Þjóðviljinn - 24.12.1977, Page 4
; -- SY.f i C-í *?' T?»*.í 'í‘ í’m1 nb .>r’ i iTí *■ V-»f* •
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. desember 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Auglýsingastjóri: (Jlfar Þormóösson.
Framkvæmdastjóri: Eibur Bergmann Ritstjórn, afgreibsla, auglýsingar:
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Síöumúla 6, Sfmi 81333
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaöaprent hf.
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann.
í betri bíl
frá bílasölu
Guðfinns
Þess er i dag minnst að i heiminn var
borinn forðum ungur sveinn þar sem venj-
an er núorðið að tala um Miðausturlönd,
eða löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins. 1
uppvexti sinum varð Jesús Kristur hug-
sjónamaður sem beitti sér gegn ranglæti,
spillingu og auðsöfnun á kostnað fátæk-
linga. Hvarvetna i þeim ritum sem frá
honum segja koma fram félagsleg róttæk
lifsviðhorf. Nægir i þvi sambandi að nefna
setningar eins og þessar:
,,Gætið þess að varast alla ágirnd, þvi að
bótt einhver hafi allsnægtir, þá er lif hans
ekki tryggt með eigum hans.”
,,Hversu torvelt mun verða fyrir þá sem
auðæfin hafa að ganga inn i Guðs rikið.
Auðveldara er fyrir úlfalda að komast i
gegnum nálarauga en fyrir rikan mann að
ganga inn i Guðsrikið.”
Þegar Jesús kom i helgidóminn i
Jerúsalem rak hann út vixlarana, hratt
um borðum þeirra og dúfnasalanna.
Þannig barðist hann með róttækum
aðgerðum gegn hvers konar braski.
Þeir sem minnast þessa manns um jólin
við hækkandi sól verða lika að muna að
Jesús Jósepsson frá Nasaret var róttækur
byltingarmaður. Hann greip til afgerandi
aðgerða þegar mikið lá við og hann hikaði
ekki við að segja mönnum til syndanna.
Yfir starfi hans var ekki sú helgislepja
sem stundum virðist vera aðalsmerki
þeirra manna sem hafa það að atvinnu að
standa fyrir málum kirkjunnar.
í starfi sinu og boðskap flutti hann
mönnum hugsjón. Hann hvatti fólk til þess
að muna eftir samherjum sinum og að
gleyma ekki þeim sem þurfa á hjálp að
halda.
Forverar hans sem bók bóka segir frá,
eins og Móses börðust hatramlega gegn
dýrkun auðsins. Hann reiddist hastarlega
þegar vinir hans gerðu sér gullkálf úr
eyrnadjásnum, dönsuðu i kringum kálfinn
og færðu honum fórnir. Enn reiðari varð,
að sögn Mósebókar, drottinn, sem hótaði
að þurrka fólkið út með reiði sinni ef það
léti ekki af dansinum kringum gullkálfinn.
Móse hafði uppi langar fortölur sem
dugðu. ,,Þá iðraðist Drottinn hins illa er
hann hafði hótað að gjöra fólki sinu”. En
Móse fór til fundar við sina liðsmenn,
braut gullkálfinn mélinu smærra og
skammaði Aron, sem hafði staðið fyrir
gullkálfsdansinum. Þannig beitti Móses
sér gegn Aronskunni.
Baráttan fyrir jafnrétti, gegn auðs-
dýrkun á kostnað annara er þvi eins og
rauður þráður i gegnum bók bóka. Sá sem
ekki áttar sig á þeirri meginstaðreynd
áttar sig ekki á þeirri bók.
Það er þess vegna ekki i samræmi við
bókbóka að gleyma þvi á jólum að við
eigum i baráttu. Milli mannanna fara enn
fram átök um auðæfin, barátta fjöldans
gegn þeim sem hafa rakað saman fjár-
magni með arðráni. Það er ekki i sam-
ræmi við andann i bók bóka að gleyma þvi
i skammdeginu þegar jólin fara i hönd að
á sama tima er verið að leggja á gjöld sem
sérstaklega koma niður á sjúkum og
fátækum. Slik ,,gleymska” striðir bein-
linis gegn þeim hugsjónum samstöðu og
samhjálpar sem er rikjandi einkenni
þeirrar bókar sem oft er vitnað i á þessum
dögum.
Undanfarna daga hefur fólkið verið
önnum kafið við jólaundirbúninginn.
Sömu dagana hafa verið lagðir nýir skatt-
ar á sjúklingana og fátæka. Það hefur
farið framhjá mörgum — öðrum en sjúk
lingunum sjálfum og þeim sem búa við erfið
lifskjör. Nú taka jólin við: neyslusálm-
arnir renna saman við jólasálmana. í
eyrum glymja neyslutextarnir —,,frúin
hlær i betri bil frá bilasölu Guðfinns” — i
dag taka við textar um frú sem ferðaðist á
asna og fæddi barn sitt i fjárhúsi og lagði
það i jötu. Neyslusálmarnir mega ekki
sljóvga vitund okkar svo við gerum okkur
ekki grein fyrir andstæðum, baráttu íyrir
nýju og betra mannlifi. Það mega jóla-
textar ekki heldur gera.
—s.
Þverstæðu-
grautur
Þær voru margar þverstæö-
urnar sem fram komu í mál-
flutningi Friöriks Sóphussonar i
útvarpsþættinum Spurtiþaula”
i fyrrakvöld. Enda er þaö félegt
samsull, þegar blandaö er sam-
an þvi sem Friörik nefnir
„sjálfstæöisstefnu, frjáls-
hyggju, ihaldsstefnu og kenn-
ingum Miltons Friedmans”,
efnahagslegs hugmyndafræö-
ings herforingjastjórnarinnar i
Chile, meö meiru. Þaö er aö
sönnu mikiö grin þegar verö-
andi alþingismaöur úr rööum
ungra Sjálfstæöismanna heldur
þvi fram aö leggja eigi niöur
rikisrekstur af hugmyndafræöi-
legum ástæöum, en ekki vegna
hagsmuna þjóöarbúsins. „Rikiö
á ekki aö vera aö vasast i at-
vinnurekstri”, er uppáhalds-
frasi Friöriks og hans nóta.
Ekki haföi hann þó fyrr sleppt
oröinu um hugmyndafræöilega
grundvallarafstööu sina til
opinberra afskipta af rikis-
rekstri en fram kom aö ríkis-
fyrirtæki væru ekki rekin meö
arösemissjónarmiö i huga og
rugluöu þarafleiöandi markaös-
lögmálin. Slöan kom fullyröing
um þaö aö ekkert væri aö marka
þaö þótt rikisfyrirtæki sýndu
ágóöa af rekstri sinum þvi aö i
rauninni skömmtuöu þau sér
tekjur sjálf aö miklu leyti.
Þetta kann aö vera rétt varö-
andi Póst- og sima, Ríkisútvarp
og önnur sllk opinber fyrirtæki.
Hitt er alger blekking aö
halda þvi fram aö fyrirtæki eins
og Alafoss, Slippstööin á Akur-
eyri, Landssmiöjan, Siglósfld,
Sfldarverksmiöjur rikisins o.fl.
skammti sér tekjur eöa starfi
óháö markaðslögmálunum.
Þaö er sannast sagna afar
erfitt að skilja rökin fyrir af-
hendingu þessara fyrirtækja til
Friedman
einkaaöila. öll starfa þau I
haröri samkeppni viö innlenda
og erlenda aöila og þarf rikiö I
sjálfu sér ekki aö hafa af þeim
meiri afskipti en titt er um
fyrirtæki i eigu pilsfaldakapital-
istanna Islensku.
Kostir rikis-
rekstursins
A viðreisnarárunum voru t.d.
Alafoss og Slippstööin I einka-
eign, rekstrarerfiöleikarnir
voru miklir, endalaus vandræöi
og aö lokum tók rikiö þau yfir
meö þvi aö breyta skuldum
þeirra viö Framkvæmdasljóö I
eignarhluta þess. í tiö vinstri
stjórnarinnar var gerö úttekt á
þessum tveimur stórfyrirtækj-
um og verulegt fé lagt I endur-
bætur og hagræðingu á rekstri
þeirra. A þeim grunni hafa þau
starfað siöan og gengið vel.
Kostur rlkisrekstursins i
þessum tveimur tilfellum miðað
viö afskiptaleysi viðreisnarár-
anna hafa kömiö berlega I ljós.
Þar viö bætist aö viöa um land
treysta menn ekki einkaaöilum
til atvinnurekstrar. Þar er þaö
Slagurinn um
Gutenberg
Friörik
metiö meira aö fyrirtæki á
hverjum staö séu i félagslegri
eign og bundin viökomandi
plássi. Þar hugsar fólk um at-
vinnuöryggi og viögang sveitar-
félagsins, en ekki um grundvall-
arhugmyndir frjálshyggju um
eignarhald. Þar hefur bæjar-
rikis- og samvinnurekstur
reynst betur heldur en einka-
reksturinn.
Siöustu ár hafa Alafoss, Slipp-
stööin, Landssmiöjan og
Siglósfld veriö rekin meö ágóöa,
og verið lyftistöng atvinnulifs
hvert á sinum staö án þess aö
iþyngja rikiskerfinu og em-
bættismönnum þess á nokkurn
hátt. Þaö þarf meira en litla
kreddutrú I frjálshyggju til þess
að sjá ástæöu til þess aö breyta
rekstri þeirra eins og nú stend-
ur. Skiljanlegri væri kreddan ef
um væri aö ræöa óreiöu- og
sukkfyrirtæki á vegum rikisins.
Sem betur fer er ekki hægt aö
fullnægja óskum Friðriks Sóp-
hussonar nema meö ákvöröun
Alþingis, og þar er jarösam-
bandiö vonandi i lagi.
Jónas Jónsson frá Hriflu færir
rök aö þvi i bókinni Samferöa-
menn aö þaö hafi verið mikill
happadráttur að rikið keypti
Gutenberg, sem frjálshyggju-
menn vilja nú leggja niöur.
Hann segir svo frá tilraun Her-
manns Jónassonar i sömu átt:
„Svo stóö á vorið 1942 aö þjóö-
stjórn sú, sem þrir flokkar höföu
staöiö aö, framsóknarmenn,
kratar og sjálfstæöismenn,
haföi fariö meö völd i þrjú ár og
farnast þaö vel, en þegar fór aö
hilla undir aukiö peningamagn I
landinu i sambandi viö komu
ameriska hersins tii tslands, fór
aö grána gamaniö i skiptum
flokka og einstaklinga á tslandi
og lauk þvi þannig, aö ráðuneyti
Hermanns Jónassonar leystist i
sundur meö höröum árekstri
milli Hermanns og Ólafs Thors,
sem þá var formaður Sjálf-
stæöismanna. Þoldi Hermann
illa viö þetta óvænta valdahrun.
Hann haföi búizt viö, aö þessi
sambúö mundi lengur halda
áfram, en nú haföi hún skyndi-
lega veriö rofin. Þá þáttur verö-
ur ekki rakinn hér. I þeim æs-
ingum sem fyigdu þessum
skilnaði, greip Hermann Jónas-
son stundum til örþrifaráöa.
Eitt af þeim óhappaverkum
sem H • 'rann Jónasson fram-
kvæmdi t . snerti Gutenberg.
Hermann Jónasson kom þá meö
þá tillögu aö stjórnin skyldi
ieigja félagi prentara I Reykja-
vfk Gutenberg til nokkurra ára
og skyldi leigan af prentsmiöj-
unni og eignum hennar vera
miöuö viö fasteignamat. Var á
þessu sýnilegt, aö fyrir Her-
manni vakti aö láta prentarana
fá eignina til afnota meö óeöli-
lega hagstæðum kjörum. Stein-
grímur prentsmiöjustjóri mót-
mælti algjörlega þessari ráö-
stöfun og hélt þvi fram, sem rétt
var, aö hún væri ólögleg. Stjórn-
in heföi enga heimild til þess aö
taka rikiseign, sem starfaði á
grundvelli þeirra ákvaröana,
sem Alþingi heföi sett I upphafi,
og breyta henni i einkarekstur
einstaklinga. Eftir allmiklar
stympingar um þetta mál lauk
þvi svo, aö Jakob Möiler, sem
tók viö forráöum prentsmiöj-
unnar eftir aö Hermann Jónas-
son lét af stjórn, ákvaö aö leigu-
samningur Hermanns væri meö
öllu ólöglegur, og tókst prentur-
um ekki aö breyta þvi meö
dómi. Eftir aö þetta braskél var
afstaöiö tók Steingrimur Guö-
mundsson aftur viö liöi sfnu meö
sömu föstu tökum og áöur var á
prentsmiöjunni og hélt þvi þar
til hann hætti störfum í sam-
ræmi viö aldurstakmerk starfs-
manna rikisins.”