Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. mars 1978 * horn -------augað Þátttakendur í umræöunum eru Poul Burwell/ Steve Beresford og Annabel Nickolsson. Þetta fólk tilheyrir spunaf jölskyldunni bresku, og hefur fengist við tjáningarform sem margir eiga erfitt meö aö meötaka sem list. Meö nánari upplýsingar um spunahreyfinguna, má t.d. visa i tímaritið„Svart á hvítu", 2. árg. 1. tbl. Rétt er að geta þess, að vegna lélegrar upptöku á samtalinu, féllu einstaka kaflar úr, og er því samtalið gloppótt á köflum. Steve Paul UMRÆDUR UM PÍAIMÓIÐ ...Um kvöldið var „aðeyðileggja- píanókeppni” Píanógjörningar A.N. Segðu mér, hvaöa hluti setti Roy Ashbury á pianóiö? S.B. Ég veit það ekki, ég held að það sé ekki rétt að byrja á þvi. A.N.Manstu ekkihvernig þetta var? S.B. Blóm, blómapottar. Ég held að það sé rétt að byrja á þvi að velta fyrir sér hvers vegna fólk er að þessu... Eðli hljóðfærisins er að það er illhreyfanlegt... Það er verk eftir Lamonte Young, þar sem pianói er ýtt gegnum vegg. A.N. Ég framkvæmdi pianó- gjörning i ICA, þar sem þurfti sex manneskjur til að flytja pianóið inn i herbergið, það stóöu allir og horfðu á þetta úr fjarlægð, héldu sér i fjarlægð. Ég lagði blaðið á nótnaborðið og dró nóturnar i gegn... pappirshljóö... og nóturn- ar birtust á blaðinu, en enginn kom nógu nálægt til að geta séð... S.B. Þetta er lika spursmál um staðsetningu. Ef um er að ræða flygil er allt annað á sviöinu i beinni afstöðu frá honum. T.d. á konsert, er flygillinn fremst á sviðinu fyrir framan hljómsveit- ina. A.N. Ég kynntist pianóinu á nýjan hátt þegar ég kom hingað og fann þetta pianó úti garði. Það var í algjörri niðurniðslu og þegar rigndi fóru nóturnar á flot. Það var sjálfspilandi og nóturnar flutu rólega um. P.B. Það er eins og verkin hennar önnu Lockwood með pianóin i garðinum. Þar er nokkr- um pianóum plantað og sirka einu sinni á ári fer hún út og tekur þau upp á segulband, sérstakan hljóm á hvert hljóðfæri. Þau eru umvaxin trjám og plöntum, sem visna og rotna og það hefur þau áhrif að hljómur hljóðfærisins fær með timanum siaukinn niður- niðslublæ. Ég hef upplifað svipað i „aðeyðileggjapianókeppni” með David Toop og Bob Cobbing, á skátasamkomu, tjöld og allt, á eyju rétt úti fyrir Essex. Klukkan 11 um kvöldið var „aðeyðileggja- pianókeppni”. Þar voru u.þ.b. 200 manns og 3 pianó jöfnuð við jörðu. Þetta var flippaö, fjögurra manna lið kastandi pianóum i loft upp, ærandi hávaði. Allir hressir og fullir, allir þessir alþjóðlegu skátar. Að eyðileggja S.B. Athyglisvert. Ég sem stóð i þeirri meiningu að pianó væru hættuleg. Mér var sagt að þegar strengir eru settir i pianó, þáseturmaðurstrengina i, stillir þá og þýtur út á stundinni. Það er mikil hætta á aðstrengirn- ir hrökkvi úr og þá er svo mikill kraftur i þeim að þeir vaða i gegnum þykkt gler. Þeir geta steindrepið mann. Þannig að ég hélt að það væri hættulegt að eyðileggjapianó. Þegarég heyrði þessa sögu, hætti ég alveg að spila á innviði pianósins, ef einn strengur fer, þá er ég dauður. Ja, kannski ekki alveg, það er spurning um að allir fari i einu. Það var einu sinni fiðluleikari... P.B. Auðvitað getur gitar- strengur sem slitnar... Stundum þegar ég er að stilla gitarinn, sný ég mér undan... En i ,,að- eyðileggjapianókeppnum” eru pianóin oftast gömul, afstillt, „upprétt”, ólik flyglum sem hafa jú helmingi lengri strengi. A.N. En ég hélt að þú hefðir tekið þátt i „aðeyðileggja.... P.B.Jú, af veikum mætti fyrsta hálftimann. Þetta var fyrsta og eina verkið af þessu tagi sem mér hefur nokkurn tima verið falið að leysa af hendi. Skáldafélagið þurfti aðlosna við pianó. Ég pældi i ýmsum möguleikum svo sem að sökkva þvi eins og vatnagong Cage’s. En með þvi losnar maður ekki raunverulega við það svo við ákváðum aöbrjótaþaöi spað. Við köliuðum það „Nýtni” verk no. 1. Ég gerði það undir dulnefninu, Examiner no. 12. Við rifum það i sundur og fóik horfði á okkur streða. Það öskraði yfir stóru skrúfunum, 9 tommu löngum. Aiveg fullt af þeim. Eftir hvert pianó fór ég með leifarnar niður og henti þeim úti port. Áhorfendaskarinn hjálpaði til, eyðilagði reyndar tröppurnar og henti þessu niður i garð. S.B. Hvað varð eftir, bara harpan? P.B. Já i þetta skipti. Mér finnst aö við ættum að tala um af hverju fólk gerir þetta ekki við, ja t.d. saxófón.... S.B. Blessaður maður, það er nú gamalt, þeir notuðu það á 4. áratugnum. Sidney Becket notaði það. Að spila á klarinett og taka hluta úr þvi... þú gætir ekki gert það við saxofón hann er i einu lagi. P.B. Ég sá einu sinni verk i UFO klúbbnum, manstu... S.B. Nei ég bjó i 'Shorpshire þá. P.B. Shorpshire, einmitt það já. Einhver samdi verk fyrir básúnu og mann. Annar spilaði á básúnu meðan hinn afklæddi sig. Um leið og hann fór Ur frakkan- um tók hinn hluta af básúnunni, alveg niður i munnstykki og nærbuxur. Göngum viö i kringum... S.B. David Tudor var maður sem notaði pianóið á þennan hátt. Hann samdi llka orgelverk sem fólst i þvi að kammerorgel var tekið í sundur. Það er alveg furðulegt hvað hægt er að fá útúr kammerorgeli. Á pianói eru 88 nótur. Fólk lætur það afmarka sig. Pianóið er svo kerfisbundið. Möguleikarnir eru allir fyrir framan þig, það er svo lógiskt. P.B.Gundin af sögu vestrænn- ar tónlistar lærum við að lesa tón- list samhliða þvi að við lærum á pianó. Saga tónlistarinnar á vesturlöndum er bundin við pianóið. Það sameinar rythma, hljóma og laglinu. Tónsmiðir semja við pianó, verk eru alltaf sett út fyrir pianó, það er nokkurs konar tákn. S.B. Ég veit ekki hversu langF þetta nær. Littu á Bouléz, Berio og Stockhausen og pianóverk þeirra Þau eru hvorki i ákveðinni tóntegund né i reglulegum takti. Hvernig tengist það hugmyndinni um píanóið sem tákn fyrir vestræna tónlist á 19. öld? P.B.Égsagðiekki á 19. öld. En það er tákn fýrir allt þetta, En eins og með önnur tákn þá er ekki hægt að alhæfa neitt. Ef þeir hefðu ekki gengið i gegnum þessa menntun væri fjöldinn allur af tónsmiðum ekki svona háðir pianóinu. Sjálfúr er ég ekki svo bundinn við það. Hugur minn hringsólar ekki i kringum pianóiiVþvi ég fékk ekki svona menntun sem krakki. Fólk eins og Boulez, Berio og Stock- hausen eru hiuti af þessari vestrænu klassisku hefð og jafn- vel þótt þeir leiði það hjá sér eru þeir samt bundnir pianóinu. Það er þessvegna sem fóik reynir að útvikka möguleika pianósins fremur en annarra hljóðfæra. Tákn eru ekki aðeins til að virða heldur einnig til að losa sig við. S.B. Það ersagd um Schoen- berg, um að hann gæti ekki hlust- að á tónlist sem fór útfyrir þenn- an jafnstillta tólf tóna skala, sem- sagt ekkert ekki — vestrænt. Nöfn og þreyta P.B. Pianóið er ekki rétt stillt. Til þess að þú getir flutt þig frá einni tóntegund til annarar eru sum tónbilin minnkuð miðað við náttúrutónana, ekki satt? S.B.Það er satt. Þetta byrjaði þegar Bach var að þróa tónfærsl- una. Prelódiurnar og fúgurnar voru flókin verk þar sem hver einastanóta varnotuð.en það var á sembal. P.B. Fólk var mjög neikvætt gagnvartpianóinu þegar það kom fyrst fram á sjónarsviðið. S.B. Það likist ekkert þvi pianói sem við þekkjum i dag, það hafði mýkri tón, liktist frekar sembal. P.B. Það var einhvers staðar sagt að enga stjórn væri hægt að hafa á þvi. Allt sem þú gerir er aö ^ ýta á nótu og þú hefur engin áhrif á framhald ferilsins: hamar fer af stað, slengist á streng, fer á sinn stað aftur og tónninn hættir. Þvi var tekið fálega. Þetta i sam- anburði við sembalinn þar sem nögl plokkar strenginn og þú hef- ur áhrif á t.d. lengd tónsins. S.B.Við erum að fara meira og meira út i tónlist og fjarlægjumst óðum myndrænu hliðina. P.B. Ég má til með að minnast á að þetta samtal er tekið yfir lélega upptöku á „vexations” eft- ir Erik Satie. David (Toop) gaf mér hana i afmælisgjöf. S.B.Sumir þola ekki pianó. Ég held að Derek Bailey sé ekkert mjög hrifinn af þeim. P.B. Evan Parker segir að það besta við þau sé að það er hægt að hengja frakkann sinn á þau. En píanóið er erfitt viðureignar i þeirra tónlist. Manstu þegar Denny Zeitlin spilaði með Archie Shepp? Þá var náungi sem klifraði yfir og undir pianóið, hamrandi, plokkandi, krafsandi og berjandi i þeim tilgangi að ná sem fjölbreyttustum hljóðum. S.B. Já, pianistar þreytast á takmörkunum hljóðfærisins.... Misha Mengelberg og Fred Van Hove... Busotti samdi verk þar sem flytjandinn handir i trapisu og sparkar i pianóið þegar hann á ieið hjá. Hvað varö um mjólkurflöskurnar? P.B. Ég fór á hljómleika i Purcell Room um daginn. Carla Hubner var að spila nýleg verk, Debussy, Schoenberg og eitt eða tvö verk samin sérstaklega fyrir hana. Það voru þrjú pianó á sviöinu og þegar átti að spila á þau, kom þjónn sem lyfti upp lokinu. Carla fór af sviðinu á milli atriða, ég hélt að hún ætlaði að skipta um föt, fara i siðan baklausan glimmerkjól. Einu sinni kom hún fram á sviðið með appelsinupoka með mjólkurflöskum i og flutti verk eftir David Bedford, en I þvi voru mjólkurflöskur settar á streng- ina. Hún flutti það á nákvæmlega sama hátt og hin verkin, yfirveg- að. Hún kom fram með appelsinuplastpoka fullan af mjólkurflöskum og hún stillti vandlega upp „nótunum”. Bæði verk Bedfords voru teiknuð upp. Hún setti mjólkurflöskurnar á strengina og spilaði, setti þær siðan aftur i pokann og yfirgaf sviðið undir miklu lófaklappi. Þjónninn opnaði og lokaði hljóð- færunum á milli eins og Kobbi i kassanum A.N. Af hverju þurfti hún þrjú pianó? P.B. Eitt var „undirbúið”, ann- að fyrir mjólkurflöskur og þriðja fyrir hefðbundinn leik. Það var gamalt pianó öðrum megin fyrir mjólkurfiöskurnar og rennilegur Steinway i miðjunni. A.N. Hvað varð svo um mjólkurflöskurnar? P.B. Fyrst voru þær látnar á hvolf og siðan velt. Þá myndast titringur sem minnir á pianó- tónlistina i þöglu, myndunum. S.B. Angurvært vibrató!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.