Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 12. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23
kompan
Umsjjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
Hvað hugsar þú um geiminn?
GLEYMD-
UR ÁR 2001
eftir STÍG STEINÞÓRSSON
Tvær myndir
eftir HRAFN ARNÓRSSON
7
ára
Þessa ógnvekjandi
mynd teiknaði Stígur árið
1976, þá nýorðinn 16 ára. í
Kompunni var frumbirt
eftir hann myndasagan
LUBA árið 1975. Það er
visindahrollvekja og
vakti leikni hins unga
teiknara mikla athygli.
Hrafn er bróðir Kjart-
ans. Þeir eru f jórir bræð-
urnir og er Hrafn yngst-
ur, en svo eiga þeir litla
systur sem varð 3 ára
núna 18. febrúar. Hrafn
er í fyrsta bekk í Kárs-
nesskóla og finnst mest
gaman að læra f öndur hjá
Jóhönnu Clausen. í fyrra
var hann í forskóladeild
og er því prýðilega læs.
Reyndar kunni hann að
lesa áður en hann kom í
skólann. Hann lærði að
lesa af umferðarmerkjun
um í Edinborg. Hann átti
heima þar áður. Maður
stansar og les: Stopp,
Cross Now eða Look Left,
og áður en maður veit af
kann maður að lesa.
Hann las lika auglýsingar
i búðargluggum og götu-
skiltin; svo byrjaði hann
að lesa myndabækur.
Honum finnst skemmti-
legt að lesa Tinnabækur
og hann á Toggabók. Palli
er lika ofsa góður.
SKREF
Þegar Neil Armstrong lýsti því
er hann fyrstur manna
steig fæti á tunglið
og við honum blöstu
á kakóbrúnni eyðimörk
margskonar steinar
kom mér í hug vinur minn
steinasaf narinn Theódór Jetzek
sem varð undir móhellubarði
úti í Skerjafirði
hann er mér táknmynd
allra þeirra
sem látið hafa lífið
í leit mannsins fram
einbeittur
forvitinn
drengur.
Vilborg Dagbjartsdóttir
Þessa mynd teiknaði
Kjartan Arnórsson handa
Kompunni. Kjartan varð
13 ára 16. janúar síðast-
liðinn. Hann er lesendum
Kompunnar að góðu
kunnur fyrir ágætar
teikningar; má þar nefna
myndasamstæður um
steinaldarmanninn úgg
og svo Drulludýrin. Núna
er einmitt myndasaga
eftir Kjartan í Þjóðvilj-
anum. Hún heitir Pétur
og vélmennið og er hvern
virkan dag á 17. siðu.
Kjartan hefur mikinn
áhuga á geimnum og les
vísindaskáldsögur sér til
skemmtunar.
Myndin sýnir geimfar
frá jörðinni nálgast ný-
lendu á plánetu í öðru sól-
kerfi. Aðeins einn maður
er i geimfarinu. útbúnað-
ur allur, svo sem nauð-
synleg tæki, matur, loft
og eldsneyti, leyfir ekki
stærri áhöfn. Geimskip-
inu er stjórnað af tölvu.
Svífandi tækin sem sjást
umhverfis er geimgæsl-
an. Hennar er mikil þörf,
því auðvelt er að týnast
geimnum.
Stígur, sem hefur átt
heima í Kaupmannahöfn
síðan hann var þriggja
ára, vinnur nú að annarri
myndasögu. Kannski fá
lesendur Þjóðviljans að
sjá hana áður en langt um
líður.
Mannaö geimfar á leið til annarrar plánctu, auk þess nokkrir fljúgandi diskar.
Geimþota á leið til tunglsins.