Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. mars 1978
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON:
Umræöan um blessað lýðræöið
hefur staðið með miklum blóma
siðustu vikur. Vigreifir ritstjórar
hafa skeggrætt um lögbrot og ó-
hlýðni almennings ýið tilskipanir
hins virðulega Alþingis. Grafal-
varlegur forsætisráðherra birtist
ásjónvarpsskermiogboðaði hrun
þjóðskipulagsins ef verkalýðs-
stéttin dirfðist að andmæla með
stuttu verkfalli kaupránslögunum
illræmdu. Vorblóm og haustfiflar
Alþýðuflokksins gengu grunnreif-
ir til kennslu og siðan var birtur
réttlætingarpistill i siðdegisblaði.
Fyrst Sólnes kæmist upp með að
svikja gjaldeyrislög og Aibert að
halda hund þá færí nú nafni Vil-
mundar landlæknis aldeildis ekki
að brjóta landslögin. Afinn labbað
nú einu sinni út af löggjafarsam-
komunni 1941 þegar kollegar hans
við Austurvöll framlengdu kjör-
timabil sitt i blóra viö stjórnar-
skrána. Við það stjórnarskrár-
bort var nota bene heldur hljótt
um þann lýðræðiskór sem siðustu
daga hefur hljómað eins og ör-
lagaópera eftir Wagner. Já, það
er skrýtið lýðræðið, sagði karlinn
fyrir vestan.
í boði eru frægð og frami að nokkrum árum liðnum....
Félagalýdræöi eöa
fjölmiðlalýðræði
- Þessi vetur verður sjálfsagt i
fróðleiksbókum framtiðarinnar
kallaður lýðræðisveturinn mikli.
Þá geysaði prófkiaraalda i is-
lenskuþjóðfélagi. Þá riðu frelsar-
ar lýðsins á hvitum hestum og
hófu atlöguað flokksþrælum allra
landa. Fæðingarkratar sögðu á
sigurstundu „nú er timi spilling-
arinnar liðinn” og settust siðan i
sæti feðranna. Óskabarn flokks-
skrifstofunnar i Framsókn þakk-
aði árangurinn baráttunni gegn
flokksvélinni. Erfðaprins flokks-
gjaldkerans tók i nafni fólksins
sæti skranforstjórans. Stundir
lýðræðisins voru margar og stór-
ar.
Og i miðri prófkjaraöldunni
kom svo hæstvirt rikisstjórn og
rifti nýgerðum samningum við
starfsfólkið, rænfli þorra lands-
manna margra vikna kaupi á
einu bretti og var svo steinhissa
að allir skyldu ekki bukka sig og
beygja í nafni lýðræðisins og
segja takk. „Vér lýðræðissinnar
vinnum sko i dag”, sögðu vernd-
arar kerfisins og létu stjórnar-
herrunum það góðfúslega eftir að
láta greipar sópa um vasa sina.
Prófkjaraalda lýðræðisvetrar-
ins mikla hefur margt leitt i ljós.
Hún hefur rótað upp i jarðvegi
lýðræðisins, feykt að sumra dómi
burtu fúnum stofnum. Timi
valdsherranna á að vera liðinn.
En er nú veruleikinn virkilega
svona einfaldur? Vissulega hafa
flokksstjórnirnar misst spón úr
sinum aski. En skyldi hann ekki
einfaldlega hafa fallið öðrum i
skaut? Liggur ekki vegurinn til
valda um hlið nýrra herra?
Hinn félagslegi
jarðvegur
Grundvöllur lýðræðislegs sam-
félags felst ekki eingöngu i form-
legum reglum um vai i trúnaðar-
stöður, frjálsum kosningum eða
lagasetningum á Alþingi. Þrátt
fyrir öll upphrópin siðustu daga
um lögbrot og lýðræði þá er það
nú einu sinni svo að formgerðin
sjálf getur aldrei til lengdar
tryggt varanleika hins lýðræðis-
lega samfélags. Rætur þess eru
miklu flóknari og viðtækari. Þær
liggja i starfsemi fjölmargra
samtaka fólksins sjálfs á hinum
ýmsu sviðum þjóðfélagsins. Fé-
lög verkamanna, sjómanna og
bænda, ungmennafélög hér áður
fyrr og samvinnufélög á blóma-
skeiði hugsjónati m a ns ,
málfundafélög, verslunarfélög,
samtök i atvinnulifi og fjölmarg-
ur annar félagsskapur hefur i
reynd orðið sá vettvangur þar
sem uppeldisstarfsemi hins lýð-
ræðislega samfélags fer fram.
Þar skapast sá skilningur á raun-
verulegu eðli og virkni lýðræðis-
legra starfshátta sem nauðsyn-
legur er þvi stjórnkerfi sem telj-
ast skal lýðræðislegt til frambúð-
ar. Þar festast með hverri kyn-
slóð þær venjur og þau viðhorf
sem eru i reynd liftrygging lýð-
ræðisins og engir valdhafar
megna að brjóta á bak aftur,
hversu skammsýnir og gerræðis-
fullir sém þeir annars kunna að
vera. 1 slikum félögum veljast
menn til trúnaðarstarfs, þar fara
fram kosningar á stjórn og öðrum
starfsmönnum, þar mótast bar-
áttan um stefnuna og völdin. Með
litiili þjóð eins og Islendingum er
þessi félagslegi jarðvegur lýð-
ræðisins afar mikilvægur. Hann
mótar náin persónuleg samskipti
þeirra sem valdir eru til forystu
og hinna almennu félaga: starfs-
hætti og viðhorf ár frá ári, áratug
af áratug.
Sé litið yfir forystusveit is-
lensku þjóðarinnar á undanförn-
um áratugum, reyndar alla þessa
öld, þá hefur þorri hennar hlotið
sitt lýðræðislega uppeldi á þenn-
an hátt. Með starfi i skólafélög-
um, stéttarfélögum, áhuga-
mannafélögum, og fjölmargir
siðan i sveitarstjórnum og á öðr-
um opinberum vettvangi hafa
stjórnendur gengið i gegnum þær
prófraunir sem eru óhjákvæmi-
legur þáttur i lýðræðislegu upp-
eldi þeirra sem fara skulu með
völdin. Ólik viðhorf andstæðra
stéttarfélaga hafa eðlilega skap-
að gagnstæð viðhorf i slíkri lýð-
ræðismótun. Starfið i sveitar-
stjórn fámenns dreifbýlishrepps
er eðlilega annað en i borgar-
stjórn Reykjavikur. Þátttaka i
Samtökum herstöðvaandstæð-
inga er framandi félagsmönnum i
Varðbergi. Otifundur Torfiisam-
takanna og samkomur á Hallær-
isplani eru býsna undarlegar i
augum Húseigendafélags
Reykjavikur. Andstæðurnar eru
vissulega magnaðar og margvis-
legar. Hitterþó meiraum vertað
allur þessi margslungni féíaga-
vefur er sá jarðvegur sem hið
raunverulega lýðræðislega sam-
félag sækir endurnýjun sína i.
Hann er hinn harði skóli lýðræðis-
legrar þátttöku, sá baráttuvett-
vangur þar sem fulltrúarnir og
fóikið skynja i verki þann veru-
leika sem er samfara lýðræðis-
legu þjóðmálastarfi. I raun má
með miklum rétti setja fram þá
fullyrðingu að án slikrar mótunar
á forystusveit i hinum viðtæka fé-
lagslega jarðvegi samfélagsins sé
raunverulegu lýðræði stefnt i
hættu hvað sem liður formlegum
lagasetningum eða öðrum bók-
staflegum leikreglum stjórnkerf-
isins. Það er hið félagslega upp-
eldi sem skiptir sköpum. Það er
hinn raunverulegi skóli lýðræðis-
ins.
Saga Evrópu á þessari öld sýnir
að félagslegt uppeldi i fjölmörg-
um samtökum, starfsemi i sveit-
arstjórnum eða á öðrum stjórn-
stigum sem eru i beinu sambandi
við daglegt lif fólksins, er sá úr-
slitaþáttur sem mestu ræður um
möguleika á sköpun raunverulegs
lýðræðislegs samfélags. Á slikum
vettvangi alast stjórnendurnir
upp við aðhald fólksins sjálfs en
slikt er i rauninni grundvaliarfor-
senda lýðræðisins. Lýðræði án
málefnalegs taumhalds frá fólk-
inu verður aldrei annað en dautt
form. Fundirnir þar sem félags-
mennirnir taka forystumennina
til bæna eru hinn harði lýðræðis-
legi skóli. Þeir sem aldrei hafa
gengið undir slik próf eiga erfitt
með að átta sig á hinu raunveru-
lega innihaldi hins lýðræðislega
samfélags. Rétturinn til að rifast
i návigi er grundvallarlögmál
lýðræðisins. Það eru skoðanirnar
og verkin, hin miskunnarlausa og
opna gagnrýni sem eru aðals-
merki lýðræðisins.
úr musterum
fjölmiðlanna
A þessum áratug hafa komið i
ljós grundvallabreytingar á upp-
sprettujarðvegi forystumanna i
islensku samfélagi. Þeir koma
ekki lengur eingöngu frá hinum
viðtæka vettvangi ólikra félags-
samtaka. Þeir ganga nú æ fleiri
vigreifir til valdastólanna. Ot úr
musterumfjölmiðlanna.Aðsitja i
sjónvarpssal á eintali við auga
kvikmyndavélarinnar verður i æ
rikari mæli sá skóli sem flestir
þeirra hafa hlotið. Imyndin á
skerminum kemur i stað hinna ó-
rólegu féiagsfunda. 1 stað þeirra,
sem árum saman voru hertir i
eldraunum hinnar miskunnar-
lausu lýðræðislegu umræðu,
koma nú æ fleiri úr röðum þeirra
sem á myndrænan hátt hafa verið
gestir á hverju heimili þótt eng-
inn hafi talað til þeirra, hvað þá
heldur átt við þá skoðanaskipti.
Hinn einmannalegi stóll i rökkri
sjónvarpssalarins verður hinu fé-
lagslega starfi yfirsterkari við
val á trúnaðarmönnum i opinber-
ar stöður innan hins lýðræðislega
skipulags.
Þótt þessarar þróunar hafi
fyrst farið að gæta hér á landi á
þessum áratug þá á hún sér lengri
aðdraganda i öðrum löndum. I
kjölfar útvarpsbyltingarinnar á
fyrri hluta þessarar aldar, en þó
einkum með útbreiðslu sjón-
varpsins upp úr 1950, fór hið lýð-
ræðislega samfélag á Vesturlönd-
um aðtaka verulegum stakka-
skiptum. Félagssamtök fólksins
sjálfs skiptu smátt og smátt
minna máli sem jarðvegur og
skóli fyrir þá menn sem siðar
voru valdir til forystu. 1 staðinn
urðu upptökusalir útvarps og
sjónvarps i æ rikari mæli vigvöll-
ur hinna nýju forystu. Fyrst i stað
gerðust hin nýju tæki viðbótar-
vettvangur fyrir þá Sem áður
höfðu skólast i hinum hefðbundnu
stjórnmalastofnunum. Upp úr
1960 fór hins vegar að verða skýrt
vart við það i þeim löndum sem
lengst hföðu notið útvarps og
sjónvarps að i raun og veru var
myndin á sjónvarpsskerminum
orðin ein sér nægileg forsenda til
aðyfirvinna alla aðra erfiðleika i
hinni lýðræðislegu baráttu um
völdin. Stefna og störf voru nán-
ast orðin aukaatriði. Það var
miðillinn sjálfur sem var boð-
skapurinn.
Fyrst Ronald Regan gat riðið
hvitum hesti i kvikmyndum Villta
Vestursins þá ætti hann eins að
geta stjórnað riki Californiu og
jafnvel Bandarikjunum sjálfum.
Fyrst iþróttafréttamaðurinn gat
fjallað svo vel um flókna viðburði
á leikvellinum ætti hann eins að
geta haldið um stjórnvölinn.
Fyrst veðurfræðingurinn gat sagt
svo rækilega fyrir um regn og
storma ætti hann eins að geta
ráðið við óveður efnahagsiifsins.
Andlitið eitt var nægileg trygging
fyrir áhrifum og sigri. Að vera
góðkuningi heima i stofu hjá þús-
undum og milljónunum var meira
virði en áratuga starf i hinum
gamla jarðvegi lýðræðisins,
félagasamtökum fólksins sjálfs.
Fjölmiðlarnir urðu hin nýja hlið
valdakerfisins. Forstjórar þeirra,
dagskrárstjórar og ritstjórar,
gengu inn i raðir flokksstjórnend-
anna og fóru að útdeila vinsæld-
um, áhrifum og völdum i sam-
félaginu.
Söluvaran
Frægasta dæmið um árangur
myndrænnar hönnunar i lýð-
ræðislegu samfélagi er hin sigur-
sæla kosningabarátta Nixons I
Bandarikjunum árið 1968. Stjórn-
endur baráttunnar gerðu sér
grein fyrir þvi að hinn gamli Nix-
on var harla léleg söluvara og
þess i stað ákváðu þeir að búa til
„nýjan” Nixon. Klukkutimum
saman mynduðu þeir hann i bak
og fyrir. Þeir létu hann æfa sig i
sjónvarpssölunum aftur og aftur.
Og þegar þeir höfðu náð kvik-
myndaspólum i kilómetratali, þá
fóru þeir i gegnum þær eina af
annarri, mynd af mynd og tindu
út örlitið bort þar sem Nixon birt-
ist i hagstæðu, góðviljuðu og
fegruðu ljósi og fléttuðu sið-
an saman þessi brot likt og kvik-
myndagerðamaður klippir sam-
an fáeina ramma úr einni spólu.
Úr þessum efniviði gerðu þeir ör-
stutt myndræn sýnishorn, kvik-
myndir fyrir sjónvarp sem hver
fyrir sig var hálf minúta, ein
minúta eða fáeinar minútur og
þar birtist þetta fágaða, valda
sýnishorn af frambjóðandanum
Richard Nixon. Það var sú mynd
sem flestir sáu. Myndin á skerm-
inum var „i raun” frambjóð-
andinn sjálfur. Hún er sá veru-
leiki sem fólkið kynnist áður en
kosningin fór fram. Saga Nixons
sýnir hins vegar hversu stórkost-
lega blekkjandi slikur veruleiki
getur verið.
Þótt kosningabarátta Nixons
sem gerð hefur verið ódauðleg i
hinni stuttu en snjöllu bók, The
Selling of the President, þá eru
dæmin óteljandi úr öllum þeim
löndum þar sem sjónvarpið er
orðið dagsdaglegur vettvangur
alls þorra ibúanna. Og á þessum
áratug sjáum við áhrifin i
islensku stjórnkerfi. Fréttaþulir,
fréttamenn, veðurfræðingar og
aðrir þeir sem birt hafa andlit sin
á skerminum dag eftir dag, viku
eftirviku, mánuð eftir mánuð, ár
eftir ár ganga nú beina leið i
kjörnar forystustöður á vettvangi
flokkanna, inn i sveitastjórnir,
inn á Alþingi. Mýndin á skermin-
um er orðin æðri en félagsstarfið
á meðal fólksins þegar kemur að
hinu lýðræðislega vali.
Ný auglýsing
Þessi þróun hér á landi og viða
um heim felur i sér að nýir meist-
arar eru komnir til sögunnar i
valdastofnunum þjóðfélagsins.
Það er vissulega rétt, sem sumir
trúboðar prófkjaranna hafa boð-
að, að forystumenn flokkanna
tröllríða nú ekki lengur valinu á
frambjóðendum liktog þeir gerðu
áður fyrr. En það er ekki þar með
sagt að valdið hafi færst i hendur
fólksins sjálfs með einföldum
hætti. Það eru nefnilega komnir
til sögunnar nýir milliliðir. Þeir
sitja ekki á kjörnum vettvangi
flokka eða félagasamtaka. Þeir
sitja i stjórnunarskrifstofum fjöl-
miðlanna: dagskrárstjórar, rit-
stjórar og aðrir yfirmenn þess
mannvals sem birtist á siðum
dagblaðanna, á öldum ljósvakans
og á skermi sjónvarpsins. Það
kann að vera rétt að Geir og
ólafur, Benedikt og Lúð-
Sjálfstæðisflokksins. Og Sigurjón
hinn bóginn borsa þeir i kampinn
vinur vor Emil, Jón Þórarinsson,
öðlingurinn Hjörtur Pálsson,
Guðmundur söngvari Jónsson,
Jónas Kristjánsson, Þorsteinn
Pálsson, ólafur Ragnarsson og
allir hinir. Leiklistardeild sjón-
varpsins og dagblaðið Visir geta
óskað sér til hamingju meö hinn
frábæra árangur Daviðs Odds-
sonar i nýafstöðnu prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins. Og Sigurjón
Fjeldsted sem stökk alskapaður
úr stól fréttaþularins i baráttu-
sæti á borgarstjórnarlistanum
knýr séra Emil til að setja enn á
ný auglýsingu i fjölmiðla:
„Nýr fréttaþulur óskast. Kaup-
ið er að visu lágt vegna kjara-
skerðingar rikisstjórnarinar. í
boði eru hins vegar frægð og
frami að nokkrum árum liðnum,
sæti i borgarstjórn eða á Alþingi
eða hvað annað sem hugurinn
girnist. Ahugamenn um völd og
virðingu sérstaklega hvattir til að
sækja. Hættið nú að puða i þreyt-
andi félagsstarfi, i stéttarfélögum
eða baráttuhreyfingum og setjist
heldur i þægilegt þularasæti sjón-
varpsins þar sem ekkert truflar
nema suðið i myndavélinni einni.
Ykkar er valdið. Umsóknareyðu-
blöð fást hjá simaverði sjón-
varpsins. Mynd óskast. Hún er
aðalatriðið.”