Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 17
i Sunnudagur 12. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Menn og menntir Eftirmáli um Nóbelsverðlaun Nóbelsver51aun i bókmennt- um eru eftirsóttasta viðurkenn- ings heims. Þessi verðlaun eru að sönnu oft gagnrýnd. Ekki sist vegna þess, að á hverjum tima hljóta að vera uppi i heiminum tugir höfunda sem ættu skilið að fá verðlaun þessi — aðdáendur þeirra fyllast beiskju i hvert skipti sem „gengið er fram hjá þeim”. 1 annan stað eru meðlimir Sænsku akademiunn- ar, sem verðlaunin veita, sak- aðir um að hafa of þröngan sjóndeildarhring og þar með um að sýna ekki nægan sóma tungumála- og menningarsvæð- um, sem liggja utan hins evrópska, hins vestræna heims. Dræmar undirtektir 1974 En hitt er svo vist, að þegar fréttir berast um Nóbelsverð- launaveitingu ársins, þá eru landar verðlaunahafans alla jafna mjög glaðir og stoltir, gott ef þeim finnst ekki að þeir eigi nokkurn hlut i þessum verðlaun um sjálfir. íslendingar muna vel, að það var þjóðhátið þegar Halldór Laxness fékk Nóbels- verðlaun. Við þekkjum lika dæmi um það, að Nóbelsverð- launum hafi verið dræmlega tekið i ættlandi höfundar. Sovét- rikin eiga i þeim efnum sér- stöðu. Annað frægt dæmi gerðist hér i grenndinni árið 1974 þegar sænsku skáldin Eyvind Johnson og Harry Martinson fengu Nóbelsverðlaun. Margir sænskir höfundar og gagnrýnendur urðu þá til að láta i ljósi vanþóknun á veitingunni, og ekki sist sá áhrifamikli hópur sem stóð að menningarmála- skrifum i stórblaðinu Dagens Nyheter. Þeir viðurkenndu að sönnu, eins og sjálfsagt var, að Johnson og Martinson væru ágætir höfundar, sjálfstæðir skapendur góðra bókmennta. En þeim þótti óviðeigandi, að Sviar væru að veita sjálfum sér verðlaunin i bókstaflegum skilningi —þvi báðir áttu þessir ágætu rithöfundar sæti i Sænsku akademiunni. Bæri það vott um klikuskap og hlyti að mæta gagnrýni erlendis frá. Dæmið frá 1974 hefur siðan skotið upp kollinum hvað eftir annað i sænskum blöðum og timarit- um, þegar menn — ekki sist þeir sem yngri eru og róttækari vilja teljast — hafa beint spjótum sinum gegn Nóbglsverðlaunun- um sem hæpinni stofnun. Hugvitssamleg rógsherterö Enn einu sinni kemur þetta mál á dagskrá nú á dögunum i Dagens Nyheter og þá i sam- bandi við fráfall Harry Martins- sons (en Eyvind Johnson er áður látinn). Það er Lars Gyllensten, skáld og gagn- rýnandi og meðlimur Sænsku akademiunnar frá 1966,sem hef- ur umræðuna og reiðir hátt til höggs. Lars Gyllensten segir á þá leið, að hann geti ekki þagað yf- ir þvi lofi, sem nú er borið á Harry Martinson dauðan, þvi þar séu ekki sist þeir að verki sem ofsóttu hann i lifanda lifi. Gyllensten heldur þvi fram, að allt frá þvi að tilkynnt var um úthlutun Nóbelsverðlauna 1974 hafi leiðandi öfl i sænsku menn- ingarlifi, og þá ekki sist þeir sem tengdir voru ritstjórn Dagens Nyheter, haldið uppi rógsherferð gegn bæði Martin- son og Johnson. Þessari rógs- herferð segir Lars Gyllensten, var stjórnað at mikilli hugvits- semi. Beinar og óbeinar ásak- anir um klikuskap hinna „útvöldu” i Sænsku aka- demiunni blönduðust saman við margvisleg önnur niðrandi ummæli: Það var gjarna látið að þvi liggja, að þessir tveir sjálfmennt- uðu alþýðupiltar, Johnson og Martinson, hafi með aldr- inum gerst ihaldssamir og gott ef ekki stéttasvikarar. Þeir væru fullir með belging og sjálf- umgleði. Erlendir gagnrýnend- ur (ekki alltof vel að sér i sænskum bókmenntum) fengu drjúgt rými i Dagens Nyheter til að útlista, hve ómerkilegir þess- ir höfundar þættu i ensku- mælandi heimi. „Hugvitsemin var mikil og ávallt á verði, öðru hvoru beindi hún athyglinni frá ofsóknunum með yfirborðs- kenndum og dreifðum gull- hömrum” i garð höfundanna”, segir Gyllensten. Slægðog grimmd kattarins Lars Gyllensten segir blátt áfram, að hér hafi verið um skipulagðar ofsóknir að ræða, sem „stjórnað var af mönnum sem sitja i forystu menningar- stofnana (og málgagna) vorra”. Á öðrum stað segir: „Það er meðal svonefndra sænskra menntamanna á sviði bókmennta, eða þá einkum þeirra sem vinna við blöðin, sem menn helga sig árásum og tortimingu. Menn bókfæra illkvittni sina sem lýðræðis- baráttu gegn hinum útvöldu, sem hafi komið sér vel fyrir — menn blanda lágkúru saman við alþýðleika, og menn fela það, að sjálfir eru þeir fullvalda hópur útvaldra i blaðaheimi sem lýtur lögmálum viðskiptalifsins (ett kommersialiserat presseta- blissemang).) Lars Gyllensten gerir sér- staklega harða hrið að Olof Lagercrantz, sem 1974 var enn annar aðalritstjóri Dagens Nyheter. Likir hann framgöngu Lagercrantz við slægvisku kattarins, sem malar vinsam- lega lof um „vini” sina meðal rithöfunda til þess eins að klóra þá sem herfilegast þegar þeir eiga sér einskis ills von. Hann segir ennfremur, að blaðaskrifin hafi eitrað lif þeirra Johnsons og Martinsons siðustu árin sem þeir lifðu, hafi svipt þá löngun til að vinna og vinnu- gleði. Einkum hafi Martinson tekið skrif þessi nærri sér, en hann var mjög sjúkur maður hin siðustu árin. t annarri grein um efnið (22 febrúar, hin fyrri kom 16. febrúar) nefnir hann til fleiri sökudólga: Per Wastberg, sem tók við ritstjórastarfi af Lagercrantz, rithöfundanna Sven Delblanc, Per Olov Enquist og Ivar Lo-Johansson, gagnrýnendurna Lars-Olof Franzén og Bengt Holmqvist, og ætti þessi upptalning að sýna, að ekki er um að ræða skæting milli gagnrýnenda og rithöf- unda i ætt við það sem við þekkjum á Islandi. Hæpin samsæriskenning W3stberg og Lagercrantz hafa báðir svarað Lars Gyllen- sten i Dagens Nyheter. Per Wastberg telur, að ásakanir Gyllenstens séu stórýktar og hafi hann orðið fórnarlamb sinnar eigin samsæriskenn- ingar. Bæði hann og Lager- crantz leggja einkum áherslu á það, að Gyllensten reyni af ásettu ráði að gera gagnrýni á starfshætti Sænsku aka- demiunnar að árásum á Nóbels- verðlaunahafana tvo persónu- lega.Olof Lagercrantz nefnir til dæmis leiðara sem hann sjálfur skrifaði um Nóbelsverðlaunin 1975 og Lars Gyllensten vitnar til. Þar notar Lagercrantz m.a. orðið „óhæfa” um veitinguna og tekur Gyllensten það upp sem móðgun við Johnson og Martin- son. Lagercrantz minnir hins- vegar á það, að i raun hafi hann i leiðaranum sagt að þessir höfundar báðir gætu fyllilega staðist samanburð við menn eins og Sinclair Lewis eða Pablo Neruda eða Eugenio Montale (italska skáldið sem fékk Nóbelsverðlaun 1975). Það sem Lagercrántz hinsvegar taldi „óhæft” og „út i hött” var að veita verðlaunin skáldum eins og Johnson, Martinson og Montale, sem tilheyrðu mál- svæði, sem nú þégar ættu fáránlega marga fulltrúa á listanum yfir Nóbelsskáld. Hann hefði m.ö.o. ekki verið að draga I efa ágæti landa sinna, heldur gagnrýna það, hve mjög Sænska akademian hefur einblint annarsvegar á hið norræna menningarsvæði, hins- vegar á hið rómanska og það engilsaxneska. Erfitt er að spá nokkru um það, hvort þessi deila mun leiða til annars og meira en harðorðra skeyta milli nokkurra sænskra menntafröm- uða. Per Wastberg spyr, hvort samsæriskenning Lars Gyllen- sten muni verða að „stórmáli” sem muni kljúfa þá sem að bókmenntum starfa i tvær fylk- Martinson og Johnson urðu fyrir rógsherferð sem þeir tóku mjög nærri sér, segir Gyllensten. ingar og leiða til langdreginna blóðhefnda. En þá er liklegt að miklu fleiri þættir verði dregnir inn i myndina en ágreiningur um Nóbelsverðlaunin 1974 og handhafa þeira. Á.B. tók saman I I ( I ! ÁLAFOSSBÚÐIN Vesturgötu 2 — Sími 13404

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.