Þjóðviljinn - 20.12.1975, Qupperneq 1
Laugardagur 20. desember 1975 — 40. árg. 290. tbl.
UTIFUNDUR I DAG
Útifundur fulltrúanefndar ung-
pólitisku samtakanna um land-
helgismáiið er kl. 15 i dag á Lækj-
artorgi.
Ræðumenn: Ármann Ægir
Magnússon (ÆnSFV), Guðmund-
ur Bjarnason (FUJ), Sveinn
Grétar Jónsson (ÆnAB) og Ari
Trausti Guðmundsson (Eik(ML).
Kröfurnar eru: Gegn rányrkju
á tslandsmiðum, tafarlaus
stjórnmálaslit við breta, og
endurskoðun á NATO-aðildinni.
Söfnun stuðningsyfirlýsinga við
þessar kröfur stendur yfir til 10.
janúar nk.
Guðmundur J. Guðmundsson um miljarðaálögur ríkisstjórnarinnar
Nokkurn veginn eins
þungt högg og hugsast gat
á stefnu
verkalýðs-
hreyfingar-
innar
Þeir segjast vilja baráttu
gegn verðbólgu og fagna
yfirlýsingum verkalýðs-
samtakanna um það efni.
En á sama tíma og þeir
halda ræður um þessi mál
kyngja þeir miljarða álög-
um á þjóðina.
— Þetta sagði Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Verka-
mannasambands fslands, er
Þjóðviljinn ræddi við hann i gær i
tilefni nýsamþykktra stórfelldra
Framhald á bls. 26.
Þjóðviljinn
28 síður
Skugginn frá
1961 — sjá viðtal
við Sigurð Blöndal
á 10. siðu
ískyggileg þróun
segir formaður
Fóstrufélagsins —
sjá viðtal á 9. siðu
Fréttir á siðum
3,5,6 og 25
Fppbyggingu
miðar vel
t dag er eitt ár liðið frá þvi að
snjóflóð féllu á Neskaupsstað.
Uppbyggingin þar hefur gengið
framar vonum manna, hafnar-
gerðinni er þvi sem næst lokið,
vonir standa til að bræðslan
verði tilbúin að taka á móti
loðnu um mánaðamótin janúar-
febrúar, og uppbygging annarra
fyrirtækja, sem eyðilögðust i
snjóflóðinu, er i fullum gangi.
Enn vantar þó töluvert á að
allt hafi verið bætt sem eyði-
lagðist i einu vetvangi fyrir ári.
Og aldrei verða þau ellefu
mannslif sem týndust bætt með
nokkru móti.
Þjóðviljinn birtir i dag viðtöl
og myndir frá Neskaupsstað og
endurreisninni þar.
Fjárlög veröa
afgreidd í dag
Þingefni í dag
á síðum
13, 14, 15, 16
Nýju álögurnar
orðnar að lögum
og 25
i nótt lauk þriðju umræðu fjár-
laga á alþingi og var ætlunin, að
atkvæðagreiðsla um breytingar-
tiiiögur og endanleg afgreiðsla
fjárlaganna færi fram á fundi al-
þingis, sem boðaður hefur verið
kl. 9 fyrir hádegi í dag, laugar-
dag, og lýkur þar með fundum al-
þingis fyrir jól.
Siðustu fundir i báðum deildum
alþingis voru haldnir i gær. Þá og
á fundum i fyrrakvöld voru fjöl-
mörg ný lög samþykkt. Þar á
meðal eru nú allar tillögur stjórn-
arliðsins um auknar álögur á al-
menning, sem skýrt hefur verið
frá hér i Þjóðviljanum undan-
farna daga og nema miljörðum
orðnar að lögum.
Vörgjaldið hefur verið fram-
lengt, útsvörin hækkuð um nálægt
10%, 500 miljónir tæpar lagðar á
það fólk, sem kaupa þarf lyf og
læknisaðstoð, söluskatturinn
hækkaður um 2 prósentustig i
stað viðlagagjaldsins, sem nú
fellur niður. Þá voru einnig sam-
þykkt lög um heimild rikisstjórn-
arinnar til erlendrar lántöku, að
upphæð 6.655 miljónir króna, og
er nánar greint frá þvi annars
staðar i blaðinu. Frumvarpið um
breytta verkaskiptingu milli rikis
og sveitarfélaga var einnig sam-
þykkt sem lög, en það felur m.a. i
sér, að rikið hættir þátttöku i
rekstri dagvistunarheimila og
byggingu dvalarheimila fyrir
aldraða. Fleiri ný lög voru sam-
þykkt, en varða flest minnu. Frá
þeim er greint á siðu 25.
Við atkvæðagreiðslur um þau
mál, sem getið er um hér að
framan, greiddu þingmenn
stjórnarflokkanna nær undan-
tekningalaust atkvæði með frum-
vörpum rikisstjórnarinnar, en
stjórnarandstæðingar á móti.
Framhald á bls. 26.
I dag er
aðal-
skiladagur
í DAG er aðalskiladagur Happ-
drættis Þjóðviljans um land allt.
Afgreiðsla Þjóðviljans að Skóla-
vörðustig 19, skrifstofur Alþýðu-
bandalagsins i Reykjavik. Kópa-
vogi, Hafnarfirði, Akranesi,
Siglufirði og Akureyri eru opnar
frá kl. 9 til klukkan 19 um kvöld-
ið. Á skrifstofunum er tekið á
móti skilum og gefnar upplýs-
ingar um happdrættið.
Léttið störfin og gerið skil strax i
dag.
dagar þar til
dregið verður
í Happdrætti
Þjóöviljans