Þjóðviljinn - 20.12.1975, Síða 6

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. desember 1975. Eddukórinn: islenzk þjóðlög kr. 1.500. Fjögur islenik píanóverk: Rögnvaldur Sigurjónsson kr. 840. Félagsmenn fá 20% afslátt BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJODS OG ÞJOÐVINAFELAGSINS Skálholtsstíg 7 — Símar: 13652 og 10282. URVALSVERK Andvari menningarrit hundraðasta ár kr. 1.140. Ritgerðir Grims Thomsens i þýðingu Andrésar Björnssonar. Kr. 3.480. Hfaiw Pótsson ALASKAFÓR JÓNS ÓLAFSSONAR Alaskaför Jóns Ólafssonar var íslenzkt ævintýri i Vestur- heimi. Kr. 3.000. Menntaskólabókin fróðleg og giæsileg kr. 5.880, til áskrifenda kr. 4.410. Bréf til Stephans G. I—III merkar heimildir, I kr. 1.800, II, kr. 1.800, III kr. 2.640. Almanak með Arbók íslands kr. 1.140. Ritsafn Pálma Hannessonar ! i nýrri útgáfu, tvö bindi kr. 5.880. Alf ræði Menningar- sjóðs: Hagfræði kr. 1.440. i brúnu bandi kr. 1.800. PASSÍ USÁLMAR Myndskreyttar viðhafnar- útgáf ur: Sálmar séra Hallgríms kr. 2.880. Frásögn sagna- meistarans kr. 3.600. Áður komu út: Bókmenntir íslandssaga Skáldatal Stjörnufræði ÍSIEND1NGA SAGA SKhsqnar 40% aukning erlendra lána Heildarskuldir isl. erlend- is aukast um 40% frá árslokum 1974 til næsta árs skv. lánaáætlun þeirri sem samþykkt var sem lög Lögbannskrafan var tekin til greina 1 gær var tekin til greina lög- bannskrafa þeirra Svövu Markúsdóttur og Beinteins Ás- geirssonar, sem þau settu fram á bókina „Rauði svifnökkvinn” eftir Valdisi óskarsdóttir og Ólaf Hauk Slmonarson, vegna myndar af gerðarbeiðendum, dansandi innanum ýmsa hluti i bókinni. Var, eins og áður segir, lög- bannskrafan tekin til greina og bann sett á frekari dreifingu bókarinnar, en það sem komið er i verslanir er leyfilegt að selja. Gerðarbeiðendum var gert að setja tryggingtf að upphæð 1,5 milj. króna sem þau gerðu með tékka, en slik greiðsla var ekki tekin til greina og verða þau annaðhvort að leggja trygging- una fram i bankabók eða pen- ingum. Var þeim gefinn frestur fram á næsta þriðjudag til þess. Geri þau það ekki fyrir þann tima fellur lögbannið úr gildi. —S.dór Borgarstjóri skammar ráð- herra sína Borgarstjórinn I Reykjavik, Birgir ísleifur Gunnarsson, réðst hart að ráðherrum flokks sins og fyrrverandi borgarstjórum I Reykjavlk, þeim Gunnari Thor- oddsen og Geir Haligrimssyni, i ræðu á borgarstjórnarfundi i fyrrakvöld, er hann ræddi frum- vörp rikisstjórnar, sem nú liggja fyrir alþingi, þar sem fjallað er um verkaskiptingu rlkis og bæja og um breytingar á söluskatti. Borgarstjóri sagði, að breyt- ingar á söluskattslögunum þýddu það, að borgarsjóður fengi i tekju- auka 179 miljónir króna en þyrfti að taka við verkefnum úr hendi Þrjár bækur skara framúr Björn Th. Björnsson. Svo virðist sem þrjár bækur á jólabókamarkaðnum ætli að skera sig nokkuð úr hvaða sölu snertir að því bóksalar sem Þjóðviljinn hefur haft sam- band við segja. Þó ber að taka það fram, að mestu söludag- arnir eru enn eftir, það er næsti mánudagur og Þorláks- messudagur. En þessar þrjár bækur sem best virðast seljast eru: Haustskip, Björns Th. Björns- sonar, I túninu heima, eftir Halldór Laxness og æviminn- ingar Stefáns Islandi —S.dór. rikissjóðs að upphæð 209,3 miljón- ir króna.eða með öðrum orðum: breytingin þýðir 30 miljón króna bein fjárútlát fyrir Reykjavlkur- borg. Síðan sagði borgarstjóri: „Af þvi, sem ég nú hef nefnt er ljóst, að samþykki frumvarpanna eins og þau nú liggja fyrir alþingi, mun hafa neikvæðar afleiðingar fyrir fjárhag borgarsjóðs.” „Ég vil þvl eindregið hvetja rikis- stjórnina og alþingismenn alla að gæta þess við afgreiðslu þessara frumvarpa á alþingi, að hags- munir sveitarfélaganna verði ekki skertir með samþykki þeirra.” En það er ekki einvörðungu þetta, sem tveir fyrrverandi borgarstjórar angra þann núver- andi með. Þeir hafa ekki gert ráð fyrir allt að 100 miljón króna fjár- veitingum úr rlkissjóði til eigna- skipta við Reykjavikurborg þeir frá alþingi I gær. Þessar tölur koma fram i nefndaráliti Ragn- ars Arnalds um lánsfjáræaætlun- ina. Aætlunin gerir ráð fyrir að á ár- inu 1976 verði tekin erlend lán að upphæð 6.655 milj. kr. Þar af fari 4.301 milj. kr. i Kröfluvirkjun og henni tengd verkefni, 2.045 milj. kr. i framkvæmdasjóð til fjárfest- ingalánasjóða, 150 milj. kr. i sveitaraívæðingu og 132milj. kr. i Rafmagnsveitur rikisins. Lánsfjáráætlunin var sam- þykkt samhljóða i efri deild i gær- dag. í árslok 1974 námu löng erlend lán samtals 57,6 miljörðum kr. á núverandi gengi. Á þessu ári hef- ur nettóskuldaaukningin orðið 13,1 miljarður og að ári er ráð- gerð aukning um 10,1 miljarð. Þetta þýðir 40% aukningu er- lendra lána. Geir, fyrrverandi borgarstjóri. gera ráð fyrir 22,7 miljón króna lægra framlagi til sjúkrahús- bygginga, en borgarstjóri gerði ráð fyrir að fá samkvæmt drög- um að fjárhagsáætlun fyrir árið 1976, og loks ætla þessir fyrir- rennarar hans I embætti að skenkja honum 234 miljónum króna minna tii skólabygginga i höfuðborginni, en þeir höfðu lofað honum oghann lét gera ráð fyrir i drögum að fjárhagsáætlun fyrir borgina næsta ár! Um þetta sagði borgarstjóri: „Fáist ekki á þessu verulegar lagfæringar við afgreiðslu fjárlagt er þannig alveg ljóst, að borgar- stjórn verður að skera verulega niður skólabyggingar I Reykjavlk á næsta ári frá þvl, sem áætlað hafði verið!” —úþ Flug um hátíðamar Þotur og skrúfuþotur Flugfé- lags íslands og Loftleiða hafa undanfarna daga verið þétt settn- ar og á það við bæði um innan- lands- og millilandaleiðir. Slöustu ferðir til landsins fyrir jól frá við- komustöðum verða sem hér seg- ir: Frá Glasgow 22. desember, frá Osló,Kaupmannahöfn,London og Luxemborg 23. desember, frá Chicago og New York að morgni 24. desember. Þoturnar frá Chicago og New York halda á- fram til Luxemborgar eftir stutta viðdvöl I Keflavlk og eru það sið- ustu ferðir til útlanda fyrir jól. A jóladag verður sem fyrr segir ekkert flug á vegum félaganna, en siðdegis 26. desember koma tvær Loftleiðaþotur frá Luxem- borg og halda áfram vestur um haf til New York og Chicago. Loftleiðaþotur fljúga slðan milli Luxemborgar. Keflavlkur, New York og Chicago. Hinn 27. desember fljúga þotur Flugfélags Islands til Glasgow, London og Kaupmannahafnar, 28. desember til Osló og Kaup- mannahafnar, 29. desember til Glasgow og Kaupmannahafnar og 30. desember til London og Kaupmannahafnar. Þotur Flug- félags Islands fljúga ekki til út- landa á gamlársdag og nýársdag, en frá og með 2. janúar hefst á- ætlunarflug þeirra að nýju. Sérstök jólaáætlun var sett upp fyrir innanlandsflugið og gildlr hún frá 17.—24. desember.^ Samkvæmt þessari áætlun verða flognar rúmlega 30 aukaferðir til viðkomustaða Flugfélags íslands vlðsvegar á landinu. Þann 17. desember hófust aukaferðirnar jafnhliða áætlunarfluginu, en mesta annríkið mun verða frá föstudeginum 19. desember til þriðjudags 23. desember, Þor- láksmessu. Á aðfangadag verður flogið til eftirtalinna staða: Akureyrar, Vestmannaeyja, Isafjarðar, Pat- reksfjarðar, Húsavikur, Egils- staða og Sauðárkróks. Þess skal getið, að á aðfangadag veröur flugferðum til Egilsstaöa og Sauðárkróks flýtt frá venjulegri áætlun. Síðasta brottför frá Reykjavik fyrir jól verður kl. 15:00. A jóladag verður ekkert flogið innanlands, en 26. desem- ber, annan dag jóla verður svo flogið samkvæmt áætlun. A ný- ársdag verður ekkert flogið innanlands, en frá og með 2. janú- ar samkvæmt áætlun. Einnig munu verða flognar aukaferðir til nokkurra staða. Frá Kynningardeild Flugleiða h.f. Reykjavikurflugvelli.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.