Þjóðviljinn - 20.12.1975, Page 15

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Page 15
Laugardagur 20. desember 1975. ÞJóÐVIL.HNN — SIÐA 15 r---------- Þingsjá L_________4 þingsjá þingsjá Fimm tillögur Garðars Sigurðssonar Og það sem meira er — Þær eru allar til sparnaðar bæði starfsmann og fastan sama- stað. Sú hækkun, sem ég legg til er fyrst og fremst ætluð til þess- ara nota. Þá vil ég minna á, að ráðinu eru ætluð fleiri verkefni en að sinna einstökum málum. Þvi er m.a. ætlað að takast á hendur rannsóknir er varða launamis- rétti, en ráðið hefur hingað til ekki getað sinnt eða annað slikum verkefnum sakir fjárskorts, en ráðsmenn eru nú með áætlun um visst verkefni og þvi er mjög brýnt, að framlag til Jafnlauna- ráðs verði hækkað. A þessu ári hefur ráðið til ráðstöfunar 634 þús. kr. Framlag i fjárlagafrum- varpi 1976 er hins vegar aðeins 590 þús. kr. Til þess að halda raungildi hefði framlag til næsta árs þurft að vera tæplega 900 þús. og ekki nema eðlilegt að það hækki meira en rétt til að haída raungildi sinu. Hálf miljón til kvennasögusa fns Að siðustu hef ég lagt til, að Kvennasögusafn Islands fái fjár- veitingu að upphæð 500 þús. kr. Kvennasögusafn íslands er heim- ildarsafn til sögu Islenskra kvenna. Það var stofnað 1. jan. 1975 og á sér hliðstæðu i ná- grannalöndunum og er tilgangur sá, að stuðla að þvi að rannsaka sögu kvenna. Sums staðar á Norðurlöndum er þetta orðinn sjálfsagður þáttur i háskólabóka- söfnum eða þjóðarbókhlöðum og erýmist i sérstökum deildum eða á hendi sérstaks bókavarðar. T.d. i Sviþjóð og Danmörku er þessi starfsemi kostuð af opinberu fé. Þetta er þáttur i hinni nýju kvennahreyfingu og mikilvægur þáttur iþvi, sem sumir hafa nefnt vitundarvakningu. Tilgangurinn er kannki fyrst og fremst sá, að færa sagnfræðina i rétt horf, fylla i þær eyður, sem sagnfræðingar og mannkynsfræðarar hafa van- rækt og þar með viðurkenna, að kvenfólk eigi sér sögu og hafi komiðvið sögu. Kvennasögusafn Islands er sjálfseignarstofnun. Þetta er framtak þriggja kvenna, önnu Sigurðardóttur, Elsu Miu Einarsdóttur og Svanlaugar Baldursdóttur, sem hafa allar til að bera þá þekkingu og þann dugnað, sem þarf til að stofnsetja og reka slikt safn, en safnið er rekið i heimahúsi og bókakaup og önnur starfsemi, sem safninu til- heyrir er vissulega kostnaðar- söm. Ég vil geta þess, að margir sækja safnið heim m.a. náms- menn við Háskóla tslands, sem leitað hafa tiil safnsins vegna náms sins. Garðar Sigurðsson mælti fyrir nokkrum breytingartillögum, sem hann flutti, og var efni þeirra það, að spara 120 miljónir kr. með þvi að lækka fjárveitingu til rlkislögreglu á Keflavikurflug- velli um 30 miljónir og fella niður eftirtalda liði: Varnarmáladeild utanrikisráðuneytisins, sendiráð tslands i London, sendiráð ts- lands i Brússel og fastanefnd ts- lands hjá NATO, svo og tillag til Atlantshafsbandalagsins. í ræðu sinni ræddi Garðar Sig- urðsson einnig nokkuð um efna- hagsstefnu rikisstjórnarinnar og sagði m.a.: Aðgerðir rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum hafa orðið þess valdandi, að verðbólgan hefur verið meiri hér á landi en nokkru sinni fyrr, eða yfir 50% á árs- grundvelli. Þrátt fyrir gifurlega auknar skattaálögur á almenning hefur rfkissjóður verið rekinn með stórkostlegum halla, og það þótt mjög verulegur samdráttur hafi orðið á verklegum fram- kvæmdum. En þótt rikisfjármál- in séu i kaldakoli, er þess samt vandlega gætt af stjórnvöldum, að flest helstu gróðafyrirtæki landsins verði áfram laus við að greiða nokkurn tekjuskatt. Viðskiptahallinn við útlönd er meiri en nokkru sinni fyrr, og stórauknar lántökur erlendis slá öll fyrri met margfalt. Lánin eru hins vegar notuð til taumlauss innflutnings, hrein eyðslulán til hagsbóta fyrir innflytjendur og braskara. Siðustu sparnaðarráð- stafanir eru t.d. þær, að til þess að leysa fjárþörf norðfirðinga vegna snjóflóðanna i fyrra er byrðunum velt af rikinu yfir á Vestmanna- eyjadeild Viðlagasjóðs, sem er verr staddur en tómur. Hundruð miljóna á með nýjum álögum að taka af þeim, sem þurfa að leita læknis eða kaupa lyf, — og er það hörmulegt dæmi um það, af hverjum rikisstjórnin vill taka peningana i það þess að skattleggja þá, sem hirða sinn gróða af margvislegum viðskipt- um. Samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu ætlar rikisstjórnin sérstak- lega að skera niður framlög til fé- lagslegra framkvæmda, t.d. til hafnargerða á landsbyggðinni, skólabygginga, heilsugæslu- stöðva o.s.frv., en auk þess á að fela sveitarfélögunum að standa undir ýmsum verkefnum, sem mun meira fjármagn þarf til að leysa en það fé sem stjórnin hyggst ráðstafa til þeirra á móti. Þá er f járlagafrumvarpið þannig úr garði gert, að flest bendir til, að það verði ekki annað en ómerkilegt pappirsgagn áður en langur timi er liðinn. Ég hef við þessa umræðu kosið að flytja fimm litlar en sjálfsagð- ar breytingartillögur, — og það sem meira er, að þær eru óvenju- legar að þvi leyti, — að þær eru allar til sparnaðar. Það er sameiginlegt, að þessar tillögur fjalla allar um utanrikis- mál, ' en annar tillöguflutningur af minni hálfu biður 3ju umræðu. Fyrsta tillagan er um varnar- málanefnd. Hið svokallaða „varnarlið” er hér ekki til að verja tsland, ekki einu sinni fyrir ofbeldisárás innan 3ja milna landhelginnar, sem þó er viður- kennd af öllum þjóðum heims. Þess vegna hefúr varnarmála- nefnd ekki heldur neina þýðingu og ber að legja hana niður. Ef við þurfum að hafa samskipti við svokallað „varnarlið” fyrir NATO á tslandi, þá dugar til þess einn skrifstofumaður i utanrikis- ráðuneytinu. Allt annað er sóun. Varðandi löggæsluna á Kefla- vikurflugvelli er það að segja, að sjálfsagt er, að halda þar uppi nokkurri löggæslu, en það er ó- hóflegur kostnaður, sem fjár- lagafrumvarpið gerir ráð fyrir i þessu skyni eða 63,7 miljónir kr. Sé talið þurfa meiri löggæslu á Keflavikurflugvelli en ég legg til, þá er það vegna óþarfs og hættulegs „varnarliðs”, sem sanngjarnt er að það beri sjálft kostnað af. Eftir ofbeldisinnrás breta ætti að sjálfsögðu ekki að koma til greina, að halda uppi stjórnmála- sambandi við þá, og þess vegna er sendiráðið i London óþarft og kostnaður við það falli niður. Þá tillögu mina, myndi örugglega yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar samþykkja. Það eru NATO-herskip, sem með ofbeldi reyna að hindra varðskip okkar i löggæslustörf- um. NATO-riki sendir hingað stór og mikil skip i þvi skyni að koma varðskipum okkar fyrir kattar- nef, eyðileggja þau og hindra þau þannig frá gæslustörfum. Rikis- stjórnin kallar þessa menn enn vini sina, en ráðherrarnir ættu að gefa okkur, og reyndar þjóðinni i heild, kost á að sjá þá orðabók, þar sem óvinur þýðir vinur, ó- frelsi þýðir frelsi o.s.frv. Garðar Sigurðsson Eðli málsins samkvæmt er ekki unnt að vera i bandalagi við óvini sina.sist i hernaðarbandalagi, og er sendiráðið i Brilsselþess vegna ekki aðeins óþarft heldur vil van- virðu. — Tillaga min er þvi sú, að kostnaður við það falli niður. Einnig legg ég til, að greiðsla tillags til Atiantshafsbandalags- ins falli niður, ekki getum við að hluta styrkt freigátur og dráttar- báta hennar hátignar, eða hvað? Ég vil svo að lokum leggja til, að auk þess, sem þessum tillögum verði visað til fjárveitinganefnd- ar, þá verði utanrikismálanefnd einnig kölluð saman milli um- ræðna til að fjalla um tillögurnar. Helgi Seljan og Jón Árnason stjórnarmenn í BIL Hlúa ber aö frjálsu framtaki áhugafólks Helgi Seljan benti fyrst á það i ræðu sinni hvað landsbyggðin ber skarðan hlut frá borði við undir- búning fjárlaga fyrir næsta ár. Niðurskurður framkvæmda kem- ur hvergi verr niður, og i sama knérunn vegur breyting á verka- skiptingu rikis og sveitarfélaga. Framlög til skólabygginga eru mjög skert, og við byggingar verkmenntaskóla stendur háðs- merkið 32 milj. kr. í nánum tengslum við skólamálin er fjár- veiting til jöfnunar á námskostn- aði, en hún er lækkuð um 5% sið- an I fyrra. Þetta er gert þrátt fyr- ir 50-60% hækkun framfærslu- kostnaðar og þrátt fyrir það að upphæðin i fyrra var 30 miljónum of lág. Þá vék Helgi Seljan að þeim breytingartillögum sem hann ber fram við fjárlagafrumvarpið á- samt Jónasi Arnasyni: Til Bandalags islenskra leikfélaga 1.300 þús. krónur i i stað einnar miljónar, og til leiklistarstarf- semi annarrar, i stað 8,2 milj. komi lOmilj., þar af til Leikfélags Akureyrar 4,3 milj. kr. Menningarstarfsemi áhugaleikfélaganna „Ekki fer það milli mála, að leiklistastarfsemi á landsbyggð- inni er oft besti og stundum eini verulegi menningarvotturinn á einstökum stöðum. Þar er starfað af áhuga og fórnfýsi. Þar komast margir i snert- ingu við hvoru tveggja, leik- bókmenntir samtiðar og þá- tiðar, listræna túlkun mann- legra samskipta. Ahugaleik- félögin hafa mörg hver reynt við merk leikhúsverk og islensk leikritun á þar ekki siður aðdá- endur en i atvinnuleikhúsunum, og athyglisvert er hve mörg innl. verk eru á verkefnaskrá hinna ýmsu leikfélaga. Þau eiga fyllstu viðurkenningu skilið og þess má geta einnig, að þau skila drjúgum upphæðum beint til rikissjóðs i söluskattiaf sínum leiksýningum. Sum skila jafnvel hærri upphæð- um en rikisstyrkurinn nemur. Ég sé það lika mér til nokkurrar á- nægju.að fjárveitinganefnd hefur hækkað upphæðina örlitið eða um 1 miljón, en helmingur hennar fer þó til eins leikfélags, Leikfélags Akureyrar. Samtals er um að ræða 4,2 milj. ef Akureyri er und- anskilin en þar er i raun um at- vinnuleikhús að ræða og á það leikfélag i raun og veru að vera sér á báti i fjárveitingum og fyrir 4>vi er gert ráð i nýju lagafrum- varpi sem fram kemur sem stjórnarfrumvarp eftir áramót. Þessi leikfélög 35 að tölu, sem fá þessar 4,2 milj. samtals i styrk, sýna á þessu ári 47 fullgild leik- verk og sýningar þeirra eru oft mjög kostnaðarsamar. Ég vil benda á það, að framlagið lækkar til hvers leikfélags á næsta ári, þvi i siðustu úthlutun komu 30 leikfélög með 30 verk til úthlutun- ar. Gróskan og aukningin er það mikil, að með hóflegri bjartsýni mætti ætla að 40 leikfélög sýndu, allt að 55 verkefni á næsta ári.” Til samanburðar við fjárvejt- inguna til áhugaleikfélaganna neihdi Helgi rikisframlagið til Þjóðleikhúss, 175 miljónir króna. Samt eru þess eigin tekjur mikl- ar. Ekki kvaðst Helgi sjá ofsjón- um yfir tekjum Þjóðleikhúss, enda á það að móta og aðstoða við Helgi Seljan allt leiklistarlif i landinu. Banda- lag islenskra leikfélaga er sam- band yfir 60 áhugaleikfélaga. og það hefur margfaldað umsvif sin á siðasta ári, m.a. i samvinnu við atvinnuleikhúsin. „Námskeið hafa verið þar efst á blaði og ýmis konar aðstoð við félögin. Samnor- rænt námskeið er áætlað i Reyk- holti næsta sumar og mörg fleiri verk efni eru á skrá. Okkur Jón- asi Arnasyni er málið skylt og rétt að játa það, við erum nefni- lega i stjórn þessa bandalags. Þarafleiðandi þekkjum við vel til. svo vel að við leyfum okkur að bera fram tillögu til hækkunar. Við tökum þó skýrt fram að hin stóraukna starfsemi bandalags- ins er ekki okkur að þakka, heldur Framhald á næstu siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.