Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. april 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann , Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Gestsson Siöumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. úmsjón meö sunnudagsblaöi Arni Bergmann Prentun: Blaöaprent hf. Hart gegn höröu Það er skorað á öll verkalýðsfélög á íslandi að afla sér verkfallsheimilda fyrir 1. mai. Tæpur hálfur mánuður er til stefnu. Það er hin stóra 90 manna samninga- nefnd (svokölluðbaknefnd), sem sendir út þessa áskorun samkvæmt samþykkt sem gerð var einróma i nefndinni á miðviku- daginn var. Þjóðviljinn heitir á verkalýðsfélögin öll að bregðast rösklega við þessari áskorun samninganefndarinnar. Það verður vand- lega með þvi fylgst af hálfu andstæðinga verkafólks i rikisstjórninni og hjá Vinnu- veitendasambandinu hvort einhver verkalýðsfélög skerast úr leik nú þegar á hólminn er komið. A samningafundum þreyta fulltrúar verkafólksins þóf við fulltrúa peninga- valdsins i samtökum atvinnurekenda og rikisstjórn þessa peningavalds. Þessir stéttarandstæðingar verkalýðs- ins munu ekki láta eina krónu af hendi af frjálsum vilja. Þeir horfa á samn- ingamenn verkalýðsfélaganna, og spyr ja i huga sér — hvert er það afl, hverjar eru þær hersveitir, sem standi að baki sendi- mönnum verkafólksins. Telji fulltrúar peningavaldsins að það afl sé veikt, að hersveitir verkalýðshreyf- ingarinnar séu lamaðar eða innbyrðis sundurþykkar, þá munu þeir aðeins brosa góðlátlega að öllum röksemdafærslum samningamanna verkafólks, en enga fjár- muni láta af hendi. Komist fulltrúar fjármálavaldsins við samningaborðið hins vegar á þá skoðun, að sendimenn verkalýðsfélaganna eigi að baki sér einhuga lið þeirra 40—50 þúsunda karla og kvenna, sem i verkalýðsfélögun- um eru, að þetta lið allt sé fúst til að ganga út i baráttuna — einn fyrir alla — og allir fyrir einn — og berjast uns réttlætiskröfur Alþýðusambandsþingsins hafi náð fram að ganga, — þá mun annar svipur koma á gullkálfana frá Vinnuveitendasam- bandinu og skósveina þeirra i stjórnar- ráðinu, — þá munu þeir fara að biðja sér griða og fást til að kaupa þau grið nokkru verði. Leiðin til að knýja fram myndarlegar kjarabætur án stórverkfalla er sú, og sú ein, að gera fulltrúum peningavaldsins nógu rækilega ljóst, að verkalýðshreyf- ingin hafi styrk til að sækja rétt sinn með valdi fjöldasamtakanna, fáist lágmarks- kröfurnar ekki fram án slikrar valdbeit- ingar. Fulltrúar peningaaflanna þurfa að skilja, að það verði auðstéttin sem mestu tapi, ef til stórverkfalla dregur. Það er ákaflega mikilsvert fyrir verka- fólk, að til forystu i verkalýðsfélögunum og til starfa að kjarasamningum á þeirra v^um veljist dugandi menn, með skarp- an faglegan og stjórnmálalegan skilning, Það er hins vegar hinn argasti misskiln- ingur að halda, að slikir forystumenn hversu ágætir sem þeir eru geti i samn- ingum náð verulega meiri árangri, en sá styrkur sem að baki þeim býr i verkalýðs- félögunum, meðal almennra félags- manna, segir til um. öll sanngirni, allt réttlæti, mælir með þvi, að forgangskröfur Alþýðusambandsins nái fram að ganga án verkfalla, gild rök og fullnægjandi upplýs- ingar liggja fyrir. — En ekkert af þessu dugir, nema fólkið sjálft i verkalýðsfélög- unum um allt land skilji, að það er aflið eitt, það afl sem i samtökum fjöldans býr, sem færir árangur. Bresti þetta afl, þá halda kjörin bara áfram að versna hjá öll- um almenningi, þótt gróðamyndun fésýslumannanna flói á sama tima út yfir alla bakka. Það dugar ekki að beina til fulltrúa auðstéttarinnar góðlátlegri spurningu um það hvernig lágtekjufólkið eigi að komast af með 70—90 þús. krónur i dagvinnutekj- ur á mánuði. Gullkálfarnir telja það ekki í sinum verkahring að svara slikri spurningu. Þeir þykjast koma af fjöllum og ekkert hafa með slikt mál að gera, — þeirra heimur sé annar. En hvað skilja þá þessir fulltrúar pen- ingavaldsins, forsvarsmenn hvers kyns gróða- og braskaralýðs? Þeir skilja eitt. — Reiddan hnefa, sem geymir allt afl einhuga samtaka verka- fólksins. Þennan hnefa þarf nú að reiða á loft fyrir 1. mai svo hinn alþjóðlegi baráttu- dagur verkalýðshreyfingarinnar verði i ár dagur nýrra vona, og marki upphaf sigursællar baráttu fyrir bættum hag verkalýðsstéttarinnar, en gegn þeim niðingum fésýslu og stjórnmála, sem skammtað hafa um sinn steina fyrir brauð, ellegar neytt menn til að þræla ósæmilega langan vinnudag. Samþykkjum verkfallsheimildir fyrir 1. mai i öllum verklýðsfélögum. Fyrir samstöðu verkafólksins — gegn sundrungu. —k. vísindi og samfélag Fyrir sjö árum var bann- aö að nota sætubragðsefn- in cyclamates í fæðu. En fæðuhringar í Bandríkjun- um og víðar löguðu sig að nýjum aðstæðum með furðanlegum hraða. Þeir voru fljótir að setja sakkarín í staðinn í þá fæðu sem sykuróvinir og hitaeiningateljendur nota. En sakkarin var líka síðasta gervisykurefnið sem leyft var að nota í fæðu og er nú búið að banna það líka. Bannið er byggt á þvi, að rannsóknir gerðar i Kanda bentu til þess, að sakkarin gæti valdið blöðrukrabba I rottum. Bann þetta hefur verið umdeilt. Auðvit- að kvörtuðu fyrirtækin sáran, sem hafa sett á markað vörur með sakkarini fyrir 2 miljarða dollara á ári. Sykursjúkir spurðu BANNIÐ A SAKKARÍNI hvar þeir ættu höfði að halla. En mest var rifist um sjálfar þær til- raunir á rottum sem uröu til grundvallar banninu. Kanadiskur visindamaður mefi sjúka rottu: Deilt um gildi tilraunanna. Til þessa höfðu tilraunir sýnt sakkarin sem skaölaust efni. En i tilrauninni i Kanada haföi rottum verið gefiö svo mikið af þessu efni, að það svaraöi til þess að maöur æti 70 kiló af sakkarini á ári. Eða til dæmis þambaöi 800 flöskur af sakkaringosi á dag. Vandinn er hinsvegar sá, aö of lit- ið er meö vissu vitað um „hámarksskammta” af efnum sem á annaö borð geta stuðlaö að þróun krabbameins. Bannið tekur ekki g;ildi fyrr en Eiturefnastofnun rikisins, FDA, hefur hlustað á mál hlutaö- eigandi, og verður það einhvern- tima i sumar. En á meðan heldur salan á sakkarinvörum áfram af miklum móð. Pepsikóla heldur áfram aö framleiða Diet Pepsi. 1 mörgum verslunum hefur sala á sakkarintöflum og tyggjó stóraukist: kúnnarnir eru að hreinsa hillurnar, segja margir smásalar. Nokkur fyrirtæki hafa samt lokað, eða búa sig undir að þurfa að loka. Matvælahringarnir ætla og að Ntnn;»02s berjast til þrautar. Svo er mál meö vexti, að samkvæmt svo- nefndri Delaney-viðbót var Eitur- efnanefndin skuldbundin til að lýsa sakkarin i bann. Lagaklausa þessi er frá 1938 og hljóöar svo: „Ekki má úrskurða neitt efni öruggt.... ef að menn komast að þvi með rannsóknum sem hafa traust gildi fyrir mat á efnum I matvælum, að það geti valdið krabbameini i manneskjum eða dýrum”. Fyrirtækin segja, að þessi lög virki meö alltof sjálf- virkum hætti, oghafafengiöýmsa þingmenn i liö með sér með „lobbyisma” til að vinna að þvi, að þessi lög verði rýmkuð. bá binda framleiðendur og nokkrar vonir viö ný sætindaefni — til dæmis maissýróp, sem gæti verið tvisvar sinnum sætara en sykur en inniheldur helmingi færri hita- einingar. Hvort sem menn deila lengur eða skemur um sakkarin- skammtinn sem rotturnar fengu, þá er ekki til þessa unnt aö sanna það beinlinis að sakkarin sé mönnum skaðlegt. Fyrir þrem árum báru tveir breskir visinda- menn saman heilsufarssögur 20.000 sykursjúkra manna og jafnmargra sem ekki voru sykur- sjúkir, og gátu ekki fundiö, að sykursjúkir ættu oftar við krabbamein I blöðru að striða — enda þótt þeir að sjálfsögu neyttu að meðaltali miklu meira sakkar- ins er hinir. <1 Hluti þess varnings sem sakkarin er haft I: Markafiur upp á tvo miljarfia dollara I vefii.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.