Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 24
mmi/m Sunnudagur 17. apríl 1977 Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 ki. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins t þessum simuml Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent81348. @81333 Einnig skal bent á heimasíma starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i simaskrá. Ekki cr hægt að benda á neitt hús á tslandi sem er eldra en Tjöruhúsið. Það er nú 243 ára gamalt og notað sem vclahús fyrir ishúsiðbak við. Hugmyndin er sú að Byggöasafn tsafjarðar fái Turnhúsið til afnota og þar verði geymdir stærri munir og ennfremur verði veitingastofa i þvi. NEÐSTIKAUPSTAÐUR á ísafirði Isafjörður er eitt af þessum gömlu# rótgrónu bæjarfélögum á islandi sem hefur á sér hefð- bundinn virðuleikablæ. Ekki hefur verið rótað um of við eldra bæjar- kjarnanum þannig að hann hefur á sér heil- legan svip. Þar kennir margra grasa og má sennilega finna þar allar tegundir byggingarstíls í næstum250ár. isafjörður er ævaforn verslunar- staður og stóð verslunin frá alda öðli neðst á hinni löngu eyri sem myndar náttúrulega höfn í Skutulsfirði. Og einmitt á þeim stað, í Neskaupstað eins og hann er nú nefnd- ur eða bara í Neðsta, stendur elsta þyrping húsa sem til er á islandi. Það eru fjögur hús frá timum einokunarversl- unarinnar og reist af jafnmörgum aðilum sem með hana fóru. Þetta er einsdæmi á íslandi að heil húsaþyrping frá þessum tíma standi enn. Elsta hús á islandi. Elsta húsið i Neðstakaupstað er svokallað Tjöruhús eða Beykishús og var það reist árið 1734 af Det Islandsk-Finmarske Kompagni sem danskir lausa- kaupmenn mynduðu um versl- unina á Islandi. Húsið er þvi hvorki meira né minna en 243 ára gamalt og er ekki hægt að benda með vissu á eldra hús hér á landi. Þaö hefur nú um árabil verið notað sem vélahús fyrir samstætt íshús og oft á tiðum hefur snjóað og rignt inn i það. Ekki mun þó fúi vera i þvi. Sigurður Breiðfjörö skáld var beykir i nokkur ár á Isafirði og hefur þá vafalaust starfað i þessu húsi. Ekki ber heimildum saman um hvenær svonefnd Krambúð var reist. 1 uppboðsauglýsingu frá 1794 er það talið reist árið 1757 og þá af hinu alræmda Hörmangarafélagi en I virö- ingargerð frá 1774 er það talið smiðað 1761 en þá fór Konungs- verslunin fyrri með verslun á Islandi. Sú er eldri heimildin og þvi liklegri. Er þá húsið 216 ára gamalt. Nú er Krambúðin ibúðarhús Valdimars Jónssonar skólastjóra Verkmenntaskólans á ísafirði og konu hans Asdisar Ragnarsdóttur kennara. Þvi er vel við haldið. Faktorshúsið stendur nú autt og óupphitað Faktorshúsið, sem er planka- byggt og súðað, var reist árið 1765 af Almenna verslunar- félaginu sem hafði einokun á Is- landsverslun i 20 ár. Það stend- ur nú autt og óupphitað og neglt fyrir glugga og er mikil þörf á að forða þvi undan frekari skemmdum. Húsið er 212 ára gamalt. Fyrir og um aldamót bjó þar hinn frægi Arni Jónsson faktor. Turnhúsið sker sig mjög úr Turnhúsið var reist árin 1784-5 af Konungsversluninni siöari og er þvi 192 ára. Það sker sig mjög úr að byggingarstll og minnir á svokallaðan sperrustofustil eins og tiðkaðist á bændabýlum i Sviþjóð að fornu. Var þar lagður bjálki á bjálka sem læstir voru saman á hornunum á sama hátt og sperrur. t Turnhúsinu er þó höggvinn viður en i fornu, sænsku húsun- um var óunninn viður. Einkenni þessara húsa er mjög litil veggjahæö en ris mikið. Enda er það svo að Turnhúsið er á gólfi og siðan þremur loftum. Efsta loftiðer i turninum sem var not- að til útsýnis. Býsna ævintýra- legt er að koma inn i þetta hús og er þar angan af gamalli sögu. Þar hefur bærinn nú áhalda- geymslu en hugmyndin er sú að fyrst verði stefnt að endurbót- um á þessu húsi og Byggðasafn- ið á ísafirði fái það til afnota til varðveislu og geymslu stærri muna. Ennfremur verði innrétt- uð litil veitingastofa á fyrsta lofti. Ekki er nóg að f riða hús- in ef þau eru látín grotna niður. Fyrir tveimur árum ákvað bæjarstjórn tsafjarðar að friða Neðstakaupstaðarhúsin enda Slik húsaþyrping frá einokunartimunum á enga sina lika á tslandi. F.v. Turnhúsið frá 1785, Krambúöin frá 1757 eða 1761, Tjöruhúsiö frá 1734 og Faktorshúsið frá 1765. mmiíbiibmi ■■ ■■ amfrm1 aa bm' : ;; 1 •; l r* i -1 , HHHh m bh HH8r jöW : |Mi__ [ Hæstikaupstaður. T.v. er pakkhús og verslun sem er aðcins um 100 ára gamalt, en til hægri sér i gaflinn á gamla Ibúðarhúsinu sem er nær 200 ára gamalt. Ef faktorshúsið veröur gert upp yrði þaö meö fallegustu húsum. MYNDIR OG TEXTI: GFr eru þau i eigu hennar og hafnar- sjóðs. En ekki er nóg að friða ef húsin eru látin grotna niður i hirðuleysi. Stórfé kostar að láta gera þau upp og þar sem bæði bæjarstjórnin og aðrir opinberir aðilar virðast bæði v§ra mátt- lausir og viljalausir til að leggja fram nokkurt fé þyrfti að stofna áhugamannafélag um þessar framkvæmdir. Ég er viss um að öflugt félag gæti gert stórátak i þeim málum. Fimmta húsið sem bæjar- stjórn Isafjarðar friðaði er svo- kallað Hæstakaupstaðarhús. Arið 1787 var verslunin gefin frjáls en þó aðeins þegnum danakonungs. Þetta varð til þess að félag eitt i Björgvin i Noregi hóf að versla á ísafirði i svonefndum Hæstakaupstað sem stendur mun ofar en Neösti-kaupstaður. Árið 1788 hófust byggingaframkvæmdir og var þá meðal annars reist ibúðarhús sem enn stendur. Hefur það raunar verið stækkað um þriðjung frá þvi sem upp- haflega var. í þessu 189 ára gamla húsi, sem bærinn á búa þau Óskar Brynjólfsson og Björg Rögnvaldsdóttir. Það er heldur illa farið og þyrfti mikið viðhald og endurbætur. Af þessari upptalningu má sjá að tsafjörður býr yfir merki- legri arfleifð sem varðar alla landsmenn. Neðstakaupstaðar- húsin eru heilleg mynd af verslunarhúsum frá hinni al- ræmdu einokunaröld og getur enginn annar staður státað af sliku. Þvi miður viröast margir isfirðingar ekki skilja þetta til fulls og sumir telja þessi hús einskis virði. Það er ekki lengra en siðan i fyrra að stórum stein- kumbalda var klesst ofan i og yfir þessa fornu þyrpingu. Von- andi verður vakning vestur við Skutulsfjörö svo að ekki sannist á isfirðingum að þeir hafi ekki vitað fyrr en þeir misstu. Þvi að ef þessi hús hverfa munu is- firöingar gráta þau. Það er vist. —GFr Heil húsaþyrping frá einokunartímum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.