Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 12. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Eftirhreytur verkfallsins hafa einkennt dagblööin siöustu viku. Það er bersýnilegt á öilu aö ihaldið heldur sig hafa sloppið ineö skrekkinn og valdhrokinn er yfirgengilegur. „Vinnumála- stjóri” Reykjavikurborgar Fáir útvaldir Þá er enn eitt prófkjörið um garð gengið og allraflagðaþula ihaldsins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar ætti að vera að mestu ort. Að vanda voru marg- ir kallaðir en fáir útvaldir. Ekki reyndist „þörf fyrir Þórunni” nokkra sem hefur sagt SIS i hverju ihaldsblaðinu eftir annað undanfarið. Það var öllum brögðum beitt. Einn vesalings puðarinn tók hvað þá annað daginn snemma og sendi öllum kennurum i Reykjavik jólakort! Ekki dugði honum væntanlegur stuðningur þeirra sem börnin bæta nema til tiunda sætis, sem ekki er nema von: Kennara- skólinn útskrifar fremur kommúnista, hálfkomma, Maó- komma og jafnvel Evrópu- komma en raunverulega kenn- ara að sögn Kristins Snælands, sem kemst að þessari athyglis- verðu niðurstöðu i „Timanum” sunnudaginn 5. marz. Alika skammt dugði sögu- frægur hundur Sigriði Ásgeirs- dóttur: hvað eru menn lika að vilja með húmor i svona kosn- ingar? Sárast finn ég þó til með Ásgeiri Hannesi Eirikssyni, verzlunarmanni, sem sendi frá sér þetta neyðaröp i „Dagblað; inu” föstudaginn 3. þ.m.: „Þvi mun ekki trúað að óreyndu að þátttakendur i prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins láti óvið- komandi skyldmenni undirrit- aðs gjalda hortugra ritsmiðar Hundar og fjalakettír hafði strax fyrir verkfall hótað launafrádrætti „sem nemur 32 yfirvinnustundum ” (i minu ungdæmi hét þessi „vinnumála- stjóri” „félagsmálafulltrúi” og vissi enginn hvað hann gerði: visast hefur hann ekki gert neitt, enda þótt honum hafi nú i bili tekizt að reka af sér það slyðruorðiö).'-7v Verðugur arftaki „mannsins með stálhnefana” i fjármálaráðuneytinu hnykkir enn á og segir I viðtali við „Þjóðviljann”: „Við ráðum refsingunni”. Mig hefur lengi furðað á þeirri takmarkalausu undirgefni, sem stjórnendur opinberra stofnana sýna yfirboðurum sinum. Aldrei virðist hvarfla að þessum mönnum að standa með undir- mönnum sinum og vinnufélög- um, og svo til allir eru þeir eins og mýs undir einhverjum imynduðum ráðuneytisfjala- ketti. Hvað gæti yfirleitt gerzt ef þessir menn lýstu yfir samstöðu með undirmönnum sinum og hreinlega lokuðu sjoppunni i verkfaíli, löglegu sem ólöglegu? I versta falli væru þeir reknir og þó ekki fyrr en eftir ,,en hel- vedes ballade”. Flestir hafa þessir menn góða starfsmennt- un og ekki færu þeir á vergang, Þeir gætu meira að segja komið sér i verð pólitiskt með þvi að sýna af sér örlitinn manndóm. — En það er nú kannski til nokk- uð mikils mælzt. hans. Ritfrelsinu verður ekki viðhaldið með hugmyndafræði Andreasar Baader frá Þýska- landi „Penninn má aldrei kné- krjúpa fyrir puðrinu”. Þetta „óviðkomandi skyldmenni” verzlunarmannsins reyndist við nánari lesturveramóðir hans og hafa „gegnt stöðu varaborgar- fulltrúa” i Sjálfstæðisflokknum i Reykjavik. Nú þekkir maður ekki sem skyldi blóðböndin hjá andstæðingunum og veit ekki hvaða stútungskerling hjá ihald inu er ábyrg fyrir þessari ungu búðarloku, en einhvernveginn uggir mig að þeir i prófkjörinu hafi ekki tekið brýningunni. Klökkasta prófkjörssigurinn vann samt ekki ihaldsmaður heldur góður og gegn krati, örn Eiðsson. Hann reyndist sjálf- kjörinn i fyrsta sæti þeirra „sósialdemókratanna” i Garða- bæ, enda hafði hann einn gefið kost á sér, svona er nú mann- valið i þeim herbúðum. Stjórn- arandstöðunnar vegna skulum við vona það að hann hafi erindi sem erfiði Smáþjófar á ferð Smáþjófarnir hjá ihaldinu hópast gjarnan i samtök sem kalla sig „Junior Chamber” (American Style). Samtökin heldu kvöldverðarfund þann 7. marz og auglýsingin gefur nokkra innsýn i hugðarefni þess r „Hingað gekk hetjan unga” Þátttaka i verkfaiisa&gerðunum var mjög misjöfn meðal kennara, Vilmundur Gylfason menntaskóla- kennari var einn þeirra, sem ákváðu að mæta til kennslu. Hér sést hann koma til vinnu sinnar i IVlennta- skólanum i Reykjavik i fyrradag. Visismynd: BP. J peningaskrils sem ætlar sér að erfa landið og málfar sumra þeir ra sem helst ættu að hafa vit fyrir honum Rekstrarhagfræðingur er fenginn til að flytja inngang að kvikmynd: „Hvað fær okkur til að vinna vel? Hvers konar lifi lifir þú almennt? Éru peningar hvati, hver er munurinn á hreyfingu og hvatningu?” (Maður hélt nú að það þyrfti ekki að spyrja um það i svona hópi hvort peningar séu hvati! En þó að það ætti mig lífandi að flá gæti ég ekki gizkað á það hver munurinn er á „hreyfingu og hvatningu”). Og enn kvað hann: „Hvenær batna stjórnun- araðstæðurnar?” (Er það ekki þegar launþeginn heldur sig á mottunni?) „Stærsta vanda- málið sem við höfum átt við að glima i atvinnulifinu er tækifær- ið til þess að nota hæfileíka fólks”. Ekki veit ég hvað Gisli Jónssonsegði urn þessa siðustu setningu, henni er hér með visað til hans, ef hann skyldi rekast á þessar linur. Skemmtilegustu .söguskýr- ingu sem ég hef heyrt lengi er að sjálfsögðu að finna i „Þjóðvilj- anum”: „Ölafur Hansson pró- fessor, sem hefur vafalaust stuðlað meira en flestir menn aðrir að þvi að móta söguskoðun Islendinga á ofanverðri 20. öld, sagði einu sinni i tima i Menntaskóla, að i hvert sinn sem kuldinn i Frakklandi kæm- ist niður fyrir ákveðið lágmark yrði bylting þar i landi”. Ólafur er til alls vis, i minni tið i Menntaskólanum man ég að hann afgreiddi hugtakið „platónsk ást” i eitt skinti fvrir öll með þvi að hún „gengi ekki i praxis”! Or þvi minnzt er á sögu: Það var smáfrétt i „Dag- blaðinu” miðvikudaginn 8. marz sem einu sinni hefði þótt tiðindum sæta: „Kveldúlfi h/f formlega slitið”. Það er eitt af óunnum verkefnum islenzkrar sagnfræði að kanna það hvernig verzlunarauðvaldið hefur smátt og smátt og án þess að mikið bæri á hriísað öll völd af út- gerðarvaldinu i Sjálf- stæðisflokknum „Thorsararn- ir” mega muna fifil sinn fegri, og undur mega það heita ef það hefur aldrei hvarflað að yngri mönnum ættarinnar, að alveg séu þeir jafn réttbornir til póli- tiskra valda og heildsalablækur á borðvið Albert og Geir. —Eft- ir standa illseljanlegir kum- baldar á Hjalteyri, ömurlegur minnisvarði um eitt sterkasta auðvald sem við höfum átt við að búa tslendingar. ,Besta fréttabladiö’ „Morgunblaðið” kveðst á stundum vera bezta fréttablaðið en þó að andinn kunni að vera reiðubúinn, og þó ekki alltaf, er holdið veikt. „Timinn” tekur Moggatetur hressilega i karp- húsið þann 8.þ.m. fyrir það sem ekki verður annað séð en sébein fréttafölsun. Mála,vextir eru þeir að „Morgunblaðið” hlaut i Hæstarétti dóm vegna tveggja teikninga af þýzka rannsóknarlögreglumanninum Schiitz. „Timinn” kemst svo að orði: „Sá fáheyrði atburður gerðist, að þegar Mbl. segir frá dómnum sl. þriðjudag þá er fyrirsögn fréttar blaðsins: ,, Hæstiréttur lækkaði sektarfjár- hæðina”. Sektarfjárhæðin i hér- aðsdómi var þó eins og áður er sagt algerlega staðfest. Mun þetta vera öldungis óvenjulega frjálsleg túlkun á dómum hæstaréttar og það af hálfu dómþola sjálfra”. Það er svo kafli út af fyrir sig, að teiknarinn Sigmund, sem manni finnst að auðkenni smekkleysurnar sinar alveg nægjanlega, er sýknaður á grundvelli prentlaga vegna ónógrar nafngreiningar.! Stórmennskubragö Það fer ekkert á milli mála hvert er stórmennskubragð vik- unnar, það gaf að lita i fréttatil- kynningu frá Landsbankanum og Sveini Snorrasyni, hrl.: „Sveinn Snorrason, hrl. réttar- gæzlumaður Hauks Heiðars, og Barði Árnason, forstöðumaður erlendra viðskipta Landsbanka Islands, fóru um siðustu helgi til Sviss til þess að sannreyna þá staðhæfingu Hauks Heiðars að hann geymdi þar fjármuni, sem hann óskaði að rynnu til Lands- bankans upp i væntanlegar krölur bankans á hendur hon- um” (leturbreyting min). Hann verður kominn aftur á bankann eftir árið! J.Th.H. Takmörkuð áhrif sjónvarpsauglýsinga Áhrif sjónvarpsauglýs- , ; inga eru minni en menn ' hafa haldið. Að þeirri niðurstöðu kemst austur- riskur f jölmiðlafræðingur, Gabriele Kaiptza í nýlegri rannsókn. ’ Að vísu horfa margir á sjónvarp segir þar, en ekki „rétta" fólkið, ef svö'mættiað orði komast. Þeir sem lengst sitja við sjónvarp er flestir nokkuð við aldur og hafa miklu minni kaupgetu en gengur og gerist, auk þess sem erfiðara er að breyta neysluvenjum þeirra en þeirra sem yngri eru. Þessu fylgir, að þeir ómót- uðu og forvitnu séu tiltölu- lega miklu duglegri les- endur blaða og tímarita, en langsetufólk við sjónvarp. Þá kemur það og fram, að t.d. í Vestur-Þýskalandi reynist það mun dýrara að ná til viðskiptavina með auglýsingu í sjónvarpi en í blöðum. Kostnaður á hverja 1000 áhorfendur er mun meiri en kostnaður sá sem leggja verður í tii að ná til 1000 lesenda blaða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.