Þjóðviljinn - 24.12.1955, Side 14

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Side 14
'•■••••••••■••••■•••••••ft*ftflt«ff*fl**^«ft*ftfe*ftff»ft*ftfe»B**9***ftffftftflffff*ftff*AftflCfe««ftft**«fe«ft*B«*ft*****feB9*Bs««t««>feff **■•*« j tækifærið og sýnum væntan-, .egum kjósendum, að við sé- um engir landsölumenn. Sam- kvæmt því er það tillaga mín, að við neitum framkomnum tilmælum Bandaríkjastjórnar — alltént meðan óvist er um úrslit næstu kosninga — og neitum því sömuleiðis, að nokkur slík tilmæli hafi bor- ið á góma. — Þögn sló á ríkisstjómina að þessum orðum töluðum, og þó var ekki laust við, að birti yf- .ir svip ráðherranna, Þeir ræsktu sig, og einhver þeirra sagði já, í þeim tón sem hann vildi sagt hafa: Það má svo- sem athuga þessa leið. En leiðin atama var óneit- anlega nokkuð ókunn og erfið fyrir hæstvirta ríkisstjóm, og að fundi loknum hafði hún ekki ákveðið neitt annað en :þegja sem þynnstu hljóði í lengstu lög. Einn ráðherranna gat þó ekki stillt sig um að segja við kollega sinn, og með þónokkurri gremju: Vin- ir okkar vestra hafa farið dá- laglega með okkur, eða hitt þó heldur; að þeir skuli ekki sjá það, að svona aðferð er ekkert annað en vatn á myllu kommúnista! Sá gálgafrestur sem ríkis- stjómin veitti sjálfri sér varð harla skammur. Tveim dögum eftir fyrrnefndan fund neyddist hún til að svara 'qá- værum fyrirspurnum blað- anna. Svarið var stutt og virt- ist bera vitni um geysimikla hugarró og samvizku í l>ezta lági. Efnislega var það á }:essa lund: Fregnin um að úr- aníum hafi' fundizt í landi Þing\mlla er með nokkrum hætti sönn. En ekki er um námu að ræðá, heldur mjög lítið magn, sem tæplega svar- ar kostnaði að vinna úr jörð. Aldrei hefur komið til mála, að nokkurt erlent ríki fengi leigu- eða eignarrétt á hlutað- eigandi svæði, enda enginn farið fram á slíkt. — í leiðumm stjómarbiaðanna var einnig tekið í sama streng. Talað var um „komm- únistískar lýðæsingar“, „kosn- ingabombu sem aldrei myndi springa,“ „ábyrgðarlausa stjómarandstöðu" og fleira í slikum dúr. Það sem ráða- meim lögðu þó megináherzlu á frammi fyrir alþjóð var þetta: Við erum engir landsölumenn, hvað sem kommúnistar segja; ef til kemur munum við á- reiðanlega geta sett hnef- ann i borðið; við búum í lýð- ræðislandi og höfum samstarf við öndvegisþjóðir lýðræðis- ins í heiminum; Þingvallaland verður aldrei selt. Næstu mánuði varð smám saman hl jóðara um málið með hverri viku sem leið. Stjóm- arblöðin minntust ekki á það einu orði; áttu fullt í fangi með að bollaleggja um vænt- anlega trúlofun brezkrar prinsessu og telja upp dæmi um varmennsku Rússa. En að tjaldabaki var málið síður en svo af dagskrá. Atlantshafs- bandalag, Bandaríkjastjórn og aðrir unnendur vestræns lýð- ræðis í ýmsum löndum ólu sí- vaxandi áhuga og vilja til að koma áætlunum sínum í fram- kvæmd varðandi úraníumnám- una á hinni norðlægu cy. Flestum var þeim ljóst, að bezt myndi að fara að íslenzk- um embættismönnum með allri gát í upphafi, en ef það dygði ekki ,~r-< ja, þá hvað ? Sumum hinna útlenzku skild- ist það vel, að landsvæði nám- unnar var engin hraunlendis- eyðimörk á útnesi, eins og flugvallarstæðið við Keflavík, heldur söguríkasti blettur eyj- arinnar og sá ástfólgnasti meðal landsmanna. Það hlaut að skipta meginmáli. En ekki var hægt að setja slíkt fyrir sig. Of mikið var í veði. Nóg var líka um röksemdir, sem hægt var að bera fram fyrir íslenzka stjórnmálamenn: — Hvers virði hafði gullið verið á sínum tíma móts við úran- íum nú? — Gat ekki hugsazt, að sigurinn yfir kommúnism- anum í heiminum ylti einmitt á þessari nýfundnu auðlegð fslands? — Var þá hægt að taka úrelta og rómantíska af- stöðu, þegar um lýðræði og sjálft líf hins frjálsa fram- taks og samkeppni var að te la? — Nei. Með góðu eða illu varð að framkvæma hlut- inn: hagnýta fsland, hagnýta það sem hagnýtt yrði á þess- um „stepping stone“ milli Ameríku og kommúnismans. 5. Þegar á leið sumarið veittu menn því athygli, að blöð stjórnarinnar tóku að skrifa um kjarnorkumál í æ ríkari mæli. Mest var það í einskon- ar fróðleiksormi; útlistanir á notkun úraníums til frið- samlegra starfa; fullyrt, að hvert það land væri í senn auðugt og alsælt, sem ætti þann dýra má’m; jáfnframt harmao, hversu fátæk ísienzka þjóðin væri, —< að hún skyldi ekki geta umiið það úraníum, sem hún ætti í landi sínu. Úr- aníum er málmur framtíðar- innar og jafn sjaldgæfur sem hann er verðmætur. Banda- rískur landkönnuður og forn- leifafræðingur hefur sagt: „Hvers virði eru fomleifar eða söguhelgi móts við þann málm, sem kveikir lífsneista óborinna kynslóða?" f byrjun októbermánaðar kom alþing saman. Varla hafði það lokið venjulegum nefndarkosningum er stjórnin bar fram, öldungis liávaða- laust, fnunvarp að lögum um heimild til handa bandaríkja- stjóm „til að athuga hversu mikið magn úraniums kunni að finnast í nánd við Þing- velli og, ef henta þykir, vinna jafnframt eitthvað af því magni í tilraunaskyni." — í greinargerð stjómarinnar var lögð rík áherzla á það, að með þessu væri aðeins gert ráð fyrir vísindalegri athug- un, en ekki um neina samn- inga að ræða. um áframhald- andi framkvæmdir, þvisíður erlend ítök; hinsvegar myndi þetta verða landsmönnum kostnaðarlaust með öllu. „Hverju mannsbarni má vera það ljóst, að við höfum ekki fjármagn til að gera neina slika rannsókn sjálfir," sagði í greinargerðirini. En við þetta tóku menn fyrst að mmska. Mótmæli stjórnarandstöðunnar og fólks úr öllum flokkum um land allt urðu kröftugri en nokkru sinni fyrr. Önnur þau mál, sem þingið hafði til meðferð- ar, hurfu þegar í stað í skugg- ann. í hópi þeirra sem skrif- uðu andmælin og báðu þing og stjóm að sjá að sér í tæka tið var þjóðgarðsvörð- urinn á Þingvöllum; hann reit tmi •»*•■»••••••••••■*•**»*•*•■•*•«•■ *■ *•»*•**»**»*«***«•'• •***- ••OiMWMIMUtMi Allt á sama stað Þér komízt lengra á hinum lipru og sterku MICHELIN hjólbörðum Einkaumboð á íslandi íyrir: MICHELISÍ H.f. Egill Vilhjábnsson Laugaveg 118 — Sími 81812 hjartnæma grein um fegurð' staðarins, sögu hans, helgi og menningargildi. Annað aðal- blað stjórnarinnar kallaði hann fífl, fyrir vikið, og draumóramann sem bezt væri að hefði sig ekki mikið frammi í stjóimnálum ef hann vildi ekki hljóta van- sæmd sjálfur —. í Reykja vík og úti um land var efnt til fjöldafunda í mótmæla- skyni við frumvarp stjórnar- innar, bæði utan húss og inn- an, en ungiingar úr íélags- skap hægri sinnaðrar æsku gerðu endurteknar tilraunir til að hleypa fundunum upp og efna til slagsmála, sem stundum tókst, stundum ekki. Þá birtu stjómarblöðin hroll- vekjandi lýsingar á kommún- istískum uppþotum. Erlend stórblöð sendu fréttaritara og ljósmyndara til landsins og létu þá kvikmynda ærsl eg á- tök milli „frelsisunnandi æsku og kommúnistaskríls“ til að sýna sem aukamyndir á bíó- um víðsvegar um „hinn frjálsa heim.“ Ríkisstjórn og mikill hluti alþingis fór huldu höfði. Fjöldi unglinga, sem sýndu stjórninni hollustu, var dubbaður upp í lögregluþjóns- stöður, því að venjulegur fjöldi lögregluþjóna dugði alls ekki lengur. Allt gerðist þetta á mjög skömmum tíma. En málið var svosem ekki til lykta leitt þar með. Nú voru góð ráð dýr. Umræðun- um á þingi var að vísu hrað- að eftir megni, en „óþjóðholl- ir“ menn teygðu þær með )öng- um ræðuliö'dum og tOvitnun- um í sögu landsins og öðrum óþarfa; það fannst ríkisstjórn og fylgismönhum hennar nán- ast grátlegt að sjá og heyra. Var ekki hægt að banna þess- um ræðumönnum að tala ? Var elcki hægt að stöðva út- komu blaða þeirra og tíma- rita, til þess að ganga frá löglega framkominni tillögu í friði? Nei. Það var ekki hægt. — Þetta voru sannkall- aðir hörmungartímar fyrir dagfarsprúða valdhafa eyjar- innar, sem helzt kusu hóg- værar umræður um málið, samþykkt frumvarpsins og síðan samkomulag um viðun- anlega skiptingu arðsins af þeirri auðlind, sem fundizt hafði. Aumt var að þurfa jafnvel að grípa I hálmstrá til að sanna fyrir landsmönnum, að ekki væru hundrað í hætt- unni, þótt gamalkunnur stað- ur væri rannsakaður af lærð- um vísindamönnum og fram- kvæmdir e. t. v. gerðar þar af engu síður sprenglærðum verkfræðingum — þjóðinni að kostnaðarlausu. En í hálmstrá var þó gripið. Og ekki var að vita nema þetta strá hefði furðu sterkar rætur, er til kastanna kæmi, og kynni að geta hjálpað þeim sem nú klóruðu í bakkann. Upp úr marrandi geym slu- skúffu afdankaðra stjórnrnála garpa, ritstjóra, guðspekinga, kókakólista og alkóhólista voru dregnir nokkrir gleymdir menn og látnir vitna af mikl- um fjálgleik, föðurlandsást, og þó einkum af framsýni, um „hið mikla hlutverk ís- lands“. Hver greinin eftir aðra birtist í málgögnum stjórnarinnar innan um skrif sjálfra valdhafanna þessa ör- lagaríku októberdaga. — Hvert var svo hið mikla hlut- verk Islands? Jólasálmur Nú liður að jólum; l>á gleðst praugarinn í p.yngju sinni — lijartanu. Bóndinn hýsir fé sitt og býr það undir sauðburðinn. Þingmönnúm gefst jólafrí í lengra lagi, sumsé allau fengitíniann. Nú yrkja, skáldin eins og mnlíleyplngur vetrarins blæs þeim ■ í brjóst, en þingið setur nefnd þeim til höfuðs — og hreliiugar. Klerkur gengur í tómtiiús, það heitir lcirkja. Sjómenn þreyta sitt stríð á höfum úti, sumir við Gramland og líta stormhvössum augum til þeirrar danmerkur ‘sem þar er að verða. Grænland, Markland, HeUuland, Svaibarði, Nýaland, Vínland. Nú hefur Isiand misst aUar nýlendur sínar aðrar en Kolbeinsey. — tað líður að jólum — Sveinbjöm Benteinsson. DraghálsL Jú, það hafði svosem verið prédikað margsinnis áður. En . þjóðin hafði jafnan dauf- . heyrzt við þeim röddum; hún hafði ekki þekkt sína spá- menn; hún hafði ekki aðeins misskilið þá og þarmeð svívirt heldur einnig sjálfa sig og guð almáttugan. Suður í Egyptalandi stóðu . æfafornar og dularfullar byggingar, sem nefndust pýramídar. Fyrir allmörgum árum höfðu vitrir menn lesið úr línum og fornum skriftum þeirra, að íslendinga biði geysimerkilegt hlutverk í framtíðinni; og ekki aðeins . þjóðarinnar, heldur einnig landsins. Hvað var sönnun þess, að þeir spádómar voru réttir, ef ekki það sem nu var komið á daginn? Gat sönnunin um þetta hlutverk lands og þjóðar verið sterk- ari en sú, að hinn dýrmæti málmur úraníum skyldi ein- mitt finnast á Þingvöllum?. Gat hinum foma stað veitzt meiri upphefð og framtíðar- sögulegt gildi en á þann hátt að verða ein af miðstöðvum heimsins í tilraunum mann- kynsins til þroska — og bar- áttu þess gegn ófrelsisstefn- um? Var ekki með þessu auðséð, að Þingvalla beið enn í dag það hlutskipti að verða virkur þáttur í lífi þjóðarinn- ar, já, allra þjóða ? Var hag- nýting auðæfa þeirra ekki brýnni en hverskyns deila um landhelgi eða markaði við vinveittar þjóðir, eða liæpin trú á öðrum og úreltum at- vinnuháttum eins og stopulli fiskveiði, landbúnaði, innlend- um smáiðnaði og hagnýtingu skóga eftir liundrað ár? — „Öllum þessum spumingum hlýtur hver sannur frelsis- og ættjarðarvinur að svara ját- andi,“ sögðu hinir fróðu menn. „Því meira iiraníum sem finnst, þeim mun betra. Van- metum eigi gæzku guðs og vísdóm hans.“ 6. Meðan öllu þessu fór fram og lætin sem mest á fjölda- Framhald á 28. síðu,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.