Þjóðviljinn - 27.04.1975, Qupperneq 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. aprll 1975.
af eriendum vettvangi
Unga fólkið
heldur
áfram til
vinstri
Viö fáum stundum að
heyra þaö í Morgunblöðun-
um, að ,,vinstrisveiflan"
meðal æskufólks, sem
mjög áberandi varð átaka-
áriðmikia 1968, hafi hjaðn-
að, að stúdentar til að
mynda hverfi hver um
annan aftur að góðum sið-
um, iðni, siðprýði og trú á
borgaraleg verðmæti.
Þetta rifjast upp þegar blaðað
er i könnun á fylgi danskra
stjórnmálaflokka, sem Infor-
mation hefur birt glefsur úr öðru
hvoru undanfarinn mánuð. Svo
virðist nefnilega sem vinstri-
sveiflan haldi áfram, þótt færra
sé um ytri tiðindi sem birtast i á-
tökum á götum úti. Ungt fólk i
Danmörku gerist æ vinstrisinn-
aðra með hverju ári sem liður.
Þetta kemur ekki aðeins fram i
þvi, að ungt fólk fylki sér um
flokkana þrjá til vinstri við
sósialdemókrata — Sósialiska al-
þýðuflokkinn (SF), kommúnista
(DKP) og Vinstri sósialista (VS).
Þetta kemur og fram i pólitiskri
afstöðu til þjóðnýtingar og til fé-
lagslegrar stjórnar á efnahagslifi
yfirleitt. Og það eru ekki aðeins
námsmenn og stúdentar heldur
og i mjög rikum mæli ungir
verkamenn sem á kjördegi halla
sér að flokkunum á vinstri armi.
t miklu rikari mæli en fyrir tiu
árum.
Til vinstri
við krata
Nú er svo komið að annar hver
stúdent og þriðji hver ungur
verkamaður kýs SF, DKP eða VS.
En fyrir tiu árum kaus fimmti
hver stúdent og fimmti hver
verkamaður yngri en þritugur
flokka til vinstri við sósialdemó-
krata.
Fiokkarnir þrir á vinstri armi
eiga nú fleiri kjósendur undir þri-
tuguen sósialdemókratar. Þróun-
in sést greinilega af svofelldu
dærni.
Árið 1964 völdu 10% kjósenda á
aldrinum 20-24 ára flokka til
vinstri við sósialdemókrata, en
hvorki meira né minna en 49%
kusu kratana.
Árið 1974 fengu SF, DKP og VS
28% af atkæðum þessa aldurs-
flokks, en sósialdemókratar urðu
að láta sér nægja aðeins 21%. En
ef allir aldursflokkar eru taldir
hafa vinstrifiokkarnir þrir sam-
tals um 12% atkvæða.
Hin aldraða sveit
1 þessum samanburði sækja
sósialdemókratar svo á. eftir þvi
sem ofar dregur i aldursflokkum.
Af fólki á aldrinum 25-29 ára eiga
þeir 26% (höfðu 44) en vinstri-
flokkarnir ögn minna eða 23%
(höfðu 10%.) Og þegar komið er
upp i 65 ára aldur og þar yfir eiga
sósialdemókratar hvorki meira
né minna en 37% af kjósendum
sem er sýnu meira en fylgi þeirra
meðal þjóðarinnar allrar. Sósiai-
demókratar eru að verða gamall
flokkur: ,,en fylgi hún er þér ein-
huga hin aldraða sveit, þá ertu á
vegi til grafar” segir Þorsteinn
Erlingsson. i annarri skýrslu sem
siðar verður vikið að má reyndar
lesa að þriðji hver kjósandi
sósialdemókrata sé á eftirlaun-
um. Aftur á móti list ellinni ber-
sýnilega ekkert á hina rauðu
fíokka og eiga þeir verla teljandi
fylgi i hennar röðum.
Ef að talað er um verkamenn
eina, yngri en þrituga, þá fylgja
36% af þeim enn sósialdemókröt-
um, en 27% rauðu flokkunum.
Stúdentar
foröast íhaldiö
Ef menn skoða stúdenta sér á
parti, þá hefur önnur breyting
orðið, sem mjög er athyglisverð.
Sósialdemókratar hafa jafnan átt
erfitt uppdráttar meðal mennta-
manna I Danmörku —- þeir áttu
1964 13% stúdenta og aðeins 9%
1974. Fyrir rúmum tiu árum var
það höfuðvigi embættismanna,
kaupmanna og annarra slikra,
Ihaldsflokkurinn, sem var aðal-
stúdentaflokkurinn. Hvorki
meira né minna en 49% stúdenta
fylgdu honum. En nú hefur þetta
fylgi skroppið saman sjö sinnum
— og eru eftir aðeins sjö prósent
fyrir Vökumenn þar i landi. Þetta
er að sjálfsögðu afleiðing bæði af
þvi, að háskólar eru miklu opnari
en áður börnum fólks úr alþýðu-
stétt og svo af almennri róttækni-
þróun.
Vinstriflokkarnir höfðu 10% af
stúdentum árið 1964 en hafa nú
næstum þvi helming eða 44%.
Kommúnistar eru þeirra sterk-
astir með um 20% allra stúdenta.
Ekki
tískufyrirbæri
Sem fyrr segir er ekki öll sagan
sögð með þvi að visa til flokka-
PÖLITÍSK
ÞRÓUNí
DANMÖRKU
fylgis eins. Ingemar Glans við
Árósarháskóla, sem hefur starfað
að könnun þessari, segir, að
vinstriþróunin sé bersýnilega
ekki neitt tiskufyrirbæri, heldur
sé um að ræða greinilega breyt-
ingu á pólitiskri heildarafstöðu
yngri kjósenda allt frá byrjun sið-
asta áratugar. Þessi þróun kemur
einnig fram i þvi, að næsti aldurs-
flokkur, kjósendurá aldrinum 30-
40 ára eru sýnu róttækari nú en
sami aldursflokkur var fyrir
rúmum áratug.
Samkvæmt könnuninni er sú
gamla saga um byltingarsinnaða
stúdentinn sem að námi loknu
sest i helgan stein og gerist borg-
aralegur hálaunamaður ekki
lengur i gildi. Árið 1964 voru 10%
af stúdentum til vinstri við sósial-
demókrata sem fyrr segir og að-
eins 3% af mönnum með háskóla-
menntun. Nú eiga þeir rauðu
flokkar 44% af stúdentum og 23%
af fólki með æðri menntun.
Ýmislegt athyglisvert kemur
og upp þegar skoðað er nánar
hver er hlutur hinna ýmsu stétta i
kjósendahópi verkamannaflokk-
anna fjögurra. Næstum þvi annað
hvert atkvæði sem þessir flokkar
fá eru atkvæði faglærðra eða ó-
faglærðra verkamanna eða þá at-
kvæði eiginkvenna þeirra sem
sjálfar vinna ekki utan heimilis.
Nefnum nokkur dæmi.
Af kjósendum sósialdemókrata
eru 30% ófaglærðir verkamenn og
14% faglærðir — alls 44%. 8% eru
afgreiðslu- og skrifstofufólk i lág-
launaflokkum, 2% eru kennarar,
7% aðrir opinberir starfsmenn og
hærra launað starfsfólk og sem
fyrrsegir hvorki meira né minna
en 32% kjósendanna eru á eftir-
launum.
Hjá Sósialiska alþýðuflokknum
erútkoman þessi: 23% ófaglærðir
verkamenn, 28% faglærðir (eng-
inn flokkur hefur fleiri faglærða
verkamenn að baki) — alls 51%
kjósendanna. 19% eru afgreiðslu-
og skrifstofufólk i láglauna-
flokkum, 7% eru kennarar, 12%
eftirlaunafólk.
Kommúnistar: 30% ófaglærðir
verkamenn, 13% faglærðir, alls
43%. 15% afgreiðslu- og skrif-
stofufólk, 5% kennarar og 19%
eftirlaunafólk.
Vinstri sósialistar: 32% ófag-
lærðir verkamenn, 7% faglærðir,
alls 39%. Sérkenni þessa flokks,
•sem fær oft að heyra að hann sé
menntamannaflokkur er það, að
hvorki meira né minna en 23 af
öllu kjörfylgi hans eru kennarar.
Reyndar er þaö svo, að 35% af
kjósendum þessa flokks hafa lok-
ið menntaskólanámi, 20% af kjós-
endum SF, 12% af kommúnistum,
en aðeins 3% af kjósendum
sósialdemókrata.
Sambúðarvandamál
Sambúðarvandamál verka-
mannaflokkanna eru mjög á-dag-
skrá um þessar mundir. Minni-
hlutastjórn sósialdemókrata þarf
á stuðningi rauðu flokkanna á
þingi að halda i ýmsum málum,
en vill helst ekki hafa reglulegt
samstarf við nema SF. Rauðu
flokkarnir þrir hafa með sér sam
starf I þingnefndum og einnig að
nokkru i sambandi við kjarabar-
áttu, en fræðilegur ágreiningur
þeirra er svo mikill að óliklegt er
talið að þeir geti stefnt á samein-
ingarflokk á borð við sósialista-
flokkinn nýja i Noregi, sem
reyndar fæðist ekki harmkvæla-
laust heldur.
Könnunin á pólitiskum viðhorf-
um dana nær einmitt til þess,
hvaða flokki þeir myndu helst
halla sér að, ef þeir gætu ekki
stutt þann sem þeir i raun hafa
valið. Þá kemur á daginn, að
Sósialiski alþýðuflokkurinn hefur
stöðu einskonar sameiningar-
tákns á vinstri armi. 42% af kjós-
endum kommúnista telja SF
næstbesta flokkinn, 38% af vinstri
sósialistum og 25% af kjósendum
krata. Svo telja 44% af kjósend-
um SF krata næstbestan flokka.
Það skal tekið fram i sambandi
við þessa hlið málsins, að tveir
þriðju af kjósendum sósialdemó-
krata telja næstbestan einhvern
flokk til hægrivið sig, og er það
reyndar nokkuð alvarlegt strik i
útreikninga á möguleikum
„verkamannameirihluta” i land-
inu.
Fjórar fylkingar
1 Danmörku hefur i reynd orðið
til einskonar kerfi fjögurra póli-
tiskra blokka, og sé það skoðað i
heild er útkoman ekki eins glæsi-
leg fyrir vinstrisinna eins og sú
þróun sem er að verða meðal
æskufólks. Þvi veldur bæði hrun
sósialdemókrata og uppgangur
Glistrups. Þessar blokkir eru:
VinstriarmurinnfSF,DKP og VS)
með um 12% atkvæða, Sósial-
demókratar með rúmlega 30%,
miðju- og hægriblökk, með
Vinstriflokkinn svonefnda i for-
ystuhlutverki — fimm flokkar
með samtals 40-45% atkvæða og i
Ijórða lagi Glistrup með 15-20%.
Mest er losið á þeim kjósendum
sem styðja hina sundurleitu
miðju- og hægriblökk. Það kemur
til dæmis fram á sérstakri könnun
á andúð og samúð yfir flokkalin-
ur, að Glistrup getur enn spilað á
tölverða samúð meðal þeirra sem
fylgja Vinstri flokki Hartlings og
svo hinum sundurtætta thalds-
flokki.
A.B.
Danska lögreglan ullar á kröfugöngu vinstrisinna viö KristjánsborgarhöII.