Þjóðviljinn - 27.04.1975, Síða 24
MÐVIUINN
Rætt
viö
Gils Guö-
mundsson
um hafréttarráöstefnuna
í Genf
'’sáC í * «HBí
.
Ekki óeölilegt þótt þaö
tæki eitt til tvö ár aö ná
endanlegu samkomulagi
Gils Guðmundssoti/ al-
þingismaður/ kom heim
frá Genf nú í vikunni/ en
þar sat hann hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna. Fundur ráð-
stefnunnar hófst 15. mars
og gert er ráð fyrir að
honum Ijúki 10. maí.
Eftirfarandi viðtal átti
Þjóðviljinn við Gils á
þriðjudaginn var.
Gils sagði, að það hefði komið
i ljós, að ýmsir fréttaskýrendur
telji, að lítið hafi gerst á þessum
fundi. — bað má til sanns vegar
færa, sagði Gils, að það gerast
ekki stórir hlutir i hverri viku,
en þótel ég að töluvert hafi mið-
að i áttina á þessum fundi, og að
það standi vonir til þess að hann
verði nokkuð árangursrikur.
Þegar litið er til baka er ekki
hægt að segja annað en að i
þessum málum hafi verið alveg
ótrúlega ör og athyglisverð þró-
un. Ef rifjað er til dæmis upp
hvernig ástatt var i þessum
málum fyrir þremur árum er nú
orðin gjörbreyting á viðhorfum
margra þjóða t.d. til hugmynd-
arinnar um 200 milna auðlinda-
lögsögu frá þvi sem þá var.
Jafnvel fyrir einu ári hefðu
það þótt ótrúlegt að við gætum
iarið að tala um samherja okk-
ar breta i hafréttarmálum, en
það er ekki annað að sjá en svo
sé, og bretar hafa reyndar lýst
þvi yfir. að þeir stefni eindregið
að 200 milna auðlindalögsögu.
Svipaö hefur gerst að þvi er
varðar Sovétrikin.
Þegar undirbúningsfundir
fóru fram undir þessa hafrétt-
arráðstefnu fyrir tveimur,
þremur árum voru viðhorf
sovétmanna mjög mótuð af þvi,
að þau eiga stóran úthafsfiota
og hafa fiskað mikið á fjarlæg-
um rriiðum. Þar hefur sú á-
nægjulega þróun átt sér stað, að
þeir eru orðnir ákveðnir fylgis-
menn hugmyndarinnar um 200
milna auðlindalögsögu, og hafa
einnig i öðrum rriikilvægum
málum. þar sem ágreiningur
var á milli þróunarlandanna
annars vegar og siglirigaþjóöa
og auðugrá þjóða hins vegar,
komið verulega til móts við hug-
rnyndir strandrikja og þróunar-
landa, til dæmis um hagnýtingu
hafsbotnsauðæfa.
Þó að ég nefni aðeins tvö
dæmi um þessa þróun mætti
nefna fleiri, eins og af Banda-
rikjunum, og er þessi þróun
býsna merkileg á svo stuttum
tima.
Hins vegar má segja, að nátt-
tröllin i þessum efnum, þau sem
ekkert virðast hafa lært af
þeirri reynslu sem liggur fyrir
um hættuna á þvi að fisktegund-
um verði beinlinis útrýmt og
hættunni á stórfelldri mengun
sjávar og öðru sliku, séu
Efnahagsbandalagslöndin og
Japan. Þessi riki eru enn við
gamla heygarðshornið, og virð-
ast hafa mjög litinn skilning á
nauðsyn þess að gera viðtækar
verndarráðstafanir varðandi
sjóinn og hin lifandi auðæfi
hans.
bað sem hefur veriðhelsta við-
fangsefnið á þessum fundi i
Genf er það að reyna að koma
saman i eitt samfellt frumvarp
þeim rrieginhugmyndum, sem
virðast hafa mest fylgi á haf-
réttarráöstefnunni. Fram undir
þetta hafa legið frammi mjög
rriargar tillögur, mismunandi
viðtækar og með mismunandi
orðalagi og innihaldi, og það
hefur gengið afar erfiðlega að
fækka þeim.
En nú er sem sagt að þvi
stefnt og það er komið mjög vel
á veg að búa til eitt frumvarp,
eða drög að frumvarpi, þar sem
lægi fyrir til umræðu og athug-
unar einn texti i staðinn fyrir
marga. Spurningin er sú, hvort
slikt frumvarp verði tilbúið nú i
fundarlok, og það standa að
minum dómi verulegar vonir til
þess. Ef það yrði, verður mun
léttara við málin að fást, á
næsta áfanga hafréttarráð-
stefnunnar, þar sem reynt yrði
til þrautar að ná allsherjar
samkomulagi, en atkvæða-
greiðsla yrði loks um einstaka
greinar ef samkomulag næðist
ekki.
Slikur texti að frumvarpi er
nú að meira eða minna leyti fyr-
irliggjandi i öllum nefndum ráð-
stefnunnar, en ráðstefnan hefur
skipt sér niður i þrjár megin-
nefndir, sem hver vinnur að
sinu ákveðna verkefni.
1 fyrstu nefnd, sem hefur með
að gera nýtingu auðæfa á botni
úthafsins eða hið svonefnda al-
þjóðahafsbotnssvæði, það
svæði, sem er fyrir utan lögsögu
einstakra rikja, er þegar að
mestu búin að ganga frá einum
ákveðnum texta, en það út af
fyrir sig er mikilvægt spor.
Þriðja nefnd virðist einnig i
stórum dráttum vera tilbúin
með einn ákveðinn texta. Að
visu hafa einstök lönd fyrirvara
um nokkur atriði þess texta.
Þriðja nefndin fjallar fyrst og
fremst um mengunarvarnir og
visindarannsóknir á auðæfum
sjávarins og hafsbotnsins.
Erfiðast hefur gengið i ann-
arri nefndinni, sem skiptir
okkur mestu máli, enda er verk-
svið hennar langstærst og við-
tækast.
Meðal þeirra atriða, sem
fjallað er um i annarri nefnd er
viðátta hinnar eiginlegu land-
helgi og virðist vera mikill
meirihluti fyrir þvi að eiginleg
landhelgi verði 12 milur, sú
landhelgi þar sem strandriki
hefur alla lögsögu eins og i
landi. Auk þess er fiskveiöilög-
sagan viðfangsefni annarrar
nefndar. l>ar er alveg Ijóst að
mikill meirihluti þjóða er
hlynntur hugmyndinni um 200
milna auðlindalögsögu. Þessi
nefnd fjallar einnig um sigling-
ar um höf og sund og fl. mikil-
væg atriði.
Það sem þarna hefur gerst er
það, að formanni nefndarinnar,
sem er suðuramerikumaður frá
E1 Salvador, hefur verið falið að
ganga frá einum texta, sem
hann telur fara sem næst þvi,
sem meirihluti þjóða hallast að.
Það er nokkurn veginn öruggt,
að hann mun leggja þar til
grundvallar mikið verk, sem
unnið hefur verið I Evensens-
nefndinni, en þeirri nefnd hefur
tekist að fækka verulega þeim
valkostum, sem fyrir hendi
voru, og ná samstöðu um all-
mörg mjög mikilvæg atriði.
Það er nokkuð viðtæk sam-
staða orðin um hugtakið 200
milna auðlindalögsaga, sem
merkir það, að strandrikið skuli
hafa rétt til þess að veiða allan
þann fisk innan þess svæðis sem
það getur hagnýtt og eðlilegt er
talið að veiddur sé á hverjum
tima. Jafnframt eru uppi raddir
um það, og likur til þess að
meirihluti sé fyrir þvi, að að svo
rriiklu leyti, sem strandriki get-
ur ekki, eða vill ekki, hagnýta
sér fiskveiðar upp að þessum
leyfilegu mörkum, skuli öðrum
rikjum heimilt eftir vissum
reglum að veiða það sem á
vantar til þess að fiskistofnarnir
séu hagnýttir i þeim mæli, sem
visindamenn telja óhætt.
t sambandi við þessi mál hef-
ur aðalágreiningurinn upp á sið-
kastið verið um það, hverjir það
eru, sem eigi að ákvarða megin-
atriði þessara mála. t fyrsta
lagi hvað sé eðlilegt og óhætt að
veiða mikið af hverri fisktegund
á hverjum tima, og einnig hver
það sé, sem ákveði hvort
strandriki geti veitt allt magnið
eða aðeins hluta af þvl.
Það sem ég tel einna mikil-
vægastan árangur i fyrsta lagi
af fundinum i Caracas og siðan
af þessum lundi núna er það, að
inn i frumvarpsdrögin eru kom-
in tvö afar mikilvæg atriði frá
okkar sjónarmiði. Þau eru
þessi.
Gert er ráð fyrir að visinda-
menn strandrikis segi til um það
hve mikið er talið óhætt að veiða
árlega af hverri fisktegund inn-
an 200 milna auðlindalögsögu
viðkomandi rikis. llitt atriðið,
sem er ekki siður mikilvægt fyr-
ir okkur, og einnig er komið inn i
frumvarpsdrögin, er það að
strandrikið sjálft á að ákveða
hve mikið það getúr veitt hverju
sinni, og hvort það er til að
mynd fært um að veiða allt það,
serti leyfilegt yrði talið að veiða.
Við þetta hafa aö visu verið
gerðar athugasemdir af vissum
þjóðum, en mjög mikilvægt er
að hafa fengið þetta inn i frum-
varpið. Allar breytingar á
frumvarpinu verða töluverðum
erfiðleikum háðar, þvi væntan-
lega þurfa breytingatillögur að
hljóta 2/3 atkvæða til að ná fram
að ganga. Það var ekki hvað sist
fyrir atfylgi og áróður islensku
sendinefndarinnar, að þetta
fékkst tekið inn i frumvarps-
drögin
Hinu er svo ekki að leyna, að
þessi mál öll eru svo marg-
slungin og viðkvæm, að mjög
erfitt er að segja um það hvenær
endanleg niðurstaða fæst. Og
þvi má bæta við, að það eru enn
vissar hættur framundan. Það
er til að mynda alls ekki ljóst
ennþá hver á að skera úr ef
strandriki er talið brjóta al-
þjóðalög eða reglur. Til dæmis
hér um mætti nefna ef visinda-
raenn einhvers strandrikis
veittu ieyfi til að veiða t.d. 500
þús. tonn af þorski, og það riki
teldi að það hefði öll tök á þvi að
veiða þetta magn sjálft, en sið-
an segði eitthvert nágrannarik-
ið að viðkomandi strandriki
hefði ekki möguleika til að veiða
nema helminginn af leyfðu
magni, þá liggur eiginlega ekk-
ert fyrir um það hver eigi að
skera úr um það, hvort strand-
rikið sé að brjóta alþjóðalög, né
hvaða viðurlög verði við sliku.
Þó að búið sé að vinna mikið
starf, þá er þó augsýnilega mik-
ið verk eftir óunnið, og þótt
komið hafi i ljós, að mikill og
vaxandi vilji er fyrir þvi að ná
allsherjar samkomulagi, þá
þætti mér ekkert óeðlilegt þótt
það tæki enn eitt til tvö ár að fá
niðurstöður.
Ákvörðun hefur ekki verið
tekin um það hvar né heldur
hvenær næsti áfangi þessarar
ráðstefnu skuli haldinn. bað
biður væntanlega allsherjar-
þings S.Þ. að taka ákvörðun um
það þegar það kemur saman i
haust, og helst er talað um að
næsti áfangi verði upp úr næstu
áramótum. Forseti ráðstefn-
unnar, Amerasinghe, hefur lagt
töluverða áherslu á það, að
reynt verði að hafa þann áfanga
i sumar eða haust, og umfram
allt á þessu ári, t.d. með þvi að
þessum fundi, sem nú stendur i
Genf, yrði lrestað og framhald
hans siðan haldið siðsumars.
Þessi hugmynd helur fengið
heldur dræmar undirtektir þvi
fulltrúar ýmissa landa halda þvi
fram. að þeir hafi hvorki mann-
skap né fé til þess að halda fund-
arsetum svo ört Iram
—:‘>Þ