Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. apríl 1977 sparnadar hornid geyma siöan i kæli. Púðusykur sem er orðinn harður linast ef sett er sneið af fransbrauði ofan i pokann. Skýringuna kann ég ekki, en næsta dag er sykurinn mjúkur. til hnifs og skeidar Umsjón: Þórunn Siguröardóttir Tómatsósa er sætari en ís Vissir þú að það er meiri sykur i tómatsósu en is. Þar áð auki eru sumar tegundir af tómatsósu alls ekki gerðar úr tómötum, heldur úr eplamauki. t tómatsósu er allt að 20% inni- haldsins sykur. Sumar tegundir eru þó sykraðar með ávaxta- sykri eða þrúgusykri. Og rauði liturinn á sósunni segir ekkert um bragðið, hann er nefnilega tilbúinn og hefur reyndar verið bannaður viðast hvar erlendis. Mygla er ekki skad- laus Mygla hefur aldrei þótt neitt lostæti og ekki verið tii siðs að bera á borð myglaðan mat, en beinlfnis hættuleg hefur hún ekki verið talin. Nú sýna nýleg- ar rannsóknir, að svo getur þó verið. Vitað er að mygla getur orsakað ofnæmi en nú hefur einnig komið I ljós að sumar myglusveppategundir mynda efni sem heitir mykotoxin og getur verið hættulegt. Ekki er ennþá fullrannsakað hver áhrif- in eru, en talið er að endurtekin neysla á mykotoxini sé hættu- lcg. Það er þvi vissara aö hreinsa myglu vel úr mat, ef maöur fleygir honum þá ekki alveg. Til þess aö myglusveppirnir geti vaxiö, þarf næringu, raka, sýru og hita, og þess vegna þarf að geyma næstum allan mat á köldum stað. Sultu og saft þarf ætfð að geyma I vel loftþéttum umbúðum. Gætið þess að láta ekki volgan mat (t.d. brauö) i plast. Matur sem á eftir að sjóða er hættulaus, þvi sveppirnir drepast viö suðu, en ætiö á þó að skera alla sjáanlega myglu af matnum. Af osti þarf að skera 2-3 sm frá myglunni og svipaö af brauði. Af sultu hinsvegar þarf að taka eina 4 sentimetra ofan af ef mygluskán er komin i krukkuna. Saft þarf yfirleitt alltaf að hella allri ef hún er far- in að mygla. Mygluö epli og ber eru fljót að skemma út frá sér. Gætið þess vel þegar ávextir og ber eru soöin niöur, að ekkert sé með af skemmdum ávöxtum. Aðeins eitt skemmt ber getur eyðilagt sultuna. lauk og borðuö meö rúgbrauöi, jarðarberjum og hrásalati. Ekki bara stórkostlega fallegt á litinn, heldur og gómsætur næt- urmatur, og ekki spillir staup af isköldu islensku brennivini með (annars er bannaö aö auglýsa vín, svo þetta er ekkert að marka). Fyrsta matvælakynn- ing á Islandi var haldin dagana 29. mars til 3. apríl á vegum íslenskrar Iðnkynningar. Það er full ástæða til að fagna, að komið skuli að því, að ís- lensk matvæli séu kynnt á sérstakri kynningu, líkt og gert hefur verið um ýmsa vöru á vörukynn- ingunum í Laugardals- höllinni. Aðsókn að þess- ari kynningu varð líka mikill, enda margir sem höfðu hug á að bragða á ýmsum góðum réttum, sem þarna var boðið upp á. Ragnarsbakari bauð upp á brauð á kynningarverði. Sild og jarðaber - namm... Sparnaöarhornið mælir i dag meö sildinni hans Simma, sem , borðuð er meö jarðarberjum. Ótrúlegt en satt — hreint lost- æti. Sfldin er marineruð með Púður- sykur og rúgbrauð Nú hefur Mjólkursamsalan hafiö framleiöslu á rifnu rúg- brauði, blönduðu púöursykri. Þetta er mjög ljúffengt, t.d. meö súrmjólk eða ými, og um leið hollur og handhægur matur. Ekki er þetta dýrt, kr. 78 pok- inn, sem er býsna drjúgur. Aöalatriöið er að láta ekki skemmast i pokanum, eftir að hann hefur verið opnaður. Þá er best að loka honum vel og Fyrsta matvælaky nning hér á landi Þegar gengið var um sýning- una hlaut maöur þó að sakna ýmiss þess sama og á islenskum vörukynningum til þessa, þó að alltaf fari þetta batnandi. I fyrsta lagi vantar mikið á að nægilegar upplýsingar sé að fá i básunum. Verðmerkingar vant- ar á flestar vörur, þó þær séu nú komnar í lög. Undantekningar voru þó á þessu á matvælakynn- ingunni (t.d. Sambandið, Goðá o.fl.) Vörumerkingar eiga að vera á öllum matvælum, en einnig vantar meiri upplýsingar um vörurnar t.d. á spjöldum i básunum. A þessu voru þó einn- ig undantekningar og má þar t.d. nefna Tropicana-básinn, þar sem gat að lita skýrslur um rannsóknir sem hér eru gerðar á vörunni. Eitt er það að merk- ingar vanti á vörurnar og i bás- ana, en verra er þegar starfs- fólkiö í básunum veitt ekkert um það sem það á að vera að kynna. Viða gat þó starfsfólkið gefið góðar upplýsingar, en allt of oft virðist sem starfsfólk sé ráðið til kynningarinnar, sem ekki vinnur við framleiðslu vör- unnar og hefur ekki fengið nein- ar teljandi upplýsingar um það sem verið er að kynna. Hér á ég ekki aðeins við upplýsingar um verð og hvar varan er seld, heldur einnig innihald hennar, framleiðsluaðferðir. En kannski er hér ekki fyrst og fremst við framleiðendur að sakast, heldur fyrst og fremst neytendur sjálfa. íslenskir neytendur eru almennt ótrúlega fáfróðir og áhugalitlir, ef dæma má af t.d. fyrri vörusýningum þarsem allt of margir virðast koma á sýn- ingarnar eins og þær væru ein- hvers konar sirkus, án þess að hafa áhuga á að kynna sér vel það sem þar er verið að sýna. Oft neyðist maður til að kynna sig sem blaðamann á slikum sýningum eigi maður að fá ein- hverjar upplýsingar að ráði, en slikt á auðvitað ekki að þurfa, — allir eiga að geta fengið þær upplýsingar sem þeir óska. A matvælakynningunni mátti kaupa ýmsa vöru á kynningar- verði, auk þess sem boðið var upp á bita af hinu og þessu góð- gæti. Sjálf kom ég út með formabrauð frá Ragnarsbakarii og lifrarpöstu og lifur frá Fisk- iðju Suðurnesja. Alltlfkaöi þetta mjög vel, þó ekki kunni ég við nöfnin formabrauð og lifrar- pasta. Ég myndi segja form- brauð og lifrarkæfa eða hrogna- kæfa (unniö úr lifur og hrogn- um), en það er önnur saga. Þótt hér hafi verið um býsna umfangsmikla kynningu að ræða, saknaði maður ýmissa stærri og smærri fyrirtækja, en alls voru það 25 fyrirtæki sem þarna kynntu vörur sinar. Vonandi verður haldið áfram aö kynnna íslensk matvæli á þennan hátt, þvi þótt að sumu megi finna, er hér um timabært brautryðjandastarf að ræða. Margir fengu sér ostbita f bás Osta- og smjörsölunnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.