Þjóðviljinn - 27.04.1975, Síða 2

Þjóðviljinn - 27.04.1975, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. apríl 1975. Máttu þvottakonurnar fara í verkfall? Umsjón:Vilborg Haröardóttir. Þaö er beðið eftir dómi í Svíþjóð. Dómi svokallaðs Vinnudómstóls (Arbets- domstolen) í máli tíu þvottakvenna frá bænum Skövde gegn hreingern- ingafyrirtækinu ASAB. Tvær kvennanna voru reknar úr vinnu fyrir að hafa æst til verkfalls, að því er atvinnurekendinn heldur fram. Hinar voru reknar fyrir að neita að snúa aftur til vinnu sinnar ings Selskab/ sem aftur er hluti danska hringsins Internationa I Service System, sem rekur starf- semi sína í 15 löndum, og reyndi einmitt í vetur að komast inná islenskan vinnumarkað. Þessi margþjóða hreingern- ingafyrirtæki eru þekkt að óbil- girni og ósanngjörnum kröfum i garð verkafólks sins og meðal þess sem tekið er fram i heildar- samningum þeirra við verklýðs- samböndin er að enginn megi reka áróður fyrir breytingum á samningnum né fyrir verkfalli á vinnustað. getur farið, að þær verði neyddar til að greiða málskostnað og kannski 200 kr. sænskar i skaða- bætur. Málinu verður ekki visað til neins æðri dómstóls. Dómur Vinnudómstólsins er endanlegur. ISS gerði gólfþvottinn að iðnaði Fjallað var um málið fyrir Vinnudómstólnum i þrjá daga, 3,- 6. april, en dómsins er ekki vænst fyrr en u.þ.b. mánuði siðar eða i byrjun mai. Þúsundir manna um alla Sviþjóð og i nágrannalöndun- um hafa lýst yfir stuðningi við þvottakonurnar, bæði persónu- lega og gegnum verklýðsfélög og jafnréttisfélög. Peningum hefur fyrir, að þær kæmu á vinnustað og væri sagt, að þann daginn væri engin vinna fyrir þær. Þær máttu þá snúa við heim, án borgunar, heim til barna og barnagæslu, sem þær urðu auðvitað að borga. Hún lýsti lika streitunni á vinnustaðnum og þvi hvernig vinnuálagið jókst, en launin minnkuðu þegar ASAB fór að stjórna hreingerningunum. Og hvernig þvottakonurnar neyddust stundum til að vinna ver til að komast yfir það sem þeim væri ælJað. Þetta var löngu áður en til verkfalls kom, en nú er þetta við- tal og fleiri ummæli þeirra Britt- Marie meðal málsskjala Vinnu- dómstólsins. Beöiö mikil- vægasta dóms kvenna- ársins í Svíþjóö Nokkrar Skövde-kvennanna I sjónvarpsumræöum viö verklýösleiötoga og atvinnurekendur. nema félagar þeirra væru jafnframt teknar aftur í vinnu. Málið hefur vakið feyki- athygli bæði i Svíþjóð og einnig annarsstaðar á Norðurlöndum, ekki sist þar sem i hlut á dótturfyr- irtæki Det Danske Rengör- Ragnhild Andersson Dómuri máli þvottakvennanna frá Skövde verður bæði prófmál á tilverurétt slikrar samningsgerð- ar og einnig prófmál og fyrsti dómursænska vinnudómstólsíns i sambandi við uppsagnir vegna verkfalls. Það skiptir þvi ekki að- eins persónulega máli fyrir þvottakonurnar tiu hvernig málið fer, heldur alla launþega sem kæmist gætu i slikar aðstæður, þar sem dómurinn skapar for- dæmi fyrir samskonar mál i framtiðinni. Þvottakonurnar lita svo á að þeim hafi verið sagt upp að til- hæfulausu og krefjast þessvegna skaðabóta að upphæð samtals 200 þús. sænskra króna (u.þ.b. 7,6 milj. isl. kr.) frá ASAB. Komist dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að þær og verklýðsfélagið hafi rétt fyrir sér verður hreingern- ingafyrirtækið skyldað til að taka þær aftur i vinnu og jafnvel borga skaðabætur. Reyndar stendur verklýðsfélagið ekki að baki nema tveim þeirra, Ragnhild Anderson og Britt-Marie Johans- son, þessum tveim sem fyrst voru reknar fyrir að beita sér fyrir verkfalli. Hinar átta standa sjálf- ar fyrir máli sinu sem hópur. Komist dómstóllinn hinsvegar að þeirri niðurstöðu, að uppsagn- irnar séu réttmætar verða kon- urnar aliar atvinnulausar og svo Þannig sér teiknari Dagens Nyheter Vinnudómstólinn, sem oft hefur veriö sakaöur um aö dæma atvinnurekendum og valdhöfum i hag. Aö. sjálfsögöu á engin kona sæti þar. veriö safnað til stuðnings þeim og fundir haldnir. Sænsk blöð hafa skrifað mikið um málið og flest stutt málstað þvottakvennanna. Og dregin hefur verið fram i dagsljósið i þessu sambandi starfsemi danska auðhringsins Inter- national Service System, heims- ins stærsta hreingerningasam- bands, sem fann upp aðferð til að hagnast enn meir en áður á vinnu láglaunakvenna með þvi að gera gólfþvotta og hreingerningar að iðnaði. Forsagan Það var i byrjun október sl. ár sem þvottakonur i Billingehus i Skövde mynduðu verklýösklúbb á vinnustað sinum og kusu Ragn- hild Andersson og Britt-Marie Johansson ritara sina. Strax þá sakar forstjórinn Ragnhildi um að vera „æsingamanneskja” af þvi að hún hafi átt einn mestan þátt i að stofna klúbbinn og hótar henni að hún sé „laus” i stöðu ef hún ekki breytist. — Nú skil ég hvað „óþægileg- ur” starfsmaður er, segir Ragn- hild 3. október i blaðaviðtali. Það er svona manneskja eins og ég, sem „er erfið og hleyp beint i verklýðsfélagið með hvaðeina”. En auðvitað geri ég það þegar við getum ekki fengið leiðréttingu mála okkar nema með aðstoð fé- lagsins. Sjálf hefur Ragnhild unnið fyrir sér og sex börnum sinum i 15 ár með gólfþvottum. Hún er stolt af stöðu sinni og vill njóta virðingar sem þvottakona, en ekki láta mis- nota sig. I viðtalinu segir hún frá nokkrum samstarfskonum sin- um, sem aðeins séu ráðnar i þrjá mánuði i senn og að kornið hafi — Maður á að þegja, halda kjafti og þvo og þvo og þvo, skil- urðu. Og við verkafólkið eigum að gjalda fyrir aukið álag og flýti með þreytu á likama og sál, segir Ragnhild. Breiddist úr Margar þvottakvennanna ótt- uðust verkstjörann og voru Britt-Marie Johansson hræddar við yfirmennina, en mest hræddar við að missa vinn- una ef þær létu óánægju i ljós. Eftir stofnun klúbbsins fóru fram samningaviðræður þar sem þær gátu borið fram kröfur sinar sem hópur og sumt fengu þær leiðrétt. Þetta skapaði fordæmi og nú fóru þvottakonur annarsstaðar i landinu að leggja niður vinnu til áherslu kröfum sinum, fyrst i Borlange, siðan i Malmfaltet. Dag nokkurn kom einn forstjóra ASAB fram i sænska sjónvarpínu og hélt þvi fram, að þvottakonur fengju i laun aö meðaltali 16 krón- ur sænskar á timann. Ein kvenn- anna i Billingehus-klúbbnum, Kerstin Klang, varð svo reið þeg- ar hún heyrði þetta, að hún hringdi til Stokkhólms og spurði sjónvarpsmenn: — Ætlið þið að láta honum liðast að sitja þarna og ljúga að alþjóð? En hún var ekki sú eina sem brást reið við. Þvottakonurnar i Skövde samþykktu að þær skyldu þá krefjast 16 kr. á timann við næstu samninga 5. desember. Viðræður stóðu til 10. des. og gekkst ASAB inná nokkrar kröf- ur, en ekki þá að borga 16 kr. á timann. Svar kvennanna var verkfall, annarsvegar til að krefjast 16 krónanna, hinsvegar i samúðar- skyni við þvottakonur i Malm- faltet. Þær leystu klúbbinn upp svo þær gætu allar tekið þátt i verkfallinu án þess að verklýðs- félaginu yrði gert að greiða skaðabætur og verkfallið hófst 11. desember. Reknar Fyrsta eða annan dag verk- fallsins (um það ber málsaðilum ekki saman) voru þær Ragnhild og Britt-Marie reknar, sakaðar um verkfallsforystu og áróður. Skorað var á hinar konurnar að koma aftur i vinnu, en þær neit- uðu nema uppsögn þeirra tveggja yrði ógilt og samningar héldu áfram. Þvi neitaði fyrirtækið og verkfallið hélt áfram, Þvottakon- urnar voru þá kærðar fyrir vinnu- dómstólnum, sem beindi þvi til þeirra að snúa aftur i vinnuna með fyrirvara, þar sem verkfallið væri ólöglegt. Þvi neituðu kon- urnar og fljótlega voru þær allar reknar. Þvottakonunum i Malmfaltet Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.