Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. aprfl 1977 ÞJÚÐVILJINN — StÐA 5 Hays: spáir 20.004 ár fram I tlm- ann. tsöld I Evrópu: punktallnan sýnir hvert Isinn komst lengst. Sumardagur fyrir 18.000 árum. Þykk Isbreiða liggur yfir allri Evrópu norðanverðri, yfir Skandinaviu er hún3km. á þykkt. Jökulröndin liggur um Suður- England og Okrainu. Norðursjór er frosinn. Svo mikið vatn er bundið i Ishettunni, að hægt væri að ganga þurrum fótum milli Englands og Frakklands. A is- lausum svæðum Miö-Evrópu er kargur gróður: hreindýr og heim- skautarefir freista gæfunnar i frönsku Rivierunni. Þetta er á miðri þeirri isöld sem hófst fyrir 75.000 árum og endaði fyrir 10.000 árum. Kuldinn er vís gestur Visindamenn frá 17 háskólum ýmissa landa hafa tekið höndum saman i samstarfsáætlun sem þeirkalla Climap. Þátttakendur I Climap hafa unnið að þvi aö safna saman sem itarlegustum upplýs- ingum um veðurfar, heimshöf, meginlönd, áhrif utan úr geimn- um, til að reyna að gera sem heil- legasta mynd af þróun veðurfars á lengri tima — einkum með það fyrir augum að komast að ástæð- um fyrir þvi, að isaldir gengu yfir jörðina Fyrrgreind lýsing á sið ustu isöld i sinu mesta veldi er byggð á þeirra gagnasöfnun. Niðurstaða starfs þessara vis- indamanna er meðal annars þessi: A siðustu miljón ára hefur ialdarveöurfar verið það sem a.m.k. norðurhluti jarðar hefur oftast átt við að búa. Hlýviðra- skeið, eins og það sem við nú búum við, eru aöeins hlé á milii þeirra isalda sem eru hið „norm- ala” veðurfar. Nokkrir þessara sérfræðinga hafa komist að þeirri niðurstöðu, að kulda- og hitaskeið skiptist á og muni skiptast á i framtiðinni, og að hægt sé aö reikna lengd þessara skeiða út allt eftir hreyfingu jarðar um sólu. Fyrri kenningar Þar með telja þeir sig hafa fundið lausn á vandamáli, sem lengi hefur haldið vöku fyrir mönnum, eða allt frá þvi menn gerðu sér grein fyrir þvi fyrir rúmri öld, aö hreyfingar isaldar- jökuls hefðu haft firnaleg áhrif á mótun landslags og þróun lifrlkis og útbreiðslu mannflokka. Tilgátuútskýringar á Isöldum tóku oftastmið af þvi, að um eins- konar stórslys i náttúrunni hefði veriö að ræða. Sumir sögðu sem svo: Líklega minnkar öðru hvoru útgeislun sóiar, eða þá að mikil ský geim- ryks fara um sólkerfiö og draga úr þeim varma sem jörðin fær, eða kannski breytist sú braut sem jörðin gengur umhverfis sólu. Annar hópur fræðimanna leit- ísal aði að jarðneskum ástæðum fyrir kuldaskeiðum. Kannski báru breytingar á segulsviði jarðar ábyrgð á kuldaskeiöunum, ef til vill mikið magn af eldfjallaösku I andrúmsloftinu, ef til vill mynd- aðistof mikið af koltvisýringi yfir heimshöfunum? Enn aörir leituðu að orsök Is- alda I höfunum, i hreyfiöflum vinda og strauma, framskrið is- hettu á Suðurpólnum gæti t.d. of- kælt heimshöfin eða kannski gætu frávik frá kerfi hafstrauma flutt kalt djúpvatn upp á yfirborð hafanna. Margt bendir til þess, að flestar þessar kenningar hafi eitthvað sér til ágætis. En engin þeirra virðistgeta ein sér útskýrt isalda- fyrirbærið með fullnægjandi hætti. Og allar nema ein láta þvi ósvarað, hvers vegna isaldir og varmaskeið skiptastá með reglu- bundnum hætti. Þrennskonar hringrás En þessi undantekning — þ.e.a.s. kenningin um breytingar á hreyfingu jarðar — gæti einnig gert það mögulegt að leggja mat á hugsanlega framtiðarþróun veðurfars. Eða svo telja þrir sér- fræðingar úr Climap-hópnum, James D. Hays, John Imbrie og Nicholas J. Stackleton. Þess- Gáta af eiiendum vettvangi Þetta gæti verið Norður-Evrópa fyrir 18.000 árum — en það er reyndar yfir. Þær stafa af breytingum á ferli jarðar umhverfis sólu. Ný ísöld fer nú í hönd vegna prófuðu þeir einmitt þetta þróunarskeið á staðreyndum jarðsögunnar. Það var serbneskur stjörnufræðingur, Milutin Milankovic, sem bar þessa kenn- ingu fram þegar fyrir seinni heimsstyrjöld. Hann hafði reikn- að það út, að þrennskonar hring- rás væri á breytingum á hreyf- ingum jarðar, og stjórnuðust þessi ferli af samspili aðdráttar- afls i sólkerfinu, og þó einkum af áhrifum Júpiters, stærstu stjörnu okkar sólkerfis. A 93.000 ára fresti að meðaltali breytist braut jaröar um sólu úr ellipsu (eins og nú) i hring og svo aftur i ellipsu. Þaö er einmitt þeg- ar brautin er hringur — og þá fær hún jafnan skammt af sólargeisl- un yfir árið — aö búast má við is- öld. Eftir þvi sem brautin er meira ellipsulöguð eiga æ hlýrri sumur auðveldara með að bræða vetrarisinn. A 41.000 ára fresti breytist stefna jarömönduls á brautinni umhverfis sólu og hefur sú breyt- ing einnig áhrif á dreifingu sólar- geislunar eftir árstiöum — þvi krappara horn sem jarðmöndull- inn myndar, þeim mun sterkara verður sólskinið á noröurhluta jarðar á sumrin og á suöurpólinn á veturna. A 21.000 ára fresti „skjögrar” jarðmöndulinn auk þess rétt eins og ás skopparakringlu — og hnik- ast á þannig til árstíöarskipti. Jarðfræðingurinn Hays, pró- fessor við Columbiuháskólann i New York og núverandi forstjóri Climap hefur nú borið þessar hringrásir saman við isaldir og hlýindaskeið sl. 500.000 ár. Það kemur þá reyndar i ljós, að Grænland sem hér er horft i stórum dráttum fylgja hita- sveiflurnar eiiimitt þessum hátt- bundnu breytingum á ferli jarðar. Þaö samræmi er mjög hæpið að rekja til tilviljunar, segja vis- indamennirnir og telja sig hafa fundiö aðalástæðuna fyrir þvi aö isaldir ganga yfir. Heimur kólnandi fer Hays og félagar hans, Imbre og Shackleton, hafa með aðstoð kenninga Milakovic lagt fram sina næstu isaldarspá: næstu 20.000 árin mun kólna á norður- hluta heims og jöklar stækka. Vegna þess aö jarðbrautin hefur nú þegar náð hámarks-,,lengd” i ellipsuformi og mun aftur færast i átt til hrings eins og á fyrri Isöld- um. Það er sem sagt langt i meiri- háttar isöld. En lítilsháttar kóln- un hefur hinar alvarlegustu af- leiðingar miklu fyrr. Til dæmis hefur meðalhitastig lækkað um 0,3 stig á sl. 30 árum og samt hef- ur þessi litla breyting, sem svo sýnist, þegar orðiö til þess aö svæði undir is og snjó hafa stækk- Framhald á bls. 22 U mhverfisverndar- menn eru pólitískt afl Það vakti allmíkla athygli í bæjarstjórnar- kosningum í Frakklandi á dögunum, hve góðar undirtektir listar um- hverfisverndarmanna fengu. Fylgi þeirra reyndist einkum mikið i Paris og umhverfi, eða um 10% atkvæða í fyrri umferð. I mörgum tilvik- um urðu þessi atkvæði svo dýrmæt viðbót við vinstri fylkinguna í seinni umferð. • Umhverfisverndarmenn eru úr ýmsum hreyfingum, „Vinstrifræöisamtökin”, „Vinir jarðar” eða „Félag þeirra sem nota almenningsfarartæki”. Þeir andæfa bilamergðinni, mengun, kjarnorkuverum, og hnignun gróðurs i borgum og bæjum. Þeir hafa vakiö það mikla athygli, að jafnt vinstri flokkar sem hægri lögöu mikla áherslu á að sanna það fyrir kjósendum að þeir væru einnig menn gróöursog trjáa. Eða eins og einn af umhverfisverndar- mönnum sagði: Viö höfum neytt flokkana til að taka upp hluta af stefnuskrá okkar, og erum þvi mjög glaðir. Umhverfisverndarmenn höfðu I Parisarhverfum helm- ingi meira fylgi en þeir hópar sem einu nafni kallast „ysta vinstriö”. Götuleikhús umhverfisverndarmanna IParls: flokkarnir neyddust til að taka tillit til okkar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.