Þjóðviljinn - 19.12.1972, Page 8

Þjóðviljinn - 19.12.1972, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 19. desember 1972 íminningu ágæts þýöanda Jón Sigurósson frá Kaldaðarnesi: Kitsafn i bundnu og óbundnu máli. Ilelgafell, Keykjavik, MCMLXXII. Kristján Albertsson sá um útgáfuna. Jón Sigurðsson frá Kaldaöar- nesi lézt áriö 1957 og var þá löngu kunnur öllum bókmenntaunnend- um fyrir ágætar þýðingar er- lendra skáldverka. Snilldarþýö- ingar hans á sögum Hamsuns, Viktoriu, Fan, Sulti og Aö haust- nóttum eru nægilegt bókmennta- starl' til aö varöveita nafn hans i sögu hókmennta á lslandi. Þvi miöur höfum viö átt allt of fáa slika menn sem kynnt hafa ls- iendingum erlendar öndvegisbók- menntir og veriö hæfir til þess. Nú hefur Helgafell gefið út bók meö frumsömdu efni i bundnu máli og óbundnu eflir Jón kalda ásamt nokkrum þýddum smásög- um. Kornungur yrkir hann Ijóö sem vissulega gátu gefið fyrirheit um frama á skáldskaparbrautinni, en aö þvi er virðist hættir hann meö öllu aö yrkja i alvöru aöeins 28 ára gamall áriö 1914. Þetta er jafnvel eiginkonu hans og vinum (sem skrifa um hann i Ritsafn- inu) ráögáta, svo aö ekki hefur hann sjálfur veriö margorður um þaö. En slikt sem þetta er raunar ekkert einsdæmi. Þroskaður listasmekkur og viðtæk þekking á bókmenntum hefur gert sum skáld svo gagnrýnin og kröfuhörö i garö sjálfra sin að þau hafa numið staöar eöa lagt út á nýjar brautir. Nægir þar að benda á dæmi Magnúsar Ásgeirssonar. Ljóöin i Kitsafninu, 22 aö tölu, eru flest i anda og formi ný- rómantiskra ijóða upp úr alda- mótunum, mörg þeirra hagan- AF SKÁLDUM HALLDOR LAXNESS flytur 20 ritgerðir og greinar um nafnkennd íslenzk skáld á síðari tímum, samdar á árabilinu 1927— 63. Elztur höfundanna er séra Hall- grímur Pétursson, en yngstur Steinn Steinarr. Hannes Pétursson valdi og sá um útgáfuna. Bókin er prentuð á mjög vandaðan pappír, prýdd teikningum eftir Gerði Ragn- n arsdóttur, en um alla ytri gerð bók- | arinnar annaðist Guðjón Eggerts- § son hjá Auglýsingastofunni hf. — f 209 bls. 1 BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS lega geröen á engan hátt sérstæð. Fimm kvæði, ort undir drótt- kvæðum hætti, eru aftast i ljóða- safninu og án ársetninga. Einna snjallast af kvæðunum i heild sýnist mér „Voðin” sem vel má vera aö sé dulbúinn ritdómur um einhvern skáldbróður. Sé svo, er hin tvisæja mynd býsna hagan- lega gerð og dómurinn hárbeitt- ur: Jón Sigurösson l'rá Kaldaöarnesi Kctthverfan minnir á rósaflos, ranga borðið er annað en gaman, þráðarspottar, lykkjur og los, litirnir flæktir og vöölaðir saman — en uppistaðan það erkihroð, að endarnir stingast fram um rofin. Það þarf ekki að snúa þessari voð, menn þckkja að hún er ekki gegnumofin. Vel hefði þessi æskuljóð getað oröið upphaf góðs gengis á skáld- vegi, margur góður hefur byrjað verr. En úr þvi fæst aldrei skorið. 1 bragsmiðum sneri Jón sér að hagmælskunni einni og orti smellnar tækifærisvisur, sem einnig má sjá dæmi um i siðasta Ijóðinu i bókinni. Meðal frumsamins efnis i Rit- salninu er ein smásaga (frá 1909), tvær ritgerðir og tvær ræður. Það er mjög vafasamt að minningú Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðar- ncsi sé greiði gerður með prentun þessa lausmálsefnis. Ritgerðin um Jónas Hallgrimsson er enn eitt ævisöguágripið þar sem menn fara i kringum hin raun- verulegu lifsvandamál Jónasar eins og kettir i kringum heitan graut, og bóþmenntalega er ekk- ert á þessu að græða. Skyldu menn annars aldrei ætla aö hætta að klifa á hinni klóku skröksögu Konráðs Gislasonar úr 9. árgangi Fjölnis um dauða Jónasar? Það þarf enginn að halda að Jónas minnki sem maður, skáld eða pólitikus þótl þessari mærðardulu verði svipt Irá dauðastriði hans. Grein Halldórs Laxnessum Jónas i Alþýðubókinni var opinberun i islenzkri bókrýni, en siðan hefur allt hlaupið i baklás varðandi skrif um Jónas Hallgrimsson. 1 ritsafni Jóns frá Kaldaðarnesi eru þýðingar á tiu sögum og greinum eftir þekkta höfunda. Hann byrjaði ungur að fást við þýðingar. Fyrsta útgáfa Viktoriu kom út árið 1914, sama árið og hann hætti að yrkja, ef miða má við ársetningar kvæðanna i bók- inni. Árið áður hafði hann ásamt Jóni Ólafssyni annazt snotra og nýstárlega útgáfu af ljóðum Jónasar Hallgrimssonar. Jón átti einnig mikilvægan þátt i smá- sagnasafninu Sögur frá ýmsum löndum, sem hann gaf út ásamt Kristjáni Albertssyni fyrir 40 ár- um. Það var merk bókmennta- starfsemi sem enginn hefur lagt i að haida áfram. Þýðingar Jóns eru á smekklegu og vönduðu máli, samtöl og til- svör eðlileg og allt unnið af alúð og smekkvisi. Þýddu sögurnar i ritsafninu eru órækt vitni um það. Þær eru veigamesti hluti rit- safnsins. Sá sem les þýðingar Jóns frá Kaldaðarnesi, hvort heldur hinar stóru skáldsögur Knut Hamsuns eða smásögur hans og annarra öndvegishöf- unda, fyrirgefur honum að hafa lagt ljóðagerðina á hilluna. Hann hefði ef til vill getað bætt hlut is- lenzkrar ljóölistar, en það sem máli skiptir nú er það, að hann auðgaði bókmenntir á lslandi með þýðingum sinum. E.Þ. HÞ DREGIÐ Á ÞORLÁKSMESSU MUNIÐ AÐ GERA SKIL í ' HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS Jólamerki landhelgis- sjóðs komin ámarkað Jólamerki Landssöfnunar i Landhelgissjóð eru nú komin á markaðinn. Þau verða seld i örk- um, tuttugu og fjögur merki i hverri örk, og ein sér. Hver örk myndar heildarmynd, auk þess sem hvert einstakt merki er sjálf- stæð eining. Hvert merki kostar kr. 10/- og hver örk kr. 240/-. Auk þess hafa verið gerðar 1000 ótakk- aðar arkir, og kostar hver þeirra 1000.00 krónur. — Arkirnar og merkin verða til sölu á pósthús- um, hjá Frimerkjamiðstöðinni, Skólavörðustig 21 og i Frimerkja- húsinu Lækjargötu 6a. — Einnig tekur skrifstofa Landssöfnunar, Laugavegi 13, R., við pöntunum i sima 2 67 23. Merkin eru prentuð i s.iö litum og á hverju merki stendur Jól 1972, lsland 50 milur. Þau eru teiknuð á Auglýsingastofunni h.f. Nemendur Menntaskólanna i Reykjavik, Verzlunarskólans og Kennaraskólans hafa tekið að sér aðselja merkin, og arkirnar, þeg- ar þeir eru búnir i prófum, sem nú standa yfir. Þeir munu sækja heim fólk á höfuðborgarsvæðinu, og bjóða merkin við húsdyrnar, fimmtudaginn 21. desember. Eru nemendur skólanna hvattir til þess að koma, hver i sinn skóla á íimmtudaginn klukkan 17,30, en þá verða merkin afhent. — Með þessu framtaki vilja nemendur áðurgreindra skóla sýna i verki, að þeir eru fúsir til að leggja mál- efni þessu lið, og hvers þeir eru megnugir, með sameiginlegu átaki. Kópavogsapótek Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2; sunnudaga milli kl. 1 og 3. Simi 40102. Skuggabaldur kemur í bæinn á morgun

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.