Þjóðviljinn - 24.12.1960, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.12.1960, Blaðsíða 14
[ 14) JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1 i 1 .Þyrillinn, höfuðlaus sfings, liggjandi fram á lappir sér. Blettur þessi er svo magnaður að engum hefur gagnazt af því að heyja hann. Það brást aldrei að þeir sem það gerðu, misstu á því ári uppá- haldsgrip úr búinu, venjulega reið- hest sinn eða konunnar, stundum snemmbæru. Og þetta gerðist með svo undarlegum hætti að ekki varð heimfært undir neitt venjulegt sem skepnur hendir, né talið til eðiilegra slysfara. Algengast var að skepnan stirðnaði upp á básnum einhverja nótt- ina skömmu eítir að tekið var á gjöf, og varð að afl'fa hana væri hún ekki dauð þegar að var komið. Stundum kom það fyrir að gripurinn hljóp hreinlega framaf brekkubrúnir.ni og hálsbraut sig. Og alltaf skyldi þetta vera úrvalsgripur. Margt fólk er enn til sem þekkir þetta af eigin raun, hefur átt þar heima eða í nágrenninu og dettur ekki í hug að bera brigður á það orð sem af brekkunri fór. þótt undarlegt sé. Öilum sem kunnugir eru þarna, ber saman um það að enginn hafi í mannaminr.um hirt heytuggu af þess- um bletti, án þess að missa á því sama ári vænan stórgrip með voveif- iegum hætti. En það var ekki við neinn að sakast fyrir þá sem urðu fyrir slíku, nema sjálfan sig. Þeir höfðu brotið af sér gagnvart jörðinni og jörðin refsaði þeim. Og það gerði víst enginn nema einusinni að slá Álagabrekkuna. En falleg var hún og freistandi, og í bejnu áíramhaldi af túninu, svo það mátti svei mér hafa gát á ljánum. Hún átfi það líka til skömmin sú arna að vera dálítið loðnari en Snopp- an vesturaf sem var slegin á hverju sumri, en þessi blettur var ekki sleg- inn nema á margra ára fresti, þegar óhöppin hentu. En það var nóg til þess að halda honum í rækt og gera har.n girnilegan fyPir slægn a-lítinn bónda sem varð að skafa hvern blett. Þessi inngangur er þó aðeins útúr- dúr og smámunir. Það hvíldu einnig önnur álög á Litlasandinum miklu al- varlegri. og segir nú af þeim. III. Munnmælasagan: Einu sinni bjó fátæk ekkja á Litlasandi á Hvalfjarðarströnd. Hún fór þaðan nauðug og lagði það á jörðina að enginn mætti búa þar lengur en tíu ár. Er það • talið hafa farið eftir síðan. I Svo langt sem elzta fólk man hefur það gengið staflaust að einnig væru áiög á Litlasandi af mannavöidum. Það mátti enginn búa þar lengur en tíu ár. Öllum búnaðist heldur vel þar fyrstu tíu árin, en sæti einhver jörð- ina lengur brást það ekki að verstu óhöpp dundu yfir, aliskonar eigna- tjón, búféð hrundi niður, jafnvel gerð- ist óáran í fólki. Þetta hafði margsannazt. Fólkið vissi ýms dæmi þess að álögin heíðu hrinið á þeim sem útaf þessu brugðu, og enn er til margt fólk sem hefur búið þarna og orðið fyrir allskonar ósköpum. Nú munu víst flestir hugsa sem þetta lesa: Ja, sér er nú hver vitleys- an. þarna heíur verið ljóta hjátrúar- bæiið. En það var öðru nær. Ég er vel kunnug mörgu af því fólki sem þama hefur átt heima og hef engu fólki kynnzt sem er jafn laust við hjátrú. Það var glaðvært írjálslynt og hleypidómalaust og tók þessum at- burðum eins og sjálfsögðum hlut. Þarna var þéttbýlt og góður félags- andi. En það væri ekki nema von þótt einhver spyrði: Hversvegna er verið að rifja þetta upp? Er ekki jörðin bú- in að vera í eyði tvo áratugi og allt þetta gamla slúður fallið i gleymsku? Jú, vissulega er jörðin búin að vera í eyði tvo áratugi og flest gleymt sem hana varðar. En svo undarlega sem það hljómar voru það einmitt atburð- ir sem gerðust alveg nýskeð í sam- bandi við þessa jörð, eða öllu heldur eru að gerast í dag, sem ollu því að farið var að rilja þessa hluti upp aftur, Það virðist alls ekki kominn tími til að þeir íalli í gleymsku. Og svo kröftugt er þetta orð ennþá að svo virðist sem harðsvíruðusu fjár- plógsmenn striðsgróðaáranna og út- smognustu diplómatar og bragðarefir séu jafnberskjaldaðir fyrir því og ör- snauðir bændur frá einum mestu harðindatímum íslandsbyggðar. Það detta öngvum lýs úr höfði þótt eignalitlir bændur verði öðruhvoru íyrir skakkaföllum, en að þe.ssi dé- skotans ónáttúra skyldí einnig hitna Útgerðarmenn! Sjómenn! Uppbygginjr og viðhald fiskibátaflotans innanlands er þjóðarnauðsyn. Spornið við óþarfri gjaldeyrissóun, með því að láta innlendar bátasmíðastöðvar byggja fiskibáta yðar. Reynslan hefur sýnt að bátar byggðir innanlands eru fyllilega sambærilegir við erlenda báta hvað sjóhæfni, styrkleika og endingu snertir, og verð sambærilegt. falið við okkur, ef þér þurfið að láta byggja báta. Vér getum byggt allar stærðir og gerðir af bátum úr eik og furu, frá litlum opnum bátum, upp í 150 lesa þilfarsbáta, :nni í húsi. Innan skamms tíma væntum vér þess að geta einnig boðið yður þjónustu okkar við byggingu stálbáta. Hafnarfirði, s‘imi 50520 á hjátrúarlausum skólagengnum nú- tímamönnum, og það mönnum sem eiga í meira lagi undir sér, það varð einmitt.til þess að ég fór að spyrjast fyrir um það hjá kunnugu íólki hvað það vissi um þessi álög og hvernig þau væru. Svör þeirra sem ég spurði voru flest á einn veg: Ósköp þessi voru kennd ekkju sem átti að hafa búið þarna í tíu ár, en einhverra hluta vegna orð- ið að hrekjast þaðan nauðug að þeim tíma liðnum. Þá hefði hún lagt það á jörðina í reiði sinni að engum skyldi blessast að búa þar lengur en henni. Það var gamla sagan um hinn rænda eyri ekkjunnar, eftirsóttan vandræða- pening sem mörgum hefur orðið dýr. ÖHu meiri vitr.eskju var ekki að fá um konu þessa h.iá nútímafóiki, utan hvað einhver hélt hún heíði heitið Sigríður, hafði það eftir Ólafi Illugasyni sem lengi bjó á Miðsandi og var ungur maður í húsmennsku á LitJasandi. Einnig mátti ráða í það af ýmsu að ekki mundi ýkjalangt síðan hún var uppi, því elzta fólk kunni nokkur skil á því hvenær þetta fór að gera um sig og gat nefnt alla bændurna sem fyrir því urðu. nema þann fyrsta. Og þá mátti geta sér til að hann væri heldur ekki rajög langt undan. Ekki kom ég þó öðru í verk að sinni en að skyggnast lítillega í gaml- ar kirkjubækur og hafa árangurinn að gamanmálum í kunningjahópi. Svo var það nokkru seinna að ég átti tal við unga menntakonu og rithöfund, sem spurði hvort ég þekkti ekki til einhversstaðar á sveitabæ þar sem gömul álög væru og hvernig fólk hefði brugðizt við þeim. Kom okkur ásamt um bæði í gamni og alvöru að íslenzk menning mætti ekki við því að missa þennan rauða þráð úr vefn- um. Og til þess að verða góðu tnál- efni að sem mestu liði, þá skiptum við þannig með okkur verkum að önnur skyldi rannsaka þetta mál sagn- fræðilega. eftir því sem hægt er að henda reiður á slíku, en hin uota efnið að ívafi í skáldverk. Hér fer á eftir hvers sú varð visari, sem tók að sér sagnfræðina. IV. Litlisandur á enga skráða sögu. Þar hafa aldrei gerzt þeir atburðir að neinum þætti taka að festa þá á blað. Hvergi getið í annálum, aðeins minnzt á bátskaða. er varð þarna skammt frá árið 1875, og drukknun Björns Blöndal undir Klifinu. Það er þvi ekkert að stvðjast við þegar þrýtur minni elzta íólks sem nú liíir, annað en slitróttar kirk.iu- bækur og er raun að sjá hve prest- ar hafa oft lagt litla áherzlu á að færa þær reglulega. Þegar manni ríður mest á nákvæmum upplýsingum hafa þeir kannski ekki húsvitjað nema á margra ára fresti, og bókfærslan ekki alltaf örugg. En þangað verður þó að leita eftír grundvallaratriðum í máli sem þessu. Lítil verður saga eins bæjar án fólks- ins er þar býr. Fyrst er þá að hefja leit að ekkj- unni sem átti svona kröftugt tungu- tak, og helzt að hún héti Sigríður. Er þar skemmst af að segja að Sigríður fyrirfinnst engin, svo langt aftur í tímann sem séð verður af bókum hef- ur engin Sigríður búið á Litlasandi né átt þar heima, nema Sigriður Davíðs- dóttir frá Miðsandi kona Símonar Jónssonar frá Efstabæ. En ekki kemur hún til greina, þvi hún er þarna ný- gift og allt í lukkunnar velstandi, þau hjón búa þar aðeins nokkur ór. Þarna er heldur ekki um auðugan garð að gresja. Síðustu tvær aldii' hefur aðeins ein ekkja búið á Litla- sandi. Hún hét ekki Sigríður. Og er þá ekki sjálfgert að leggja árar í bát, hætta að leita að sönnun- um íyrir munnmælasögunni fyrst hútv brást í svona veigamiklu atriði? Við sem höíum verið í sveit að vor- lagi, þekkjum hverníg hreiðurfuglar fara að því að viþa um fyrir þeim sem ætla að gerast nærgöngulir, ,Gætí ekki .eitthvað syipað haf.at ig’erzf. Ííérf Sé einhver íótur fyrir munnmæla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.