Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 24
Sunnudagur f//T7777Tá '*//í /i i __■wUbáaaH mars 1978 Aftalsimi l>jóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. l'tan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simumr Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Kinnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Stjórnmálafræði er tiltölulega ung fræðigrein, og enn sem komið er hafa fáir stundað rannsóknir að islenskum við- fangsefnum i þeirri grein. Einn þeirra sem hafa lagt til atlögu við islenska stjórnmálafræði er Svanur Kristjánsson lektor i fél- ags visin dadeild Háskóla islands. Komið hefur út bækl- ingur eftir liann um verkalýðs- hreyfinguna 1920-1930, og innan skamms mun væntanlegt frá honum rit um sögu Sjálfstæðis- flokksins 1929-1944. Fleira á Svanur i fórum sínum um sögu og þróun islenskra stjórnmála á þessari öld, þvi að hann hefur samið doktorsritgerð um þau efni: „Sættir og ágreiningur i islenskum stjórnmálum 1916- 1944”. Hún er skrifuð á ensku og var varin við bandariskan háskóla á sl. hausti. Tiðinda- maður blaðsins gekk á fund Svans og leitaði frétta af viður- eign hans við forvitnilegt efni. —• Hvað réð vali þínu á við- fangsefni? — Eg vildi fást við islenskt efni enda af nógu að taka. Fyrsta hugmynd min var sú að gera könnun á samtimanum, td. á kosningáhegðan fólks, og semja sögulegan inngang að niðurstöðum hennar. Siðar þótt- ist ég sjá að hinn sögulegi að- dragandi væri einskonar lykill að nútimanum og skipti sköpum fyrir ástand mála i dag. Ég fór þvi i þann farveg að hyggja að þvi, hvað hefði verið tekist á um og um hvað verið samkomulag i islenskum stjórnmálum á þess- um þrem áratugum frá heims- styrjöldinni fyrri. Leikreglur mótast Fyrra ártalið sem markar limaskeið athugunar minnar, 1916, miðar við tilkomu nýrra stjórnmálaflokka og hagsmuna- samtaka. A þvi ári voru Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokkur stofnaðir, sá siðarnefndi var jafnframt Alþýðusamband isiands. Sama árið varð til Félag islenskra botnvörpu- skipaeigenda, en Verslunarráð isiands árið eftir. Siðara ártal- ið, ’44, visar bæði til myndunar nýsköpunarstjórnarinnar og til stofnunar lýðveldis á ísiandi. Verkalýðsflokkarnir báðir og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu saman að nýsköpuninni, en að lýðveldisstofnun unnu allir flokkar, enda kom fram fylgi við málið hjá 95% þeirra sem atkvæði greiddu en það voru 98% kjósenda. Ég hygg að á athugunartima- bili minu, 1916-1944, hafi smám saman verið að mótast ákveðn- ar leikreglur i islenskum stjórn- málum, og þær hafi i stórum dráttum verið i gildi siðan. A timabilinu frá striðslokum hef- ur verið sjaldgæft að stjórn- málaflokkar hafi gefið út yfir- lýsingar um það, að þeir mundu alls ekki vinna með tilteknum öðrum flokkum. Samskipti hagsmunasamtaka innbyrðis hafa einnig komist i fastar skorður og haldist i þeim. Hugsun min var sú, að heppi- legast mundi vera að taka fyrir það timabil 20. aldar þegar breytingar á Islensku þjóðfélagi hafa orðið örastar og djúptæk- astar. Annarsvegar var landið tekið að iðnvæðast — það hófst með togaraútgerðinni — hins- vegar var þjóðriki að verða til i landinu. Þetta tvennt tengist svo saman i stjórnmálalifinu. Ekki einangrað svið — Hvernig reyndist þér visindaleg leiðsögn viður- kenndra höfunda i heimi stjórn- málafræðinnar? — Þeir fræðimenn hafa reynst mér best til leiðsagnar sem hafa leitast við að skapa sér heildarsýn yfir þjóðfélagið. Ég hef mjög stuðst við höfunda sem hafa reynt að athuga, hvernig stjórnmál tengjast öðr- MyndritiA sýnir fylgni á milli hlutdeildar verkalýðs I kjósendahópi einstakra kjördæma og hlutdeildar verkalýAsflokka i kosningaúr- slitum í þeim sömu kjördæmum I seinni alþingiskosningunum 1942. (x-ás: manntal, y-ás: kosningar). Rætt við Svan Kristjánsson lektor um doktorsverkefni hans: „Sœttir og ágreiningur í íslenskum stjórnmálum 1916-1944” um þáttum þjóðfélagsins, eink- um efnahagslegum. Þetta eru venjulega sömu mennirnir sem hafa i huga sögulegar kringum- stæður, sem rætur fyrirbrigða og þróun. Svo eru aðrir fræðimenn sem villa um fyrir manni. Það eru þeir sem vilja hafa mjög skýra aðgreiningu milli viðfangsefna. Þeir segja sem svo, að stjórn- málafræðingar eigi að rannsaka stjórnmálin i þrengri skilningi, félagsfræðingar þjóðfélags- gerðina og félagslega lagskipt- ingu, hagfræðingar hagkerfið osfrv. Svipaðrar ættar eru þeir sem lita á einstakiingana án samfélags eða á samfélagið án fortiðar. Þá er td. stjórnmála- þátttaka skýrð með skóla- göngu: allir þeir sem eru skól- aðir taki meiri þátt i stjórnmáÞ um og hafí meiri áhrif i þjóðfél- aginu en hinir litt skólagengnu. Auglýst eftir sagnfræði — Hefurðu haft stuðning af rannsóknum annarra i islenskri stjórnmálafræði? — Þetta timabil hefur ekki verið rannsakað i heild áður. Doktorsritgerð Olafs R. Grims- sonar fjallar um næsta timabil á undan allt frá endurreisn alþingis. Hinsvegar eru til rit- gerðir um einstaka þætti islenskra stjórnmála á 20. öld og ég hef að sjálfsögðu notað þær. Ég hef notið góðs af ýmsum athugunum ólafs, td. yfirliti yfir þær upplýsingar um kosn- ingar sem til eru, svo og yfirliti yfir kosningalöggjöf. Þá vil ég nefna tvær BA-ritgerðir i stjórn- málafræði héðan úr Háskólan- um sem ég hef stuðst við: „Stjórnmálaflokkar og aðdrag- andinn að myndun Sjálfstæðis- flokksins” eftir Hallgrim Guðmundsson og „Kvenfélög á Islandi og stjórnmálahreyfing islenskra kvenna” eftir Auði Styrkársdóttur. Báðar þessar ritgerðir verða væntanlega gefnar út að tilhlutan Félags- visindadeildar. — Hvað um stuðning af sagn- fræðirannsóknum ? — Hann hefur verið minni en skyldi, og það er einmitt þetta sem gerir hinn mikla mun á stjórnmálafræðirannsóknum hér og i öðrum vestrænum lönd- um. Vöntun á sagnfræðilegri úrvinnslu er manni hér fjötur um fót. Fyrir liggur að rann- saka þjóðfélagsgerð, hags- munasamtök og stjórnmála- flokka. Það eru ekki til söguleg yfirlit yfir neitt af þessu, þannig að ég þurfti að gera þau sjálfur af litilli kunnáttu og með litlum undirbúningi, áður en ég get snúið mér að aðal viðfangsefn- inu. Ég þurfti að gera drög að hagsögu, og þó að til sé að visu meira af samanteknu efni um stjórnmálaflokka og hagsmuna- samtök, þá varð ég einnig á þvi sviði að byrja á þvi að gera mér mynd af þvi sem hefur gerst. Vegna þess hversu litið er til af unnu efni. er ekki um annað að gera en styðjast sem allra mest við frumheimildir: mann- töl, blööin, kosningaskýrslur þingtiðindi ASÍ. Til eru yfirlit yfir einstaka þætti og sumt af þvi er gagnlegt, td. bókin Sókn og sigrar eftir Þórarin Þór- arinsson. en þar er rakin saga i g iBi aT»ff dfi iTjib »i r»x»] Framsóknarflokksins fram til 1937. Einnig hef ég notið góðs af vinnu ýmissa sagnfræðinga einsog Björns Teitssonar, Heimis Þorleifssonar, Gunnars Karlssonar og Jóns Guðna- sonar. Flokksræði lengi lifi! — Hvað viltu segja um þróun flokkaskipunar á timabilinu? — Það er athyglisvert hvað breytingar á flokkaskipun verða á stuttum tima i upphafi tima- bilsins. Af þeim stjórnmála- flokkum sem tóku þátt i kosn- ingunum 1923 var enginn starf- andi fyrir 1916. Siðan hafa bæði horfið flokkar og nýir myndast: borgaralegu öflin voru áður sundruð en sameinast i Sjálf- stæðisflokknum 1929: horfið hefur Kommúnistaflokkur stofnaður 1930, og ýmiskonar hræringar aðra.r orðið á vinstri væng. Þróunin hefur gengið i þá átt, að grundvallar ágreiningur er nú siður fyrir hendi en áður var. Sá ágreiningur sem nú er mest áberandi, snýst miklu frekar um utanríkismál en gerðist meginhluta athugunar- timabilsins. — Hafa verið til stjórnmála- hreyfingarsem ekki hafa fundið farveg i flokkastarfsemi? — Ég efast um það. Að visu er hætta á þvi að slikar hreyfingar skilji litið eftir sig, td. i heimild- um, og þess vegna er ekki loku fyrir það skotið að manni sjáist yfir þær. Hinsvegar er það ólik- legt þvi að þjóðfélagið er litið, og mikil kosningaþátttaka segir lika sina sögu um aðdráttarafl starfandi stjórnmálaflokka á hverjum tima. Á það má benda að hindranir i vegi fyrir stjórn- málastarfsemi hafa verið litlar. Hér á landi hafa menn ekki verið ofsóttir vegna stjórnmála- skoðana i þeim mæli að þeir hafi þurft að hætta lifi eða limum til að taka þátt i stjórnmálum. Helsta óánægjan með stjórn- málaflokka á þessu timabili hefur komið fram i þvi, að nokkrum sinnum hafa setið heima nokkrir þeir sem venju- lega kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinnn. Hinsvegar var óánægja þeirra ekki svo megn að þeir gætu hugsað sér að kjósa aðra. A þessu timabili vinna verkalýðs- flokkarnir mikla kosningasigra þegar kosningaþátttaka er litil. Hnipin þjóö — Hvaða atriði komu þér mest á óvart i þessum könnunarleiðangri þínum aftur til tiltölulega núliðinnar for- tiðar? — Glansinn fer fljótt af tslandssögunni miðað við skóla- bókarlærdóminn. Ég á við að Islendingar hafi reynst svo ó- duglegir við að leysa aðstejandi þjóðfélagsvanda og hefja af eig- in rammleik þróun til nýrra þjóðfélagshátta. Sjálfur hef ég ekki lifað timabil mikils at- vinnuleysis eða fátæktar, og það kemur á óvart að allt tímabilið 1920—1940 er meira og minna atvinnuleysi, fyrstu 10 árin alltaf öðru hverju og siðan sam- fellt. Þjóðfélagið sjálft leysir ekki þennan vanda, heldur gerir breski herinn það fyrir okkur. Svipað má segja um helstu þjóðfélagsbreytingar hérlendis. Mér kom á óvart hvað erlend áhrif eru mikil á þróun efna- hagsmála og stjórnmála. Jafn- vel uppkoma sjálfs kapitalism- ans verður ekki skilin nema i tengslum við nágrannalöndin. Átakalitil eymd Þá vil ég benda á, að þjóð- félagsgerðin og stjórnmálalifið breytast mjög ört. Launavinna ryður sér til rúms á tiltölulega skömmum tima, um leið verða róttækar breytingar á búsetu og stéttaskipan. Miðað við þetta ástand: örar þjóðlifsbreytingar annarsvegar, atvinnuleysi og örbirgð hinsvegar, kemur mér á Svanur Kristjánsson lektor. óvart hvaö átökin eru litil i þjóð- félaginu Það er varla um að ræða neina stjórnmálahreyf- ingu, hvorki til hægri né vinstri, sem vilji kollvarpa skipulag- inu. Islendingar virðast að mestu sammála um veigamikil atriði, einsog td. að lýðræði sé fólgið i fulltrúalýðræði (þing- ræði) og að ofbeldi og stjórnmál fari ekki saman. Hér hefur eng- inn látið lifið i beinum stéttaá- tökum. Þau atriði sem sam- komulag er um eru fleiri og veigameiri en þau sem tekist er á um. Þau átök sem verða, haldast innan ákveðins ramma, og beitt er aðferðum sem flestir viðurkenna. Skuldbinding rannsóknarstarfs — Geta hægri maður og vinstri maður orðið sammála um mat á niðurstöðum stjórn- málafræðilegrar rannsóknar af þessu tagi? — Ég sé ekkert þvi til fyrir- stöðu. Ég hef ekki trú á þvi við- horfi sem er vinsælt meðal ým- issa þjóðfélagsfræðinga að „sitt sýnist hverjum”: menn hafi einfaldlega mismunandi viðhorf og siðan geti þeir fallist á rann- sóknarniðurstöður eða hafnað þeim eftir þvi sem þeim býður við að horfa. Ritgerð min fjallar um ákveð- ið timabil, og ég tel mig ekki geta hagrætt staðreyndum eftir minu höfði, um það sem raun- verulega gerðist. Það er enginn rannsóknarmaður laus undan þeirri skyldu að færa rök fyrir sinu máli og greina frá heimild- um, hver svo sem stjórnmála- viðhorf hans kunna að vera. Agreiningur vinstri og hægri varðandi þessa sögu held ég að snúist miklu fremur um það, hvað hefði gerst ef aðrar leiðir hefðu verið farnar. Ég hef heyrt hægri menn segja: I kreppunni og á striðsárunum voru skipu- lagshyggja og sósialisk úrræði ráðandi, og af þvi leiddi að hag- vöxtur var þá minni en á öðrum timum. Að minu mati er hér hlutum snúið við: Skipulags- hyggjan var viðbrögð við krepp- unni en ekki orsök hennar. Þvi má halda fram, að með enn meiri skipulagningu og róttæk- ari úrræðum hefði verið hægt að koma i veg fyrir þessa hörm- ungartima. Ut fyrir fræðin Þetta sýnir að menn hljóta að vera miklu frekar ósammála um það, „hvað hefði gerst ef annarra úrræða hefði verið leit- að”, heldur en um það, sem raunverulega gerðist. Vanga- veltum má halda áfram i það ó- endanlega: Hvað hefði gerst ef hér hefði komið upp „sahnur” byltingarflokkur verkalýðsins, flokkur sem hefði aðhyllst „rétta” hugmyndafræði einsog ýmsir mundu vilja orða það? Hér er hinsvegar komið útfyrir rannsóknarramma stjórnmála- fræðinnar. hi_

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.