Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 12. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Eftir þetta ur6u almennar um- ræður og stóðu ræðumennirnir fyrir svörum. Touraine, sem er sjálfur prófessor, vildi láta dreifa valdinu sem allra viðast — nema i skólakerfinu.'Við þvi vildi hann helst ekki hrófla. Og þegar menn skoruðu á hann að skilgreina bet- ur afstöðu sina til sósialista- flokksins, sem hafði að sögn spyrlana náð fylgi ungs fólks vegna þess að hann boðaði ,,end- anlegt fráhvarf frá kapitalisman- um” sagði hann aðeins þurrlega að hann styddi lýðræðislegan sósialisma en hafnaði leninisma i öllum myndum. Svæðamenning Á Edgard Pisani dundu spurn- ingar um sýslur og landshluta i Frakklandi, og þótt það kæmi hvergi beint fram var augljóst að spyrlarnir voru fylgismenn „svæðamenningar” eins og sagt er. Hinir fornu landshlutar Frakklands höfðu margir hverjir mjög sérstæða menningu og stundum voru þar töluð sérstök tungumál, bretónska, baskneska o.þ.h. öldum saman leitaðist rikisvaldið við að eyða menningu af þessu tagi og svipta lands- byggðina öllu frumkvæði i menn- ingarmálum, þannig að allir yrðu að elta „Parisartiskuna” á hvaða sviði sem væri. Sýslunum var m.a. ætlað að vera verkfæri stjórnarinnar i þessari viðleitni. Undanfarin ár hafa hins vegar risið upp samtök viða um landið, sem berjast fyrir þvi að snúa þessari aldagömlu þróun við og efla menningu og tungu hvers svæðis. Félagar þeirra og stuðn- ingsmenn lita svo á að sú stefna sé hin eina og sanna „dreifing valds”. Pisani var þvi spurður hvernig hann vildi efla landshluta og hvort hann vildi ekki afnema sýslur með öllu. En hann visaði þvi frá sér og sagði að almenning- ur myndi litinn hag hafa af þvi ef valdið væri aðeins flutt frá Paris til höfuðborgar einhvers lands- hluta, t.d. Rennes, höfuðborgar Bretaniu; það þyrfti að ganga að framkvæmdunum á annan hátt. Greinilegt var að hér rákust á tvær ólikar skoðanir um „vald- dreifingu”,en um þær var þó ekki fjallað meira, þvi að umræðurnar leystust nú upp i hálfgert þras um tækniatriði og um afstöðu hreppa, sýslna og landshluta. Pisani hraut af vörum griskt orð og bauluðu þá áheyrendur. „Já, afsakið að ég skuli nota orð sem menn skilja ekki — eink- um i þessu hverfi!” Svo varð hann að fara, og stóð þá Michel de la Fourniere fyrir svörum, en hann þekkti málið ekki eins vel og Pisani, svo að honum fórst það óhönduglega. Umræðurnar urðu stefnulausar og hálfgert rót komst á menn. Hann kemur! Þá kviknaði allt i einu skært, hvitt ljós i anddyri salarins eins og það sem að sögn fylgdi kraft- birtingu guðdómsins ifornum hof um. Dauðaþögn varð, allir litu i átt til dyranna og einhver hvislaði „hann kemur” Svo opnuðust dyrnar og Francois Mitterrand gekk hægt inn i fararbroddi undarlegrar prósessiu; rétt á eft- irhonum gekk maður, sem hélt á hljóðnema i langri stöng þannig að hann dinglaði nokkra senti- metra fyrir framan varir flokks- leiðtogans. Siðan fór maður, sem hélt á kvikmyndavél og miðaði henni i sifellu á hnakka leiðtog- ans. Þá gengu menn með flóð- lampa i hendi og loks fór ballett- flokkur ljósmyndara. Þessi prósessia gekk hægt i gegnum salinn og upp á sviðið eins og fremja ætti undarlega trúarat- höfn óþekktra trúarbragða. Svo settist Mitterrand i sætið sem honum var merkt, en ræðumenn og aðrir flokkspótentátar þyrpt- ust i kringum hann. A meðan varð hlé á fundinum. „Sýnikennsla i dreifingu valds!” sagði einhver háðslega i salnum. Eftir stutta stund hélt fundur- inn áfram og stóð Michel de la Fourniere enn fyrir svörum, en Mitterrand horfði hugsandi út i loftið og nagaði gleraugun. Hann virtist þreytulegur. Enn var talað um afstöðu hreppa, sýslna og landshluta og virtust umræðurn- ar ætla að lenda þar i endanlegri sjálfheldu. Frá Perpignan, höfuðstað Austur- Pyreneahéraða, sem ibúarnir vilja kalla Norður-Katalóniu. Hvernig á að taka á svæðamenn- ingu? Svo greip Mitterrand skyndi- lega eina spurningu á lofti og not- aði hana sem átyllu til að setja fram skoðun sina á málinu i ljósi reynslu sinnar sem bæjarstjóri i smábænum Chateau-Chinon i miðju Frakklandi. Hann hélt sig mjög við staðreyndir og lýsti rækilega þeim vandamálum, sem upp geta komið, og aðferðum til að leysa þau. Eftir stutta stund virtist það augljóst að i umræð- unum fram til þessa hefðu málin Edgard Pisani; hefðisómt sér vel sem skólastjóri ibændaskóla. verið sett fram á allt of einfaldan og einstrengingslegan hátt; veru- leikinn væri miklu flóknari en svo að unnt væri að loka hann inni i einfaldri formúlu með þremur ákveðnum stærðum. Mitterrand útskýrði i fyrstu hvað hreppar væru og hvaða hlutverki þeir gegndu úti á landsbyggðinni (en um það virtust menntamenn Latinuhverfisins hafa nokkuð óljósar hugmyndir.) og siöan afstöðuna milli hreppa og sýslna; ekki væri aðeins um þetta tvennt að ræða, þvi að hreppsnefndir gætu gert með sér frjáls samtök til ýmissa framkvæmda — slik samtök væru þegar til — og með þvi móti jafnvel „virkjað” sýslu- stjórnir i sina þágu. Samtök af þessu tagi væri hægt að efla á ýmsum grundvelli og setti hann fram ýmsar tillögur um það. Slóttugheit sérfræðinga Eftir þessa ræðu Mitterrands varð þögn, þvi að hann hafði i raun og veru svarað flestum þeim spurningum sem f.ram höfðu komið, svo að málið virtist útrætt i það sinn. Loks tók einn af áheyr- endunum til máls: „Það er kannske ljótt að tala um það á þessum stað, en hvað finnst þér um ofurvald opinberra verkfræðinga, sem segja hrepps- nefndum og bæjarstjórnum fyrir verkum og koma þannig i veg fyr- ir að lýðræðislega sé unniö að ýmsum framkvæmdum?” Mitterrand taldi þetta góða spurningu; menn gerðu sér oft ekki grein fyrir þvi hve ismeygi- legum þvingunum tæknifræð- ingar ýmsir beittu kjörna fulltrúa almennings til að fá þá til að framkvæma það sem þeir sjálfir álitu rétt. Notuðu þeir óspart þá aðstöðu, sem sérþekking þeirra veitti þeim. „Þvi eins og Þúkidides sagði, þá gengur hver maður eins langt og það vald, sem hann hefur, leyfir honum að gera”. Mitterrand sagðist halda að Þúkidides myndi ekki vera með öllu óþekktur á þessum slóðum og hélt svo áfram. Hann fór að út- skýra hvernig háttað væri sam- skiptum bæjarstjórna og verk- fræðinga, og hraut honum þá af vörum orðið „dumping”. Aheyrendur bauluðu nú sýnu hærra. „Æ, þetta er eitt af þeim sárafáu orðum sem ég kann i enskuv sagði Mitterrand, „mér ætti að leyfast þessi fordild hér”. Svo sagði hann frá þvi hvernig verkfræðingar i Chateau-Chinon hefðu einu sinni byggt forljótar tröppur i borginni að sér forspurðum. Hefði hann sjálfur haft allt aðrar hugmyndir um vegalagningu á þessum stað og þvi neytt verkfræðingana til að moka yfir tröppurnar og ganga svo frá staðnum eins og hann vildi. „Svo væri gaman að vita hvað fornle fafræðingar halda um þetta eftir 2000 ár”. Stefnuskrá og Ijót hús Einn af áheyrendunum sagði nú að þessar umræður væru orðnar allt of tæknilegar og farið að ræða um smáatriði. Það þyrfti að tala um grundvöllinn, stéttabaráttu og þjóðnýtingu, og svo spurði hann Mitterrand hvers vegna sósialistar hefðu falið frá hinni „sameiginlegu stefnuskrá”. Mitterrand tókst allur á loft og kom með mjögýtarlega skilgrein- ingu á stefnu flokksins i þjóðnýt- ingarmálum. Sagði hann að sósialistar hefðu i engu fallið frá „sameiginlegu stefnuskránni” og lýsti þvi svo yfir að lokum að hann myndi gefast upp og játa sig sigraðan — ef manninum tækist að benda á eitt atriði, aðeins eitt, sern sósialistar hefðu fallið frá og fylgdu ekki lengur. Það varð þögn i salnum. „Ég tek mikla áhættu”, sagði Mitterrand annars hugar. „Það er nú orðið nokkuð langt siðan ég hef lesið stefnuskrána — en þú hefur kannske lesið hana nýlega. Og kannske tekst þér það sem engum hefur tekist, að finna atr- iði sem sósialistar hafá fallið frá”. Umræðurnar urðu ekki lengri, þvi að maðurinn gat ekki komið með neitt dæmi — og augljóst var, að þótt áheyrendurnir væru gagn- rýnir og létu skoðun sina óspart i ljós ef þeim mislikaöi, voru þeir allir á bandi Mitterrands i þessu máli. Engin tók undir þá gagn- rýni kommúnista á stefnu hans, sem maðurinn hafði gert að sinni. Mitterand sneri sér þá aftur að fyrra umræðuefni og flutti loka- orðin: „Þegar ég tók við embætti bæjarstjóra i Chateau-Chinon var verið að byggja þar hræðilega ljót fjölbýlishús, sem spilltu mjög bæjarsvipnum. En hvað átti ég að gera? Fjöldi manns var hús- næðislaus og beið eftir þessum húsum. Ég lét þvi halda smiðinni áfram, og þótt það komi fyrir að ég sjái eftir þvi nú — þegar ég geng fram hjá þeim og sé hvað þau eru afstyrmislega ljót — veit ég að ég átti ekki annars kostar völ. Augljóst er að borgir nútim- ans eins og þær eru skipulagðar munu um langt skeið enn hafa áhrif á lif okkar. En það er i sliku umhverfi sem við verðum að skapa okkar félagslif framtiðar- innar.” Meðan Mitterrand talaði hopp- uðu ljósmyndarar i einhvers kon- ar hringdans umhverfis hann og þvi ákafar sem nær dró fundar- lokum. En nú var komið fram undir miðnætti og sleit Bernard Pingaud fundinum, og áheyrend- ur dreifðust um fásetin kaffihús Heilags Jakobs götu. e.m.j. Bandariskar geimferjur i reynsiufiugi. Sex eru nú I smiðum. Geimskutlur þegarbókaðar til 25 ferða Sovétmenn hafa nýlega sett nýtt heimsmet i þvi að halda úti leiðangri í geimnum. A meðan geristfátt stórra tiðinda i banda- riskum geimsiglingum, en þó er unnið að undirbúningsstarfi undir næsta áfanga, sem hefst i mars á næsta ári með þvi að ein af hinum svonefndu geimskutlum fer á loft. Verið er að þjálfa 35 geimfara til að starfa i áhöfnum geim- skutlna. Þeirra á meðal eru sex konur, fyrstu konurnar sem Bandarikjamenn þjálfa til geim- ferða. Sovétmenn skutu Val- entinu Teresjkovu á loft fyrir mörgun árum, en hafa ekki sent aðra konu út i geiminn siðan. Þegar hefur verið gerð áætlun um fyrstu 25 ferðir geimskutlna út i geiminn, og flutningsgeta þeirra, 30 smálestir i hverri ferð, er þegar bókuð fyrir allar þessar ferðir. Merkasta verkefnið sem geim- skutlur eiga að vinna á næsta ári er að flytja geimrannsóknastöð- ina Skylab upp á braut sem er lengra frá jörðu — þar með á að koma i veg fyrir að hún steypist til jarðar. Helsta verkefni áhafna geim skutlanna verður fólgið i þvi, að koma á loft gerfihnöttum til ýmislegrar þjónustu og einnig geimrannsóknastöðvum, sem hægt er að manna. Meða; þeirra aðila sem leigt hafa pláss i geim- skutlum eru bandariskar og er- lendar sjónvarpsstöðvar. Til þessa hefur það kostað um 25 miljónir dollara að koma hverj- um fjarskiptahnettiá loft, en hver Sex konur eru þjálfaðar til geimferða. skutla getur flutt tvo slika á braut fyrir alls 21 miljón dollara. Sparnaðurinn nemur um helm- ingi kostnaðar. Aðalkostur geimskutlna er sá, að þær eru fyrstu geimfarkost- irnir sem hægt er að nota hvað eftir annað, eða allt að hundrað sinnum.Sex geimskutlur eru nú i smiðum, og sú þriðja, sem tilbúin verður, fer beina leið til flughers- ins. 1 annan stað gefst bandarísku geimferðastofnuninni NASA nú tækifæri til að hafa verulegar tekjur af geimsiglingum. Er þá ekki aðeins átt við uppsetningu fjarskiptahnatta heldur hafa mörg fyrirtæki og visindastofn- anir áhuga á að prófa framleiðslu sina við aðstæður þyngdarleysis eða þá gera ákveðnar tilraunir „úr jarðsambandi”. FYRIRLESTRAR um sögu byggingarlistar Undanfarin ár hefur margt ver- ið rætt og ritað um húsagerð og skipulag i borgum en hins vegar litið verið gert til þess að fjalla unt húsagerðalist i viðu sam- hengi, sögulega þróun hennar á þessari öld, stílbreytingar og svo tengsl islenskrar húsagerðarlist- rar við erlend viðhorf. Listráð að Kjarvalsstöðum hefur nú ákveðið að efna til fyrirlestra um sögu byggingailistar og mun Gestur ólafsson arkitekt flytja þá. Litur fyrirlestraröð hans svona út: Mánudaginn 13. mars Rætur nútima byggingalistar Mánudaginn 20. mars Þróun vestrænnar byggingalistar á 20 öld. Þriðjudaginn 27. mars íslensk byggingalist i 80 ár Fara þessir fyrirlestrar fram i fundarsal Kjarvalsstaða kl. 17.30 alla dagana og er allt áhugafólk hvatt til að sækja þá. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.