Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. mars 1978
NYTT STETTARFELAG:
Stundakennarar við
HÍ á þriðja hundrað
Hinn 8. febrúar slðastliOinn var
haidinn fjölmennur fundur
stundakennara viö Háskóla
islands, þar sem rædd voru ýmis
hagsmunamál stundakennara.
Fundarmenn ákváöu aö stofna
meö sér samtök og kusu þeim 7
manna stjórn á fundinum.
Stundakennarar við Háskóla
islands eru nú 200—300 talsins.
Þeir inna af hendi mjög veruleg-
an og vaxandi hluta kennslunnai;
um og yfir helming i ýmsum
greinum, og þess eru jafnvel
dæmi, að heilar námsgreinar séu
einvörðungu kenndar af stunda-
kennurum. Með nýfengnum rétti
fastra kennara til rannsóknar-
leyfa með reglubundnum hætti
eykst enn hlutur stundakennara á
öllum stigum háskólakennslu.
Sömu áhrif hefur aukinn fjöldi
nemenda og kennslugreina, enda
fjölgar ár frá ári þeim mönnum,
sem hafa stundakennslu við Há-
skóla Islands að aðalstarfi.
Þótt stundakennsla hafi farið
sivaxandi um margra ára skeið,
er ráðningu manna og launakjör-
um við þessi störf háttað eins og
einvörðungu væri um að ræða
ihlaupavinnu i forföllum fastra
kennara eða þar til fastir kenn-
arar fengjust til að taka þessi
verk að sér. Telja stundakenn-
arar, að vinnuframlag þeirra sé
verulega vanmetið og ekki sé tek-
ið tillit til erfiðrar aðstöðu þeirra
hvað snertir vinnuskilyrði og
öryggisleysis sem starfinu fylgir.
Ennfremur telja þeir algjörlega
óviðunandi, að kaup þeirra og
kjör séu einhliða ákvörðuð i við-
komandi ráðuneytum eins og nú
er.
Stundakennarar álita, að bæði
skólinnog nemendur hans eigi rétt
á þvi, að stundakennslan sé
sómasamlega af hendi leyst og
ekki lakar undirbúin eða fram-
kvæmd en gerist um kennslu
fastra kennara. Svo vill til, að
stundakennarar eru oftast ráðnir
að frumkvæði skólans og fastra
kennara hans. Þeir lita þvi svo á,
að skólinn hafi lýst þvi yfir, að
þeir teljist hæfir til að inna
kennslu sina af hendi með þeim
hætti sem háskóla sæmir.
Af; framansögðu er ljóst, að þao
er Háskóla Islands og stúdentum
brýn nauðsyn, að stundakennur-
um sé gert kieýftað vanda vel
verk sin. Þ-e.a.s., þeim sé i
fyrsta lagi tryggt lágmarksat-
vinnuöryggi og i öðru lagi sóma-
samleg laun á kennslutimanum.
Að þvi takmarki miða þau drög
að kröfugerð, sem samþykkt voru
á stofnufundi Samtaka stunda-
kennara við Háskóla Islands. A
fundinum var ennfremur
samþykkt eftirfarandi ályktun:
Stofnfundur Samtaka stunda-
kennara 8. febrúar 1978 ályktar
að fela stjórn Samtakanna að
taka þegar i stað upp samninga
við Háskólayfirvöld samkvæmt
kröfugerð, sem samþykkt var á
fundinum. Náist ekki viðunandi
samningar fyrir lok kennslu á
vormisseri 1978, skal félagsfund-
ur taka ákvörðun um frekari að-
gerðir. Félagsmenn áskilja sér
allán rétt til þátttöku i slikum að-
gerðum ef til þeirra kemur.
Stjórnina skipa: Helga
Guðmundsdóttir, Ingi Sigurösson,
Jón Eiriksson, Kristján Linnet,
Ölafur Jónsson, Sigriður
Guðmundsdóttir og Vilhjálmur
Kjartansson.
(Samtök stundakennara)
KOSNINGABARATTA
£? vW/- aJr fprri
koHCt* J>r*x vexr
idi'to vtð' •*
u
komst
Hdvx *>
<IQ -FrCLtiex A
Óska-
starf
karla er
að vera
skógar-
vörður!
Þýskir karlmenn sem aö þvi
voru spurðir, hvaöa ævistarf
þeir heföu helst kosiö sér heföu
þeir mátt sjálfir ráöa, nefndu
flestir starf skógarvaröa eöa
24% þeirra er spuröir voru.
Aftur á móti töldu konur flest-
ar, (30%) aö þær helst vildu sjá
sinn maka eöa draumaprins i
hlutverki læknis. Læknisstarfiö
var hinsvegar i tólfta sæti hjá
karlmönnunum sjálfum.
Spurningin sem karlar fengu
var á þessa leið: „Menn geta
ekki komist yfir allt á æfi sinni
sem þeir gjarna vildu. En hvert
af þessum störfum (listi fylgir)
hefði fallið yður sérstaklega vel
i geð? Nefna má fleiri en einn
starfa”.
Konur fengu hliðstæða spurn-
ingu, nema hvað þær voru ekki
spurðar um störf sem þær vildu
sjálfar helst gegna heldur um
óskastarf til handa sinum karli.
Hér fara á eftir úrslitin hjá
körlum (talan nefnir þann
hundraðshluta svarenda sem
starfið nefndu):
Skógarvörður............. 24
Verkfræðingur............ 21
Flugmaður................ 17
Kennari.................. 15
Vélstjóri................ 15
Embættismaður............ 15
Arkitekt................. 14
Bllstjóri................ 13
Atvinnuhermaður ......... 11
Bóndi ................... 11
Sjómaður................. 11
Læknir................... 11
Blaðamaður............... 11
Tónlistarmaður........... 10
Dómari,lögfr............. 10
Eimlestarstjóri........... 7
Stjórnmálamaður .......... 7
Sálfræðingur.............. 7
Kokkur, bakari............ 6
Prófessor................. 4
Efnafræðingur............. 4
Prestur................... 3
Konur nefndu helst til þessi
störf:
Læknir................... 30
Arkitekt................. 29
Embættismaður............ 29
Verkfræðingur............ 24
Kennari.................. 23
Skógarvörður............. 18
Lögfræðingur............. 17
Blaðamaður............... 14
Prófessor................ 11
Flugmaður................ 10
Sálfræðingur.............. 8
Bóndi .................... 8
Kokkur,bakari............. 7
Efnafræðingur............. 7
Vélstjóri................. 6
Atvinnuhermaður .......... 6
Stjórnmálamaöur........... 5
Prestur................... 4
Sjómaður.................. 3
Rakari.................... 3