Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.04.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagur 17. aprfl 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 HLOSS][ SKIPHOLTI 35 )'erf,un , 8 '3 5° REYKJAVlK Skrifstofa 8-13-52 Verzlun Verkstæði Skrifstofa íslenskar gátur, skemmtanir, víkivakar og þulur Hið íslenska bókmenntafélag Vonarstræti 12 — Sími 21960 S c o m P 3 • c ?3 O. VO 3 • c 3 cu —*i — I&Q Lm s § . .. s c5 I! ít> o* c (C Jö-g 2Í^ O* c í. #>) q5' 3 <✓> «< Sfi NY SKALDSAGA: Hrognkelsi eftir Ólaf Gunnarsson Ct er komin bókin Hrognkelsin eftir ólaf Gunnarsson; kemur bókin út á veguni höfundar og er þetta þriðja bók hans. Alfreð Flóki myndskreytti bókina og er hún fjölrituð hjá Letri. Saga þessi er skáldverk, segir i bókinni, og ennfremur að fólkið sem sagt er frá sé hugarsmið, en finni lesandi til skyldleika þá sé það hans mál, guðvelkomið og höfundi óviðkomandi. Fyrri bækur ólafs eru Ljóð 1970 og Upprisan 1976, og i smiðum er Miljón Prósent Menn (skáldsaga). —GFR I Norrœna húsinu: Fjölbreytt erindi um náttúruvernd Á kynningarvöku náttúruverndarfélaganna í Norræna húsinu kl. 20/30 í kvöld sunnudagskvöld seg- ir Hjörleifur Guttormsson frá náttúruverndarstarfi á Austurlandi og sýnir lit- skyggnur þaöan. Björn Björnsson Neskaupstað sýnir myndir af austfirsku fugla- lifi. Sigurður Blöndal Hallorms- stað.flytur erindi um gróður- vernd og áhrif friðunar og sýnir myndir til skýringar. A mánudagskvöld kl. 20, flytur Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsa- felli erindi um Arnarvatnsheiði og Tvidægru og sýnir litskyggnur þaðan. Þá efnir og Náttúruverndar- félag Suð-vesturlands til pall- borðsumræðna um álver og mengun. Framsögu hafa Einar Valur Ingimundarson og fulltrúi frá álverinu i Straumsvik. Auk þeirra taka þátt i umræðunum: Eyþór Einarsson, Hörður Þorm- ar, Hrafn V. Friðriksson og Eyjólfur Sæmundsson, Jónas Jónsson, Sveinn Guðbjartsson. o.fl. Agúst H. Bjarnason stýrir umræðum. —mhg Breytt friö- unarsvæöi 4. april sl. gaf Sjávarútvegs- ráðuneytið út rcglugerð um breytingu á reglugerð nr. 415 frá 7. des. 1976 um friðunarsvæði við tsland, þar sem austurhluti frið- aða svæðisins i Ileykjafjarðarál er opnaður fyrir togveiðum. Akvarðast austurmörk friðaða svæðisins i Reykjaf jarðarál nú af 20 gr. 40 min. vestur lengdar i stað 20gr. 20min. vestur lengdar, svo sem verið hefur. Þessi breyting er gerð sam- kvæmt tillögum Hafrannsókna - stofnunarinnar, sem telur út- breiðslusvæði þorskungviðis ná skemmra til austurs en áður. I. bindi hefur aðgeyma safn af Islenskum gátum og eru þær 1194 talsins. II. bindi er safn islenskra skemmtana. Þar er gerð grein fyrir iðkun iþrótta, svo sem glimu, skiða- og skautaferða, hlaup- um, stökkum og kastfimi. Þá er greint frá leikjum ýmiss konar og listum, oröa- gamni, Iotulengdarkappi, andarteppuþul- um, sagnaskemmtan, rimnakveðskap, kveðskaparkappi, söng, hljóðfæraslætti, tafli, þ.á m. skáktafli og loks spilum. Enn fremur leikföngum og leiktólum ýmiss konar. III. bindi hefur að geyma rækilega greinargerð um islenska vikivaka og viki-' vakaleiki. Má sem dæmi nefna Hoffins- leik, kellingarleik, hestleik eða hestreið, hjartaleik eða hjörtleik, þingálp eða þing- álpsleik, Háu-Þóru eða Háu-Þóruleik, en margir kannast vafalaust við leiki þessa frá sýningum Þjóðdansafélags Reykja- vikur. — í bindinu er og mikið safn viki- vakakvæða, viðlaga og tröllaslaga. IV. bindi er mikið safn af þulum og þjóð- kvæðum. Sem dæmi má nefna sagnakvæði galdur og forneskju, Grýlukvæði, dýra- þulur, fuglaþulur, fuglastef, manþulur, barnagælur, barnavisur, fræðiþulur og stef, þulukvæði, ýkjukvæöi, fuglakvæði og gamankvæði. t bókum þessum getur að finna nær óþrjótandi heimildir um tómstundagam- an og skemmtun íislendinga á liðnum öld- um, og er þar fjölmargt, sem veitt getur ánægju enn i dag, þrátt fyrir fjölbreyttara skemmtanalif. Þetta er þvi rit sem engir uppalendur mega án vera.svo sem foreldrar, kennar- ar og fóstrur. Verð i skinnbandi til félagsmanna 8000 kr. + söluskattur. Verð i skinnbandi til utanfélagsmanna 10.000 kr. + söluskattur. Húnavakan á Blönduósi Húnavakan hefst I félagsheim- Húnavökunni að þessu sinni er ilinu á Blönduósi n.k. miðviku- kórsöngur, einsongur, leiksýnmg- dagskvöld (siðasta vetrardag) og ar, einleikur á pianó, spurninga- Ivkur á mánudagskvöld, með keppni, kvikmyndasýnmgar o.fl. unglingadansleik. önnur kvöld Steindór Steindórsson, fyrrver- vikunnar verða almennir dans- andi skólameistari á Akureyri leikir nema á sumardaginn flýtur ræðu á Húsbændavokunm. fyrsta. Gautar á Siglufirði ieika Siðar mun nánar skýrt frá dag- fyrir dansi. skrá Húnavökunnar. Meðal þess sem fram fer á —mhg SuaS BLONDUM á staðnum bílalökk á allflesta tegundir bíktHrá J Evrópu fc; / jf Japa1f9 'l USA 0AR COLOUI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.