Þjóðviljinn - 27.04.1975, Page 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. apríl 1975.
VANTAR TEXTA — MYND 4
MYND 2
Hér birtum við mynd no 4og er
hún úr mannaheimum. Vonum
við að stæður sem lýst er á
myndinni hafi yfir sér þann þokka
sem komi hugarflugi mörlandans
á góða ferð.
Fáir urðu til að senda okkur
svör við mynd no. 2— en aftur á
móti eru þegar þó nokkur komin
við no. 3,-nánar um það siðar. En
þessa texta eigum við um no. 2:
— svona myndir taka bara
karlrembusvin —
Kauðsokka
— Eia vér værum þar
Múkki.
— Hvað gerir maður ekki fyrir
ástina, Jósafatí
H. J.
— Jóga? Nei elskan min, ég er
bara svolitið hifuð.
Nalli.
Og til uppbótar á þvi birtum við
eina af teikningum Gahlins með
texta eftir góðvin okkar G.J. og er
hann svona:
— fslendingar liða fyrir æ meiri
aðskilnað visindagreina. til að
mynda hagfræði og landafræði:
þjóðin ein sú tekjuhæsta i heimi —
landið láglaunasvæði.
G.J.
glens
Hann: Ég veit að þú heldur að
frami minn sé ekkert annað en
tilviljun!
Hún: Nei, nei, það er ekki rétt.
Ég er sannfærð um að hann hljóti
að vera kraftaverk.
Einsi bóndi átti enga klukku og
hann var eitt sinn spurður hvern-
ig hann gæti verið án hennar.
— O, það er vandalaust. Anna
vekur mig á morgnana ef ég hef
ekki heyrt i hananum. Um miðjan
daginn kemur rútan suður, og þá
er klukkan tólf.
— En ef þú vaknar á nóttunni
og vilt fá að vita hvað klukkan er?
— Þá hef ég trompetinn rainn.
— Trompetinn?
— Já, ég opna gluggann og
blæs dálitla stund i hann og þá
bregst ekki að einhver hrópar: —
Hverslags andskotans læti eru
þetta klukkan þrjú á nóttunni!
•
Frá nútima-Ameriku:
— Hugsa sér, hann Billý okkar
er ekki nema sjöára, og er þó far-
inn að geta farið sjálfur til sál-
fræðingsins.
•
Þessi ryksuga i glugganum hjá
ykkur, sem kostar 1500 krónur —
fylgir henni ábyrgð?
—- Já, við ábyrgjumst að þetta
sé ryksuga.
Það voru tólf börn i fjölskyld-
unni og nú var einn af drengjun-
um að verða fjögurra ára.
— Hvað viltu helst fá i afmælis-
gjöf? spurði Anna frænka.
— Eitt klósett i viðbót.!
Kalli litli hafði verið i sveit i
fyrsta sinn á ævinni, og þegar
hann kom i skólann skrifaði
hann ritgerð um lifið á bæn-
um:
,,Á bænum voru kýr, hund-
ar, kettir, kindur, svin og
hænsni. öll dýrin voru hraust
og heilsugóð nema einn
gamall hani. Hann var svo
lasburða að hænurnar urðu að
skiptast á um að bera hann á
bakinu allan daginn...
Goðafræði
Snorri Sturluson greinir svo
frá upphafi dverga i' Eddu, að
þeir kviknuðu i moldinni ,,og
niðri i jörðpnni, svo sem maðk-
ar i holdi. Dvergarnir höfðu
skipast fyrst og tekið kviknun i
holdi Ýmis og voru þá maðkar,
en af atkvæði goðanna urðu þeir
vitandi mannvits og höfðu
manns liki og búa þó i jörðu og i
steinum. Móðsognir var æðstur
og annar Durinn”. Ennfremur
telur Snorri fjölda annarra
dvergaheita og styðst þar við
dvergatal Völuspár.
Hérlendis virðast dvergar
snemma hafa horfið úr trú
manna og hafa ef til vill aldrei
fest hér verulegar rætur nema i
kenningasmið dróttkvæða og
rimna. Þeir koma örsjaldan
fyrir i þjóðsögum, en þeim mun
meira kveður að þeim i riddara-
sögum, ævintýrum og öðrum
ýkjusögum. Þannig er það
dæmigerður dvergur slikra bók-
mennta sem frá segir i Mágus
sögu jarls, að smiðaði lúður
handa Ubba jarli.
Dvergurinn og
Ubbi jarl.
,,Það var eitt kveld, er hann
reið heim að borg sinni af skógi
einn saman,er hann fór af dýra-
veiðum, sér hann fram fyrir sig
einn dverg, er hann gekk frá
ÞORSTEINN
FRÁ HAMRI
TÖK SAMAN
að eins munum við koma, að ég
mun betur halda minn trúnað en
þú. En nú mun eg eigi oftar út
ganga i greipur þér, og mun eg
héðan fyrir mælast. En nú
muntu taka við lúðri þesum er
eg hefi gert.” Hann rétti þá að
honum lúðurinn og mælti: ,,Nú
máttu blása i lúður þenna og
prófa rödd hans.” Ubbi gerði
svo og mælti; „Aldrei sá eg lik-
ari lúðra.” Dvergurinn mælti:
„Nú munum við skilja, og lifi eg
aldrei svo lengi, að þú skulir fá
vald á mér.” Siðan lýkst aftur
steinninn, en Ubbi rfður nú heim
og þykist vel leikið hafa.”
Einkenni dverga
Sigfús Sigfússon gerir svo-
fellda grein fyrir dvergum: ,,Af
jarðbúum standa dvergar næst
álfum, svo að sumir hafa kallað
dvergartilá íslandi, byggi ann-
ar þeirra i björgum nokkrum
norður á Langanesströndum, en
annar væri nágranni sinn og
byggi i steini miklum skammt
frá Hólsbúð; ætti hann þau
smyrsli sem gæti læknað sig svo
að hann yrði alheill heilsu sinn-
ar ef hann gæti til þeirra náð, en
þó grunaði sig að formælinga-
kynngi þeirri sem á sér lægi
saklausum mundi ekki auðið af
sér að hrinda.” I stuttu máli
sagt kom svo eitt sinn að Guð-
mundur bað Andrés að bera sig
til steinsins einn dag er flest fólk
var við kirkju; svo gerði Andrés
og skildi Guðmund þar eftir. En
litlu eftir miðjan dag kemur
maður á fund Andrésar og vill
fyrir alla muni ná tali af Guð-
mundi, þar sem lif og velferð
dóttur sinnar liggi við. „Andrés
færðist undan sem lengst hann
DVERGAR
steini eftir vatni. Sem Ubbi leit
hann, hleypur hann af hesti sin-
um og fyrir steininn, svo að
dvergurinn náði eigi sinu her-
bergi. Hann tekur dverginn
höndum og mælti: „Það er vel,
er ég hefi þig tekið. Þú skalt
fara með mér heim i borgina
Spiran.” Dvergurinn mælti:
„Ekki hæli ég þvi, þótt þú hafir
fengið vald á mér, og ekki mun
þér það til vinnings verða að
flytja mig frá heimili minu, þvi
að mikil von þykir mér að lftið
smiða eg þér annað til gagns, ef
eg má eigi við hjálpa hyski
mlnu. En ef þú vilt að eg nái
heimili minu, þá má vera að eg
verða þér að nokkuru liði i min-
um handaverkum.” Ubbi
mælti: „Heldur vil eg gefa þér
upp þin hibýli og smiðir þú við
góðan hug það sem eg beiði.”
Dvergurinn mælti: „Hvers
beiðist þú?” Ubbi segir: „Egvil
að þú gerir mér einn lúður sam-
hljóða við þann er Mágus á.”
Dvergurinn mælti: „Það má eg
vel gera, þvi að eg hefi hans lúð-
ur gervan. Og skaltu vitja þessa
smlðis , er þrjár nætur eru liðn-
ar.” — Siðan lét Ubbi lausan
dverginn og fer nú heim. Og er
þessar þrjár nætur eru liðnar,
fer Ubbi að finna dverg. Og er
hann kemur að steininum,
verður hann ekki var við dverg-
inn. Hann klappar á steininn. Og
eigi miklu siðar opnast steinn-
inn, og gengur dvergur að dyr-
um. Hann mælti: „Eigi þarftu,
jari, að berja hibýli min og
hræða svo börn min, þvi að þar
þá dvergálfa. En frá upphafi
hafa þeir þó verið taldir af öðr-
um uppruna (Edda), og svo eru
þeir ólikir álfum i sjón, nema að
þeir eru i mannsmynd. Þeir eru
sagðir skegglausir, höfuðstórir,
hálsstuttir, búkmiklir og afar
fótleggjalágir. Þeir eru hugnir
og vitrir og snilldhagastir allra
jarðbúa á smiðar. Þeir forðast
heldur menn, en eru þeim hollir
leiðtogar og óbilugir vinir, ef
mönnum tekst að ná vináttu
þeirra, sem fæst helsl með
greiða eða gjöfum, fyrir
harðneskju eða milligöngu vina.
En enginn stendur einn, sem
hefur hylli þeirra ... Þjóðsögur
um dverga hér eru örfáar i
gömlum þjóðsagnasöfnum. En
það má sjá af örnefnum, viðs-
vegar um land, að nokkrar
sagnir hafa hlotið að vera um
þá, sem nú eru mjög glataðar.”
Guðmundur Bergþórs-
son og dvergurinn
hjá Hólsbúð
Guðmundur skáld Bergþórs-
son (d. 1705) var visinn kramar-
maður frá barnæsku, og álitu
sumir að það væri af völdum
heitinga. Sú var trú manna að
eitt sinn hefði litlu munað að
hann yrði sér úti um lækningu
fyrir tilstyrk dvergs. Bólu-
Hjálmar hefur þetta eftir
Andrési nokkrum Jónssyni, ná-
granna Guðmundar skálds:
„Þegar ég var nálægt tvitugu
heyrði ég Guðmund
segja að nú væru aðeins tveir
mátti með mörgum afsökunum,
en það tjáði ekki, svo þar kom
um siðir að hann hét að forvitn-
ast um hagi Guðmundar. Gekk
hann siðan þangað er hann hafði
skilið við hann og sá þá hvar
Guðmundur var búinn að kveða
dverginn út úr steininum og að
kerrunni með smyrslabauk
stóran i hendi. Dverginum varð
svo hverft við er hann sá mann-
inn, að hann hvarf aftur sem
elding inn i steininn og luktist
steinninn I skyndi. Guðmundi
brá mjög við og sagði að sér
mundi ekki auðið verða að
renna sköpum þessum: „Mun
mér vera ætlað,” sagði hann,
„að bera vanmætti mitt til graf-
ar, og verði vilji drottins, en
engum mannlegum krafti er nú
auðið að hafa dverginn framar
út.” Siðan fór Guðmundur heim
og bjargaði nauðsyn þess er
kominn var, og bar siðan mæðu
sina méð þolinmæði.”
Guðmundur Bergþórsson var
I tölu stórvirkustu rimnaskálda,
og hvað sem liður dvergnum hjá
Ilólsbúð, hefur Guðmundur
vafalaust oft hagnýtt sér hlut-
verk dverganna i skáldamáli, —
sem einkum er fólgið i þvi að
siðan dvergarnir Fjalar og Gal-
ar drápu Kvasi og gerðu af blóði
hans skáldamjöðinn er þeir sið-
an buðu Suttungi jötni i bætur,
heitir skáldskapur farkostur,
skip og fjörlausn dverga.
(Edda Snorra Sturlusonar;
Mágus saga jarls; Þjóðsögur
Sigfúsar Sigfússonar; Þjóðs.
Jóns Amasonar o.fl.)
M A R K!
Hjá lækninum:
— Hóstið!
öhöhruhöhöhöhö...
— Aftur!
— Höhöhöhöhöhöhöhö....
—■ Og aftur!
— öhöhöhöhöhöhöhö....
— Segið mér, hve lengi hafið
þérhaft þennan hræðilega hósta?
Sakamaðurinn var leiddur út i
fangelsisgarðinn, þar sem hann
átti að hengjast.
— Hvaða dagur er i dag? spurði
hann fangelsisprestinn.
— Mánudagur.
— Hmm, það lofar ekki góðu
fyrir þvi sem eftir er vikunnar.
— Hvernig i ósköpunum hefur
þér tekist að ata svona út á þér
fingurna, sóðinn þinn?
— Þeir hljóta að hafa orðið
svona þegar ég þvoði mér i fram-
an.