Þjóðviljinn - 27.04.1975, Page 5

Þjóðviljinn - 27.04.1975, Page 5
Sunnudagur 27. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 FORSÍÐU- MYNDIN Höfundur forsiöumyndar Þjóðviljans i dag er Sigrún Sverrisdóttir textilhönnuður og kallar hún mynd sina „Sjálfsákvörðunar- rétturinn”. Þarf vist enginn að fara i grafgötur með til hvaða stórmáls hún þar höfðar. Sigrún útskrifaðist úr Myndlista- og handiðaskólanum 1973 og hefursiðan fyrst og fremst starfað að myndvefnaði einsog mynd hennar á forsiðunni ber reyndar nokkurn vott um. Hún hefur sýnt á sýningu hjá FÍM og var ein þeirra sem sýndi pólitisk- an myndvefnað sem vakti sem mesta athygli á Listsýningu kvenna i Norræna húsinu i vor i tilefni kvennaárs. Réöu sig á póstinn til aö stela Nýlega komst upp um breskan glæpaflokk, sem hafði fundið upp aðferð til að komast yfir ránsfeng að verðmæti um 250 þús. pund (hátt í 91 milj. i'sl. kr.) Tveir i flokknum réðu sig i vinnu hjá póstinum undir fölskum nöfnum og unnu þar við sortéringu. Settu þeir nýjar utan- áskriftir á alla pakka sem virtust verðmætir. Á miðunum sem þeir limdu yfir gömlu utanáskriftirnar voru nöfn annarra i flokknum og heimilisföngin voru á hús, þar sem þeir höfðu leigt herbergi i þessu skyni. Á þennan hátt náðu þeir um 900 pökkum með fatnaði, stereótækj- um, ritvélum og öðrum skrif- stofuvélum áður en upp um þá komst. Sex náðust og voru dæmdir til fangelsisvistar i alltað hálft þriðja ár, en eins er enn leitað af lögreglunni. Kaupa íslendingar mest allra af gúmístígvélum? i blöðum frá Helsinki ingu á árinu 1974. segir frá því, að finnska fyrirtækið Nokia, sem framleiðir ýmiskonar skó- fatnað, hafi í fyrra sett sölumet á gúmmístígvél- um og selt alls 2.3 miljónir para. Þakkaði talsmaður fyrirtækisins söluaukning- una, sem nam um 400 þús- und pörum, mikilli rign- Nokia flytur út gimmistigvél til Danmerkur, Sviþjóðar,Noregs og tslands. Er sérstaklega tekið til þess i fréttinni, að bara til tslands hafi útflutningur fyrirtækisins á gúmmistigvélum numið 100 þús- und pörum, sem svarar til þess, að nær annaðhvert mannsbarn hérlendis kaupi sér stigvél árlega eða hver maður annaðhvert ár. Og það finnsk stigvél en væntan lega eru flutt inn gúmmistigvél frá fleiri löndum lika? Hjálpum stríáshrjáöum í Indókína Giró 90002 20002 RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Félog með þjálfað starfslið í þjónustu við þig Sjötíu sinnum ivíku Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost. Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar, Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á íslandi. 500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum okkar í 30 stórborgum erlendis. Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis. Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni, þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur framhaldið i samvinnu við flest flugfélög heims, sem stunda reglubundiö flug, og fjölda hótela. Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi- legan og öruggan hátt, þá veistu aö það er árangur af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo mætti verða. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR LSLAXDS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.