sem enri í dag tengja brezkt riki og brezka kirkju meiri órofa- böndum en víðast annars stað- ar. Þegar inn er komið í kirkj- una, risa minnisvarðar og myndastyttur til beggja handa, því að við erum stödd í eins konar „Musteri mann- orðsins“. „Hér hvílir það, sem dauðlegt var“ af mörgu stór- menni Breta fyrr og síðar, og um hina, sem liggja ann- ars staðar, eru minningartöfl- ur og myndir á víð og dreif um kirkjuna, því að West- minster Abbey er jöfnum höndum musteri og minja- safn. í skáldahorninu (The Poets Comer), í suðurarmi kirkj- unnar, standa brjóstlíkön brezkra skáldmæringa, og eiga sumir þeirra legstað þar. Nöfnin og myndirnar rifja upp gömul vinakynni, frá þeim árum, þegar maður var ennþá ungur og las ljóð þeirra með hrifningu, sem stóð í öf- ugu hlutfalli við þekkingu á enskri tungu. Gegnt skáldunum, í norður- armi kirkjunnar, byggja stjórnmálamenn og aðrir hefð- armenn, en í hliðargöngunum þeim megin hvíla jarðneskar leifar þeirra Newtons og Dar- wins. Loks er hér einhvers stað- ar fom stóll, heldur illa leik- inn af höndum aldanna. Hann er svo frábrugðinn öðrum stólum, að undir setu hans er vatnsbarinn steinhnullungur, snoðlíkur kvíahellunni á Húsa- felli. Þetta er gamall steinn norðan frá Skotlandi, og á honum krýndu Skotar kon- unga sina i fyrndinni. Síðar var steinninn fluttur til Eng- lands, settur í krýningarstól- inn, og á honum eru konung- ar og drottningar Breta krýndir. Vilhjálmur sigurveg- ari lét krýna sig í Westminst- er Abbey. Hefur sá háttur jafnan verið hafður á um krýningar síðan, og flestir liggja konungar Engla hér látnir ásamt drottningum sín- um. „Fegurstu kapellu í gjör- vallri kristni" hafa menn nefnt kapellu Hinriks VHL, og var byggingu hennar lok- ið 1518. Kapellan er í raun- inni sjálfstæð bygging, tengd höfuðkirkjunni og að baki kórsins, kapellu Játvarðar hins helga. Að lýsa skrauti og viðhöfn kapellu þessarar er mér ofvaxið eftir skömm kynni. 1 hliðargöngum kapell- unnar liggja þær María Stú- art og Elísabet sín hvom meg- in í flúruðum marmarakist- um, gulli drifnum og öðru fögru verki. Þarna hvíla þær loksins undir sama þaki frænkurnar, sem aldrei sáust í lifanda lífi, en voru keppinautar og f jand- menn alla þá stund, sem þær áttu samleið. Fulltrúar tveggja stefna, sem þá bárust á bana- spjót í álfunni. Önnur að lok- um voldugur sigurvegari, hin hrakinn fangi. Timinn jafnar allt. Nú er ríki þeirra sam- einað og ágreiningurinn gleymdur. ★ Úti fyrir ymur þys borgar- innar, og sólskinið flóir um götur og torg. Nú er nóg kom- ið af fornum gröfum, heilag- leika og kóngadýrð. Fæturnir eru byrjaðir að segja til sín. Skammt frá Westminster Ab- bey er ölstofa, og þangað er haldið til þess að slökkva sár- asta þorstann í bili. Svo er lagt af stað upp í Hampstead Heath. Þegar komið er að skóginum er stigið út úr strætisvagni og haldið áfram fótgangandi. Hér og hvar eru smáar tjamir, þar sem menn eru með veiðimannlega til- burði, og á bekkjunum sitja iingir elskendur, sem eru kannski að bíða eftir rökkr- inu. Skammt héðan er gamall kirkjugarður, og þar er gröf Karls Marx. Við þrömmum á- fram eftir mjóum moldarstig- um upp skógi vaxnar hæðir, mætum þar íkoraa, sem er að naga brauðsneið, er einhver hefur gefið honum, og kom- um loks að lítilli krá. Hún var reist einhvern tima á 16. eða 17. öld, lág undir loft með sótugum bitum, gildum og illa tegldum eða þá lemstruðum af tönnum tímans. Sagan segir, að hér hafi útilegumenn haft aðsetur um eitt skeið. Siðar var hér samkomustaður þeirra - Tower of London — Á miðri myndinni er Hvítiturn, en Towerbrú til hœgri. manna, sem mest höfðu sig í frammi í hinu alkunna „No Popery“ uppþoti 1780, og loks kvað Dickens segja frá þessum stað í einhverri af skáldsögum sínum. Það var eitthvað óhátíðlega aðlaðandi og viðkunnanlegt við þessa krá, þó að lág væri og dökk i loft. Ölið var borið fram í stóreflis kollum, og ég svalg hetjulega um sirin. Einhverju sterkara var blandað í mjöð- ina, og hugurinn sveif af lág- um kofarústunum í mýrar- jaðri norður undir Sprengi- sandi. Þarna var drukkið minni þeirra Fjalla-Eyvindar, Hróa hattar og annarra stað- festulítilla búleysingja. Loks var staðið upp og gestgjafa þakkaður beininn, ef ekki beinlínis, þá að minnsta kosti í huganum. Úti var rign- ing og myrkur. Hvað skyldi nú vera orðið af elskendun- um í skógarbrekkunni, sem voru að bíða eftir myrkrinu og fengu svo rigninguna í kaupbæti ? Ekki er ein bár- an stök, þegar útlagar eiga hlut að máli. Leið okkar lá aftur inn að hjarta borgarinn- ar, og dagurinn endaði hjá kínverskum matsala í Soho, við kínverska máltið, þar sem gestirnir snæddu með mat- prjónum við misjafnan árang- ur, en virtust skemmta sér konunglega, þegar svartast var í álinn og allt hrundi nið- ur af prjónunum. <S>_ $tnðarlyó(s - Póll Kapella Hinriks VII Framhald af bls. 13. „Leiðist þér grey að ganga gefa vil ég þér hest; segi upp sambúð langa; svo trúi’ eg fari bezt. Hafirðu fornt á fótum, fá skaltu skæðin ný gakktu hart á grjótum og ganaðu upp í ský með bandvettlinga og traf styttuband og staf; farðu norður í Gýgjarfoss og stingdu þér þar á kaf; sökktu til botns sem blý, og komdu aldrei upp frá því“, Eitt sinn virðist hafa slegið út í fyrir Helgu, og' þá greip Páll tafekifærið og orti þessa vísu: „Lítið er lunga í lóuþræls unga. Þó er enn minna manvitið kvinna“. Eftir því sem á leið versnaði sambúðin; Helga var duttlunga- full en P4JI stríðinn. Stundum hefur honum þótt nóg komið og barmar sér sáran: „Allskjaldan verður á angri bót illa konu ég eiga hlaut.“ 1578 skildu þau Páll að borði og sæng; en 1591 vildi Páll skilja við Helgu en kvænast Hall- dóru, dóttur Guðbrands biskups Þorlákssonar. Því bónorði var hafnað. Nú fór að síga á seinni hlutann fyrir Páli. Hann and- aðist í janúar 1598. Helga lifði mann sinn. Þau eignuðust börn nokkur, og er af þeim kominn mikill og merkur ættbálkur. Að standa á réttinum Staðarhóls-Páll var maður ís- lenzkur í lund, greindur, skáld- mæltur og/'einarður. Hann vildi í engu vægja, og um það er sögð sú saga, að einu sinni sem oftar gekk hann á kon- ungsfund og mælti þá þessi fleygu orð: „Ég lýt hátigninni, en stend á réttinum". Þarna kem- i ur fram stolt kjmborins höfð- ingja gagnvart konungsvaldinu. Eitt sinn fór Páll með hús- karla sína til fanga í Bjarn- eyjar. Á heimleiðinni sigldi hann í kapp við bónda nokk- urn. Þeir Páll voru fjandmenn. Þegar þeir komu nyrzt í Gassa- sker, báðu skipverjar Pál að beita fyrir eitt skerið. Það þótti honum óþarfi og kvað vísu þessa við raust: „Snemma á degi, er mjög var morgnt, mengið svaraði káta: „Skipið er nýtt, en skerið fornt, skal þvi undan láta.“ Svo fór að skipið brotnaði í spón, og komust þeir við illan leik upp í skerið. Nokkru síðar kom hitt skipið að skerinu. Formaður mælti: „Viltu þiggja líf, Páll bóndi?“ „Gerðu, hvort sem þér þykir sóma betur,“ svaraði Páll. Þá tók formaður þá alla á skip sitt. Páll settist aftur á hnýfil og sneri baki til lands, en hafði báða fætur út- byrðis. Þegar þeir komu í land, laust Páll formann kinnhest, í en gaf honum jafnframt tuttuga hundraða jörð. Var hið fyrra fyrir spurninguna, en síðara fyrir lífgjöfina. íslendingum hefur Staðar- hóls-Páll orðið hugstæður. Staðarhóls-Páll var sjálfstæður í lund og vildi ekki láta hlut. sinn fyrir neinum. Hann leit á konung sem jafningja sinn, sera’ sjálfsagt væri að halda til jafns við. Honum var það metnaðar- mál að standa á réttinum. 1 1»

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.