Þjóðviljinn - 20.12.1975, Side 17
Laugardagur 20. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Logi Kristjánsson, bœjarstjóri
Refsa framkvæmdasemi og
góðri þjónustu bæjarfélaga
Frumvarp og ný lög rikis-
stjórnarinnar um tólfta útsvars-
prósentið, sem sveitarstjórnum
er falið að innheimta, og renna á
til þess að mæta auknum kostnaði
við sjúkratryggingar, hafa vakið
mikla og almenna reiði sveitar-
stjórna.
Logi Kristjánsson, bæjarstjóri i
Neskaupsstað, og stjórnarmaður
i Sambandi islenskra sveitarfé-
laga, viðhafði eftirfarandi orð um
þessi nýju viðhorf i gær:
„Þetta er eins og hnefahögg i
andlitið á þeim sveitarstjórnar-
mönnum sem að undanförnu hafa
átt I viðræðum við rikisstjórnina
um verkaskiptingu milli ríkis og
sveitarfélaga. Eins og fram hefur
komið í ályktunum okkar hér á
Neskaupsstaðog annarra, gengur
þetta þvert á þá stefnu sem Sam-
band Isl. sveitarfélaga hefur mót-
að.Þvi að það hefur eins og fram
r
> Ut í hött að auka
verkefni sveitarfélaga án
þess að tryggja raunhœfa
tekjuöflun á móti
hefur komið verið krafa sveitar-
félaganna að rikið yfirtaki
sjúkratryggingarnar eins og aðr-
ar greinar almannatrygginga.
Þegar rikið tók yfir almanna-
tryggingar að mestu árið 1972
stóð það til að sjúkratryggingarn-
ar yrðu einnig á könnu rikisins er
fram liðu stundir. Þetta sjónar-
mið tóku sveitarstjórnarmenn
Verslunarfólk athugiö
Réttur dagsins
Hakkað buff með lauk
og hvítum kartöflum. Verð
kr. 440.—
Svínasteik með rauðkáli og grænmeti og
frönskum kartöflum. Verð kr. 740.
Fjölbreyttur matseðill. — Glæsilegur brauðseðil).
Sendum heim
Húseignin Engihlíð
9 til sölu
Kauptilboð óskast i húseignina Engihlið 9,
Reykjavik, ásamt tilheyrandi leigulóð.
Lágmarkssöluverð samkvæmt lögum nr.
27 1968, er ákveðið af seljanda kr.
16.000.000.—
Húsið verður til sýnis væntanlegum kaup-
endum mánudaginn 22. og þriðjudaginn
23. desember nk., frá kl. 1—3 e.h. báða
dagana og verða tilboðseyðublöð afhent á
staðnum.
Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu
vorri fyrir kl. 11:00 f.h. þriðjudaginn 6.
janúar 1976.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
heilshugar undir, enda stuðlaði
það að hreinni verkaskiptingu.
Það þarf margt að endurskoða
varðandi verkaskiptingu rikis og
sveitarfélaga, en það er vanda-
samt verk, sem ekki má hrapa
að, og ófært að gera fljótræðis-
breytingar, sem bitna mjög mis-
jafnlega á sveitarfélögunum, og
án þess að taka á nokkurn hátt til-
littil sjónarmiða og athugasemda
stjórnar Sambands isl. sveitarfé-
laga.
Einblínt á
lækkun fjárlaga.
Útsvarshækkunin og fyrirætl-
anir stjórnvalda um að hætta að
taka þátt i byggingarkostnaði
elliheimila sýnir að kastað er
fyrir borð öllum markmiðum
varðandi það félagslega átak,
sem viða er eftir á þessu sviði.
Allt er lagt i sölurnar til þess að
lækka niðurstöðutölur fjárlaga-
frumvarpsins og uppbyggingar-
stefnan látin fyrir róða.
I sjálfu sér er ekkert við það að
athuga að sveitarfélögin taki að
sér að sinna rekstri dagheimila
og annist viðhald skólamann-
virkja, svo eitthvað sé tekið, en þá
þarf að koma á móti þeirri verk-
efnaaukningu raunhæf tekjuöflun
sveitarfélaganna, og nákvæma
athugun á þvi hvernig þessar
breytingar koma níður á hinum
ýmsu stærðarflokkum sveitarfé-
laga. Hvorugt er fyrir hendi.
Bráöræöi stjórnarinnar
kemurójafntniður
Ákvarðanir stjórnvalda koma
harðast niður á smæstu sveitarfé-
lögunum, og er þetta enn eitt
dæmið um hvernig komið er fyrir
byggðastefnunni.
Sveitarfélögunum verður nú
uppalagt að annast viðhald skóla-
mannvirkja og það snertir þau
vitaskuld öll en kemur verst við
þau smæstu, sem verða að annast
viðhald á heimavistum vegna
grunnskóla.
Til þess að gera sér grein fyrir
þvi hve mikilsverður styrkurinn
til dagheimila er fyrir rekstur
þeirra, er vert að geta þess, að
menntamálaráðherra gerði sjálf-
ur ráð fyrir þvi að óbreyttu, að 187
miljónum króna yrði varið í þvi
skyni á næsta ári. I rauninni er
þessi rekstrarstyrkur aðeins mið-
aður við þau dagheimili sem rek-
in eru idag. Þörfin er miklu meiri
þvi ráðgert er að um 27 dagheim-
ili taki til starfa á næstu fjórum
árum. 1 stað þess að skera niður
þarf þvi aðmargfalda styrkinn og
það lendir á sveitarfélögunum.
Ákvörðunin um að hætta að
taka þátt i byggingarkostnaði
elliheimila kemur ákaflega mis-
jafnt niður. Viða er mikið félags-
Nú geta allir eignast
Glæsilegt kassettu útvarpstæki frá Radionette. KURER Cassette tækin
eru með langbylgiu. miðbylgju og FM bylgju. Sjálfvirk upptaka.
Innbyggður hljóðnemi. Teljari. Tækin eru langdræg og fyrir rafhlöður
og 220 volt. Verð frá kr. 47.925.—
Útborgun kr. 10.000.— síðan 5.0Ö0.— á mánuði.
EjNAR FARESTVEIT & CO. HF.
BergstaSastræti 10 A
Sími 16995.
legt átak óunnið á þessu sviði i
byggðum landsins.
Margt óljóstenn
í tilhögunum um breytta verka-
skipan er ráð fyrir þvi gert að
sveitarfélögin taki meiri þátt i
kostnaði við rekstur bókasafna.
Til þess kemur 20 miljóna fram-
lag úr Jöfnúnarsjóði sveitarfé-
laga, og samkvæmt höfðatölu-
reglunni fáum við hér i Neskaup-
stað 140 þúsund kr. i okkar hlut. A
sama tima er menntamálaráð-
herra að leggja til að sveitafélög
leggi fram 1300 kr. á ibúa i stað
1000 kr. áður til bókasafna, sem
þýðir 501 þúsund kr. hækkun fyrir
okkur, þannig að okkar framlag
vegna bókasafna er fjórfaldað.
Nú, varðandi aðra liði þarf ekki
að hafa mörg orð. Fræðsluskrif-
stofum landshlutasamtakanna
hefur enn ekki verið markaður
neinn ákveðinn tekjustofn, en
ráðgert var að riki og sveitarfélög
bæru kostnaðinn sameiginlega.
Allt er þvi óljóst um þetta atriði
enn, þótt skrifstofur séu teknar til
starfa i a.m.k. þremur landshlut-
um.
Það er þvi augljóst að spurn-
ingin um verkaskiptingu rikis og
sveitarfélaga hefði þurft miklu
nánari skoðunar við.
Framkvæmdasemi og
góðri þjónustu refsað
Tillögur stjórnarinnar um
verkefnaskiptingu koma i. heild
þolanlega út fyrir stærri sveit-
arfélögin, að óbreyttum úthlutun-
arreglum Jöfnunarsjóðs sveitafé-
laga. En tökum dæmi af minni
sveitafélögum: Að óbreyttu kerfi
hefðum við á Neskaupstað fengið
5,2 miljónir i aukningu frá rikinu,
en fáum úr Jöfnunarsjóði að ó-
breyttum reglum 3,4 miljóna
króna aukningu. Okkar elli-
heimilismál eru ekki sérlega fjár-
frek eins og stendur, en Borgar-
nes, sem stendur i elliheimilis-
framkvæmdum, hefði að óbreyttu
fengið 7,2 miljónir en fær liklega
ekki nema 2,7 miljónir. Húsavik
fær nokkurn veginn það sama og
fengist hefði að óbreyttu eða 4,5
miljónir króna, en það byggist á
þvi að bæjarfélagið þar stendur
ekki i ströngu með elliheimili.
Ólafsvik fær 2,3 miljónir en
hefði að óbreyttu fengið fjórar.
Asa-, Holta- og Landhreppur,
með 700 ibúa, stendur i byggingu
elliheimilis, og hefði að óbreyttu
fengið 5,3 miljónir króna en fær
1,4.
Þetta er ákaflega alvarlegt
mál. Það er verið að refsa þeim
sem lagt hafa i félagslegar fram-
kvæmdir, flestar bráðnauðsýn-
legar, og þeim sem hafa lagt sig
fram um að veita góða þjónustu.
Á Neskaupstað höfum við t.d.
fullnægt þvi sem næst þörfinni
fyrir pláss á dagheimilum, lik-
lega eini staðurinn á landinu, og
nú er okkur refsað með þvi að
svipta okkur styrk til reksturs
þessara nauðsynlegu stofnana,
sem eru forsenda þess að hægt sé
að nýta allt það vinnuafl, sem hér
er fyrir hendi.
Meðferðarheimilið
Kleifarvegi 15
óskar að ráða uppeldisfulltrúa til starfa
frá 1. jan nk. Æskileg menntun: Kennara-
próf, stúdentspróf eða sambærileg mennt-
un, ásamt starfsreynslu. Unnið er á
vöktum. Laun skv. 5. launaflokki borgar-
starfsmanna (14. launaflokkur rikis-
starfsmanna). Upplýsingar veittar i sima
82615 á skrifstofutima.
_ ttt * ívSÍtóxsnBÚWfe
©prnillp > -nxv.
Döntku lelrvöpurnar
I úpvall
Magnús E. Baldvínsson
Laugavegi 8 — Sími 22804.