Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 12. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Sköpun m?' evu — Hvaö ertu eiginlega aö gera? — Ég er bara aö þykjast Lýsingin virkar ekki nema um hábjartan dag þegar maöur hefur ekkert viö hana aö gera. Nú skaltu bleyta negatlfið af þér í framkallaran- um. garðinum Umburðarlyndi Þaö er engin ástæða til að fá sér ekki matarbita i hádeginu. Heimilis-Tfminn Himnaríki er fundið. bar voru á boðstólum um 1200 tegundir léttra vina fyrir utan alla sterka drykki svo sem koniak, romm, ákaviti, vodka, genever, gin osfrv. Frásögn i Timanum Nú ber nýrra við Það mál sem hæst mun bera á komandi mánuðum er að sjálfsögðu efnahagsmálin. Tíminn. Veldi tilfinninganna Það verða þvi afhjúpaöir menn og berstripaðir sem innan skamms taka til að berja sér á brjóst i kosningaáróðri. Kópavogur. Frostið oss herði „Urðum að sofa hver ofan á öðrum og borða gamalt uppþorn- að Prince-polo” Viðtal viö veðurteppta. Hvíla sig frá argaþrasi? Hvaða erindi á fimm barna móðir i borgarstjórn? Úr kosningabæklingi Tungutak kröfutíma Að visu er kynhvötin, aðdráttaraflið milli kynjanna, einn sterkasti orkuketill ástarinn- ar. Morgunblaðið Og hann fór fyrir þeim í eldstólpa. Held að Alþýðuflokkurinn sé eina ljósið i myrkrinu Bjarni Guönason I viötali. Frekjan i þessum Rússum! A snjómaðurinn sér sovéskan frænda? Morgunblaöiö. Hver skýtur hvern Ahugamenn um skotvopn verða fyrir barðinu á Alþingi. Dagblaöiö. Kjarnorkumaðurinn Jón G. Sólnes er kjarnamaður, dáður af öllum sem hann þekkja fyrir visku, framsýni og atorku. Dagblaöiö. En við Framsóknarmenn forðumst allar öfgar Lögreglumenn fyrir ofan mig, dauðinn fyrir neðan. Timinn Frumleg stefnumótun Reykjavik — höfuðborg alls landsins. Fyrirsögn á boöskap eins af þátttakendum i prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins. Gjafir eru yður gefnar Alþýðuflokkurinn ætlar sér stærstan hlut af óánægju okkar sjálfstæðismanna. Þvi til stað- festingar hefur hann slitið upp með rótum siðustu tengsl sin við alþýðu og verkalýð. Eftir stendur ótrúlega samstilltur hagsmuna- hópur aðstöðubraskara: Sæl- gætisdómkratar sem ekki kunna að stafsetja orðið jafnaðarstefna og ágengur helmingaskiptaflokk- ur kerfisherra sem kynslóðum saman hafa haldiö það æðstu skyldu samfélagsins að sjá þeim og fjölskyldum þeirra farborða Ur rikisjötunni. Ásgeir Hannes Eiriksson. Adolf J. Petersen: VÍSNAMÁL Þegar dvinar dagsins önn Þorri er liðinn að þessu sinni. Hann hefur oft verið haröari en nú og orðið mörgum langur og leiður, eins og stendur i þessari gömlu visu: Þegar vanta varmaföng, vistir og heyjaforðann, þorradægrin þykja löng, þegar hann blæs á norðan. Góa er tekin við. Ekki höfum við farið varhluta af vetrar- veðrunum hér á landi, hriðar, frost, stormur, eins og bUast má við á þessum tima. Það á lika að vera svona, samkvæmt þessari gömlu visu: Ef aö Góa öll er góð, ýtar skulu þaö muna, þá mun Harpa, hennar jóö, herða veöráttuna. Vesturislendingurinn Baldvin Halldórsson, fæddur 1862 i Harriarsgerði i Skagafirði, kvað um Góu: Ekki er Góa ennþá hlý, alltaf snjóar meira, heiftargróin grenjar i gaddað skógareyra. Það hefur kannski ekki verið nein undantekning með þá Góu sem Benedikt Gislason frá Hof- teigi kvað um: Góa á ennþá grimman tón, grenjar hásum munni, þaö sem okkar forna Frón fékk i nafngáfunni. Það var á Góunni árið 1754 sem Eggert ólafsson kvað: Hrönnum Góa grönnum snjóa færir, fönnum móa mokar á, mönnum fróa vill hún þá. A þessari Góu hefur verið betra aðhafa vistir og hUsaskjól fyrir menn og dýr. Þó eru þeir úti sem ekki fá i hús komið. Um smáfuglana kvað Guðmundur Eyjólfsson Geirdal: Við höfum mat og húsin hlý, en hjarta þeirra grætur, sem bjargarvana byljum i berjast daga og nætur. Þú sem nóg af öllu átt, að þeim fús skalt hlynna, er örlög þjaka á allan hátt utan veggja þinna. En það harðnar i ári hjá fleir- um, lika hjá þeim sem erja fyrir daglegum nauðþurftum, sem hækka i verði vegna gengisfell- inga, svo og verða aö þola launalækkanir sem affeiðingu af stjórnaraögerðum sem magna verðbólguna sem margir hafa andúð á. Einn af þeim er Bene- dikt Gislason frá Hofteigi. Ekki list honum verðbólguleiðin gæfulegri nú en áður, og kveður um gengislækunina: Þjóðin varö að þola margt þungt sem er að skoöa. Dýrtiöin má sýnast svart sorgarefni og voöa. Virðist henni leggi lið landhlauparar, gestir, siöan hana halda viö höfðingjarnir flestir. Benedikt hefur um dagana ort um fleira en verðbólgu og mis- gott stjórnarfar. Ljóðabók hans „Við vötnin ströng” ber þess gott vitni. Nú er Benedikt kom- inn á niræðisaldur. Sjálfur segir hann að dagsverkið sé farið að dragast saman og kveður: Þegar dvinar dagsins önn, dottar sól i skarði, þá er gott aö hitta Hvönn heima undir garöi. Þegar úti á eyðimörk einn ég þreyttur reika, hvað ég vildi hún bliöa Björk biði mér til leika. Þegar loks ég levsist frá Ufsins mæöu og kvölum, lofiö þiö mér aö lúra hjá Lilju i Hvannadölum. Benedikt hefur alltaf kennt sig við Hofteig, og sennilega finnsthonum sem hann eigi þar alltaf heima. Þó hann hafi um langt skeið dvalist i Revkjavík, þá hugsarhann heim og kveður: öfl mig teyma eigi bliö út um heima og geima, en mig dreymir alla tlö, að ég sveima heima. Það var á þvi herrans ári 1732 aðskólapiltifrá Knerri i Breiðu- vik, Bjarna Jónssyni að nafni, var visað úr skóla i Skálholti, sagt var vegna tornæmis, en sumir héldu vegna visu þessar- ar, sem hann kvað þar: Hérna kann ég viö mig verst, vatnið augun tæra. Mér aö reisa burt cr best, böl er þungt að læra. Þegar Bjarni reið burt frá Skálholti kvað hann: Héöan i burt með friö ég fer feginn og hjartaglaður. Veit ég ei, hvort verra er víti cöa Skálholtsstaöur. Það hvarflar að manni að varla geti sá verið tornæmur sem getur ort svona visur. 1 Visnamálum 26. febrúar s.l. varð orðaruglingur í visu eftir Vaffge sem hér leiðréttist. Svona er visan rétt: Kalsaöi ég viö karlinn minn, komst að mörgu geymdu. Ilann er einsog örlögin sem öllu halda leyndu. Höfundur er beðinn afsök- unar. Það eru enn að berast botnar við visuhelminginn Goð á stalli gulli skreytt gnæfir bak við tjöldin. Kona i Hróarskeldu i Dan- mörk sendi tvo botna; þann fyrri: Umhverfis það arkar greitt áhanganda fjöldinn. Þann siöari: Þegar gerist lifið leitt leitar þangað fjöldinn. Sigurður Draumland á Akur- eyri óskar að skjóta þessum botni að: Hcimskan þannig hefur greitt hrifsað til sln, völdin. Sigurður bætir svo athuga- semd við, eða þessari rúsinu i endann: Sjálfsálita sögu frá sýndarmennsku skrifa, heimalnirigar hér sem á himneskunni lifa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.