Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 15
Sunnudagur 12. mars 1978 ÞJODVILJINN — SIÐA 15 Leikfangapíanó A.N. Hvað með leikfanga- pianóin? S.B.Ef þú getur ekki tekið lokið af leikfangapianóinu, þá hefur það tákmarkaða moguleika. En sé það opið, geturðu t.d. „undir- búið” innvolsið. En þaö hljómar alltaf eins og leikfangapianó. Reyndar á P.T. hljómsveitin tvö leikfangapianó sem minna meira á hefðbundin hljóðfæri, mjúkir hamrar og flókinn útbúnaöur. P.B. Þessi leikfangapianó eru sérstaklega hönnuð fyrir „leikfangapianótónlist”. Þessi litlu hvitu „uppréttu” (Þau heita Nichelson S.B.) eru ekki leikföng, þau eru ekki fyrir krakka. Þau eru fyrir klassiska tónsmiði og hljóðfæraleikara sem spila „leikfangatónlist”. S.B.Flippað. Hvað eru til mörg leikfangapianóverk? Tvö eftir Cage og nokkur eftir Crumb. P.B. Ég sá þessi pianó á kon- sert með Christian Wolff, „Burdocks” það virtist vera i tisku þá, allavega voru fimm... S.B. Mér hefur aldrei tekist að ná mér i eitt. P.B.Ég held að gæinn hafi hætt að framleiða þau. Þau voru mjög ódýr, kostuðu u.þ.b. 15 pund. Plasthljómborð. Hefuröu unnið eitthvað með „undirbúin” pianó, ekki endilega samið....? éta gras S.B. Ég hef meiri áhuga á athöfnunum sem slikum. P.B.Hvað með að nota pianóiö á táknrænan hátt, eins og að fóðra það á heyi? S.B. Að skoða pianóið sem hlut, sem þú þarft ekki endilega að setjast niður við. Það er hægt að gera ailt annað við pianó en að spila á hljómborðið, og lfka að gera ekkert annað en að spila á hljómborðiö. Ég hef áhuga á leikrænum þáttiim lika. P.B.En hvað um Victor Borge og Max Wall? S.B.Max Wall er snillingur, það er þessi dæmigerða framkoma pianistans, það er húmor i henni. Þetta er upprunnið hjá Liszt— Að hefja handleggina upp með mikl- um tilburðum og kasta sér úti verkiö. Hefurðu nokkurn tima séö Max Wall? Hann er stórkostleg- ur, treöur upp með fáránlega hárkollu, sem er komin með skalla, i sokkabuxum, risastórum trúðarskóm og i skærgrænu vesti. Hann flytur verk þar sem hand- leggirnir á honum eru of stuttir, hann rembist við að toga i þá og dettur svo ofaná hljómborðið. Svo finnur hann fló á löppinni á sér og setur hana undir lokið... eins og Chico Marx, nema hvað Chico spilar á hljómborðið en Max Wall notar pianóið sem hlut, sömu- leiðis Harpo. Harpo barði hljóm- borðið ofsalega. Hann haföi gróf- an húmor... húmor fyrir „afbrigðilegri” hegðun. Hann mölvaði reyndar einu sinni pianó. Hann var búinn að fá nóg af þvi sem Chico var að gera, Hann greip til axarinnar og vann á pianóinu.Hann tók strengina úr og spilaði á þá eins og hörpu, sem er ekki hægt nema i biómynd- um... P.B. Þaö er alltaf hlægilegt hlutverk að leika stóra snilling- inn, siðhærða prófessorinn sem mistekst allt. S.B. En sástu Eric More- cambe? Andre Previn og sinfóniuhljómsveit, „Nú ætlum við að flytja konsert i a moll eftir Grieg, einleikari er Eric Moreca- mowitsch”. Hann var frábær! Ég hef aldrei séð neitt jáfn fyndið. Pianóið getur verið svo fáránlega virðulegt, og sömuleiðis pianó- leikarar... þeir kölluðu ragetime pianistana prófessora. Tilburðir P.B. Prófessor Longhair, bluespianisti. S.B. Þeir hafa alltaf kallað pianóleikara prófessora. Þú átt að vera menntaður til að spila á pianó. Til aö berja bassatrommu þarftu aðeins að hafa smá tilfinn- ingu fyrir rythma... en þetta aka- demiska eðli pianósins... Það gerði Scott Joplin og þessa fyrstu ragtimegæja að „alvarleg- um” tónlistarmönnum. Hug- myndin var að svört tónlist og stórar sinfóniur gætu verið sam- bærileg fyrirbæri. P.B. Jafnvel Duke Ellington.. 011 þessi verk sem hann samdi eins og „Harlem suite”. S.B. Það var alltaf þessi skól- aöa hefð. P.B. Með vatnsgreitt hár og svoleiðis. A.N. Eru pianó staðbundin? P.B. Ég á plötu með pianótón- list frá austurlöndum nær. Mimaroglu spilar á henni. A hulstrinu eru langar raðir af pianóum, kameldýrum og mosk- um sem hafa næstum eins útlinur. Opnir flyglarnir lita út fyrir að vera með kryppu. S.B. Mimaroglu stýröi líkaip'löitu með Ray Charles og ég held að" hann sé i einhverjum tengslum við prófessor Longhair. En snúum okkur að Cecil Taylor. Hans still einkennist af geysilega mikilli orku og úthaldi. P.B.Hann virðist falla inni all- ar tegundir af spuna hann nær samsömun við alla. Hann er með þetta á lager. S.B.Mér var sagt að það væri gaman að horfa á hann á sviði. Mér fannst það nú ekki. P.B.Það getur verið ferlegt að horfa á klassiskan hljómflutning. Carla Hubner spilaði verk eftir Debussy. Hún spilaði með tilgerð- arlegum, væmnum handahreyf- ingum og hreyfði höfuðið eins og i dáleiðslu. Hún hefði alveg eins getað verið að lesa teiknimynda- sögur meðan hún spilaði þetta verk, það hefði hljómað nákvæm- lega eins. Tilfinningar hennar voru beinlinis sviðsettar, hræði- legt! Ég hef aldrei séð neinn sem leikur af fingrum fram haga sér svona. S.B.Einhver sagði mér sögu af vini sinum sem hafði nýlokið ánægjulegu konserthaldi. Vin- urinn var þó ekki ánægður með frammistöðu sina, vegna smávægilegra tæknigalla. En þessari tæknigeðveiki er andmælt i „aðeyðileggjapianókeppnum”. Það hefur orðiö til and-tækni- stefna i sambandi viö pianó. Afi, amma og Maó P.B.Einu sinni var til pianó á hverju einasta heimili. Mynd af mömmunni á arinhiliunni og pianó i stássstofunni. Þetta var menningarlegt stöðutákn. S.B.l bókum Jane Austin spila allar konur á pianó. P.B.Ég var meira með hugann við kynslóð afa mins og ömmu. Þar var pianóið til skrauts, glans- andi svart ferliki, sem helst átti ekki að spila á. S.B.Á maóista»timabili Ross og Gromarty hljómsveitarinnar, áður en maóistinn, tónsmiðurinn þeirra yfirgaf þá, settu þeir einu sinni litla rauða fána i staðinn fyrir hamra og strengi. Þegar þeir spiluðu fóru litlu rauðu fánarnir upp og niður. P.B. Afskaplega þögult maóist- iskt verk. Eg hef það á tilfinning- unni að fæstir pianótónsmiðir hlusti á hljóm pianósins, heldur noti það sem kerfi, eins og ritvél. Mjög fáir vestrænir tónsmiðir hafa tilfinningu fyrir hljómblæ tónsins. Debussy, Satie, Henry Cowell og John Cage, kannski Messiaen. Allir aðrir sem sömdu klassiska konserta virðast ekki hafa haft neina tilfinningu fyrir hljómblænum. Ballett fyrir píanó P.B. Hefurðu heyrt söguna um tónlistarskólann sem fékk nýtt pianó fyrir prófin? Fyrsti nemandinn kvartaði yfir þvi að það væri stift. Allir spiluðu sama verkið. Þegar á daginn leið varð hljóðfærið mýkra og undir kvöld kvartaði fólk yfir þvi að það væri of laust. Hápunktur sögunn- ar er að i rauninni flytur pianóið sitt eigið verk i leiðinni. Sama verkið hefur verið spilað á það allan daginn, en það hefur breytt um blæ. En það er ekki hægt að tala um pianó án þess að minnast á 57 dansandi pianó Busby Berkley S.B.Það byrjar með ferhyrndu pianói og þremur konum i engla- liki. Pianóin eru reyndar ekki fer- hyrnd, heldur ilöng, lág. Það er langt siðan þau hurfu af sjónar- sviðinu. Já, það byrjar á einu sliku, en siðan færast hendur pianóleikarans frá einu hljóm- borði til annars, þegar pianóin sigla framhjá og áður en þú veist af, er hann farinn að spila á stóran flygil. Það tekur eitt við af öðru. Ég held þau séu 70. Þetta er ballett fyrir pianó, pianóin dansa um, og um leið mynda þau dans- gólf fyrir dansarana. Það er spilað á a.m.k. 10 pianó i einu, og að hlusta á 10 pianó i einu er hræðilegt. Svo man ég eftir verki sem Robin Mortimer samdi fyrir 5 eða 6 pianó hvert ofan á öðru, en það var mjög erfitt i flutningi og sennilega stórhættulegt. Það átti að klifra yfir þau. P.B.Ég skrifaði einu sinni verk fyrir litla hljómsveit, þar sem ásláttarhljóðfærum og pianói er sökkt rólega niður i sundlaug og spilað á þau undir vatnsborðinu. S.B. Ég sá mjög athyglisvert pianó i Póllandi, siamspianó. Hljómborðin eru andspænis hvort öðru, þannig að pianóleikararnir horfast i augu. Ég veit ekki hvort bæði hljómborðin eru tengd sömu hörpunni. P.B. Hvað með litaorgel? Það er tilraun til að sameina listform i hljómborðinu. S.B. Já, hljómborðið.. P.B. Vill einhver segja meira um pianó, að lokum....? Þýtt og endursagt. A.V. / J.V.Þ. / K.Ól. Geymiðgreinina UNM Vikuna 25.2—4.3 stóð yfir i Bergen hátið ungs, norræns tón- listarfólks, „Ung Nordisk Musik”. Hátið þessi er haldin ár- lega og á henni eru flutt verk norrænna tónsmiða innan við 30 ára aldur. Flytjendur verkanna eru tónlistarnemendur frá öllum Norðurlöndum. Hátiðin stendur i eina viku og eru haldnir 1—2 konsertar á dag. A hátiðinni i Bergen voru 2 islensk verk: „Songs and Places”,eftir Snorra S. Birgisson, sem var frumflutt á sinfóniutónleikum um daginn, „Hughrif” eftir Áskel Másson og kammerverk eftir Karólinu Eiriksdóttur, „Six poems from the Japanes”. Verk Snorra og Askels eru hljómsveitarverk. Auk þeirra fóru á hátiðina frá Islandi, Páll P. Pálsson, sem stjórnaöi tónleikum með Filharmoniu- hljómsveitinni i Bergen, Þorkell Sigurbjörnsson var þátttakandi i umræðufundum um verkin sem haldnir voru daglega. Ennfremur voru nokkrir hljóðfæraleikarar með i ferðinni. 1 næsta Hornauga mun að öllum likindum birtast viðtal sem við áttum við Askel Másson af þessu tilefni. Látum þaö Jón Hncfill Aöalsteinsson Hugmyndasaga Frá sögnum til siðskipta Hugmynda- saga eftir Jón Hnefíl Aðalsteins- son Ot er komin á vegum Iðunnar bókin Hugmyndasaga. Frá sögn- um til siðaskipta, eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson fil. lic, mennta- skólakennara. t bókarkynningu á kápu er gerð svofelld grein fyrir bókinni: ,,t bók þessari eru teknar til meðferðar ferns konar hugmynd- ir: Þjóðsagnahugmyndir, trúar- hugmyndir, heimspekihugmynd- ir og stjórnmálahugmyndir. Þjóðsagnahugmyndir skipa veru- legt rúm i bókinni, enda er þar um að ræða elstu vitnisburöi mannlegrar hugsunar, og reynt er að skipa þjóðsögnunum á sinn markaða básá vettvangi visinda. Trúarhugmyndir og stjórnmála- hugmyndir eru einnig teknar hlutlausum, fræðilegum tökum eins og gera ber i riti, sem ætlað er til notkunar I skólum. Og sama er að segja um heimspekihug- myndir. Frá örófi alda hafa mennspurt: Hvaðan kom ég? Hver er ég? Hvað ber mér? Hvert fer ég? Og svo spyrja menn enn i dag. Hugmyndasagan greinir frá formi þessara spurninga á ýms- um timum. Bók þessi hlýtur þvi að vera áhugaverður lestur hverjum þeim sem glima vill við gátur lifsins og fræðast um hvaða svör hafa verið gefin við þeim á mismunandi timum. En fyrst og fremst er bókin rituð til notkunar við kennslu i hug- myndasögu i menntaskólum og öðrum framhaldsskólum.” Bókin er 146 bls. að stærð. Hún er sett og prentuð i Offsetækni sf., en Bókfell hf. annaðist bók- bandsvinnu. Ödipús konungur á bók Mál og menning hefur gefið út leikritið ödipús konung eftir Sófókles i þýðingu Helga Hálf- danarsonar. ödipús konungur er meöal þekktustu harmleikja þessa mikla griska skáids. Hann er fyrstur i timaröð af svonefnd- um Þebu-leikum; hinir eru ödipús i Kólónos og Antfgóna, sem þegar hefur verið gefin út 1 þýðingu Helga Hálfdanarsonar og með inngangi eftir Friðrik Þórðarson. Bókinni fylgja skýr- ingar og athugasemdir sem þýð- andinn hefur tekið saman i tilefni útgáfunnar. Leikrita- og ljóðaþýðingar Helga Hálfdanarsonar hafa hlotið mikið og verðskuldað lof gagn- rýnenda. Þýðingin á ödipusi kon- ungi, sem er í fornlegum ljóðstil, var gerð fyrir Þjóðleikhúsið, og bókin kom út sama dag og leikrit- ið var frumsýnt. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði bókina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.