Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. mars 1978 A Norðureyri við Súgandafjörð falla oft snjóflóð og á sióustu öld varð manntjón i flóði þar. Kristján Sig- urðsson bóndi reisti þetta ibúðarhús fyrr á þessari öld með kljúf móti fjallshliðinni og hafði síðan útihúsin fyrir neöan. Hér á landi eru snjó- flóð mjög tið. Valda þau bæði manntjónum og eyðileggingu mann- virkja. Þess er skemmst að minnast að i vetur hafa snjóflóð þrisvar fallið á fólk og einn drengur beðið bana. Þá féll snjóflóð fyrir skemmstu á Siglufirði og olli tjóni á hitaveitu- mannvirkjum, snjóflóð féll i Bitrufirði á Strönd- um og tók simalinu og eru þá ekki talin öll þau flóð sem fallið hafa á vegi og á óbyggðum svæðum. Ætla má að 10-15 þéttbýlisstaðir á íslandi séu nú i meiri Islensk sér- þekking á eða minni snjóflóða- hættu og gæti þar i raun og veru dregið til tiðinda hvenær sem er. Eftir snjóflóðin miklu i Nes- kaupstað i desember 1974 tóku menn nokkuð við sér i þessum efnum og Rauði kross Islands, Hjálparstofnun kirkj- unnar og Norðfirðinga- félagið i Reykjavik ákváðu að verja vöxtum af þvi fé, sem safnaðist vegna snjóflóðanna til að styrkja menn til náms i snjóflóðavörn- um. Þrir styrkir voru auglýstir og þá hlutu Helgi Björnsson jökla- fræðingur, Magnús Hallgrimsson verkfræð- ingur og Þórarinn Magnússon verkfræð- ingur. Þeir hafa siðan farið i kynnisferðir til Sviss, Noregs, Banda- rikjanna og Kanada og aflað sér menntunar á þessu sviði. Mynda þeir með sér starfshóp og eru reiðubúnir að leggja fram starfskrafta sina til þeirra aðila sem óska eftir. Þjóðviljinn hitti þá þremenninga að máli um daginn og innti þá eftir rannsóknum á snjóflóðum, vörnum gegn þeim og björg- unaraðferðum. SNJÓFLÓÐAVÖRNUM Afl þaö sem býr í snjó- flóðum getur veriö gifurlegt eða allt aö 110 t/ ferm. Vióa erlendis eru sett upp grindverk efst i f jallshliöar til að koma i veg fyrir aö snjóflóö Fer frásögn þeirra hér á eftir: Skipta má aðgerðum gegn snjó- flóðum i tvo flokka. Annars vegar skammtimaaðgerðir, hins vegar aðgerðir til frambúðar. Til skammtimaaðgerða má nefna snjóflóðaspár og aðvaranir og er eðlilegast að Veðurstofan hafi þær með höndum. Reyndar er lagt til i álitsgerð og tillögum svokallaðrar snjóflóðanefndar sem Rannsóknarráð rikisins skipaði eftir snjóflóðin i Neskaup- stað að höfuðstöðvar snjóflóða- rannsókna verði hjá Veöurstófu rikisins. Ekki hefur þetta þó verið ákveðið ennþá en Veðurstofan er þó nýlega farin að athuga tengsl veðurfars og snjóflóða og telja má til merkra tiðinda nú um dag- inn að tilkynnt var i veðurspá i Ut- varpinu að hætta væri á snjóflóð- um á Vestfjörðum. Slikar aðvar- anir hafa ekki tiðkast hérlendis fyrr en eru algengar viða erlend- is. Til skammtimaaðgerða má lika telja varnir gegn snjóflóðum svo sem lokun vega, rýmingu byggð- ar, aðsnjó.þekjum sé hleypt niður og björgunarstarf. Slikar varnir verða að vera i höndum heima- manna sjálfra á hverjum stað en til grundvallar verður að sjálf- sögðu að liggja ákveðin þekking. Ef hætta er á snjóflóðum er hægt að sprengja eða skjóta þau niður en slikt er þó yfirleitt ekki hægt yfir byggð en er algengt er- lendis þar sem vegir eru eða Uti- vistarsvæði. Um björgunaraðgerðir þegar slys hefur orðið er það að segja að aðalatriðið er að vera nógu fljótur á staðinn og þvi er höfuðnauðsyn að á hverjum stað séu þjálfaðar björgunarsveitir. Reynslan af snjóflóöum erlendis sýnir að lik- urnar á að lifa snjóflóðið sjálft af eru 80% en klukkutima eftir að flóðið hefur fallið eru likurnar á að halda lifi aðeins 55%. Siðan helmingast tala lifenda á hverri Þrír menn hafa aflað sér menntunar eftir snjóflóðin í Neskaupstaö Þremenningarnir Magnús Hallgrimsson verkfræðingur, Þórarinn Magnússon verkfræðingur og Helgi Björnsson jöklafræðingur eru reiðubúnir að leggja fram starfskrafta sina til þeirra aðila sem þess óska. (Ljósm.: eik) klukkustund sem líður og þvi er afar mikilvægt að hjálp berist strax. Þess skal getið að Flug- björgunarsveitin hefur i 15 ár þjálfað menn bæði heima og er- lendis i slikum björgunarstörfum ogbýr yfir hæfilegum tækjum til þeirra. Einnig má nefna fleiri sveitir svo sem Hjálparsveit skáta. Helstu aðferðir til björgunar eru að hlusta eftir fólki og leita að sýnilegum ummerkjum, nota snjóflóðastangir og snjóflóða- hunda. Menn ganga hlið við hlið upp eftir snjóskriðunni með mjó- ar álstangir sem þeir stinga niður enhundarnir eru sérþjálfaðir i að finna fólk undir snjó og krafsa þar sem þaðeraðfinna. Viða erlendis hafa sjálfboðaliðartekið að sér að þjálf.a slíka hunda og eru þeir taldir mjög mikilvægir. Þá er komið að aðgerðum til frambúðar. Þar má fyrst nefna mat á hugsanlegum snjóflóðum og skipting lands i hættusvæði. Verulegar heimildir eru til um skriðuföll á fyrri öldum og er hið mikla sjálfboðaverk Olafs Jóns- sonar Skriðuföll og snjóflóð grundvallarheimildarit i þeim efnum. Eftir að það verk kom út hefur bæði Ólafur og Sigurjón Risthaldiðáfram aðskrá snjóflóð Þar sem ekki eru til heimildir um snjóflóð á fyrri timum verður að meta likur á þeim út frá land- fræðilegum aðstæðum og þar gæti komið til kasta Raunvisinda- stofnunar Háskólans en hefur sótt um fé til að sinna rannsóknum á snjóflóðum . Reikna má út likur á flóðum með tilliti til veðurfars, halla og annarra landshátta og ennfremur hugsanlegan hraða þeirra og hversu langt þau geta náð. Þá þarf að fara fram grunn- kortagerð á einstökum stöðum þar sem merkt eru inn á kort öll snjóflóð sem falla . A grundvelli þessara rannsókna mætti svo skipta svæð- um t.d. i rauð, blá, gul og hvit, eins og Norðmenn og Svisslend- ingar hafa gert, eftir þvi hversu hættuleg þau eru með tilliti til snjóflóða og gera tillögur um varnarmannvirki i samræmi við MHHHH Svona keilum er komiö upp til aö sundra og s.tööva snjóf lóð. Aigeng aöferö viö björgun. Flokkur manna gengur upp snjóskriöu meö ál- stangir sem þeir stinga niður til aö finna þá sem undir hafa oröiö. Sunnudagur 12. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 það eða tillögur um flutning byggðar. Varnarmannvirki geta verið með ýmsum hætti. Sums staðar erlendis eru reistar grindur i hlið- um til að varna þvi að snjóflóð fari af stað. Einnig er rutt upp keilum eða hólum til að kljúfa og sundra snjóflóðum og beinir varnargarðar eru reistir. Það hefði t.d. verið ódýrtog einfalt að verja dælustöðina, sem fór á Siglufirði um daginn, þannig að hún hefði verið örugg fyrir snjó- flóðum. Hana hefði mátt reisa neðanjarðar eða a.m.k. inn i hlið- ina þannig að flóðið hefði farið yf- ir hana eða setja kljúf eða keilu ofan við úl að sundra þvi. Ekki þykir rétt að sérfræðingar taki ákvarðanir um hvar má byggjaog hvar ekki. Þeir geta bent á hættusvæðin en siðan kemur til kasta stjórnmálamanna að taka ákvarðanir um reglugerðir. Aðalatriðið er að tekið verði tillit til snjóflóða- og skriðuhættu i skipulagningu þéttbýlis og þannig hefur það til dæmis verið i Nes- kaupstað að undanförnu. Skipu- lagsvinna þar eftir snjóflóðin hef- ur fullkomlega tekið mið af til- lögum norskra sérfræðinga um snjóflóðavarnir sem fengnir voru þangað. 1 norskum lögum er kveðið á um að ekki megi ráðast i stórframkvæmdir nema áður hafi veriðgerð könnun á hugsanlegum náttúruhamförum. Hér á landi er hvergi getið um snjóflóð i bygg- ingasamþykktum eða reglugerð- um. Segja má að það sé góð f járfest- ing að koma upp snjóflóðavörnum og mun ódýrara en að öðru hverju verði stórfellt tjón af völdum slikraflóða. 1 Noregi starfarsjóð- ur sem nefnist Statens Natur- skadefond sem svarar nokkurn veginn til Viðlagatryggingar hér. Sjóðurinn starfar á svipaðan hátt að þvi er varðar bætur i tjónum en auk þess fjármagnar hann fyr- irbyggjandi aðgerðir. Hann kost- ar að fullu alla undirbún- ingsvinnu og gagnasöfnun, hönn- unoþh. vegna varnarmannvirkja á byggðum svæðum og hann greiðir 75-90% af kostnaði við gerð mannvirkjanna sjálfra. Svipaðar reglur gilda i Sviss. Eina dæmið um fyrirbyggjandi aðgerð sem Viðlagatrygging hef- ur gengist fyrir er varnargarður i Mývatnssveit vegna hugsanlegs hraunrennslis. Snjóflóðastofnunin i Noregi, en við hana starfa 5 menn, tekur að sér verkefni fyrir Viðlagatrygg- ingu þar og hefur hún gengist fyr- ir kortagerð snjóflóða og skriðu- falla á einstökum svæðum og ná- kvæmri skýrslugerð og tillögum um framtiðarskipulag á þessum svæðum með tilliti til þeirra. Þetta er talið hagkvæmt frá tryggingasjóðnarmiði vegna þess að tjónum fækkar. Við þrir i þessum starfehópi höfum nú orðið nægilega þekk- ingu til að gangast fyrir slikum úttektum og erum reiðubúnir til þess, segja þeir þremenningar. Enn skortir f jármagn til þeirra en segja má að áhugi sé að vakna. Þó eru menn dálitið feimnir við að ræða þessa hættu umbúða- laust. Forráðamenn sveitarfél- aga eru hræddir um að slikt tal fæli fólk frá stöðunum og einstak- lingar eru hræddir um að eignir falli i verði ef þær lenda á hættu- svæðum. Slikt er auðvitað mann- legt en fyrri ástæðan er tæplega á rökum reist. Fólki er almennt vel ljóst þessi hætta. Almannavarnir hafa tjáð okkur að þær muni veita nokkru fé til kynningarstarfeemi á þeim stöðum sem hætta er fyrir hendi. Og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins hefur ákveðið að gefa út kynningarrit um snjóflóðavarnir. Það má reyndar taka fram að stofnanir eins og Vegagerðin, Póstur og simi, og Rafmagnsveitur ríkisins hafa tekið nokkuð við sér að fylgjast með snjóflóðum og verj- ast þeim. Þess skal að lokum getið að Helgi Björnsson starfar hjá Raunvisindastofnun Háskólans, Magnús Hallgrimsson hjá Hönn- un h.f. sem er ráðgefandi verk- fræðistofa sem er reiðubúin að taka að sér verkefni i þágu snjó- flóðavarna, en Magnús hefur ár- um saman starfað með Flug- björgunarsveitinni og er alvanur fjallagarpur. Þórarinn Magnús- son starfar hjá Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins en var áður bæjarverkfræðingur i Nes- kaupstað. —GFr Umsjón Helgi ólafsson Eins og drepið var á í siðasta þætti, stendur nú yfir i Júgóslaviu geysi- lega sterkt mót með þátt- töku 16 stórmeistara. Skákmót þetta er í 14 styrkleikaflokki en til samanburðar má geta þess að 8. Reykjavíkur- skákmótið var í 12 styrk- leikaflokki og þótti samt ýmsum nóg um. Kepp- endur í Bugojnó, en sú er borgin sem teflt er í, eru samkvæmt töfluröð þess- ir: Alþjóðlega skákmótið i Bugojnó Heimsmeistari tapar 1. B. Ivkov (Júgóslavia) 2. A. Karpov (Sovétr.) 3. Y. Balasjof (Sovétr.) 4. J. Timman (Holland) 5. S. Gligoric (Júgóslavia) 6. R. Húbner (V-Þýskal.) 7^.M. Tal (Sovétr.) 8. B. Spasski (Sovétr.) 9. L. Ljubojevic (Júgóslavia) 10. M. Vukic (Júgóslavia) 11. V. Hort (Tékkóslavakia) 12. R. Byrne (Bandar.) 13. A. Bukic (Júgóslavia) 14. L. Portisch (Ungv. land) 15. B. Larsen (Danmörk) ' 16. A. Miles (England) Þegar þessar linur eru skrif- aðar er lokið 8 umferðum af mótinu og staða efstu manna þessi: 1—2. Spasski og Ljuboje- vic 5.5v. 3. Hort 5 v. + 1 biðsk. 4. Timman 5 v. 5. Tal 4.5 v. 6.-7. Karpov og Ivkov 4 v. + 1 biðsk. Þátttaka Karpovs vekur að sjálfsögðu mesta athygli en frammistaða hans hefur fram til þessa verið fremur slöpp, hverju sem veldur. Hann byrj- aði mótið vel en i 5. umferð tap- aði hann fyrir góðvini okkar Is- lendinga, Jan Timman. Karpov tapar ekki oft og þvi vekur það alltaf athygli þegar slikt hendir hann. Siðan hann varð heimsmeist- ari fyrir þremur árum hefur hann aðeins tapað sex skákum. Og hér kemur einmitt tap núm- er sex: Hvitt Jan Timman. Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. c4-e6 2. Rc3-d5 3. d4-Be7 4. cxd5-exd5 5. Bf4-Rf6 6. c3-0-0 7. Dc2-c6 8. Bd3-He8 0. Rf3-Rbd7 10. 0-0-0-RÍ8 11. h3-Be6 (Timman hefur valið mjög skarpt afbrigði gegn drottning- arbragði. Meðal áhangenda þess má nefna ungverska stór- meistarann Portisch.) 12. Kbl-Hc8 13. Rg5-b5 (Sterklega til greina kom 13. —c5. Sóknaraðgerðir svarts á drottningarvængnum komast aldrei i gang.) 14. Be5 (Hótar 15. Bxf6 ásamt 16. Rxh7). 14. .. h6 16. g4-Rd7 15. Rxe6-Rxe6 17. h4 (Liklega hefur þessi bráð- snjalla peðsfórn sett Karpov út af laginu. Hann hefur ugglaust búist við 17. Bg3 þvi eftir 17. —Bh4 heldur svartur vel i horf- inu.) 17. .. b4 (Svartur getur vart beðið á meðan sókn hvits ágerist. Þvi fórnar hann skiptamun.) 20. Ba6-Be7 21. Bxc8-Dxc8 22. Rg3! (Timman hirðir ekki um þó biskupinn lokist inni. Hann hef- ur engan áhuga á 22. f5 þvi að hætt er við að staðan „blokker- ist” svörtum i hag.) 23. Hxh6! (Rothöggið.) 23. .. Ref8 (23. -gxh6 stoðar litið vegna 24. Dg6+ Kf8 25. Rf5 ásamt 26. Rxh6 og máti verður ekki varn- að) 24. Hh3-c4 25. Rf5-fxe5 27. Hdhl-Rg6 26. fxe5-Dc6 28. Rd6 (Fljótvirkara var 28. Rxg7!, t.d. 28. —Kxg7 29. Hh7+ Kg8 30. Hh8+! o.s.frv. Karpov var nú i gifurlegu timaharaki, átti vart meira en minútu eftir til að ná tilskildum leikjafjölda.) 28. ..Rdf8 35. bxc3-bxc3 29. Rxe8-Dxe8 36. Hxc3-Dxd5 30. Hh5-Dc6 32. Df5-a5 32. c6!-Dxe6 33. Dxd5-a4 34. Hc l-c3 37. Hxd5-Re6 38. Kc2-Kf7 39. Ha5-Rg5 40. Hc6-Re4 41. Hxa4 (Svo sem nógu gott en 41. Hxg6- Kxg6 42. He5 vann strax). 41. .. Rf6 44. e4-Rb4 + 42. Ha7-Rd5 45. Kb3-Bf8 43. Hxg6-Kxg6 46. Hb7 Svartur gafst upp. Forystusauðirnir Spasski og Ljubojevic mættust i 1. umferð. Ljubojevic hefur litið getað teflt að undanförnu þar sem hann hefur gengt herþjónustu. Ef marka má eftirfarandi i skák virðist hann hafa haft gott af hvildinni: Hvitt: Boris Spasski Svart: Lubomir Ljúbojevic Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. Rc3-Rc6 3. g3-Hb8!? (óvenjulegur leikur svo snemma tafls en samt sem áður einkennandi fyrir Ljubo sem ætið leggur sig fram við að og vandasamar 7. a3-Ða5 8. 0-0-b4 9. Re2-c4 skapa flóknar stöður.) 4. f4-g6 5. Rf3-Bg7 6. Bg2-b5 (Merkilegur leikur. Það vekui athygli að svartur leggur engt áherslu á að koma mönnum sin um i spilið á kóngsvængnum. 10. d4? (ónókvæmni. Betra var 10 Tim man 10. ...-cxd3 11. cxd3-Db6+ 12. Khl-bxa3 13. Hxa3-Bxb2 14. Bxb2-Dxb2 (Upp úr krafsinu hefur svartur fengið eitt peð, a-peðið, en þetta peð á eftir að vega þungt á metunum i endataflinu.) 15. Dal? (Spasski leggur greinilega allt uppúr þvi að endurheimta hið tapaða lið. Þar sem það tekst ekki er auðvelt að benda á betri leiki, s.s. 15. Hal.) 15. ... Rf6 16. Red4-Rxd4 17. Rxd4-a6! 18. Hc 1-0-0 19. Dxb2-Hxb2 20. Hb3-Hxb3 21. Rxb3-Bb7 22. Hc7-Hb8 23. Rc5-Bc6! (Laglega leikið. Nú strandar 24 Rxa6 á 24. - Hbl - o.s.frv.) 24. h3-a5 25. g4-Re8 27 Rd7-llb7 26. Ha7-d6 28. Hxb7-Bxb7 (Nú er eftirleikurinn auðveldur A-peðið verður ekki stöðvað með góðu móti.) 29. Rb6-Ba6 30. d4-Rc7 31. d5-Bb5 32. Bf3-a4 33. Bdl-a3 34. Bb3-Ra6! 35. e5-Rb4 36. Rc8-Ba4 37. Bc4-dxe5 38. fxe5-Kf8 39. Rb6-Bb5 i i i Hvitur gafst upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.