Þjóðviljinn - 27.04.1975, Page 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. apríl 1975.
Hirtingameistari
Framhald af bls. 4.
og til þess að koma upp slikri
sveit, mundi þurfa að breyta
landslögum og mun það verða
gert. Siðan yrði að ráðast inn i
annaðhvert hús og taka úr húsun-
um þá sem sekir eru, og ógn mik-
ill timi og málaþras og mála-
lengingar mundu af þessu hljót-
ast og kynni að vera að sumum
yrði farið að leiðast allt það til-
stand áður en lyki. En ekki mundi
tjóa annað en leiða málin til lykt-
ar, enda ætti engum að leiðast
það sem gert er til Guðs þakka.
Og brá nú upp i minum hug-
skotum einni fagurri mynd:
Sökudólgarnir ganga i lest héðan
yfir á Vatnajökul, hlekkjaðir hver
viö annan eins og galeiðuþrælar,
og enginn dirfist að setja undir þá
bil. (Ég fæ að vera með þvi ég fór
á fund hjá Láru áður en upp um
hana komst. Lika var ég að kukla
við borð og glas i ungdæmi minu,
þvi þá voru allir að þessu.)
SENDIBÍLASTÖÐÍN Hf
Svo erum við sett niður á jökul-
inn i hlekkjunum i tugþúsunda-
tali, og emjarenginn hærra en ég.
Og vantar nú Káthe Kollwitz til að
gera af okkur myndir i nauðun-
um, svona bláum i framan af
kulda, andlitin undarlega löng.
Svo deyjum við. Þjóðinni hefur þá
fækkað til stórra muna. En er
orðin betri þjóð, með sanni trú og
rétta. Nálega hver maður: sem
eftir lifir. Svo leyfi ég mér að
þakka séra Heimi fyrir sinn ske-
legga reiðilestur, hver eð lifa mun
með þjóðinni um ókomnar aldir.
20/4 ’75 M.E.
Nytjalist
Framhald af bls. 3.
ekki tiundað hér. Á eitt er þó
vert að minnast, en það er
gluggaútstillingin, hún er óþarf-
lega hæversklega uppsett, næst-
um lifvana i hlutleysi sinu. Hér
hefði þurft áberandi auglýsingu
með miklum slagkrafti, eitt-
hvað sem dregur fólk að sýning-
unni, þvi ekki mun af veita. En
hvaðsem auglýsingum viðvikur
er óskandi að almenningur gefi
framtaki LISTIÐNAR gaum,
það er i þágu landsmanna allra.
Og vonandi verður þetta spjall
einhverjum grautarhausnum
umhugsunarefni!
Breskt nei
viö hóru-
húsarekstri
Sjómenn og aðrir sem leið eiga
um Southampton og aðrar bresk-
ar hafnarborgir munu eftir sem
áður verða að leita sér ásta og af-
þreyingar i dimmum húsasund-
um og á skuggalegum börum og
krám, þar sem breska innanrikis-
ráðuneytið hefur sagt ákveðið nei
við þvi að lögleiða hóruhúsarekst-
ur.
Það voru u.þ.b. 1500 góðborgar-.
ar i Southampton, sem i fullri ein-
lægni sendu bónarbréf til ráðu-
neytisins um að leyfa skækjulifn-
að og að komið yrði upp skráðum
hóruhúsum undir opinberu eftir-
liti.
Undirskrifendur studdu mál
sitt þeim rökum, að ólögleg bliðu-
sala á götunum i mörgum ibúðar-
hverfa Southampton væru til
mikilla leiðinda og ama ihúunum
sem ættu leið um göturnar á ýms-
um timum sólarhringsins i lög-
legum erindagjörðum.
Ráðuneytið áleit hinsvegar að
það hlyti að finnast önnur leið til
að útrýma götulifnaðinum en sú
að setja upp hóruhús.
EYJOLFSSONAR
Smiðjuvegi 9 Kópavogi sími 43577
Klæðaskápur
frá okkur
er lausnin...
Hægt er að fá
skápana óspónlagða,
tilbúna
að bæsa eða mála
4//lu<
...og vandfundnir eru hentugri
klæðaskápar hvað samsetningu
og aðra góða eiginleika varðar.
Litmyndabæklingur
um flestar gerðir klæðaskápa,
samsetningu, stærðir, efni og
verð ásamt öðrum upplýsingum.
Allar gerðir klæðaskápa
eru til í teak, gullálmi og eik.
Vinsarnlegast sendið mér nýja litmyndabæklinginn
um klæðaskápana.
Naf n:----------------
í
Heimilisfang:.
I
____________________________ I
Skrifið með prenlslöfum |
____________________________I
mJ
Húsgagnaverslun Axels Eyjólfssonar, SmiSjuvegi 9, Kópavogi [
Onedín-
skipafélagið
Þegar hr. James Onedin
hafði með samanbitnum kjafti
grætt
á baðmull, byssum og biblium,
byltingum og brennivini
afturhaldi og ananas
heimsku, hórum og hásetum,
soldánum, silfri og salti,
framförum, ferskjum og fúlmennsku,
rússakeisara og rauðmaga
Dickens og Ðreyfusi
Haiti og himnaföður
gerðust svofelld tiðindi
i 189nda þætti:
Frazer og Fogarthy
sendu samtimis
kúlu i hausinn hvor á öðrum.
Elisabeth og frú Callon-Fogarthy
ráku hver aðra á hol með skærum.
Róbert drukknaði i ógáti i sérritunnu
og Anna lést úr félagslegri firringu.
Hr. James Onedin
þótti þetta heldur leiðinleg þróun.
Hann kallaði á tryggðatröllið Baines.
Þeir slokuðu i sig þrem pottum af rommi
og kveiktu svo i skipi sinu út á rúmsjó.
Þeim Harold Pinter
og Jökli Jakobssyni
hefur verið falið að rannsaka
hvort þetta fólk hafi verið til
eða hvort það hélt bara
að það hefði getað orðið til,
kannski.
Er þess að vænta að islendingar
hafi hinn mesta sóma af málinu.
Skaði.
Pistill
Framhald af bls 8.
Ópíum fyrir fólkiö
Að lokum skulum við heyra
allt annað dæmi en hér voru
nefnd um afstöðu kirkjunnar
manns til nokkurra þeirra mála
sem heitar brenna á miklum
hluta mannkyns en hin metafýs-
iska angist:
„Það er alkunna að vanþróuð
riki búa einnig við einskonar
innanlandsnýlendustefnu i efna-
hagsmálum. Litill hópur rikra
og voldugra manna heldur uppi
völdum og stöðu sinni á kostnað
eymdar miljóna manna. Að-
stæður eru ómennskar og að-
búnaður þrælakjör. Verkafólk
til sveita, sem er einskonar ó-
hrein stétt i reynd, fær engin not
af landinu mestöllu, sem liggur i
órækt i höndum rikra gósseig-
enda sem biða eftir þvi að verð-
ið hækki.
Það er á þennan hátt að menn
i álfu sem Rómönsku Ameriku
— sem amk. að nafi og hefð er
kristin — gera sér grein fyrir
hinni rriiklu ábyrgð sem kristin-
dómur hefur skapað sér i þess-
um löndum. Án þess að gleyma
góðum dæmum um fórnfýsi og
hetjulund verðum við að játa, að
i fortiðinni — og hættan er enn
til staðar — höfum við kristnir
menn i Rónrönsku Ameriku ver-
ið og erum i rikum mæli enn á-
byrgir fyrir þvi óréttlæti sem i
álfunni rikir. Við leyfðum að
indiánar og afrikumenn væru
hnepptir i þrældóm — og tökum
við nú nógu eindregna afstöðu
gegn gósseigendunum, gegn
hinum riku og voldugu i löndum
okkar? Eða lokum við augunum
og hjálpum þeim til að svæfa
samvisku sina, fela hinar skelfi-
legu og óréttlátu athafnir sinar
með ölmusu t.d. til kirkjubygg-
inga ( sem oft eru hneykslan-
lega stórar og iburðarmiklar i
þeirri f'átækt sem umhverfis er)
eða með framlagi til félagslegra
áætlana okkar? Virðumst við
ekki i reynd hafa réttlætt um-
mæli Marx með þvi að bjóða
fólkinu óvirkan kristindóm, sem
með réttu má kalla ópium fyrir
fólkið”.
Þetta eru orð kaþólsks erki-
biskups i Brasiliu, Helders
Camara. ÁrniBergmann
Þvottakonur
Framhald af bls. 2.
var lofað 16 kr. á timann ef þær
kæmu til vinnu og þegar þær fóru
aftur að þvo hjá LKAB-námunum
fengu þær 16,50 og 17,50 fyrir
erfiðustu vinnuna.
Siðan braust út verkfall hjá
þvottakonum ASAB á Arlanda-
flugvelli, sem kröfðust þess að
konurnar i Skövde yrðu endur-
ráðnar. Og verkföllin breiddust út
til ASAB-þvottakvenna i Umea.
Hvergi nema i Skövde voru
konurnar reknar úr vinnu, enda
blöðin nú farin að skrifa mikið um
málið og almenningsálitið heils-
hugar með þvottakonunum.
Sjálfsvitund
t samningaviðræðunum var öll-
um konunum aftur og aftur boðin
endurráðning nema Ragnhildi og
Britt-Marie. En þær voru fastar
í'yrir og ákveðnar að láta ekki
sundra samtökunum á þann hátt.
Þessa samstöðu hefur annað
verkafólk kunnað að meta og
stuðningsyfirlýsingum hefur
rignt yfir þaw. Sjálfar hafa þær
vaxið i baráttunni og orðið meira
meðvitaðar um stöðu sina og
sjálfar sig:
— Það hefur verið troðið á okk-
ur svo lengi, segir ein þeirra i við-
tali við Dagens Nyheter. — Ég hef
aldrei fyrr þorað að segja neitt.
Hef verið þögul og hrædd alla
ævina. En ég mun aldrei þegja
frarnar — ekki um það sem er
óréttlátt.
Og nú er i ofvæni beðið eftir
mikilvægasta dómi kvennaársins
i Sviþjóð.— vh