Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 17. april 1977 ÁRNI BLANDON: Glæpaferlið. Makbeð er athugun og útlistun Shakespeares á þvi hvernig glæpamaður verður til úr löghlýðinni persónu, MAKBEÐ Talið er að ekki hafi verið skrifað meira um nokkra menn sem á lífi hafa verið en Jesú og Shakespeare. Af persónum sem skapaðar hafa verið í skáldverkum er lang- mest skrifað um þær persónur sem Shake- speare gerði ódauðlegar. Margar persónur hans eru svo flóknar að nánast óteljandi túlkanir hafa komið fram á þeim, og á það einnig við úm leikrit Shakespeares. hvernig slikum manni liður og hvernig hann þróast i aö verð.a harðsviraðri með hverjum glæp sem hann frem- ur. Margar gerðir eru til af glæpamönnum en Makbeð flokkast undir þá manntegund sem hættulegust er i þeirra hópi þ.e. hinn stórgreinda og herskáa mann sem i fjölbreytileika sinum býr einnig yfir innsæi og þján- ingu skáldsins. Stofnanir fyrir ofvita hafa aldrei verið til og verða liklega ekki þó lengi hafi verið til stofnanir fyrir fávita og annars konar afbrigðilegt fólk. Nýverið er sérstak- lega farið að sinna þörfum ofvita og athuga feril þeirra. Astæðurnar fyrir þessum athugunum eru þær að óupplýst er um ótrúlega mörg glæpa-„afrek” og nú telja menn liklegt að þau hafi verið framkvæmd af of- vitum, þ.e. fólki sem hefur liðið fyrir það að hafa langt- um hærri greind en almennt gerist. Sálfræðingar fóru fyrst að hugsa málið þegar komið var með vandræða- börn til þeirra sem sprengdu greindarvisitölukvarðann en gekk þó illa i skóla. Afbrotafræðingar fóru fyrst að hugsa málið þegar þeir sáu hversu mikil fylgni var á milli ólæsi og afbrota. bróun glæpaferilsins er lýst skorinort i Makbeð með tveim máltækjum: ,,á vondu þrifst það starf sem byrj- ar illt.” (III,2) og „bað heimtar blóö, að sagt er: blóð vill blóð”. Þegar ákveðnu stigi er siðan náö i glæpa- ferlinu er engin leið til baka: „Svo djúpt i blóði veð ég að til að bjargast væri likur vandi að vaða fram og snúa að sama landi.” (111,4) Og á þessi stigi málsins er glæpastimpillinn tilbúinn: „Hann er grimmur hundur, sællifur, ágjarn svikahrappur, flárátt illkvittið fól, með fnyk af hverri synd sem nokkur kann að nefna.” Glæpaparið v Greind Makbeðs kemur ljóslega fram i sjálfskönnun hans og sjálfsþekkingu. 1 upphafi leikritsins kynnumst við honum sem hinum löghlýðna og virta þegn, bar- dagamanni og hetju sem á visan frama. Metnaðurinn fær hann aðhugsa um konungstign fyrir sjálfan sig en skynsemi hans segir: „Ef auðnan vill mig krýndan, verðég krýndur/ án þess að hafast að.” (1,3). Sagt er að glæpir séu aldrei framdir og skipulagðir af einni einangraðri persónu heldur komi alltaf til félags- skapur tveggja eða fleiri. Makbeð hefði aldrei framið glæp ef hann hefði ekki átt óhamingjusama konu sem auk þess og vegna þess er bæöi bitur og heimsk og þekkir ekki sjálfa sig né eöli eiginmanns sins. Sjálf er hún of veikluð til að stunda glæpi ein sins liðs, en sam- an sefja þau hvort annað upp i gagnrýnislausar fram- kvæmdir sem þau sjá ekki fyrir endann á er þau leggja af stað. Lfðan glæpamannsins. Stór hluti af sálarkröftum glæpamannsins fer venju- lega I að bæla glæp sinn og reyna að gleyma honum: „Vikjum þvf/ úr hug sem enginn bifar. Gert er gert,” segir frúin (III,2). En þessi bæling misheppnast hjá þeim báðum, fjarlægir þau hvort frá öðru, gerir Mak- beð harðan og kaldan en frúna geðveika. Sorgarleikir Shakespeares eru viðfangsefni hans á þvi timabili sem veröldin blæs honum mest á móti. Hann grefst fyrir um vanliðan mannsins, orsakir óhamingju hans og tengsl hennar við illsku og mann- vonsku. Hamlet, óþelló, Lér og Makbeð eru afrakstur þessara athugana hans og ber Makbeð þar hæst þvi þar skilgreinir hann orsakir illsku og óhamingju, tengir þær þjóðfélagslegum veruleik og kemur fram með siðferðilega skoðun á breytni og gerðúm mannsins sem hann fann ekki endanlega i sinum fyrri leikritum. Otlistun Shakespeares á liðan Makbeðs er með dýpstu sálarlifslýsingum heimsbókmenntanna. Hvernig hinn heiðarlegi maður verður harðsviraður glæpamaður verður ekki lýst með einni „Morðsögu”. Margir hafa velt þvi fyrir sér hvers vegna glæpamað- urinn Makbeð á samúð áhorfenda. Astæðan er sú að Shakespeare sýnir okkur inn i hug hans allan. Fólk á auðvelt með að sýna frúnni samúð vegna þess að hún brotnar undan fargi sinu: „Ómennsk afbrot/ ómennska sturlun vekja” (V,l). öllu erfiðara er að finna til meö Makbeð þvi hann verður harðsnúnari með hverjum glæp. Aður en Makbeð hefur glæpaferil sinn er honum ljóst að samviska hans er stefkari en svo að hann geti kæft hana ef hann myndi snúa út á glæpabrautina. Þess vegna visar hann morðhugsunum sinum á bug. Hann þekkir sjálfan sig einnig að þvi að sjá inn i hlutina þar sem þeir verða dapurlegir og tilgangslausir, veit af hinu skáldlega imyndunarafli sinu: „Ógn I raun/ er minni en skelfing imyndunaraflsins”. (1,3). Hann þekkir sjálfan sig fullkomlega en eiginkona hans gerir það hins vegar ekki og hún hrindir honum út á glæpa- mannsbrautina. Makbeð sér afleiðingarnar fyrirfram: „Manns er markað skeið:/ um myrka daga á timinn einnig leið.” (1,3) og „Skilsöm réttvisin/ber sorgar- dregg vors eigin eitur-kaleiks/ að vörum sjálfra vor.” '(1.7). Makbeö er of hreinlyndur til að standa undir glæpa- mannsfarginu „vill engin brögð i tafli,” (1,5). Dreng- lund hans, heiðarleik og kjarki er þannig háttað að hann þorir allt „sem hæfir heiðri manns” 1.7): „Hvaö sem menn þora, þori ég” (III,4) þ.e. ef lengra er geng- ið er um glæp að ræða. Hann þolir ekki fals eins og flestar hetjur Shakespeares (kemur t.d. sterklega fram I Lé konungi). Hann kiknar undir grimu falsins. Eiginkonan kennir honum það sem hann hefur aldrei getað tileinkað sér: „Til að blekkja timann, vertu sem timinn: tryggðin sjálf i auga, i hendi, á tungu, saklaust blóm á svip, en naðra á bakvið..... Berðu bros á vör: með bældum svip er jafnan ótti I för”. (1,6). Einnig: „berum ásýnd hreina,/ með bliðum svip skal flárri hyggju leyna.” (1,7). Og Makbeð reynir að tileinka sér smjaðrið: „Ver hljótum að lauga virðing vora i straumi af smjaðri og vorri ásýnd breyta i grimu hjartans, svo mynd þess dyljist.” (III,2). En fals hans getur aldrei orðið sannfærandi og hon- um tekst ekki að kæfa sinn betri mann og endar feril sinn i dýpstu hugarlægð sem fyrirfinnst: „Nóg hef ég lifað: iifs mins vor er hnigið fölva, I gulnað lauf: og ailt sem ætti SÁLFRÆÐI OG LIST að leiða gamals aldur, svo sem samúð, auðsveipni, virðing, vina-fjöld, mun hvergi að fá I minniför; en þess i stað formæling, ekki há en djúp, og smjaður, sem vesalt hjarta vildi svíkja, ef þyrði.” Geðklofi hans lýsir sér, eins og hjá öðrum glæpa- mönnum, með þvi að hið góða og göfuga I fari hans er yfirbugað af glæpum hans og illskunni sem verk hans vekja i brjósti hans. Áður en glæpaferill hans hefst býr hann yfir öllum dyggðum sem prýða eiga konung: „réttlæti, sannleik, sjálfsstjórn, festu, rausn, þolgæði, inildi, mannúð, litillæti, umburðarlyndi, kærleik, þor og þrek,” (IV,3) En gerðir hans valda þvi að ást hans dofnar, tilfinn- ingarnar sljóvgast og lifið verður tilgangslaust: MAKBEÐ: Hvaða vein var þetta? SETON: Drottningin herra er dáin. MAKBEÐ Hún hefði dáið samt þó siðar yrði, og timi fengist fyrir þvílfkt orð,- Á morgun, og á morgun, og á morgun, þumlungast þessi smáspor dag frá degi til loka hinztu lina á timans bók: og gærdagarnir ailir lýstu leið flónum, i dauðans duft. Slökkt, slökk þig skar! Sljór farandskuggi er lifið, leikari sem fremur kæki á fjölunum um stund og þagnar síðan; það er ævintýri þulið af bjána, fullt af mögli og muldri, og merkir ekkert.” (V,5). Þjóðfélagiö og glæpamaðurinn. 1 hinu fullkomna þjóðfélagi eru glæpir ekki til. Þar rikja góövild og hamingja þegnanna. 1 Makbeð er and- hverfa hins fullkomna þjóðfélags sýnd og miklum tima varið i að lýsa aldarfarinu: „Grimm er tiðin” (IV,2), styrjöld rikir, svikarar eru á hverju strái, handaverk manna eru „afskræmis-myndir dauðans” (1,3), djöfladýrkendur kyrja yfir pottum sinum, dyraverðin- um i kastala Makbeðs þykir hann vera dyravörður i viti, „rýtingar glampa i brosi” (11,3) og veröldin er „blóðugt leiksvið” (11,4). Bænir manna eru: „fái svosem fyrr fæðu vor matborð, nætur vorar svefn, veizlur og leikir lausn frá blóðgum hnifum, og fyrir trúnað hlotnist heiður frjáls, en oss er vant þess alls.” (III,6). Heiðarleikanum er þannig komið að þeir eru „fífl, sem rjúfa svarinn eið; þvi þeir eru nógu margir til að sigra þá heiðarlegu og hengja þá” (IV,2) Hinir fáu heiðarlegu upplifa jarðlifiö þannig: „Engum hef ég gert mein. Nú man ég samt, ég gisti jarðheim, þar sem einatt þykir lofsvert að vinna mein: að gera gott er talið skaðleg heimska.” (IV,3). „Ó, vesalt land! með beyg af sjálfu sér! það getur ekki kallazt vor móðir, aðeins gröf: þvi enginn annar en sá sem ekkert veit, sést brosa: en sliku sinnir enginn: ofsa harmur er daglegt brauð, og naumast nokkur spyrji hverjum sé hringt til grafar: góðs manns lif er liðið fyrr en blóm i húfu hans, deyr fyrr en nái að sýkjast.” (IV,3). Vonleysið einkennir alla: „löng er sú nótt sem ekki á morgunstund” (IV,3). Fyrir einstaklinginn er engin von nema þjóðfélagið i heild læknist: „við munum leita læknis sjúku riki” (V,2). Og Makbeð kennir þjóðfélag- inu um niðingsskap sinn: „Gætirðu kastað vatni lands mins, læknir, leitað og fundið sjúkdóm þess, og gefið þvi sina fyrri heilsu, hreina og trausta, skyldi ég lofa þig unz fjöllin flyttu bergmál þins lofs til baka,— (V,3). A sama hátt og glæpamaðurinn þróast yfir i harð- sviraðri glæpamann sem fremur smám saman stærri og svæsnari glæpi, þróast þjóðfélagið smám saman I áttina að þvi að verða glæpsamlegra og harðsviraðra: Ferlið á sér sömu orsakir. Eins og alltaf telur Shake- speare von mannkynsins vera i „góðu persónunum”. 1 Makbeð orðar hann þennan boðskap i fyrsta sinn: „Guð annist þig, og alla þá sem leita i illu góðs, og hatri i vinsemd breyta!” (11,4).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.