Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 17. aprfl 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15. m Par III Fyrir minn smekk eru sumar myndirnar i þessum dúr nokkuö skreytikenndar og þær hafa ekki sama þunga og tvennumyndirn- ar. Hér skal þó tekiö fram aö nokkuö erfitt er aö átta sig til fulls á stærstu myndunum i þessum stil vegna þrengsla i galleriinu, en ljóst er að jafn stórar og litrik- ar myndir njóta sin betur i nokk- urri fjarlægð. Vinnubrögö I einni myndinni, þar sem örn hefur skiliö eftir nokkur ómáluö form, má fá nokkra hugmynd um vinnubrögð hans. örn byrjar á aö gera nokkrar teikniskissur af formunum. Upp úr þeim vinnur hann hið endanlega form á dúkinn meö einfaldri, óbrotinni linu og notar til þess allar skissurnar samtimis. Siöan eru fletirnir mál- aöir, en litavaliö er ekki fyrir- fram ákveöiö heldur leitast örn við aö velja lit á formin meira af eölisávisun og láta þá koma af sjálfu sér. Vinnumáti Arnar er þvi hraður og sjálfvakinn og hlýt- ur að einhverju leyti aö endur- spegla hugarástand listamanns- ins hverju sinni. Nýjustu verkin I siöustu verkunum frá 1977 má enn greina nokkra breytingu. Bakgrunnurinn er strangari meö fleiri beinum linum og jafnframt notar örn strikaða fleti, sem gjörbreyta allri flatarverk- unininni, þrengja aö formun- um og skapa jafnvel óvænta dýpt. Eitt athyglisveröasta verkiö i þessum hópi er Land. 1 þvi má sjá eins konar útvikkun á tvennu- myndunum, þvi aö hér eru 3 þungamiðjur. Land hefur lika þá sérstööu aö geta hangiö lárétt og lóörétt á vegnum að vild. A sýn- ingunni hefur listamaðurinn kosiö aö reisa verkiö upp á rönd, þannig aö 3 lárétt formin vega salt á grárri linu sem gengur eftir myndinni miðri. Arangurinn veröur eins konar óvisst jafn- vægi. Loks má ráöa af þessum siöustu myndum, aö örn stefni aö þvi aö stækka format mynda sinna. Sýningin sem heild gefur góöa hugmynd um verk Arnar siöast liðin 2 til 3 ár og þá þróun sem átt hefur sér staö. Eftir aö hafa þreif- aö fyrir sér nokkurn tima tekst honum aö ná góöu valdi á oliu- málverkinu. Meö hrööum og spontant vinnubrögöum skapar hann myndheim úr formum, sem, þegar best lætur, virðast vaxa og hreyfast eins og lífrænar verur. Guöbjörg Kristjánsdóttir Sýning Amar Þorsteinssonar í Gallerí Sólon íslandus Nú stendur yfir i Galleri Sólon tslandus fyrsta einkasýning Arn- ar Þorsteinssonar. örn stundaöi nám viö Myndlista- og handiöa- skólann árin 1966-1971 og hélt siöan til framhaldsnáms viö Listaskólann i Stokkhólmi 1971- 72. Fram til þessa hefur Orn aðal- lega veriö þekktur sem grafik- listamaöur. Serigrafiur þær, sem hann hefur sýnt á samsýningum undanfarin ár, hafa hlotiö góöa dóma sem vönduö verk, er ein- kennast af sérkennilegri form- gerö og sterkum litum. Nú hefur örn hætt að vinna i grafik um stundarsakir aö minnsta kosti og einbeitir sér þess i staö aö oliu- málverkinu. Hann sýnir aö þessu sinni 29 verk. Að umskapa veruleikann. I fyrstu kunna myndir Arnar aö viröast fullkomlega abstrakt verk, en þegar betur er aö gáö má sjá i flestum myndanna skirskot- un til veruleikans, fólk og hluti, og f sumum myndanna má jafnvel finna leifar af þriviöu rými og ör- litla dýpt. örn gengur þvi út frá veruleikanum i sköpun sinni en einfaldar hann afar mikiö og um- breytir honum meö imyndunar- afli sinu i lifandi heim forma og lita. Fyrstu verk frá árinu 1975 A sýningunni eru nokkur verk frá árinu 1975, þar sem örn er Jreinilega að þreifa fyrir sér. Pormin i þessum myndum eru nokkuð sundurleit, oft eru þau umrituð meö dökkum linum, og i stórum dráttum má segja, aö byggingu þessara verka sé nokk- uö ábótavant þvi að formin ná ekki aö spila saman sem heild. Þessi verk eru engu að siöur at- hyglisverö, vegna þess aö i þeim má finna visinn aö þeim viöfangs- efnum, sem örn tekur fyrir i næstu myndum og viö skoöun þeirra fæst þvi betri skilningur á sköpunarþróun listamannsins al- mennt. Tvennur — verk frá 1976 A árinu 1976 nær örn góðu valdi yfir viöfangsefni sinu. Mikil ein- földun hefur oröiö frá fyrri verk- um. Bakgrunninum er viöa skipt i tvennt og ofan á hann eru siöan sett form, sem brotin eru upp i miklu smærri litaeiningar en bakgrunnurinn. Liturinn er settur flatt á formin, sem ævinlega eru mjög óregluleg og margbrot in. Dökka útlinan, sem umskrif- aði formin i eldri myndunum, er nú nánast horfin, þó aö leifar megi sjá af henni utan um ein- staka form. Tvennuformiö viröist á þessu timabili leita mikiö á örn. Þaö skýtur hvaö eftir annaö upp koll- inum i hinum ýmsu myndum. Þetta eru tvö nokkub svipuö form, sem sett eru samhverft á mynd- flötinn, svo aö tvær þungamiðjur myndast i fletinum. Tvennu- og paramyndir Arnar eru aö mlnum dómi meöal bestu verka á sýning- unni. Pörin eru yfirleitt sett á til> tölulega einfaldan, tviskiptan bakgrunn. Andstætt bakgrunnin- um eru paraformin brotin upp i smærri litaeiningar, sem virðast vera hugsaöar i þriviöu rými, þótt liturinn sé alveg flatur. Formin I þessum myndum virö- ast nánast vaxa hvert út úr ööru og þegar viö bætist þessi sér- kennilega og þó afar óljósa þri- viddartilfinning, nást fram lif- andi verur, fullar af hreyfingu. Nýjasta tvennumyndin á sýning- unni er Par III frá árinu 1977. 1 öörum verkum frá árinu 1976 er allur myndflöturinn virkjaður i eina lifandi heild án ákveöinnar þungamiöju eins og i tvennu- myndunum. Jafnframt þéttist myndrýmið, þvi að allur flöturinn er þaulnýttur og yfir þessum verkum er eins konar ævintýra- blær. Verkamenn Fóðurblöndunarstöð Sambandsins óskar eftir að ráða verkamenn til starfa sem fyrst. Upplýsingar gefur Guðmundur Jóhanns- son verkstjóri i sima 85616. Samband isl. samvinnufélaga. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Grundfirðinga er laust til umsóknar. Þekking á verslun og fiskverkun nauðsyn- leg. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist for- manni félagsins, Hjálmari Gunnarssyni Grundarfirði, eða Baldvin Einarssyni starfsmannastjóra Sambandsins fyrir 10. mai n.k. Kaupfélag Grundfirðina. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.