Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 17. aprn 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 í sjónvarpinu þetta kvöld var okkur sagt aö aldrei þessu vant gætu atvinnuvegirnir ekki borið neina kauphækkun. Astandiö væri svo slæmt aö verkalýðurinn yröi aö hætta að lifa um efni fram. Prjónaskapur og menningarmál Siguröur G. Tómasson. Um daginn stóö ég og virti fyrir mér brunarústirnar i Bernhöftstorfunni. Ég var ekki einn um forvitnina, vegfarendur stönsuöu margir til þess aö horfa og þaö myndaöist eins og örstutt hlé i bæjarerilinn þarna um háannatimann á mánudegi. Yfirleitt sögöu menn fátt, ein- staka henti á lofti viöbjóöslegar getsakir um framsóknarflokk- inn og sumir kimdu i barm sér þrátt fyrir alvöru málsins. Meö- an ég stóö viö var enginn sem opinberlega mótmælti óhróörin- um. Ýmsir uröu samt grunsam- lega snúöugir viö þennan ófyndna söguburö og fannst mér trúlegt aö þar færu framsóknar- menn sem minntust oröa eins leiötoga sins. „Framsóknar- menn, þótt á móti blási um stund, og illræðismenn blási eld að glóðum kviksagna, og kyndi undir slúöri um samvinnuhug- sjónina og Framsóknarflokk- inn, þá vitum viö þaö til sjávar og sveita, aö reyknum léttir og þegar honum léttir, þá mun þaö sannast aö fáir bera allt mein frá eldi, já.” (jáinu er venjulega sleppt i tilvitnunum). Ég var og er hjartanlega sammála þessu og mér hitnaði i hamsi yfir ó- réttlætir.u sem framsóknar- flokkurinn er beittur uns hrökk upp úr mér viö vörpulegan mann sem norpaöi viö hliöina á mér: „Þetta er áreiðanlega bölvuö lygi meö framsóknarflokkinn, ha” Maöurinn virtimig fyrir sér meö fjandsamlegu augnaráöi og hreytti útúr sér „O, þetta hafa áreiöanlega verið einhverjir húsafriöunarmenn og kommún- istar aö vekja athygli á frekj- unni i sér. Þaö var bara verst aö þaö brann ekki allt. Þá fengi maður minnsta kosti stæöi fyrir bilinn. Þeir skemma allt og eyöileggja og heimta siöan allt af rikinu sem er svo tekið af okkur skattborgurunum. Þeir þykjast vera verkalýössinnar en eru svo flnir aö þeir nenna ekki aö vinna. Þeir hafa enga hugmynd um hvaö fólkinu er fyrirbestu. „Að lokinni ræöunni stökk þessi laglegi maöur inn i vlöáttumikla bifreiö sina og æddi af staö meö veröbólgu- hraöa. Ég stóö eftir agndofa eft- ir þennan kjarngóöa skammt af sjálfstæöisstefnunni. Billinn var meö G númeri. Kannski bjó þessi maður I þvi húsi á Arnar- nesi sem ég hélt alltaf (aö visu séö úr Kópavogi) aö væri skóli þangaö til ég sá aö þaö haföi margfaldan bilskúr. Ég áræddi ekki aö yrða á fleiri áhorfendur enda sjálfsagt flestir af þessu tæinu. Lögregluþjónninn sem þarna sat I jeppa sinum hélt lika að obbinn af þeim sem höföu talaö við hann heföu taliö aö ýtan og grafan geymdu þau best. Ég rölti af staö og var súr yfir þessu öllu. Svo datt mér i hug að viröa fyrir mér mann- grúann. Þar bar mest á stress- töskum og skólafólki. Talsvert var lika af húsmæörum I inn- kaupaleiööngrum. En þau hjón- in Jónina Jónsdóttir iönverka- kona og Jón Pétur Pálsson blikksmiöur voru rétt aö hefja sina 50-60 tima vinnuviku og komust þvi ekki til þess aö vera meö neipar bollaleggingar viö lögregluþjóninn, hvorki um bernhöftstorfuna, framsóknar- flokkinn né bflastæöi fyrir rauöa moskvftinn sinn. Jónina sá aö vlsu rústirnar tilsýndar þegar hún fór meö peysur og aö ná I lopa á þriöjudag. — Þá eins og endranær stóö þarna hópur borgara og gaf sér tlma til þess aö norpa og ræöa litillega um málin. En Jónína var timabund- in, hún þurfti aö ná I börnin til ömmu þeirra (sem auk þeirra tveggja gætti fimm annarra), kaupa I matinn, komast upp I Breiöholt, ná I apótek fyrir lok- un, og slðan elda ofan I fjöl- skylduna. Auk þess, eins og félagsfræðingar hafa komist aö raun um aö er svo algengt meö iönverkafólk, fann hún ekki neina hvöt hjá sér til þess aö taka þátt I þessum menningar- legu umræöum um fúaspýtur, sögulegar minjar og þess hátt- ar. Umræöuefnið þarfir alþýö- unnar var henni framandi vegna óendanlegra anna myrkranna á milli við hinn verk- lega hluta á ákveönum parti þess. Hún hugsaöi aö vlsu oft sitt þegar hún stóö viö uppvask- iö en afar sjaldan um aðsteöj- andi menningarmál. Aö sögn áreiöanlegra félagsfræöinga hefur hún llka ósköp takmark- aöan áhuga á stjórnmálum. Hún les lítiö blöö en horfir á sjón- varp, aöallega vegna þess aö þaö er hægt aö prjóna meö þvl. 1 sjónvarpinu þetta kvöld var okkur sagt frá þvl aö aldrei þessu vant gætu atvinnuvegirn- ir ekki boriö neina kauphækkun. Astandiö væri þvert á móti svo slæmt aö verkalýöurinn yröi aö hætta aö lifa um efni fram. Vinnuveitendasambandiö vildi hinsvegar minna á þá staðreynd aö viö byggjúm í harðbýlu landi og þetta yrðu menn aö viöur- kenna, t.d. meö þvi að lengja dagvinnutima verkafólks. Atvinnulífiö yröi aö fá tækifæri til þess aö rétta úr kútnum. Ef fólk vildi nú heröa ólina pinulftiö gæfist örlltil von um aö hægt yröi aö bæta kjörin einhvern tima i framtlðinni. Fjármála- ráöuneytiö tilkynnti aö vegna rekstraröröugleika sjúkrahús- anna heföu daggjöld þeirra ver- iö tvöfölduð og vegna slæmrar stööu ríkissjóös væri ekki hægt aö hækka ellilaunin. Ég sá ekki meira af fréttunum þviég var að fara I leikhús. Mér var boðið á frumsýningu. Reyndar var llka frumsýndur nýr læknaþáttur I sjónvarpinu og á hann horföu prjónandi iön- verkakonur um land allt vitandi það aö vinnan göfgar manninn. A frumsýningunni I leikhúsi var mikiö af fólki sem hefur áhuga á menningunni. Þar var Jón Bergs formaður vinnuveitenda- sambandsins meö konu sinni og þar var Matthias A. Mathiesen fjármálaráðherra og frú. Ekki voru þær frýr meö prjónana sina meö sér. 1 hléinu sá ég þessa merkismenn báða þar- sem þeir stóöu og ræddu viö aöra merkilega menn I Krystal- sal Þjóðleikhússins. Ekki heyröi ég hvað þeir ræddu um, en tvennt finnst mér liklegast: Þarfir alþýöunnar og menningarmál. Sovétríkm 1977 Við bjóðum upp á 4 ferðir til Sovétrikjanna á þessu ári A Tvær þeirra veröa 18. júní og 13. ágúst til Moskvu/ Armeniu/ Gedroiv í Kákasus og Volgagrad (Stalingrad). ★ Aörar tvapr verða 16. júlí og 3. september til Moskvu/ Leningrad og Baltnesku landanna, Eistlands, Lett- lands og Litháen. ★ Ferðir þessar verða farnar um Kaupmannahöfn. Verður gist eina nótt á leið utan og eina nótt á heim- leið í tveimur fyrri ferðunum. í öllum þessum ferðum verða tvær skoðanaferðir á dag og ferðast mikið, en þó þannig að ekki verði til óþæginda. ★ I öllum þessum ferðum gefst ferðamönnum kostur á að sjá og skoða menningu og lönd, sem liggja f jarri okkur, kynnast Sovét- rikjunum og sósíalískri uppbygg- ingu þeirra, en fá ríki hafa mótað meir söguna á þessari öld. Ferðamönnum verður gefinn kost- ur á að fara á ballet i ýmsum borg- um, á konserta, i leikhús, í sirkusa o.s.frv., en á þessum sviðum standa sovétmenn framarlega. ★ Ungur leiðsögumaður, Vilhjálmur Þór, sem dvalist hefur i Moskvu og talar rússnesku, verður með í ferð- unum, en auk þess munu verða leiðsögumenn frá ferðaskrifstof- unni Inturist meðan dvalist er í Sovétríkjunum. ★ Verði er mjög stillt í hóf og er allt flug með þotum, gisting, fullt fæði, skoðunarferðir og leiðsögn innifal- ið í verðinu. Takmarkaður sæta- fjöldi er í hverri ferð og þegar nokkuð bókað. Pantið þvi timan- lega. ★ í lok ársins, eða annan nóvember, munum við svo efna til ferðar til Moskvu og Leningrad á 60 ára bylt- ingarafmælið. Bæklingar liggja frammi. Póst- sendum. Æíié-,. LANDSYN - ALÞYÐUORI0F FERÐASKRIFSTOFA SKÓLAVÖRDUSTlG 16 SÍMl 288 TELEX: 2076 — LANSYN — IS REYKJAVlK, ISLAND

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.