Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Byltingarrómantik
Sp: Einn byltingarmann-
anna sem sendur er til þorpsins
játar á erfiðri stundu, að sér
finnist erfitt að láta sér þykja
vænt um fólkið sem hann er að
vinna fyrir. Arnaldur i Sölku
Völku segir á þá leið, að það sé
miklu skemmtilegra að boða
byltinguna en stjórna kaupfélag-
inu. Og þið minntust á Guineu-
Bissau. Finnst ykkur kannski,
að leikrit sem þetta gæti verið
köld vatnsgusa á þá sem ofhitna
af byltingarrómantik, hafa firna-
mikinn áhuga á frelsishreyfingu
meðan hún er að berjast,en hafa
gleymt áhuga sinum um leið og
hreyfingin vinnur sigur?
Já, vafalaust má lita þannig á
málið. En gleymum þvi ekki
heldur, að i leikritinu er aldrei
dregið i efa að halda beri áfram á
þeirri braut, sem lagt var inn á.
Sjálfsgagnrýnin
og vid
Sp: Opinber sjálfskoðun, sjálfs-
gagnrýni, er allmikið iðkuð i
leikritinu. Hafið þið sjálf reynt að
beita þessari aðferð i hópnum?
Það höfum við að visu gert. En
meira i grini en alvöru.
Ég held að hugarfar okkar sé
allsendis óviðbúið slikri iðju.
Kannski erum við i okkar
viðhorfum i raun og veru enn
ósveigjanlegri en kinversku
bændurnir sem erindrekar
byltingarinnar sitja á tali við dög-
um saman. (Þessu var andmælt).
Sp: Haldið þið kannski að þessi
sjálfsrýni með játningum, á yfir-
sjónum, með endurskoðun fyrri
viðhorfa, með hugarvili margs-
konar — haldið þið að þetta geti
orkaðfráhrindandiá áhorfendur?
Vafalaust. En liklega fer það
mest eftir pólitiskum viðhorfum
þeirra hvers og eins.
tslendingar geta sjálfir verið
haldnir ágætum hugmyndum, en
þeir eru þá hneigðir til að koma
sér hjá ,,hugarvili” með þvi að
skóta öllum framkvæmdum á
frest.
Aðlaðandi
og framandi
Sp: En hvernig verka sjálfs-
gagnrýniatriðin á ykkur sjálf?
Þau eru i senn aðlaðandi og
framandleg. Manni finnst það
væri gaman að reyna eitthvað i
þessa veru,en efast um leið um að
það sé mögulegt.
Öneitanlega væri það samt
gaman ef islenskir forystumenn
þyrðu að ganga fram og segja i
hreinskilni: þetta var rangt, ég
gerði vitleysur. Krafla til dæmis,
er vitleysa. Ég ber ábyrgðina.
Ætli það yrði ekki bara hlegið
um allt land?
Eða þá að menn féllu i yfirlið
unnvörpum.
Ef við treystum okkur ekki til
að byrja á sjálfum okkur, þá er
varla við þvi að búast að sjálfs-
gagnrýni eigi hljómgrunn úti i
þjóðfélaginu.
Mér finnst að þetta leikrit hafi
kennt mér talsvert um mina þjóð.
Með þeirri andstæðu við okkur
sem það sýnir. Og ég er þá enn
óánægðari með landa mina en
áður.
Undir lokin er borinn fram sá
kjarni málsins, að starfið heldur
áfram, að hinu hversdagslega
þolinmæðisstriti við að breyta
kjörum fólksins og þvi sjálfu
lýkur ekki. Það er ekki hægt að
stytta sér leið. Þvi segjum við
ekki: þetta er leikrit um
kinversku byltinguna, — henni er
ekki lokið.
Við imyndum okkur ekki, að við
séum að gera þeim stórtiðindum
sem kinverska byltingin er
verðug skil. Ekki heldur að við
förum með raunsæja lýsingu á
henni. Þetta verður islensk sýn-
ing á bresku leikriti sem gert er
eftir bandarisku heimildarriti um
ákveðna áfanga þessarar
byltingar — sýningin verður okk-
ar skilningur á öllu þessu.
Og kannski þessi vinna geri
okkur að betri manneskjum.
Kannski. En ætli margir þurfi
þá ekki að fara i endurhæfingu
eftir seinna verkefnið okkar i
vetur....
AB hripaði niður.
Matvæli á öskuhauga
Kálhausar frá Frakklandi
Ferskjur frá Sikiley
Það væri mikill mis-
skilningur að ætla, að
söluerfiðleikar islensks
landbúnaðar væru eitt-
hvert einsdæmi. Smjör-
fjöll, tómatafjöll og kál-
fjallgarðar eru hvers-
dagslegt viðfangsefni í
Tímaritið
Svart á hvítu
Út er koniið 2. tölublað af tima-
ritinu ,,SVART A HVÍTU”, sem
gefið cr út af Galleri Suðurgötu 7.
1 ritinu er ýtarlegt viðtal við
Magnús Pálsson, myndlistar-
mann, grein um kveðskap Meg-
asar eftir Skafta Halldórsson,
grein sem heitir „Byggt um-
hverfi” eftir arkitektana Stefán
Thors og Hrafn Hallgrimsson,
grein um breska samtimatónlist
eftir Örn Jónsson, Eggert Péturs-
son og Ingólf Arnarson. Þá eru
tvær þýddar greinar: önnur eftir
Peter Handke, sem nefnist ,,Ég
er ibúi filabeinsturnsins”, og hin
eftir Peter Larsen, sem fjallar
um framhaldsmyndaflokkinn,
McCloud, sem þekktur er úr
islenska sjónvarpinu. Einnig er i
timaritinu skáidskapur eftir
Megas, Stefán Snævarr, Einar
Kárason, William Burroughs,
Richard Brautigan o.fl. Auk þess
eru myndverk eftir ýmsa með-
limi samtakanna sem standa að
Galleri Suðurgötu 7. Ritið er 68
siður og prýtt fjölda mynda.
„Svart á hvitu” kemur út árs-
fjórðungslega. Næsta tölublað er
væntanlegt i maimánuði. Rit-
stjórn hvetur fólk að senda blað-
inu efni. Skilafrestur fyrir næsta
tölublað er 1. april. Ennfremur er
óskað eftir umboðsmönnum fyrir
ritið utan Reykjavikur. Tekið er á
móti áskriftum i sima 10852 og i
Galleri Suðurgötu 7 meðan á sýn-
ingum stendur. Ritið kostar kr.
800 úr bókabúð, en áskriftargjald
er kr. 2300 fyrir 4 tölublöð.
Er
sjonvarpið
bilaó?
Skjárinn
Sjdnvarpsverh stcaði
Bergsíað^sírati 38
simi
2-1940
löndum Efnahags-
bandalagsins.
Framfarir i ræktun og búvis-
indum hafa stórum hækkað nyt i
kúm og aukið afrakstur af hverj-
um hektara. Um leið hefur við-
koma stórlega dregist saman og
neytendum ekki fjölgað eins og
um hrið horfði.
Bændum er tryggt ákveðið lág-
marksverð fyrir afurðirnar,
hvortsem þærseljasteða ekki. Af
þeim ástaáium er óliklegt að þeir
sjálfir hafi frumkvæði um að
draga úr f ramleiðslunni.
Og matvæli frá Efnahags-
bandalagslöndum eru of dýr til að
þróunarlönd geti keypt þau.
Niðurstaðan af þessu öllu sést á
þessum myndum: matvæli fara á
öskuhauga, eru kramin i sundur
með jarðýtum, grafin i jörðu.