Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. apríl 1977 Lúðvík Jósepsson: HVAÐ ER VERÐBÓLGA? Það vantar ekki umræður um verðbólguna og alla þá bölvun, sem henni á aö fylgja. Hér á landi hafa veröbólgu-um- ræöur veriö I hámarki um nokk- urt skeiö. Allir fordæma aö sjálf- sögöu veröbólguna og þeir sem meö völdin fara rekja til hennar ástæöur fyrir nær öllu sem aflaga fer I stjórn hins opinbera. Rlkisstjórnin stendur auövitaö i baráttu viö veröbólguna og hún segir.aösérhafi tekist „aöhægja nokkuöá hraöa hennar”. Og þó er veröbólgan hér þrisvar til fjórum sinnum meiri en I flestum nálæg- um löndum og var t.d. 36% á sl. ári. Hverjar eru orsakir verðbólgu? En hverjar eru orsakir þessa magnaöa og illræmda fyrirbæris, sem nefnt er veröbólga? Eru kannski engar skyringar til á þessu fyrirbæri? Jú, vist eru til skýringar a orsökum veröbólgu, en þaö sem gerir máliö flóknara og verra viöureignar er hve skýringarnar eru margar og misjafnar. Hinir svonefndu efnahagssér- fræöingar skýra vandann meö ,,of-þenslu i hagkerfinu” eöa meö „of miklum kaupmætti launa”, eöa meö „sveiflum 1 atvinnulif- inu”. Aörir leita nærtækari skýr- inga eins og ýmissa stjórnmála- legra aögeröa og nefna þá gengis- lækkanir, gengissig, hækkanir á söluskatti, hækkanir á tollum eöa hækkanir á opinberri þjónustu. Verðbólgu- þróunin s.l. 3 ár Nýlega hefir verið gerö athyglisverö athugun á þróun verðbólgunnar hér á landi s.l. 3 ár, eða nánar tiltekiö frá 1. febr. 1974 til 1. febr. 1977. Hér er þvi nánast um aö ræöa árin 1974,1975 og 1976, en 1. febrúar er valinn vegna þess, að mæling verðlags- visitölunnar er miöuö viö þann dag. A umræddum tima uröu breyt- ingar á framfærsluvlsitölunni sem hér segir: 1/2 74 til 1/2 75 ...... 53,34% 1/2 75 til 1/2 76 ...... 37,9% 1/2 76 til 1/2 77 ...... 36,1% Sú athugun, sem gerö var á breytingum verölagsvisitölunnar á þessum tima, bendist aö þvi aö rekja beinar og óumdeilanlegar ástæöur fyrir þessum breyting- um. Til þess aö gera máliö sem ein- faldast og skýrast skal megin-niöurstaöan hér dregin fram og eru ástæöurnartil breyt- inganna þá taldar I þrjá flokka. Ifyrsta lagieru taldar þær ástæö- ur sem rekja má til erlendra veröiagshækkana.sem á eng- an hátt eru á valdsviöi okkar islendinga. Þar er um aö ræöa veröhækkanir á erlendri mynt á vörum eöa þjónustu. í ööru lagieru taldar þær ástæö- ur, sem rekja má beint til ákvaröana Islenskra stjórn- valda — Þær eru helstar gengislækkanir, gengissig, hækkun óbeinna skatta, breyt- in á niöurgreiöslum, og heim- ilaöar veröhækkanir á opin- berri þjónustu. 1 þriöja lagi eru svo taldar þær ástæöur, sem rekja má til launa-breytinga, þ.e.a.s. allar launahækkanir ' beinar og óbeinar og þar meö taliö hækkun á launum bóndans i verölagsgrundvelli landbún- aöarvara. Niöurstaöa þessarar athugunar fyrir umrædd 3 ár varö þessi: Hækkun framfærsluvfsitölu á þessum 3 árum hefur oröiö af þessum ástæöum: Vegna erl. veröhækkana .... 20% Vegna ákvaröana stjórnvalda ........... 48% Vegna launahækkana....... 32% alls 100% Þaö sem þessi athugun leiddi I ljós, nánar tiltekiö, var þetta: Fyrsta áriö, áriö 1974. átti er- lend veröhækkun talsveröan þátt I hækkun framfærsluvfsitölunnar þaö ár. Þá skall oliuveröhækkun- in á af fullum þunga og þá hækk- uöu ýmsar erlendar vörur I veröi erlendis. Sú hækkun varö þó lang-mest á fyrri hluta ársins. A þvi ári munaöi þó enn meir um áhrif gengislækkunar og hækkun óbeinna skatta eöa sem svaraöi 19,9% á móti 10,5 i hlutfallstölum. Siöari árin, árin 1975 og 1976, hafa erlendar veröhækkanir lftil áhrif á verölagshækkanir hér á landi, en þá ræöur mestu um veröbólguvöxtinn hér, gengis- lækkun og gengissig og hækkun óbeinna skatta og miklar hækk- anir á opinberri þjónustu. A þessum þremur árum hefir kaupmáttur launa ekki hækkaö, heldur iækkaö, og eru þvi allar kauphækkanir á þessum tima afleiöingar af öörum verölags- hækkunum. Hækkun kaupsins hefur svo aö sjálfsögöu aftur, á siöara stigi, áhrif á nýjar veröhækkanir. Hækkun opinberrar þjónustu Þaö er vissulega fróölegt aö viröa fyrir sér veröbreytingar á opinberri þjónustuá þessum 3 ár- um. Þar er um veröbreytingar aö ræöa, sem rikisstjórnin sjálf hefir tekiö ákvaröanir um. Hér eru nokkur sýnishorn af þeim verölagsbreytingum: 1. Afnotagjald hljóðvarps 1973 1720 kr. 1977 6500 kr., hækkun 278% 2. Afnotagjald sjónvarps 1973 3850 kr. 1977 14.600 kr. hækkun 279% 3. Rafmagn (Rvk) heimilistæki 1/2 74 til 1/2 77 hækkun 260% 4. Strætisvagnar Rvíkur 1/2 74 til 1/2 77 hækkun 315% 5. Sement. 1/2 74 til 1/2 77 hækkun 327% 6. Simagjöld 1/2 74 til 1/2 77 hækkun 248% 7. Áburður. Frá vori 74 til vors 77 hækkun 283% 8. Flugfargj. innanlands Rvk-Akureyri 1/2 74 til 1/2 77 hækkun 157% 9 Farmgjöld Skipaútg.r. 1/2 74 til 1/2 77 hækkun 238% 10. Hitaveitugjöld Rvk. 1/2 74 til 1/2 77 hækkun 174% Séu þessar hækkanir bornar saman viö hækkun framfærslu- visitölunnar á sama tima, kemur i ljós, aö opinber þjónusta hefur yfirleitt hækkaö miklu meira en sem nemur hækkun framfærslu- visitölunnar. A þessum tima hækkaöi hún um 181,8%, og þess ber aö sjálfsögöu aö gæta aö hún hækkaöi mikiö m.a. vegna óhóf- legrar hækkunar á opinb. þjón- ustu. Þaö er svo einnig, ekki siöur athyglisvert, aö á þessum sama tima hækkaöi 6. taxti Dagsbrúnar um 149,4%,og er þá miðaö viö þaö kaup sem I gildi var 1. febrúar 1974, eöa áöur en kauphækkunin varö I lok þess mánaöar. Þær tölur, sem hér hafa verið nefndar sanna: 1. Aö opinber þjónusta, sem rfltis- stjórnin hefir ákveöið, hefir hækkaö miklu meira en sem netnur alm. verölagshækkun og kauphækkun. 2. Kaup verkamanna og annars iaunafólks hefir hækkaö miklu minna á þessum 3 árum en sem nemur hækkun fram- færsluvisitölunnar. Verðbólgu- fyrirbærið er skýranlegt Veröbólgan á lslandi er ekkert óskýranlegt fyrirbrigöi. Orsakir hennar liggja ekki i of háu Ijaupi vinnandi fólks. Kaup- gjald hér nær þvi knapplega aö vera helmingur þess, sem algengast er I nálægum löndum. Og s.l. ár hefir raun-kaup fariö lækkandi.en samt sem áöur hefir dýrtiöin hér veriö magnaöri en nokkru sinni fyrr. „Minnkun veröbólguhraöans”, sem rikisstjórnin talar um, er svika-minnkun, hún er óraunhæf og stendur aöeins stutta stund. „Minnkun veröbólguhraðans” byggist nú á þvi. aö kaup er enn skráö á óraunhæfu verði. Um leiö og kaupiö hækkar I átt- ina til þess, sem er I öörum lönd- um „eykst hraöinn” aítur aö óbreyttu stjórnarfari. Þaö er efnahagsstefna rikis- stjórnarinnar, sem hér veldur mestu um óheyrilega veröbólgu. Þær tölur, sem hér hafa veriö raktar sanna, aö rikisstjórnin sjálfhefir tekiö ákvaröanir, sem leitt hafa til um helmings allra þeirra veröhækkana, sem oröiö hafa s.l. 3 ár. Og séu þau áhrif á verðlagshækkanir, sem leidd eru af kauphækkun, tekin út úr mynd- inni, vegna þess aö kauphækkan- irnar voru aöeins afleiöing af ööru, þá kemur i ljós, aö rikis- stjórnin hefir staöiö aö ákvöröun- um sem orsaka 70% af allri visi- töluhækkuninni. Til enn frekari skýringar á þvi hvaö raunverulega hefir veriö aö gerast i tiö núverandi rikisstjórn- ar, I þeim málum sem ööru frem- ur hafa áhrif á gang veröbólgunn- ar, skal minnt á þetta: 1. Rikisstjórnin hefir á rúmlega 2 1/2 ári lækkaö gengi isl. krónu þannig, aö erlendur gjaldeyrir er nú 100% dýrari en hann var; það jafngildir aö verö á inn- fluttum vörum hefir tvöfaldast. 2. Rikisstjórnin hóf göngu slna meö hækkun söluskatts um 2 stig. Þaö jafngildir nú 3,4 miljaröa á ári. 3. Rikisstjórnin hefir hirt i rikis- sjóö 2 sölusk.-stig, sem runnu áöur I Viölagasjóö og áttu aö falla niöur. Þaö nemur 3.4 miljaröa á ári. 4. Rlkisstjórnin innheimtir I ár 18% tlmabundiö vörugjaldsem nemur 5,3 miljöröum kr. 5. Rikisstjórnin lagöi á sérstakt sjúkragjald.sem nemur 10% á álögö útsvör áætlaö 1,2 miljaröar kr. 6. Rikisstjórnin hefur tekiö I rikissjóö meirihluta ollu-gjalds, sem lagt var á til aöstoöar þeim, sem nota oliu til hitunar Ibúöa sinna áætlaö 1,0 miljarðar kr. á ári. 7. Rlkisstjórnin hefir samþykkt vaxta-hækkun, sem leitt hefir til þess, aö nú telur Þjóöhags- stofnun, aö lánskjör fjárfest- ingarlánasjóöa atvinnuveg- anna séu miöaö viö þróun verö- lagsmála I ársbyrjun 1977, sem hér segir: Iöniánasjóöur — vextir 25,8% Iönþróunarsj. — vextir 25,0% Fiskveiöasj — vextir 21,3% Stofnl.d.landbn, —vextir 16,9% Algengt er að vextir i at- vinnurekstri séu nú 20—25%. Til viðbótar þvi, sem hér er tal- iö, má svo minna á þá stefnu rikisstjórnarinnar, aö heimila hækkanir á gjöldum opinberra stofnana langt umfram þaö, sem almennt gerist. Þaö er stefna núverandi ihalds-Framsóknarstjórnar, sem mestu veldur um þá erfiö- leika I efnahagsmálum, sem viö er aö glfma. Efnahagsaögeröir hennar hafa allar reynst rangar. Og nú er allt I óvissu meö sjálfa þjóöarframleiðsluna vegna þeirrar óbilgjörnu og óraun- hæfu stefnu, sem hún hefir haft I launa>og verölagsmálum. Nú veröur ekki lengur áfram haldiö á þessari röngu braut. Kauphækkanir eru óhjákvæmi- legar. Þaö er blátt áfram barnaskapur aö reyna aö standa gegn þeim. En hitt er llka jafn-ljóst, aö um leiöog kaupiö er leiörétt veröur aö gjörbreyta um stefnu I efna- hagsmálum. Veröhækkunar- stefnan og vaxta-okursstefnan veröa aö taka enda. FRÁ RÍKISRÁÐSFUNDI „Þaðer stefna núverandi Ihalds-Framsóknarstjórnar, sem mestu veldur um þá erfiðleika I efnahags- málum, sem viö er aö glima.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.