Þjóðviljinn - 27.04.1975, Side 4

Þjóðviljinn - 27.04.1975, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. aprfl 1975. DJOOVIUINN MÁLGAGN SQSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS (Jtgefandi: (itgáfuféiag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann jRifstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Vilborg Haröardóttir Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar: Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. ÓSÆMILEGAR ÁRÁSIR Á ÍSLENSKAR KONUR í siðustu viku lauk neðri deild alþingis umfjöllun sinni um frumvarpið um kyn- lifsfræðsluo.fl. Nefndin felldi tillögur þess efnis að konur hefðu ákvörðunarrétt um fóstureyðingu innan skýrra marka: sú ákvörðun á áfram að vera i höndum hins ópersónulega kerfis. Hins vegar gerðust þau tiðindi i deildinni að andstæðingar nú- timalegra og mannlegra viðhorfa gerðu harða hrið að frumvarpinu, fluttu tillögur um að þær reglur sem farið hefur verið eftir undanfarna áratugi héldust óbreytt- ar eða yrðu enn þrengdar. Þessum sjónar- miðum var gersamlega hafnað, og neðri deild alþingis hefur þannig lagt áherslu á að framkvæmd þessa kafla frumvarpsins eigi að vera rúm og sem næst vilja kon- unnar sjálfrar. Vonandi verður sú einnig raunin i efri deild. Hér var ekki ætlunin að ræða þetta deilumál: rök og gagnrök hafa verið svo lengi og vandlega tiunduð að hver sem áhuga hefur hlýtur að kunna full deili á þeim. í umræðunum um málið hefur hins vegar komið fram svo ofstækisfull og heiftúðug afstaða til islenskra kvenna i heild að óhjákvæmilegt er að vekja at- hygli á henni. Þar hafa verið i fararbroddi biskupinn yfir Islandi, nokkrir kreddu- klerkar, námsmenn i guðfræðideild há- skólans, að ógleymdum fáeinum læknum og hjúkrunarkonum, sem ekki virðast lita á verkefni sin sem liknar- og þjónustustörf heldur aðstöðu til að beita valdi. Þessi hópur hefur haldið þvi fram að islenskar konur væru einhverjar ófreskjur sem fyrst og fremst hefðu áhuga á þvi.að eyða lifi: ef þær fengju ákvörðunarrétt myndi fóstureyðingum fjölga um þúsundir og naumast nokkur börn fæðast á íslandi: islenskar konur hefðu aðeins áhuga á hömlulausu kynlifi en vildu enga ábyrgð bera. Þessi viðhorf eru i algerri andstöðu við þær lýsingar á konunni sem við þekkj- um úr skáldskap liðinna alda. Þar hefur móðurástinni verið lýst sem rikasta eigin- leika konunnar, umhyggju hennar fyrir börnum sem einatt birtist i þvi að konan sé reiðubúin til þess að fórna öllu i þágu af- komenda sinna. Ef til vill eiga nútima- menn erfitt með að sætta sig við þá til- finningasemi sem einkennir sumar slikar lýsingar i lausu máli og bundnu, en engu að siður eru þær byggðar á rökréttu mati sem reynsla allra kynslóða hefur staðfest. Það er þáttur i lifseðli hverrar einustu konu og hvers einasta karls að vilja eign- ast börn og annast þau af fyllstu um- huggjusemi; þannig hefur það verið og þannig mun það jafnan verða. Hvötin til þess að halda við kynstofninum er náttúrulögmál, sameiginlegt einkenni allra dýrategunda og einn fegursti og göfugasti þáttur lifsins sjálfs. Fóstureyðingar eru neyðarúrræði, ör- lagarikur vandi sem engin kona vill kalla yfir sjálfa sig; þær munu alltaf verða und- antekningartilvik, hverjar svo sem þær reglur eru sem um fóstureyðingar gilda. Reglunum ber hins vegar að haga þannig að þær séu mannúðlegar og siðferðilega réttar, að ákvörðun og ábyrgð fari saman, en það getur aðeins gerst ef hinn endan- legi úrskurður er i höndum konunnar sjálfrar. Hinar siðlausu árásir á islenskar konur i heild, siðgæði þeirra, dómgreind og af- stöðu til lifsins er einhver ósæmilegasti at- burður sem gerst hefur i opinberri um- ræðu á íslandi um langt árabil. Eins og Svava Jakobsdóttir hefur bent á má rekja þessi viðhorf til þeirra fornu gyðinglegu og grisku sjónarmiða að konan sé óhrein: óæðri vera sem hefði það hlutverk eitt að þjóna hinum göfuga karli og fæða honum börn, helst sveinbörn. Þessi sjónarmið haf a öldum saman mótað stöðu konunnar i þjóðfélaginu og svo er enn. Jafnvel i þjóð- félögum þar sem löggjöf og reglur ganga hvað lengst til þess að tryggja formlegt jafnrétti, eins og hér á Islandi, vantar enn mikið á að konur og karlar sitji við sama borð, til að mynda að þvi er varðar launa- mál. Og sú umræða sem hér hefur verið vikið að sýnir hversu grunnt er á ofstæk- inu i garð kvenna. Þvi er það sannarlega ekki að tilefnislausu sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað konunni þetta ár: sú hvatning þarf einnig að leiða til árangurs i islensku þjóðfélagi. m Upp er risinn mikill hirt- ingameistari meðal vor Allajafna er yfirbragð dagblað- anna eitthvað svo grámóskulegt, aö maður segir við sjálfan sig likt og Hugborg húsfreyja forðum: „Ósköp er á mér (að vera að eyða i það dýrmætum tima að lesa þetta), skúfar blaðinu svo út i horn og sinnir þvi ekki framar, finnst sem á þvi hafi ekki staðið nokkurt orð. En nú birti til, og það heldur en ekki, nú þekki ég þig aftur þjóðin min, ekki ertu dauð úr öllum æðum. Þvi hér gaf að lita Vegna Ashkenazys Reykjavik, 21. april 1975. Vegna frétta i fjölmiðlum undanfarið um óskir okkar hjóna að fá tengdaföður minn, David Ashkenazy, i heimsókn til Islands, vil ég taka það fram, að eiginmaöur minn, Vladimir Ashkenazy, hefur ákveðið að fjalla ekki um þetta mál á opin- berum vettvangi að svo stöddu til að vekja ekki frekari andúð af hálfu sovéskra embættismanna. Ég vil aftur á móti, af gefnu til- efni, undirstrika að þessi ákvörðun nær aðeins til mannsins mins, en öll aðstoð i þessu máli, hvort sem hún er frá opinberum aðilum eða almenn- ingi er vel þegin, ef það mætti verða til þess, að tengdafaðir minn gæti heimsótt okkur hjónin og barnabörn sin á Islandi sem allra fyrst. Þórunn Jóhannsdóttir Ashkenazy (Þjv. 19. april) svo magnaða ádrepu, tekna úr Kirkjuritinu, en höfundurinn rektor og prestur i Skálholti við lýðháskólann þar og mun það vera virðingarstaða ), að annað eins hefur ekki sést á prenti siðan Jón biskup Vidalin lét prenta sina fögru sermóna forðum. Heldur en ekki lyftist á manni brúnin, heldur en ekki glaðnaði öll stofan. Þvi nú leggur hann til þessi mæti maður, að þeim forarganlegu djöfulsins út- sendurum, sem einföld alþýða kallar miðla, verði refsað, og ekki með neinni vægð, heldur jagað og sargað af þeim skinnið, væntan- lega uppi við staur, að öllum þeim viðstöddum, sem gaman hafa af að horfa á slikar aðfarir, og ekki alls ófáir munu vera. Pyndinga- staðurinn er ekki nefndur, en mig langar að leggja það til að það verði Lækjartorg, og verði þar fyrst reistir staurar og bundnir við þá sökudólgarnir, leyst niður um þá og upp um þá áður en at- höfnin byrjar. ókeypis skal þessi skemmtun vera, og ekki bannað að æpa að sökudólgunum. Seint og snemma skal hlýða, og mun þetta merkja siðfelldar hýðingar á þeim sama bera rassi. Varla munu þeir sem fyrir þessu verða þola vel að liggja nema á grúfu fyrst á eftir. Ó,ó, gaman, gaman. Þá er að geta væntanlegrar, og boðaðrar, meðferðar á þeim sem „safnast að” þvilikum”. Þeim skal stuggað út á kaldan klaka. Ekki veit ég hvar sá kaldi klaki muni fýrirfinnast, sem rúma mundi allar þær þúsundir og aftur þúsundir, sem safnast að, nema ef vera skyldi á jöklunum, þvi þeir eru stórir hér á landi. Surts- hellir mundi ekki duga neitt, en þar kvað vera einhver glæta af is. 1 hugmyndaheiminum er ekki nándarnærri nógu mikið til af glerhörðum gaddi, þvi komi hann bráðnar hann jafnóðum fyrir þeirri elsku, sem Guð lagði oss i brjóstið. Til jöklanna skulum vér halda. Fyrsta vandaverkið: að ná i sökudólgana þ.e.: þá sem hafa safnast. Tilþess mundi þurfa her- lögreglu, og hana ekki fámenna Framhald á 22. siðu. Þetta erekkert gáfnapróf segir Vilhjálmur Einarsson frá Selfossi sem í kvöld keppir til úrslita viö Pétur Gaut um titilinn Landafræöingur þjóðhátíðar- og kvennaárs i kvöld verður I útvarp- inu siðasti þátturinn af Landa- leik Jónasar Jónassonar. Þá etja kappi til úrslita þeir Pétur Gautur Kristjánsson og Vil- hjáimur Einarsson frá Selfossi. Pétur Gautur hefur þraukað lengst ailra I þessum þætti og iagt hvern andstæðinginn af öðrum. Næstur honum að út- haldi var Dagur Þorleifsson en Vilhjálmur var sá sem næstu'r komst Pegi, það tók Dag þrjá þætti að slá hann út fyrr i vctur. Það varð þvi að ráði að láta þá Dag og Vilhjálm heyja undan- úrslit til þess að skera úr þvi hvor þeirra ætti að mæta Pétri i úrslitum. Vilhjálmur gerði sér litið fyrir og vann Dag. Siðan mætti hann Pétri um siðustu helgi en úrslit fengust ekki, kapparnir skildu jafnir eftir tuttugu spurningar. Þeir mæt- ast þvi aftur i kvöld og þá verður reynt til þrautar hvor þeirra megi skreyta sig sæmdarheitinu Landafræðingur þjóðhátiðar- og kvennaárs. Án þess að i þvi felist nokkur afstaða blaðsins til kappanna hringdu Þjóðviljamenn i Vil- hjálm þar sem hann var við vinnu sina i Mjölkurbúi Flóa- manna og áttu við hann snar- handarviðtal. Fyrst spurðum við hvers vegna hann gaf sig út i þetta. — Það var bara að gamni minu sem ég gerði það. Maður hafði fylgst með þessum þátt- um, reynt að svara sjálfur og staðið sig nokkuð vel svo ég sló til. — Hverju þakkarðu þennan góða árangur? — 0, engu sérstöku, helst þvi sem ég hef lesið. Anars er þetta allt undir tilviljunum komið og við Dagur erum að minu viti mjög jafnir i þessu og jafnvel Pétur lika. Þetta er ekkert gáfnapróf heldur eru menn sér til gamans að velta fyrir sér nokkrum fróðleiksmolum. — Þú virðist hrifinn af Is- landi? — Já ég hef alltaf valið Island enda veit ég meira um tsland en önnur lönd. En fyrst við erum farnir að spjalla saman vil ég biðja þig að koma á framfæri smáorðsendingu sem ég ætlaði að setja fram i siðasta þættinum (hann hefur þegar verið tekinn upp en úrslitin eru hernaðar- leyndarmál) en Jónasi fannst hún ekki viðeigandi, sagði að þessi þáttur væri ekki rétti vett- vangurinn fyrir svonalagað. Hún er svona: Burt með bakkus og burt með herinn, hvort tveggja er átumein i þjóðfélaginu. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.