Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 9 Páskamyndirnar í ár eru skóladæmi um þaö /,úrval" sem bfóstiórarnir bjóða okkur að öllum jafnaði: þær eru allar bandarískar. (Kannski verður engin breyting á þessu fyrren við þjóðnýtum kvikmyndahús- in. En þá verður líka gam- an að lifa. Þá kemst al- menningur að raun um að heimurinn er talsvert miklu stærri en bíóstjórar nútimans halda). Hvaða þörf var nú á þvl aö flytja inn skrimslið King Kong á upprisuhátið frelsarans? Af hverju fengum við ekki heldur aö sjá „1900” eftir Bertolucci, svo nefnd sé mynd sem af mörgum er talin ein mesta stórmynd sem gerð hefur verið — og á þaö heiti vissulega fremur skilið en King Kong? Franska kvikmyndavikan bjargaði páskunum. Myndin sem sýnd var þar siðasta kvöldiö, „Ekki rétta ástarsagan” var lofs- verð og vel heppnuð tilraun til að lýsa venjulegu fólki og venjuleg- um áhyggjum þess. Eitt atriði var þar sem maður hlýtur aö búa lengi að, en það var sjónvarpsat- mennirnir, sem til þægindaauka eru kallaðir Woodstein i mynd- inni, voru engir gagnrýnendur. Þeirra puð hafði aðeins einn til- gang: að veröa „fyrstir með fréttina”. Þessvegna voru þeir einmitt réttu mennirnir til aö grafa upp og meðhöndla þessa frétt. Þeim var skitsama um þjóðfélagslegar orsakir og afleið- ingar, sögulegt samhengi, osfrv. Þeir vildu bara fá sina frétt. Það var einmitt svona sem Votergeit-málið var afgreitt i Bandarikjunum: allri skuldinni skellt á forsetann og menn hans, en kerfið stóð eftir. Og var ekki einmitt verið að segja frá þvi i fréttum núna um daginn að Cart- er væri tekinn til við að milda Votergeit-dómana? Óveðrinu er slotað, óhætt að náða strákagrey- in. Er nokkur munur á þessu og meðhöndlun Nixons á Calley vesællar minningar? Það er stigsmunur, en ekki eðlis. Sumir eru svo illa haldnir af vesturheimsku að þeir telja Votergeit æðstu sönnun fyrir ágæti bandarisks lýöræðis. Fer þá heldur betur að togna úr hug- takinu „lýðræði” og svosem ekki I fyrsta sinn. Myndin „Allir menn forsetans” gerir ekkert til aö lækna menn af þessari firru. „Harmleikur þjóðarinnar” er sýndur sem spennandi eltingar- leikur tveggja sætra stráka við nokkra skúrka sem tekist hefur með einhverjum óskiljanlegum hætti að hreiðra um sig I sjálfu Hvita húsinu, vöggu frelsis og lýðræðis. Allri athyglinni er beint að strákunum og uppátækjum þeirra. En ef við nennum aö horfa Robert Redford og Dustin Hoffman f hlutverkum sinum i myndinni ALLIR MENN FORSETANS riðið, þegar nýgiftu hjónin koma heim til foreldra hennar og það er ekki einusinni slökkt á sjónvarp- inu á meðan þau stansa. Þetta var látlaus og skemmtileg mynd, blessunarlega laus við stjörnuleik og yfirborðsmennsku. Sjónvarpið tók f jörkipp á föstu- daginn langa og sýndi „óttinn et- ur sálina” eftir meistara Fass- binder. Guð láti gott á vita. Nú má enginn skilja orð min svo að ég sé á móti bandariskum kvikmyndum sem slikum, ööru nær. Af þessum sjö auglýstu páskamyndum eru þrjár sem mér þykja allrar athygli verðar: „Monsieur Verdoux”, „Allir menn forsetans” og myndin sem einhverra hluta vegna er kölluð „Æskufjör I listamannahverf- inu”. (Það liggur við að maður taki upp sið kolleganna á mogg- anum og tali bara ensku: myndin heitir á frummálinu „Next Stop, Greenwich Village”). r Ymsir kostir En sú mynd sem ég ætla að gera hér litillega að umræðuefni er „Allir menn forsetans”, Voter- geitmyndin sem bandariskir kvikmyndagagnrýnendur kusu bestu mynd ársins 1976. Vissulega hefur þessi mynd margt sér til ágætis. Hún er spennandi, hressilega leikin og klippt, og gefur áreiðanlega nokkuð góða mynd af þeim geggj- aða heimi sem bandariskir blaða- menn lifa i. Stillinn er einskonar blanda af fréttamynd og leikinni mynd, og hefur vel til tekist. Andrúmsloftið er mjög trúverð- ugt, enda ganga sögur af þeirri miklu nákvæmni sem viðhöfð var við gerð stærstu leikmyndar- innar, sem er skrifstofuhúsnæöi Washington Post, en það var endurreist I kvikmyndaveri þeirra Warner-bræðra. Stjörnunum Robert Redford og Dustin Hoffman hefur tekist að læra blaðamannslega hegðun, sem aöallega virðist fólgin i þvi aö gera alla hluti samtimis. (Þessir menn hljóta að farast úr streitu á fertugsaldri). En þótt þeir séu góðir eru þó aðrir leikar- ar i smærri hlutverkum sem „stela senunni” — einsog t.d. Jas- on Robards i hlutverki aðalrit- stjórans. Leikkona að nafni Jane Alexander sýnir einnig góð tilþrif i einu best leikna atriði myndar- innar. Hún leikur bókhaldara endurkjörsnefndarinnar sem Bernstein heimsækir og yfirheyr- ir. Hún er hrædd við að tala en vill samt greinilega losna undan fargi svo þungbærrar vitneskju. Hún veit nefnilega allt um mútu- greiðslur úr kosningasjóðinum. Bernstein (Dustin Hoffman) sýnir mikla lagni og sálfræði- þekkingu i viðskiptum sinum viö þessa konu, og i heild er þetta atr- iði eitt það besta I myndinni, að minum dómi. Skúrkar og slyngir strákar En það er peningalykt af þess- ari mynd. Enginn skyldi ætla aö i henni væri að finna gramm af þjóðfélagsgagnrýni. Hún fer ekk- ert út fyrir þá ramma sem settir eru af höfundum bókarinnar, þeim Woodward og Bernstein. (Höfundur kvikmyndahandrits- ins er William Goldman, sá hinn sami og samdi Maraþonmanninn, og kemur engum á óvart). Blaða- framhjá ölium þessum leiðu göll- um myndarinnar og sætta okkur við þá óumflýjanlegu staðreynd að byltingin upphefst varla i kvik- myndaverum þeirra Warner-- bræöra, þá getum við svosem átt ágæta kvöldstund I Austurbæjar- biói. KópavogsKaiipstaðiir rn Garðeigendur í Kópavogi Þeir sem vilja halda garðlöndum sinum eru beðnir um að greiða gjöldin fyrir 1. mai nk. 100 fermetrar kr. 1.500. 150 fer- metrar kr. 2.000. 200 fermetrar kr. 2.500. 300 fermetrar kr. 3.000. Tekið er á móti gjöldunum á bæjarskrif- stofunum 3. hæð kl. 9-12 daglega. Gengið um suðurdyr. Ekki svarað i heimasima. Garðyrkjuráðunautur Kópavogs. Rafvirki Viljum ráða rafvélavirkja eða rafvirkja vanan viðgerðum á tækjum á vinnustöð- um. Upplýsingar i sima 81935 á skrifstofutima. tstak islenskt verktak hf. íþróttamiðstöðinni. HÚSBYGGEJNDUR-Einangrunarplast Afgreiöum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðiö frá mánudegi -föstudags.. Afhendum vöruna á byggingar- stað, viðskiptamönnum að kostnaðarlausu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.