Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. mars 1978 og hefði útlitsins vegna sómt sér mjög vel sem skólastjóri i bænda- skóla. Hann byrjaði á þvi að taka það fram að efnið „dreifing valdsins” flokkaðist undir liðinn „lifa saman”, en útskýrði svo hver væri kjarni málsins. Hingað til hefur sá háttur verið hafður, sagði hann, að öll mál heyrðu undir rikisvaldið nema þau sem beinlinis væri tekið fram að væru i verkahring hrepps- nefnda eða sýslustjórna. Þessu þyrfti að snúa við, þannig að hreppsnefndir og aðrir slikir aðil- ar hefðu bæði meiri völd i sinum eigin málum og jafnframt fjár- rh'ggn til framkvæmdanna. Siðan útskýrði Pisani hvernig unnt væri að framkvæma slika „dreifingu valdsins” og fjallaði þá um hin ýmsu stig sveitastjórnar. Frá mjög fornu fari eru til i Frakk- landi hreppar og landshlútar, en i byltingunni 1789 var landinu einn- ig skipt i sýslur og sýslumennirn- ir gerðir að fulltrúum miðstjórn- arvaldsins. Siðan var stefnt að þvi að styrkja vald sýslumann- anna sem allra mest á kostnað hreppsnefnda og afnema lands- hlutana (Normandi, Bretaniu o.þ.b.) sem sjálfstæðar heildir. A allra siðustu árum hefur stjórnin stefnt að þvi — en mjög hikandi þó — að efla landshluta á ný. Kom Pisani fram með allnákvæmar tillögur um það hvernig unnt væri að auka vald hreppsnefnda og annarra slikra aðila. Rósirnar á gólfid Næstur tók til máls félags- fræðingurinn Alain Touraine, sem er m.a. þekktur fyrir hug- leiðingar sinar um atburðina i mai 1968 og uppreisnir stúdenta. Hann tók það fram i byrjun, að hann væri ekki félagi i sósialist- aflokknum, þótt hann styddi hann að málum, og mætti þvi segja að það sem hann hefði fram að færa kæmi frá „útjöðrum flokksins”. í þeim töluðum orðum vildi svo til að rósirnar duttu á gólfið við mik- inn hlátur áheyrenda. Alain Tour- aine fjallaði svo um málið frá öðrum hliðum en Pisani. Hann sagði að við kreppunni, sem nú rikti, mætti bregðast á tvennan hátt: með sterkari miðstjórn, sem berðist gegn vandanum, eða með þvi að breyta um lifsstil og „leysa úr læðingi sköpunarmátt almennings”. Til dæmis um þennan valkost nefndi hann valið milli kjarnorkuvera, sem krefð- ust sterkara miðstjórnarvalds og gæfu „tæknikrötum ” lausan tauminn, og sólarorku o.þ.h., sem gæfi miklu meira svigrúm til framtaks einstaklingsins á hverj- um stað. Siðastur talaði Michel de la Fourniere. Hann glotti jafnan fremur strákslega og tók það fram i byrjun að hann væri aðeins venjulegur bóndadurgur ofan úr sveit og kynni sig þvi ekki fylli- lega i þessari háborg menntunar- innar. En siðan sagði hann nokkr- ar skrýtlur um alla þá pappira sem þyrfti til minnstu fram- kvæmda i skólum úti á landi; það lá við að það þyrfti leyfi mennta- málaráðherra til að skipta um peru. bæri öll vandamál veraldar á herðum sér eða væri enn i sárum. Hvernig lifa skal Sitt hvorum megin við fram- bjóðendurna settust svo þrir ræðumenn, tveir mjög þekktir, félagsfræðingurinn Alain Touraine og Edgard Pisani, fyrr- verandi ráðherra, en einn litt kunnur, Michel de la Fourniere, sem sagt var að ætti sæti i mið- stjórninni. A borðinu var vasi með rauðum rósum, en þær eru merki sósialistaflokksins. Frane- oise Pierra tók nú til máls: „Það hefur reynst erfitt að skipuleggja þetta vegna anna ræðumannanna. Mitterrand er á öðrum fundi og getur ekki komið fyrr en um tiu....” Það heyrðist lágt baul i salnum, af þvi tagi sem kallað var „heim- dallarbaul” á Islandi fyrir tveim- ur áratugum eða svo. ,,... en þá verður Edgard Pisani að fara, þvi að hann á að taka til máls annars staðar. Við skulum samt byrja, og svo getur Mitter- and gripið inn i umræðurnar, þeg- ar hann kemur”. Hún hélt svo áfram og sagði að þetta væri fyrsti fundurinn af þessu tagi, en fleiri yrðu siðan haldnir. Ætlaði sósialistaflokkur- inn að efna til fundarhalda á þess- um stað, og reyndar um allt Frakkland, um þrjú meginefni, sem sagt: 1) lifa 2) lifa öðruvisi 3) lifa saman. Þvi er ekki að neita að frétta- manni Þjóðviljans hló hugur i brjósti, þegar hann heyrði þessa skilmerkilegu dagskrá; seint verður á fransmenn logið, þegar þeir fara að spreyta sig á þvi að smiða hljómmiklar formúlur. Pisani dreifir valdinu Eftir þennan inngang tók Bern- ard Pingaud við störfum fundar- stjóra og gaf fyrsta ræðumanni orðið, en það var Edgard Pisani. Sá maður á að baki nokkuð merkilegan feril; hann var upp- haflega gaullisti og landbúnaðar- ráðherra i stjórn Pompidous fram að 1968, en eftir uppþotin i mai það ár kenndi hann dugleysi stjórnarinnar um þá atburði, sagði skilið við sina fyrri félaga og stofnaði sinn eiginn flokk. Sú tilraun mistókstþó hrapallega, og er i annálum ritað að einn af frambjóðendum þessa flokks fékk ekki eitt einasta atkvæði i þvi kjördæmi þar sem hann bauð sig fram, en slik örlög eru næsta óvenjuleg. Pisani er þó sjálfur reyndur og skynsamur stjórn- málamaður, og eftir nokkurt hik hafnaði hann i sósialistaflokkn- um, þegar Mitterrand hafði tekið til við endurreisn hans, og fékk þar talsverðan frama — ekki sist vegna þess að eftir um það bil tveggja áratuga stjórnarand- stöðu eru fáir sósialistar eftir, sem nokkra reynslu hafa af ráð- herradómi. Pisani var hressi- legur að sjá með vel snyrt skegg Mitterrand sem fakir. Mitt i glórulausri holta- þoku kosningabaráttunnar í Frakklandi gafst frétta- manni Þjóöviljans kostur á aö vera viðstaddur um- ræöufund/ sem sósialista- flokkurinn franski efndi til um ,/dreifingu valdsins". Ræðumenn voru fram- bjóðendur flokksins í Latínuhverfi Parísarborg- ar, sérfræðingar hans í því efni, sem um átti að f jalla, — og f lokksleiðtoginn Francois Mitterrand. Pólitísk þreyta Þetta var gullið tækifæri til að kynnast undirbúningi kosning- anna frá nokkuð öðru sjónarhorni en þvi sem blasti venjulega við manni. Þeir sem fróðastir voru — stjórnmálafréttaritarar fjölmiðla — höfðu það fyrir satt þegar meira en tveir mánuðir voru eftir að fyrra kjördegi, að almenning- ur i Frakklandi væri þá þegar orðinn dauðleiður á öllu bram- boltinu og löngu kominn á þá skoðun að þeir munnlegu hæl- krókar sem herramennirnir Barre, Chirac, Marchais og Mitterrand beittu óspart i áróðursglimunni væru ekki annað en bergmálskennd vindhögg án nokkurra tengsla við raunveruleg vandamál landsins og til þess eins gerð að skreyta sjónarspilið. Hætt var við þvi, að þeir sem fylgst höfðu með orðræðum helstu leiðtoganna i útvarpi og sjónvarpi freistuðust til að vera þessu sam- mála; þótt miklar sviptingar hefðu þá um skeið verið i frönsku stjórnmálalifi var eins og allt sem máli skipti hefði þá þegar verið sagt fyrir löngu, stjórnmála- mennirnir hefðu þegar sett fram afstöðu sina til vandamála liðandi stundar og gætu ekki gert annað en endurtaka hana með misjafn- lega góðum árangri: Prófessor Barre minnti á kennara, sem endurtók i sifellu sama fyrirlest- urinn. Chirac var eins og leikari, sem endurtók sömu ræðuna fyrir framan spegilinn i von um að ná hinum rétta gaulliska tóni. Marchais talaði i vigorðum sem hann endurtók orðrétt eins og hann vildi hamra þau inn i hausa áheyrendanna. En Mitterrand beitti ismeygilegu háði og tókst jafnvel einstöku sinnum að koma mönnum á óvart. En þótt fjölmiðlatækni nútim- ans hafi breytt þjóðfélaginu i eins konar „sjónarspils-þjóðfélag”, þar sem ibúar heils lands eru eins og þorpsbúar i hóp á torgi og mæna á sama skjáinn, og jafn- framt neytt stjórnmálamenn til að gerast „ofurstirni” með allri þeirri sérstöku tegund sýndar- mennsku sem þvi fylgir, er það þó blekking að halda að öll stjórnmálabaráttan fari fram i útvarpi og sjónvarpi, það sem þar gerist er aðeins önn- ur hlið málanna. Hin hliðin er fólgin i fundarhöldum og umræð- um i hverfum eða úti um lands- byggðina, og skiptir hún kannske ekki siður máli, þegar öllu er á botninn hvolft. Munurinn er mik- ill, þvi að þegar stjórnmálamenn taka til máls á fundi og standa fyrir svörum geta þeir hagað máli sinu eftir áheyrendunum, verið alþýðlegri eða fræðilegri eftir þvi sem við á, og tekið fyrir á ýtarlegri hátt það sem vekur áhuga manna á hverjum stað — en þurfa ekki að setja sig i sér- stakar stellingar og halda sig við það sem allir skílja og sem fæstir geta first við, eins og i sjónvarpi. Slikir fundir gefa þvi miklu betri hugmynd um beinhörð tengsl stjórnmálamanna við almenning og þau vandamál, sem raunveru- lega eru á dagskrá. r I götu Heilags Jakobs Fundur sósialista var haldinn i samkomusal námuverkfræðinga- skóla. sem stendur við Rue Saint- Jacques ofarlega i Latinuhverfi Parisar; sú gata er nefnd „Jacquesgata” i nýjasta „bild- ungsrómaninum” á islenska tungu, „Óttari”, en reyndar var hún kennd við Jakob postula Zebedeusson, sem var á miðöld- um talinn greftraður i Santiago á Spáni. Var það lengi siður að pila- grimar frá Paris, sem ætluðu að biðjast fyrir á gröf postulans, hófu ferð sina með þvi að ganga i prósessiu suður „Heilags Jakobs götu”, sem væntanlega hefur fengið nafn sitt af slikum ferða- lögum. A leiðinni fóru þeir fram hjá klaustri, sem einnig var kennt við postulann Zebedeusson og stóð við þáverandi borgarhlið Parisar; þótt klaustrið sé nú fyrir löngu horfið af yfirborði jarðar, er þess enn minnst að þar dvald- ist um hrið heilagur Tómas Akvinas sem var höfuðguð- fræðingur i kaþólskum sið og grundvöllur réttrúnaðar öldum saman eða allt fram að siðaskipt- um Páls páfa. Siöan hefur Heil- ags Jakobs gata verið miðstöð menntunar i Frakklandi, en þó hafa heimspeki og guðfræði oröið að vikja um set fyrir öðrum fræð- um og arðvænlegri, og standa nú einkum við götuna, auk Sorbonne- háskóla, stofnanir eins og Efna- fræðistofnun, Haffræðistofnun, Landafræðistofnun og svo litlu of- ar þessi námu verkfræðingaskóli, sem veitir reyndar viðtækari menntun en nafn hans segir til um, þvi að hann ungar út stórum hluta þeirra sérfræðinga, sem stjórna opinberum framkvæmd- um i landínu. A siðari árum hafa þeir menn, sem útskrifast úr þessum skólum verið gagnrýndir fyrir að vera ekki siður vissir i sinni sök en heilagur Tómas, sem hafði almættið að bakhjarli. Mætt til leiks Á sviði samkomusalarins hafði verið komið fyrir borðum ræðu- manna, sem voru kirfilega merkt með nöfnum þeirra; var Mitter- rand i miðjunni. Meðan beðið var eftir þvi að fundur hæfist fylltist salurinn skjótt, svo að um siðir urðu margir að standa. Þarna var fólk af öllum aldri, en þó var ungt fólk i miklum meirihluta — meðal þeirra bar mikið á skeggjuðum mönnum i gallabuxum og stutt- klipptum konum i svipuðum klæðnaði, sem fram til þessa hafa einkum sett svip sinn á sam- komur róttæklinga. Ýmsir hinna eldri virtust vera gamlir baráttu- menn flokksins, sem höfðu fylgt honum i gegnum þykkt og þunnt frá valdatimum Guy Mollet, sem enginn vill nú helst muna eftir, eða jafnvel Leon Blum, sem jafnan er minnst með virðingu. Komið var fram yfir auglýstan fundartima, þegar allt i einu kom hreyfing á hópinn og fimm menn tóku sér sæti á sviðinu sitt hvor- um megin við auðan stól Mitter- rands. 1 miðjum hópnum var ung kona, Francoise Pierra, sem var frambjóðandi flokksins i hverf- inu; hún var mjög einbeitt að sjá með viljalegar varir, kringlótt andlit og fléttur bundnar i hnút. Ekki mun hún enn hafa getið sér mikils frægðarorðs, a.m.k. ekki utan hverfisins, en öðru máli gegnir um varamann hennar, rit- höfundinn Bernard Pingaud, sem sat við hliðina á henni; hann varð mjög þekktur fyrir skáldsöguna „Dapurleg ást”, sem út kom um 1950. Þá var hann existentialisti og i slagtogi með Jean-Paul Sartre, en siðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur hann undanfarin ár verið einn af helstu sérfræðingum sósialistaflokksins i menningarmálum. Hann var magur og fölleitur eins og hann e.m.j. skrifar frá París af erlendum vettvangi Á kosningafundi meö Mitterrand

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.