Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. aprn 1977 Reynslan af fyrstu sjónvarpskynslóðunum: SJÓNVARPIÐ ER FÍKNILYF! • Viðbrögð við sjónvarpi eru nokkuð svipuð í flest- um löndum. Fyrst fagna menn þessu þægilega tæki sem á að vera svo skemmtilegt og fræðandi. Og þægilegt. En síðan renna á menn tvær grímur. Sjónvarp er mjög áhrifa- mikill fjölmiðill/ og fljót- lega kemur að því, að einhver þessara áhrifa eru talin mjög hæpin. Beinlínis skaðleg. bá byrjar barátta á mörgum vígstöövum fyrir betra sjónvarpi eins og þaö heitir. Margir hafa lagt út i þann slag i sjónvarps- veldinu reynslurika, Bandarikj- unum. Athuganir á bókstaflega öllum þjóðfélagsfyrirbærum hafa fyrr eða siðar leitt til þess að menn hafa bent á sjónvarpið segjandi: Það á sökina. Eða er a.m.k meðsekt. Sérstök alrikisnefnd hefur fjallaö um það, hvernig kynþátta- fordómar hafa endurspeglast á skerminum. Mörg bindi hafa verið gefin út um ofbeldi i sjón- varpi og áhrif þess, og borgara- nefndir hafa gefið út sina „svörtu lista” yfir þá auglýsendur sem mestan djöfulskap hafa i dagskrá sem þeir kaupa. Kvennasamtök hafa unniö að þvi að fá breytta mynd af konum inn i sjónvarpið. Almenningssamtök um barna- dagskrár hafa komið þvi til leiðar, að helgarmorgna sé eitthvaö annað sýnt en eintómur teiknimyndahasar og svo, að degið sé úr magni auglýsinga i barnatimum. Með sérstöku átaki hefur veriö unnið að þvi, að koma upp nokkrum gæðadagskrám, t.d. Sesame Street fyrir börn. Magnið er háskalegt Enginn hefur neitað þvi, aö þaö skiptir máli hvernig sjónvarps- dagskrá er saman sett. En nýlega er út komið rit sem staðhæfir, að hve mikið sem það tjón kunni að vera sem stafi af sjálfu innihaldi dagskránna, þá sé þaö litiö miöað við skaösemi þess að horfa á hvað sem er i sjónvarpi. Höfundur rits þessa heitir Marie Winn og rit hennar „The Plug-In Drug” (Viking). Samkvæmt riti þessu er sjón- varpið „innstungufiknilyf”. Það breytir vitund okkar. Það þurrkar út hinn raunverulega heim. bað er vanabindandi. Notendur eiga i erfiðleikum með að hafa hemil á neyslunni. Mikil notkun sjónvarps getur leitt til þreytu, höfuðverks og ælandi barna. Og foreldrar gefa börnum sinum inn sjónvarp í svipuðu skyni að byrla mætti þeim áfengi eða róandi lyf: til að skapa for- eldrunum það ástand, að börnin geri sér að góðu óeðlilegt ástand þagnar og athafnaleysis. Og eins og önnur eiturlyf hefur sjónvarpið hinar hörmulegustu persónulegu og félagslegu afleiöingar. - Þungt haldnir gláparar — einnig þeir sem horfa á þroskandi dagskrár eins og Sesame Street — eru seinni til skilnings en þeir sem litið horfa á sjóvarp. Eftir að fyrsta sjónvarpskynslóðin byrjaöi að taka próf i framhalds- skólum nokkru eftir 1964 hefur oröaforða og yfirleitt valdi yngri kynslóðarinnar á máli og tjáningu fariö hrakandi. Til eru þeir menntafrömuðir sem hrópa i örvæntingu: Ekki veit ég hvað væri hægt að gera til að hressa upp á skriftarkunnáttu nema ef það væri að henda öllum sjón- varpstækjum. Til að barn geti skiliö sjálft sig, þarf það að taka virkan þátt i samskiptum innan fjöl- skyldunnar. Sjálfstæöi þroskast best ef ýtt er undir andlegan þroska með þvf að barnið gerir hluti sjálft en horfir ekki aðeins á. En á þessum sviðum sem öðrum, segir Marie Winn, er glápiö hindrun á þroskaferli barna — sálrænum, félagslegum, likam- legum. Og þá skiptir ekki höfuð- máli hvort horft er á Sesame Street eða Tarzan og Skipper Skræk. Ef að barn hefur ekki eða gefur sér ekki timatil að leika sér vegna sjónvarps, þá getur það seinna á ævinni ekki siður orðið til aö stuðla að ofbeldishneigö en slagsmálamyndirnar sjálfar, sem glápt er á. Fáir lœknast Sjónvarpið deyfir allt næmi og skapar tilhneigingu til aö hrinda frá sér afleiöingum af þvi sem maöur gerir. Það ýtir undir það, aö iönir gláparar hafi rangar hugmyndir um heiminn i kring (hvert sem menntunarstig þeirra annars er) — til dæmis gefur það ranga hugmynd um þaö, hve liklegt það er að maður verði fyrir ofbeldi. Að lokum er svo sérstaklega til þess tekið; að sjónvarp stuðli að mjög fátæk- legu fjölskyldulifi, gott ef ekki upplausn f jölskyldunnar. Sjónvarp skilur mönnum eftir minni tima til að tala um daglega reynslu og fjölskyldumál, minni tima fyrir fjölskyldusiði ýmis- konar, það breytir matmáls- timum og verður sjálft að helsta umræðuefninu. Innstungueitrið er svo öflugt, að foreldrar, sem ekki mundu eiga i neinum erfiðleikum með að fá börn sin til að hætta að leika sér aö eggjárnum, virðast ófærir um að skera niður sjónvarpsgláp- ið. Aðeins örfáar fjölskyldur læknast af þessum fiknimiðli. bað eru þá helst fjölskyldur sem missa tæki sitt um tima (vegna langs fris, ferðalags erlendis, vegna þess að loftnetið eyði- leggst). Það gerist stundum, að fjölskyldum, sem fyrir þessu verða, geðjast svo vel að hinu nýja sambýlismynstri sem kem- ur i stað tækisins, að þær halda þvi áfram. Marie Winn vonar sjálf að bók sin hafi mikil áhrif. Hún lætur sér meira að segja til hugar koma, að bundið verði i lög, að hverri útsendingu skuli fylgja tilkynning um hugsanleg skaðleg áhrif sjón- varps — rétt eins og nú á að lima á sigarettupakka. (áb byggði á Guardian) Unt forsendur skoðana Fyrir röskum mánuði birtist leiðari I Alþýöublaöinu, sem snerist um nokkrar vangaveltur ritstjórans um Evrópukomm- únisma sem svo er nefndur, nánar tiltekiö kommúnista- flokka ítalfu, Spánar og Frakk- lands. Eins og verða vill kom tilgangur leiöarans fram I sið- ustu setningu hans, sem var svona: „En þaö hefur kannski vakiö athygli einhverra, að hið Islenska Alþýðubandalag er haröara I afstööunni til Efna- hagsbandalagsins og NATO en ftalskir og spænskir kommún- istar, sem hafa slitið tengslin viö Moskvu” . Þetta sýnist til- tölulega hóflega orðað („kannski vakið athygli ein- hverra”) en dylgjurnar eru i þeim sama anda og Morgun- blaðið hefur haldið upp i póli- tlskri umræðu íslenskri: Sá sem er á móti Nato hann skal heita sérstakur vinur rússa. Onnur rök málsins skulu hunsuð. Með- al annars þau, að það sé ekki nema eölilegt að flokkur I mjög smáu samfélagi hafi þyngri áhyggjur jafnt af erlendum her- stöövum sem erlendri fjárfest- ingu en verklýðsflokkar I lönd- um sem hafa um 50 miljónir Ibúa, i löndum þar sem and- stæöur I samféiaginu eru allar miklu hrikalegri.en hér á norð- urslóðum, og raða þannig upp brýnustu verkefnum með nokk- uð öðrum hætti en við eigum að venjast. Innræti ungkrata En því er nú minnst á þennan fimm vikna gamla leiðara, að I sl. viku þurfti einmitt ritstjóri Alþýöublaðsins að taka upp hanskann fyrir rétt ungra jafnaðarmanna til að vera and- vfgir herstöðvum og Nato á eig- in forsendum án þess að reynt sé að ger’a þá ’ að s’érlega skuggalegum úlfum i lamba- kofa lýöræðisins. briðjudaginn 5. april segir ritstjórinná þá leið, að það fari ekki dult að ekki séu allir Alþýðuflokksmenn sammála um varnarmál svo- nefnd, en helst vilji flokkurinn (skv. samþykktum) að herinn fari héðan og ungir kratar verði ekki kommúnistar þótt þeir vilji að það gerist strax. Tilefni þessa leiðara var Reykjavikur- bréf á Pálmasunnudag, sem fjallar allt um hinar skelfilegu skoðanir ungkrata á utanrlkis- málum: þær eru blátt áfram raktar til þess, að „kommúnist- ar séu að koma sér upp sér- stakri deild I Alþýðuflokkin- um”. Sunnudagspistill Að hella vatni á myllur Viö höfum oftar en ekki haldið þvl fram hér I Þjóöviljanum, aö aöferðir Morgunblaðsins og Prövdu I Moskvu væru einkar svipaðar. Það dæmi sem hér um ræöir minnir einmitt mjög ræki- lega á þann skyldleika. í meira en 30 ár hefur Morgunblaðíö fylgt mjög rækilega eftir sem þeim málflutningi, að enginn ís- lendingur fái að vera andvigur bandariskum herstöövum eöa Nato, nema á þeirri forsendu að hann sé kommúnisti eöa með einhverjum hætti handbendi rússa. Þaö væri tiltölulega ein- falt mál að koma með langan lista yfir þá menn sem Morgun- blaöið hefur hamast gegn fyrir stærri eða smærri frávik frá hinni bandarisku stefnu Sjálf- stæöisflokksins I utanrikismál- um: Allt frá Sigurbirni Einars- syni, nú biskupi, og nokkrum helstu prófessorum Háskólans til Þórarins timaritstjóra og ungkratanna á SUJ-siðunni nú — allir hafa þeir verið moskvu- agentar, handbendi rússa, hallir undir rússa, kommúnistadeild. Alveg með sama hætti, að Pravda og skyld blöð taka það ekki mál að nokkur maður taki þátt i pólitisku andófi I Sovét- rikjunum á öðrum forsendum en þeim að sá hinn sami gangi erinda heimsauðvaldsins. Allir andófsmenn — kristnir, gyðing- ar, líberalir, marxistar, rit- skoðaðir höfundar bóka — allir eru þeir útsendarar heims- valdasinna, hjálparkokkar vestrænna herforingjaráða, all- ir hella þeir vatni á myllur afturhaldsins, eins og það heitir. Tilgangurinn er i báðum tilvik- um hinn sami: að koma með grýluhrellingum i veg fyrir raunverulega umræöu um mikil og brýn vandamál: lýðréttindi i eftirbyltingarþjóðfélagi þar, hér stöðu og framtið litils þjóð- félags, möguleika þess til raun- verulegs fullyeldis. Þvi miöur hefur Morgunblaö- inu helst til lengi haldist uppi að beita þessari aöferð hins „svarta áróðurs” — meöal ann- ars af þvi, að önnur málgögn hafa oftar en ekki tekið undir hana, beint og óbeint. Samt sýnist svo, aö galdra- söngur þessi hafi á undanförn- um árum sett nokkuö ofan I is- lenskri pólitiskri umræöu, menn grípa til hans sjaldnar og af nokkru meiri feimni en áður, að minnsta kosti þeir, sem ekki eru innlyksa I Morgunblaðshöllinni. En það er margt ógert enn og mikil nauðsyn að halda áfram á þessari braut til aö hrollvekjan hrekjist út i enn þrengri horn, en skynsemi og nokkurnveginn ær- leg málsmeðferð fái eftir þvi skárri sæti á islensku málþingi. Þaö færi vel á þvl, ef taugastrið- ið út af innræti ungra krata yrði enn ein jákvæð lexia i þessari þróun. A.B. Arna Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.