Þjóðviljinn - 03.05.1978, Page 7

Þjóðviljinn - 03.05.1978, Page 7
Miðvikudagur 3. mai 1978. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7 JHættan á mállýskum eftir stéttum er því minni ............................ sem talin er vafasöm Um málpólitík NU hafa gerst nokkur um- skipti i þeirri umræðu sem geis- að hefur hér á landi i nokkur ár um stafsetningu og málleg efni. Eftir að hafa hamast lengi út af einum bókstaf eru menn nú farnir að snUa sér að hlutum sem meira máli skipta. Það sem virðist hafa stjórnað þeim veðrabrigðum sem orðið hafa er þingsályktunartillaga um móðurmálskennslu i fjöl- miðlum. Hafa verið ritaðar a.m.k. fjórar greinar i Þjóðvilj- ann og einn leiðari i Timann. Þeir sem skrifa i Þjóðviljann eru Stefán Karlsson, Gfsli Páls- son, Aðalsteinn Daviðsson og nU siðast Halldór Laxness. Auk þessara blaðaskrifa hefur verið háður einn af þessum dæma- lausu umræðuþáttum i sjón- varpi. * Gisli Pálsson lætur i ljós áhyggjur af þvi að málvernd muni leiða til munar á stétta- mállýskum. Aðalsteinn mót- mælir harðlega. Ég skil fræði- legar.forsendur fyrir áhyggjum Gisla. Það er, fræðilega séð, hætta á þvi að málrækt skilji einhverja Ut undan, sem svo verður hneykslast á og verða þá utangarðsmenn meiri en þeir annars hefðu orðið. Gisli óttast að það muni fara eftir stéttum. Aðalsteinn bendir hins vegar á að fremur hafi hingað til verið snobbað niður á við i málvernd, þannig að mál alþýðu og verka- lýðs hafi siður en svo verið snið- gengið. Og enn er sem betur fer langtí land að nokkur maður liti niður á verkamann vegna mál- farshans. Það er miklu frekar að andlausir skriffinnar, sem sumir teljast til svokallaðra menntamanna, teljist aumk- unarverðir. Ég held að það sé of snemmt að gera þvi skóna að hér á landi séu að mótast stéttamállýskur. Svo er aðallega fyrir að þakka þeirri menningarlegu samstöðu sem rikt hefur hingað til meðal meginþorra landsmanna og þvi að islensk menning hefur átt sterkar rætur meðal alþýðunn- ar. Hins vegar er aldrei að vita nema eitthvað likt þvi sem Gisli óttast geti átt eftir að gerast sið- ar meir. Mér sýnist, að ef nU á timum sé hægt að tala um mállysku- mun sem fari eftir þjóðfélags- hópum, þá hljóti sá munur að vera kynslóðamunur. Ég hef það á tilfinningunni, frekar en ég geti sýnt fram á það með traustum rökum, að oft sé munur á þvi máli og þeirri mál- tilfinningu sem foreldrar og börn þeirra hafa rétt ótrúlega mikill. Ef þetta er satt, er ekki vandi að benda á aðstæður sem mætti tengja þessu: A örskömmum tima hafa orðið geysilegar breytingar á lifsskil- yrðum manna hér, það um- hverfi sem mótar fólk nú er ger- ólikt þvi sem mótaði eldri kyn- slóðir. Kynslóðir talast minna við en áður var, og börn læra ekki mál sitt af fullorðnum i sama mæli og áður, þau smiða þetta meira i samvinnu við íélaga sina. Við þetta bætist að mörg þau gildi sem áður voru viðtekin eru nú ekki lengur i tisku. Menn eru ekki eins rómantiskir og þeir voru á tim- um Jónasar Hallgrímssonar eða á vordögum ungmennafélaga og lita ekki eins mikið til fortiðar og áður tiðkaðist. Þess vegna finnst mönnum minni ástæða nú en áður að temja sér fornar dyggðir i mállegum efnum. Þetta er tiðarandinn, sem börnin skynja, og þýðir litið fyrir kennara að reyna að hlýða börnum yfir beygingar orðanna læknir og hellir. Börnin telja sér ekki koma það við hvermg orð beygðust i fornu máli. Það er gegn þessu kynslóða- bili sem þingsályktunartillög- unnier stefnt,held ég, þótt ekki hafi flytjendur hennar látið fylgja mjög glögga greiningu a' vandanum sem við er að etja. Margir sjá það, eða finna á sér, að einhverjar blikur séu á tofti og vilja gera eitthvaö. Vandinn er bara hvað á að gera. Þegar að þvi kemur að ræða i smá- atriðum hvers sé þörf, þá gapir hver framan í annan, talar kannski um að laga þurfi fram- burð eða „lestrarlag” manna. Hvað er þá athugavert við framburð manna? Eru þeir kannski hættir að skilja hver annan? Hér er án efa komið við við- kvæmasta blettinn. Eins og Stefán Karlsson benti á i grein sinni, vantar greiningu á vand- anum sem við er að etja. Fyrr á þessari öld gerðist mjög merki- legur hlutur i sögu islensks máls. Ráðist var gegn málnýj- ung, sem bólaði á víðs vegar um land, svokölluðu flámæli (sem sumir kölluðu hljóðvillu) með þeim afleiðingum að þessarar nýjungar heyrir ekki stað nema i máli einstaka eldri manna, Baráttan gegn þessu varð möguleg fyrst og fremst fyrir það að glöggir menn höfðu komið auga á drauginn og gátu bent öðrum á hvar hann leynd- ist. NU er það hins vegar svo, að gleggstu menn finna einungis fyrir draugnum, en tekst ekki að henda reiður á honum, enda er hann miklu stærri nú en hann var á dögum baráttunnar gegn flámælinu. Sé það fjarri mér að gerast spámaður, en ekki kæmi mér það á óvart, ef ég fengið tæki- færi til þes að glugga i islenska málsögubók árið 2100, að af henni mætti lesa, að örasta breytingatimabil i sögu is- lenskrar tungu hefði verið tuttugastaöldin. Ég held,að hér séu á ferðinni breytingar á öllu hinu islenska málkerfi meira og minna. Kennarar finna að það verður æ erfiðara að kenna hefðbundna málfræði þannig að menn séut.a.m.spurðir Ut Ur um beygingu. fágætra orða, og si- fellt er horfið meira að þvi að kenna bókmenntir og tUlka frá sjónarmiði félagslegrar og bók- menntalegrar hugmynda- og hugtakafræði. Menn hafa þann- ig með nokkru móti gefist upp við hefðbundna málfræði- kennslu. Uppgjöf þessi er næsta eðlileg, þvi kennarar hafa ekki fengið þann grundvöll i mennt- un sinni að þeir geti haldið uppi þeirri málfæðikennslu sem skilieinhverjum árangri og geti falliö i sæmilegan jarðveg hjá skólaæskunni. Þetta er að sjálf- sögðu angi af þvi meginmeini, að menn skilja ekki vandann til fullnustu, þvi þekking manna á islensku nUtimamáli er i mol- um. Ég geri ráð fyrir að flestir hérlendir menn séu sammála um það að æskilegt sé að sporna við of miklum breytingum á tungu okkar. Ef breytingar verða mikl'ar og snöggar, er hætta á að samhengið i islenskri menningu rofni. An sambands við fortiðina er ég hræddur um að islensk nUtimamenning verði harla óbeysin. En eigi að vera hægt að sporna við þeirri hættu sem virðist vera á ferðinni, er nauðsynlegt að stórefla rann- sóknir á islensku nútiðarmáli, þannig að hægt sé að fremja sem nákvæmasta „sjúkdóms- greiningu”. Slik athugun á is- lensku nútiðarmáli þyrfti að hafa á sér snið rannsóknarverk- efnis þar sem margir sérfróðir menn tækju höndum saman. Helst ætti þetta verk að vera unnið á vegum Háskóla Islands, e.t.v. i nafni sérstakrar rann- sóknarstofnunar, sem ynni með skipulögðum hætti upplýsingar úr viðtækrikönnun. Þessar upp- lýsingar væri svo hægt að leggja tilgrundvallarbetri málkennslu sem lið i baráttu gegn of mikl- um málbreytingum. Svo ég víki i lokin aftur að ótt- anum við það að málvöndunar- barátta geti leitt til mállýsku- munar eftir stéttum, þá er hætt- an á sliku minni sem betri er skilningurinn á eðli þeirrar málþróunar sem berjast á gegn, og að s jálfsögðu verður að gæta meðalhófs i baráttunni, ekki má halda of fast i afturhaldstaum- ana. Ef barist er fyrir of fornfá- legu og torskildu málkerfi getur það leitt beint til óbrúanlegs klofnings milli þeirra sem hafa tök á þvi að tileinka sér kerfið og hinna sem ekki hafa það. ATHS. Grein þessi var skrifuð áður en ég læsi dagskrárgrein Lofts Guttormssonar, sem birtist i Þjóðviljanum 19. april, en hon- um er ég að mörgu leyti sam- mála, eins og menn sjá. Vilborg Haröardóttir: Hiö opinbera sjái fólki fyrir íeiguhúsnæði Vilborg Harðardóttir mælti i siöustu viku fyrir tillögu sem hún flytur ásamt Hclga Seljan um húsnæðismál. Hér á eftir fer ræða Vilborgar i meginatriðum: Losa húsnæöismál undan braski „Fyrsti flm. frv. hefur þegar gert allýtarlega grein fyrir þvi og hef ég ekki mörgu þar við að bæta. Ég vil þó leggja áherslu á, að það er löngu orðið timabært að losa húsnæðismál á Islandi undan þvi braski og gróðabralli sem einkennt hefur framkvæmd þeirra, og viðurkenna þá frum- þörf fólks að hafa þak yfir höfuðið sem félagslegt Urlausnarefni eins og raunar hefur verið gert að nokkru með lögum um verka- mannabUstaði og um leiguibUðir sveitarfélaga. En það er þó langt frá þvi að nóg sé að gert. Verkalýðssamtökin hafa sýnt i verki vilja sinn til að vinna að þessum málum með að berjast fyrir og fá tekin ákvæði varðandi þau inni kjarasamninga, en áður en nokkur viðhlitandi lausn fáist þar, að styrkja þá starfsemi og stórefla einsog þessi tillaga stefnir raunar að. Ekkert sáluhjálpar- atriöi að menn eignist húsnæöi Ég vil taka það sérstaklega fram að það er Alþýðubandalags- mönnum og þar á meöal okkur sem stöndum að þessari tillögu siður en svo nokkurt sáluhjálpar- atriði, að allir eignist eigið hUsnæði, jafnvel þótt þeir hefðu bolmagn til en raunar er það staðreynd að margir hafa ekki og munu ekki hafa nokkur tök á þvi þótt þeir vildu. Vart þarf að lýsa þvi öryggisleysi sem leigjendur bUa við einsog nU er, meðan margir hUseigendur misnota að- stöðu sina svosem kostur er og okra á hUsaleigunni án þess að leigjendur komi nokkrum vörn- um við, — enda enginn hUsaleigu- lög i gildi til varnar. Ég þekki mörg dæmi þess, ma. af sjálfri mér sem leigjanda, að fólk greiðir i hUsaleigu mun hærri upphæð en það fær kvittun fyrir eða gefin er upp. Þetta geta hUs- eigendur heimtað i skjóli þess að fólk er tilneytt að hafa þak yfir. höfuðið — nánast hvað sem það kostar, og einnig vegna hins, að ekki er skylt að gefa hUsaleigu upp til skatts. Iðulega er fólki sagt upp hUsnæöi fyrirvaralaust eða litið og það getur orðið býsna stór kostnaðarliður ef fólk þarf oft aö flytja. Leigjendur eru þannig alger- lega varnarlausir og þvi ber að fagna að leigjendur hér i Reykja- vik og nágrenni eru nú að vakna til meðvitundar um hver máttur getur verið að samstöðunni og hafa stofnað með sér samtök til að berjast fyrir hagsmunum sin- um og réttindum. Sveitarfélög sjái fyrir leiguhúsnæði En þá fýrst verður réttur leigjenda raunverulega tryggður, að annað hvort riki eða bæjar- og sveitarfélög sjái þeim sem þess æskja fyrir leiguhúsnæði með viðráðanlegum kjörum. — Það er félagslegt framtiðarmarkmið ásamt þeirri stefnu sem þetta frumvarp miðar örlitið i áttina til, þe. að þeim sem þess óska gefist kostur á að eignast með skilorðs- bundnum ráðstöfunarrétti ibúðir sem byggingafélög almennings eða opinberir aðilar reisa á félagslegum grundvelli með til- styrk opinbers lánakerfis. Að þvi stefna lögin um verkamannabU- staði og um leiguibUðabyggingar sveitarfélaga. Þótt það sé ekki sett fram i þessu frv. vil ég leyfa mér aö nefna sem Vilborg Harðardóttir: annað markmið að færa fasteignasölu og hUsnæðismiðlun á hendur opinberra aðila um leið og girt verði fyrir lóðabrask með að færa lóðir og væntanlega bygg- ingasvæði alfara undir eignar- hald bæjar- og sveitarfélaga. A sama tima þyrfti að gera skipulegt átak fil að lækka hUsnæðiskostnað, t,d. með fjölda- framleiðslu hUsa og hUshluta. Ennfremur að leitast við að finna hUsagerðir sem hæfa sem best islenskum aðstæðum og á ég þá við bæði veðurfar og sambUðar- háttu, um leið og reynt væri þó að forðast bæði einhæfni og óþarfa iburö. Eins og mál standa nU er aðal- atriði þó að auðvelda fólki að komast yfir hóflega ibUð með sem hagfelldustum hætti, hvort sem er með þvi aö auövelda þvi að eignast hana eða auka möguleikana á að fá leiguhUsnæði þar sem leigukjörin séu undir eftirliti einsog ætti að gilda um ibUðir sem bæjar- og sveitarfélög leigja Ut. Að þessu tvennu miðar þetta framlagða frumvarp”. Bann viö erlendum fjárstudningi við islenska flokka: Verdur málid tafið i nedri deild? A fundi efri deildar s.l. laugar- dag var samþykkt frumvarp um bann við fjárhagslegum stuðningi erlcndra aðila við islenska stjórn- málaflokka. Var frumvarpið sið- an sent neðri deild til umfjöllun- ar. Þar eð þingslit verða liklega um næstu helgi er ekki ljóst hvort frumvarpið verður nú að lögum, en liklega inunu andstæðingar þess reyna að telfja framgang þess i neðri deild. Við atkvæðagreiðslu um frum- varpið i efri deild var frumvarpið samþykkt með 13 atkvæðum gegn 1, en 2 greiddu ekki atkvæði og 4 voru fjarverandi. Bragi Sigur- jónsson (varam. Eggerts G. Þor- steinssonar) greiddi atkvæði gegn frumvarpinu, en Albert Guðmundsson og Einar AgUsts- son greiddu ekki atkvæöi. Auglýsinga símiirn er 81333 UOBWUINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.