Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. mars 1978
Nemenda-
leikhúsiö
sýnir
kinversku
byltinguna:
Þegar dyrnar opnast
kemur frægasta herhvöt
seinni tíma, Austriö er
rautt, drynjandi á móti
gestinum. Sviöið í Lindar-
bæ er fullt af gráklæddum
og berfættum leikskóla-
nemum sem likja eftir
Göngunni miklu meö
háttbundnum hreyfingum
og rauðir fánar þeirra
bylg jast um loftið. Reyndu aðvera einlægur. Viö veröum aö ræöa málin. Þótt þaft taki næstu átta klukkustundirnar...
Þetta er æfing á leikritinu
Fansjén eftir breskan höfund,
David Hare. Leikstjóri og
þýðandi er Briet Héðinsdóttir.
Leikritið er eitt af verkefnum
Nemendaleikhúss Leiklistar-
skólans i vetur. Leikmynd og
búninga gerði Guðrún Svava
Svavarsdóttir. Þorsteinn frá
Hamri þýddi tvö ljóð. Fjóla Ólafs-
dóttir samdi lög við þau.
Fansjén er kinverska og þýðir
að bylta, snúa við. Leikritið er
byggt á samnefndu heimildarriti
eftir bandariskan mann, William
Hinton, sem var i Kina á hinum
sögulegu árum eftir strið, þegar
hið söguleg^ uppgjör milli
kommúnista og þjóðernissinna
Kúomintang fór fram.
Veltum hverjum
steini
Hinton, sem gat ekki komið bók
sinni út fyrr en 1966, lýsir þvi,
hvernig boðskapur byltingarinn-
Bríet Héöinsdóttir er leikstjóri: Viö teljum okkur ekki trú um aö þetta sé raunsæisleg lýsing...
ar kemur til þorps eins og hvern-
.ig úr honum er unnið. Leikritið
sem frumsýnt var i London 1975,
hefst á þv^að ibúar þorpsins gera
grein fyrir nánast algjörri
örbirgð kinverskra bænda undir
lénsskipulagi — örbirgð sem
gerireittvattteppi að meiriháttar
fasteign og plóg að djásni.
Japanska hernámsliðið er hrakið
á brott, og ungir menn úr and-
spyrnuhreyfingunni hefja
pólitiska vakningu meðal bænda
á uppgjöri við þá sem undir
Japani þjónuðu. Enn er kommún-
istaflokkurinn neðanjarðar og
þorpið reyndar staðsett á óráðnu
svæði milli hinna rauðu herja og
herja þjóðernissinna. En
kommúnistar synda um þetta
þorp „eins og fiskur i vatni” og
tekst að hrifa bændur til uppgjörs
við óðalsherrana og uppskiptingu
jarðnæðis. Þau átök eru ekki
einfalt verk og engin gamanmál.
En samt er þetta aðeins upphaf
langrar göngu. Leikritið fjallar
ekki sist um „þverstæður meðal
fólksins”. Um átök milli gamals
ótta og nýrrar dirfsku, persónu-
legrar hagsmunastreitu og
samfélagshyggju. Um þann
mikla vanda að skipta á réttlátan
hátt þeim sáralitlu verðmætum
sem til eru i plássinu, skipta of
litlu jarðnæði, um samskipti
þeirra sem stjórna og hinna sem
stjórnað er. Og það eru langar
fundasetur með ákærum og gagn-
rýni, sjálfsskoðun og sjálfsgagn-
rýni, leit að réttri linu og endur-
skoðun á þeirri linu, sem áöan var
rétt.
í samanburði við þau skrif sem
menn eiga að verjast i blööum,
hægrisinna eða vinstrisinna, þá
sýnir þetta leikrit okkur margt
nýtÞ, þetta er dæmisaga um það,
hvernig venjulegt fólk tekur þeim
stórtiðindum sem bylting er og
vinnur úr þeim.
Sp: Þið segið dæmisaga, en
ekki heimild?
Við verðum a.m.k. að færa
leikritið upp frekar sem dæmi-
sögu. Við höfum ekki nóga þekk-
ingu á vettvangsaðstæðum til að
gera annað. Við ræddum til
dæmis heilmikið um það, hvort
við ættum að likja eftir kinversku
látbragði og útliti, en við afskrif-
uðum þann möguleika. Og ef þú
sást eitthvað slikt á æfingunni, þá
var það ekki með ráðum gert.
Ad skilja skortinn
Sp: Leikritið fjallar um breyt-
ingar á lifi fólks, sem lifir á
hungurmörkum i bókstaflegum
skilningi. Reynist ykkur ekki
erfitt að túlka þetta ástand hins
mikla skorts.
Jú, það er mjög erfitt. Höfund-
ur minnir lika á það i formála,
að leikendurnir verði að reyna að
skilja þennan skort, að þegar
reynt er að skipta upp á nýtt lifs-
gæðum i sliku þorpi, þá er þar
ekki um ánægjulegt heilabrota-
verkefni að ræða eins og verið
gæti i kommúnu á Vesturlöndum,
heldur er spurt um lif og dauða.
Við höfum sjálf ekki reynt skort
og strax af þeim sökum er skiln-
ingur okkar takmarkaður.
Og þessum þætti málsins
verður erfiðast að koma til skila
við áhorfendur.
Langur vegur
Sp: Leikritið er byggt á þykk-
um heimildadoðranti. Hve miklu
af þvi efni tekst David Hare að
koma fyrir i verki sinu?
Að visu ekki nema litlum hluta.
Og þá tekur hann fyrst að fremst
fyrir vandamál sem lúta að
samskiptum pólitiskrar forystu
og hinna óbreyttu,
Höfundur telur bersýnilega
að einmitt þetta séu helstu með
mælin með leikritinu, vegna þess
að þessi vandamál eru uppi i öll-
um þjóðfélögum.
Hann tekur það fram sérstak-
lega, að þetta sé leikrit fyrir
Vesturlandabúa, sem búa við
djúptækt vantraust á pólitiskri
forystu yfirhöfuð.
Við sjáum að sjálf valdatakan i
þorpinu er eins og skyndileg
uppákoma. En siðan fylgjumst
við með þvi, hvernig reynt er að
gera fólkið sér smám saman
meðvitandi um hlutskipti sitt og
möguleika. Það er einmitt ágæti
leiksins, að það kemur vel fram
að þetta er langt frá þvi að vera
auðveldur og beinn vegur.
Þetta minnir mig á það sem
maður frá Guineu-Bissau var aö
segja i útvarpi um daginn: eitt er
að berjast i þjóðfrelsisbaráttu, en
annað stjórna landi^ vandinn
byrjar fyrir alvöru i hversdags-
leikanum að unnum sigri.
Þarfir þorpsins
Tólf leikskólanemar fara með
ótal hlutverk i þessum leik. Og
það var fyrst að þvi spurt, af
hverju þeim hefði dottið i hug að
leika jafn sérstætt verk og
Fansjén. (Svör við spurningum
blaðamanns komu úr öllum
áttum, eins og vera ber þegar
fjallað er um hópstarf. Þau verða
hér á eftir aðeins aðgreind með
þvi að hvert tilsvar er ein máls-
grein):
Leikrit sem þetta hæfir vel
hópnum. Það er erfitt að finna
verk, sem getur gefið sex körlum
og sex konum nokkurnveginn jöfn
verkefni.
Það má segja að þarfir okkar
hóps hafi fyrirfram útilokað
a.m.k. niu leikrit af hverjum tiu.
Dæmisaga
Sp: Ekki hafið þið þá valið
Fansjén með einhverskonar úti-
lokunaraðferð?
Nei, auðvitað höfum við áhuga
á leikritinu sjálfu. Þetta er gott
efni.
t lokaatriöinu er llkt eftir göngunni löngu undir rauöum fánum — og
Austrið er rautt glymur yfir salinn (eik. tók myndir a æfingu)
Forystusveitín og Qöldinn