Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 12. mars 1078 ÞJÓÐVILJINN — 8ÍPA II Þið magnið óttann Blöðin skamma alla og allir skamma blöðin. — Ég er óánægður með dag- blöðin, sagði ungur útlendingur við mig á dögunum. Þið birtið helst ekkert nema neikvæðar fregnir, um eitthvað það sem magnar ótta fólksins, fjölgar á- hyggjum þess, heldur fyrir þvi vöku. Eða eitthvað það sem kitlar vonda forvitni um ógæfu annarra. Er það nema von, sagði hann, að menn séu geðillir og bölsýnir. Enginn tekur eftir þvi, að það er mikið um framfarir i heiminum. Sjáðu bara hve miklu fleiri njóta menntunar en áður. Eða allar þessar stórfenglegu framfarir i læknavisindum. Þið eruð ekki að segja frá slikum hlutum. Ekki nema þá i einhverskonar uppfyll- ingaskyni. Sjálfur var hann fæddur i fá- tækrahverfi, en lagði nú stund á göfug visindi og hafði meðal ann- ars unnið talsvert i þriðja heimin- Sjónarhorn Ég skoðaði sem flestar þær klausur sem teljast til frétta eða eru mjög bundnar fréttum (ekki þó iþróttafregnir) og reyndi að flokka þær lauslega eftir þvi hvort þær væru „góðar” (jákvæð- at), „vondar” (neikvæðar) eða nánast hlutlausar. Það gefur að skilja, að þetta er mjög óljós skipting. Sigur einhvers manns i prófkjöri er sjálfsagt jákvæð frétt fyrir stuðningsmenn hans en harmafregn öðrum —fréttin hlýt- ur þvi að lenda i hlutlausa safn- inu. Ef að verklýðshreyfingin er með uppsteit þá er það vond frétt i Morgunblaðinu. Sama frétt get- ur verið „góð” lesendum Þjóð- viljans i þeim skilningi, að það sé jákvætt vinstrisinnum ef verka- lýðshreyfingin sýnir einhvers- konar röggsemi — aftur á móti getur tilefni aðgerða verklýðsfé- laga verið hið neikvæðasta eins og hver maður sér. En flokkunin Kannski við ættum að nema ögn staðar við þessa umkvörtun. Misjöfn tíska Vist þekkjum við þá formúlu sem sýnist staðfesta ummæli hins 48. lb). 65. iii. MIÐVIKUDAGUR 8. MAKZ 1978 PrémsmiðjaMorgunblaðsins. SómaJímneimá flótta í Ogaden DAGBIAÐIB fsfálst, úháð rlanhla/l 4. ARÚ. — MIDVIKI'DAGIIR 8.MARZ 1978 — 50. TB!.. RITSTJORN SJIU MIÚ.A 12 ALtit VsINtiAR tX. VFflHKlOSÞA ÞVKRIKlt.TI 1». — AÓAl.MMI 27022. „Ég trúi þessu ekki— þetta hlýtur að vera gabb!” DIOOVHHNN Miðvikuda>íur 8. mars 1978—43. árg, 50 tbl. MAntikmálið”; Rannsókn á lokastigi „Eg stefnt að þvf að Ijúka ranosókn malsín* íyrír mánaftamót," sagði Þórfr Oddssoö fulHhtt hjá Sakadómi Heykjavlkur. er Þjaóv innti hann fríiu af „Antikmílimt" svonefnda t g«r. A6 rannsökn ktkinnl vrrftur maUft sont til rfkisiakaóknara. Rannsókn malsins hófst hja Sakadómt I oktðbcr ÍWS, Þónr Oddsson hcfur séB um tamt- sókn máislns Hann hefur verth 1 leyfi fn Sakadómí sBan 311 mar$ lííí, en var falíh ah Vínna afram a6 rann- sókn þcssa mils floðió til nefndar- starfa um 2. er. kauprAnslaganna: Nei, takk Svivirðileg kaupskerðing aldraðra og öryrkja: Ellilífeyrir elnstakllngs lækkaður um 2000 kr. J sermón um góðar fréttir og vondar útlenda gests: engar íréttir eru góðar fregnir. Þetta er ekki upp- götvun blaðaheimsins: íslend- ingasögur greina, eins og kunnugt er, frá þvi að „bændur flugust á”. Dostoévskí skrifaði langar skáld- sögur um guð og menn, um gott og illt, og hann setti morð inn i hverja skáldsögu til að halda at- hygli lesandans vakandi. Tiska i blaðamennsku er likast til nokkuð misjöfn eftir löndum. Við getum tilfært hér tvo póla. Annarsvegar er sú gula pressa sem mest selst í nálægum lönd- um; þar er hið daglega morð flennistórt á hverri forsiðu, nema þá að hrikaleg slys eða hamfarir geti skotið þvi aftur á þriðju. A hinum endanum höfum við sovésk hlöð sem birta firnamarg- ar fréttir um framkvæmdir og uppskeru en aldrei fregnir af glæpum eða flugslysum (a.m.k. ekki i eigin landi), en stundum greinar sem skrifaðar eru utan um einstök afbrotamál. Mörgum finnst þetta sjálfsagt kostur á sovéskum blöðum. En þar er sá hængur á, að þögn þeirra um slys og glæpi er partur af þeirri alls- herjarstefnu að tiðni t.d. flug- slysa eða þá afbrota er rikis- leyndarmál þar i landi; um þá hluti éru ekki birtar neinar yfir- litstölur. óvísindaleg skoðun En hvar skyldu islensk blöð lenda inn i þessa mynd? Lesendur geta reyndar sagt sér það sjálfir, að islensk dagblöð muni lenda einhversstaðar mitt á milli þeirrar blaðamennsku sem selur skelfingar og stórslys og þeirrar sem hlifir lesendum (og stjórnvöldum) sem mest við ó- þægilegum fregnum. En rétt til gamans tókum við okkur til og flettum nokkrum ein- tökum af Morgunblaðinu, Þjóð- viljanum og Dagblaðinu. Þetta var mjög lausleg skoðun og óvis- indaleg og verða hafðir um hana allir mögulegir fyrirvarar. En kannski hún ætti samt að gefa ör- litla visbendingu um tilhneiging- ar i islenskri blaðamennsku. miðast þá í stórum dráttum við það, hvað er jákvætt, neikvætt eða hvorugt frá sjónarhóli biaðs- ins sjálfs sem fregnina birtir. Auk þess sem hið almenna mat gildir, að það sem er liklegt til að renna stoðum undir það viðhorf að „hart er i heimi, hórdómur mikill, skeggöld skálmöld” fer i einn flokk. Þangað fara innbrot, slys, brunar, verðhækkanir, verð- bólgutíðindi, morð, ásamt hinum óendanlegu fjármagnserfiðleik- um sjávarútvegsins. Jákvæðar fregnir segja frá allrahanda batnandi ástandi („Dælan komin upp”), jákvæðum framkvæmdum, einnig menning- arviðburðum. I hlutlausum fregnum fer afar mikið fyrir hverskyns upplýsingum um fé- lagsstarfsemi, tillögugerð og öðru þessháttar, heimildum um hátt- bundið veðurfar og margt i þeim dúr. Mogginn og Þjóðviljinn Flokkun þessi bendir til þess, að Morgunblaðið og Þjóðviljinn fylgi nokkuð svipuðu munstri. Af innlendu fréttaefni sýndist um 48% hlutlaust i Morgunblaðinu, 32% neikvætt og 20 % jákvætt. I Þjóðviljanum voru um 40% hlut- laust, 32% neikvætt og 28% já- kvætt efni. En ef þetta dæmi mundi skoðað nánar, kæmi ýmis- legt fleira i ljós. Mest af jákvæð- um fregnum Þjóðviljans eru smærri klausur um menningar- viðburði, en þær neikvæðu eru um 60% af uppsláttarfregnum — og þær mundu margar hverjar geta talist „jákvæðar” fyrir vinstri- blað, að svo miklu leyti sem þær fela i sér ádrepu. Hið háa hlutfall af hlutlausum fregnum i Morgunblaði er mest tengt meðalstórum fregnum um prófkjör og svo félagastarfsemi margskonar, sem íslensk blöð önnur sýna reyndar meiri tillits- semi en nokkur blöð önnur i heim- inum (er þó alltaf vanþakkað um leið og eitthvert smáslys kemur upp á i þeirri þjónustu). Dagblaðið og útlönd Dagblaðið fylgir nokkuð öðru mynstri eins og að líkum lætur. Þar er neikvæði flokkurinn stærstur, eða um 40% (nálægt 65% i uppsláttum), hlutlaust fréttaefni er um 34%, en 24% já- kvætt. Og ef að gerð væri nánari grein fyrir hinum „vondu” fregn- um Dagblaðsins, þá mundi koma fram greinileg viðleitni til að magna upp smámuni, hasardéra, blása upp storm i vatnsglasi — vegna þess að satt að segja gerð- ist fátt skoðunardagana sem væri verulega sölulegt fyrir siðdegis- blað. Auk þess er það áberandi, að privatógæfa ýmiskonar hefur allmiklu meira pláss i Dagblað- inu en i öðrum blöðum. Um erlendar dagsfréttir er það að segja, að öll hafa blöðin þrjú nokkuð jafna tilhneigingu til að telja engar fréttir nema vondar sem utan úr heimi berast — og liklega er það mjög i samræmi við það sem á blöðin berst frá er- lendum fréttastofum. Vondar fréttir eru 60—70% af erlendu efni. Virki bjartsýninnar En eins og áður segir: við selj- um þetta ekki dýrara en við keyptum. Ef allt efni blaðanna væri undir lagt, þá mundu hlut- föllin breytast enn að miklum mun. Lesendabréfin munu flest leggja á það áherslu, að illt sé það allt og bölvað, skitt veri með það og svei þvi. Aftur á móti munu auglýsingarnar stórlega bæta hag bjartsýninnar. Það er í þeim sem menn gera reyfarakaup, lenda i ógleymanlegum æfintýrum, finna það sem þeir hafa alltaf óskað sér og virða fyrir sér fegurð og glæsi- mennsku. Aður en þessu léttúðlega tali lýkur, er ekki úr vegi að vitna i Akureyrarblaðið Dag.sem var að eiga merkisafmæli. Þann 25. janúar lét blaðið i ljós áhyggjur af fréttamati, sem voru dálitið skyldar þvi tali vinar okkar hins útlenda, sem minnst var á fyrst i þessu spjalli. Þar segir sem svo: Menguð versta sora „Menn gætu ætlað, samkvæmt fréttaflutningi margra fjölmiðla, að mannlifið væri allt mengað hinum versta sora, svo sem morðum, ránum og öðrum ófögn- uði. Sagt er, að veiklundaðar sálir og jafnvel fleiri, þjáist af bölsýni vegna hinna yfirþyrmandi frétta, sem ausið er yfir fólk alla daga og oft á dag, i krafti þess að ljótar fréttir séu fréttir en góðar fréttir engar fréttir. Sem betur fer er mannlifið með allt öðrum og feg- urri svip og það er hinn mesti misskilningur, að hið góða sé ekki fréttnæmt. — Hætt er við, að hið rangsnúna gildismat frétta hafi hin alvarlegustu áhrif og leiði jafnvel beint og óbeint til hinna verstu verka. Það er mikill á- byrgðarhluti að auka á vanliðan fólks með of einhliða fregnum af þvi versta i mannheimi.” Hér gengur þaö glatt Hið roskna málgagn Fram- sóknarmaddömunnar fyrir norð- an lætur ekki við þessa umkvört- un sitja. Fréttasiður blaðsins sama dag eru allar fagur vottur um hið jákvæða viöhorf til lifsins sem okkur skortir nokkuð á hér fyrir sunnan, að maður nú ekki tali um erlenda fréttamenn. Uppsláttur blaðsins ber fyrir- sögnina „Miklar framkvæmdir i ár”sem bæjarstjórinn á Akureyri segir frá. önnur stór frétt segir frá þvi að „Dalvikingar (eru) á skiðum” sem er hollt og skemmtilegt. Hin þriðja ber fyr- irsögnina „Gengur glatt”og á við aðsókn að barnaleikritinu Snæ- drottningin. A baksiðu er það helst fregn, að „Góður háseta- hlutur” fæst á Sauðárkróki... Þessu næst kemur að „Aðeins nokkur hús eftir” — ótengd við hitaveituna á Blönduósi (jákvæð- ar framkvæmdir). t þriðja lagi má frétta ánægjuleg tiöindi úr framleiðslunni: „Nýjar vörur hjá Sjöfn”,og „hafa hotið góða dóma þeirra sem reynt hafa”. Það eina sem gerir smástrik i þennan fagra reikning er forsiðufregn um það, að enn er „Lélegur simi á Grenivik”. Meö silkihönskum Það er rétt að minna á þetta dæmi Dags vegna þess, að já- kvæð og uppbyggileg afstaða til tilverunnar á sér enn traust virki i mörgum dreifbýlis- og kaup- staðablöðum. Stundum finnst manni þegar blaðað er i slikum blöðum, að höfuðviðfangsefni þeirra (ágætar undantekningar eru til) sé það, að lofa þá prýði- legu menn, sem eru alltaf „að bæta þjónustuna við almenning” eins og það heitir. Viðkvæmnin og varfærnin andspænis skuggahlið- um tilverunnar getur hinsvegar verið svo mikil i andrúmslofti hins algjöra kunningsskapar, að það getur orðið hatursmál ef að einhver lætur að þvi liggja, að formaður Ungmannafélagsins mætti vera ögn framtakssamari, eða þá að það gleymdist að geta um konuna sem fór með hlutverk vinnukonunnar i Saklausa svall- aranum. Um slikt blað yrkir Kristinn skáld Reyr — það „fer um lif og dauða silkihönskum”. Við erum likast til engir sér- stakir ofstopamenn i blaða- mennsku, tslendingar, en samt gerum við okkar besta til að eiga hliðstæður — bæði við vestrænan hasar og sovéska friðsæld á þessu sviði. Sunnudagspistill eftir Arna Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.