Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. jiini 1978 Kosning í nefndír og ráö Reykjavíkurborgar Á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld fór fram kosn- ing í nefndir, ráð og trún- aðarstöður á vegum Reykjavíkurborgar. Frest- að var kjöri í haf narstjórn, skipulagsnefnd, íþrótta- ráð, barnaverndarnefnd og veiði- og f iskiræktarráð. í 7 manna nefndum skiptast fulltrúar flokk- anna þannig að Sjálf- stæðisf lokkur hefur 3 menn, Alþýðubandalag 2 og Framsóknarflokkur og Alþýðuf lokkur 1 mann hvor flokkur. I 5 manna nefndum skiptast fulltrúar þannig að Sjálfstæðisf lokkurinn hefur 2 menn, Alþýðu- bandalag, Framsóknar- f lokkur og Alþýðuf lokkur 1 mann hver flokkur. I upptalningunni hér að neðan eru aðalfulltrúar merktir með listabókstöf- um flokka sinna, en vara- Gistiheiniili á Blönduósi Hér ei brestur rauöa rós, runnar flestir anga. En fyrir vestan, út vi6 Os, er þó best til fanga. Svo mælti eitt sinn — ef ég man rétt — Gisli heitinn Stefánsson i Mikley i Skagafiröi. Og hafði þá i huga Kvennaskólann á Blönduósi. Ekki veit ég gjörla hvort þar er. nú svo blómlegt um aö litast inn- an veggja að vetrinum sem var er visan var gerð. Það hefur hallaö undan fæti hjá húsmæðraskól- unum um sinn. En undanfarin sumur, allmörg, hefur gistiheim- ili verið rekið i húsakynnum skól- ans. Fyrir þvi hefur staðið Sigur- laug Eggertsdóttir, húsmæöra- kennari og gerir enn. Og eflaust sést þar bregða fyrir „rauðrirós" sem fyrr. Gistiheimilið tók til starfa að þessu sinni 5. júni og verður opiö til mánaðamótanna ágúst-sept. Rekstur þess verður með svipuðu sniði og áour. Auk venjulegs gisti- rýmis, (eins, tveggja, þriggja og f jögurra manna herbergja) eru á boðstólum margvislegar veiting- ar fyrir þá, sem þess óska: morgunverður, kvöldveröur. smurt brauð, kaffi, kökur o.fl. Ferðafólki með eigin viðleguút- búnað, er gefinn kostur á að nota hann. Hópferðafólk getur fengið máltiöir, en gæta verður þess, að panta þær með fyrirvara, svo og gistirými. Ferðafólk, þið eruð velkomin til lengri eða skemmri dvalar i gisti- heimilinu á Blönduósi. —mhg. fulltrúum er raðað í sömu röð og aðalfulltrúum. Kjörnir voru: Bygginganefnd (Ný 7 manna nefnd verftur kjörin um næstu áramót): Magnús Skúlason (G), Gissur Simonarson (A) Hilmar Guðlaugsson (Ð). Varamenn: Þorvaldur Kristmundsson, Stefán Benediktsson og Gunnar Hans- son. Kosningar til eins árs: Endurskoðendur borgar- reikninga: Hrafn Magnússon (G) og Bjarni Bjarnason (D) Stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar: Eirikur Tómasson (B), formaður, Sigurjón Pétursson (G), Sigur- oddur Magnússon (A) Valgarö Briem og Magnús L. Sveinsson (D). Varamenn: Gestur Jónsson, Arnmundur Backmann, Asgeir Agústsson Ólafur Jónsson og Sveinn Björnsson verkfræðingur. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur- borgar: Guðmundur Þ. Júnsson (G), Kristján Benediktsson (B) Birgir lsl. Gunnarsson (D). Varamenn: Adda Bára Sigfúsdóttir Björgvin Guömundsson og Albert Guðmundsson. Útgerðarráð: Björgvin Guðmundsson (A), formaður, Sigurjón Pétursson (G) Kristvin Kristinsson (G), Páll Jónsson (B) Einar Thoroddsen(D),Ragnar Júliusson (D) og Þorsteinn Gislason (D). Varamenn: Þórunn Valdimars- dóttir, Guðmundur Þ. Jónsson, Ingólfur Ingólfsson, Páll Guðmundsson, Valgarö Briem, Gústaf B. Einarsson, Gunnar Hafsteinsson. Fulltrúi i stjórn Fiski- mannasjóðs Kjalarnes- þings: Ingólfur Ingólfsson (G) Endurskoðandi Styrktar- sjóðs Sjómanna- og verka- mannafélaganna i Reykja- vík: Jón Timóteusson (G) Stjórnarmaður og endur- skoðendur Sparisjóðs Vél- stjóra: Emanuel Morthens (A), Baldvin Einarsson (B) og Sigurður Hallgrimsson (D) Kosningartil f jögurra ára: Heilbrigöismálaráð Reykjavik- urborgar og heilbrigðisráð Reykjavikurhéraös: Adda Bára Sigfúsdóttir (G) formaður, Margrét Guðnadóttir (G), Sigurður Guðmundsson (A), Jón Aðalsteinn Jónasson (B) Páll Gislason (D), Margrét S. Einars- dóttir (D) og Markús Orn Antons- son (D). Varamenn: Guðrún Helgadóttir Þurfður Backmann, Kristinn Guðmundsson, Ragnar Gunnarsson, Þóröur Harðarson, Arinbjörn Kolbeinsson og Otto Michaelsen. Fræðsluráð: Kristján Benediktsson (B), Þór Vigfússon (G), Höröur, Bergmann (G), Helga Möller (A), Ragnar Júliusson (D), Davlð Oddsson (D) og Elin Pálmadóttir (D) Varamenn: Þorsteinn Eiriksson, Gunnar Guttormsson Gunnar Arnason, Bragi Jósefs- son, Sigurjón Fjeldsted, Mattias „Litlu verdur náð með því að dreifa kröftunum Silja Aðalsteinsdóttir er þekkt fyrir hressandi viðmót og glað- værö og tók hún erindi blafta- manns vel, að hafa við hana stutt viðtal, þó að hún væri I miklum önnum að fara yfir prófritgerðir en hún kennir bókmenntir I Há- skóla tslands. Siija skipar 14. sæti á framboðslista Alþýðubanda- lagsins I Keykjavik I alþingis- kosningum 25. júní. — Hvenær varðstu sósialisti, Silja? — Sem ung stúlka um tvitugt var ég m jög ómeðvituð um pólitik en gerðist þá prófarakalesari á Vísi, og mér ofbuðu svo leiðar- arnir að ég fór að hugsa. Annars er ég alin upp við Timann og sá Þjóðviljann fyrst sama árið og ég kaus. fcg held að pabbi hafi keypt hann i hálft ár fyrir þær kosn- ingar svo að ég gæti myndað mér sjálfstæða skoðun. Pabbi bjóst við að sú leið mundi færa mig til Framsóknar, en það varð annað úr. — Mig minnir að þú hafir fylgt Hannibal þegar hann klauf sig úr Alþýðubandalaginu 1967? — Já, en það var nú litil pólitisk sannfæring þar að baki, og ekki var það vegna hrifningar á Hannibal. Ég fylgdi fyrst og fremst eftir þeim ágætu mönnum, Gunnari Karlssyni, manninum minum, en hann var kosninga- stjóri I—listans og Vésteini Öla- syni, sem var i 2. sæti listans, en hann er nú með mér á lista Alþýðubandalagsins. Það var dálitið ævintýri að vera með I að byggja upp nýjan íiokk. É:g skii ákaflega vel fólk sem er alltaf að stofna flokka. Það er svo skemmtilegt. En þegar maður er orðinn eldri og reyndari sér mað- ur að litlu verður náð með þvi að vera alltaf að kljúfa og dreifa kröftunum. Hægt er að breyta meiru meö þvi að vera kyrr og beita áhrifum sinum þar. Að sjálfsögðu er ég áfram gagnrýnin á Alþýðubandalagið. SUJa A6al»t*in»dóttir Spjallað við Silju Aðalsteinsdóttur sem skipar 14. sæti á framboðslista A Iþýðubandalags- ins i Reykjavik — Hver telur þú vera stærstu verkefni Alþýðubandalagsins nú? — Þau eru að sjalfsögðu mörg en eitt af þeim er aukin fræðsla i grundvallaratriðum og fræði- kenningum sósialismans. Það þarf að fá miklu fleira fólk til að starfa i starfsmannafélógum og verkalýðsfélögum, fá það til að beita sér og sýna fram á að það geti haft áhrif. Eg held að fræðsla auki þennan áhuga. Um leið og maður upptendrast af þvi sem maður lærir er stærsta gleðin að fá að miðla þvi til annarra. Þetta segi ég sem kennari, segir Silja og hlær viö. Ég var all- an siðasta föstudag að kenna kennurum að fjalla um barna- bækur. Þar lenti ég i hörkurifrildi og hafði gaman af. Það er óskap- lega gamán að taka þátt f félags- starfi. Maður kynnist nýju fólki og nýjum viðhorfum. — Þú ert I stjórn Málfrelsis- sjóðs. Hvernig standa mál hans núna? — Viö erum búin að veita tvis- var úr sjóðnum til þeirra Guð- steins Þengilssonar og Garðars Viborgs og nú liggja fyrir 2 um- sóknir, frá Helga Sæmundssyni og Svavari Gestssyni, og verða þær afgreiddar nú á næstunni. Komið hefur i Ijós að sjóöurinn er mjög nauðsynlegur. Helgi Sæmundsson er t.d. sýknaöur af öllum ávirðingum en verður samt að borga fúlgur I lögfræðilega hjálp. Það þýðir að fólk sem vill taka af skarið um mikilvæg mál- efni skirrist viö að segja mein- ingu sina opinberlega vegna þess að þaö kostar peninga. Meðan meiðyrðalöggjöfin er svona óljós að það má túlka hana og teygja er hún hættuleg málfrelsi I landlnu. Nú þegar búið verður að borga þessum mönnum úr sjóðnum er hann frekar illa staddur og þarf endilega að styrkja hann. Það er hastarlegt að þeir, sem sögðu opinberlega það sem margir vildu hafa sagt og sögðu heima hjá sér, skuli þurfa að borga fyrir það. — Að lokum, Silja. Hverju spá- ir þú um úrslit kosninganna? — Maður þorir nú varla að segja nokkuð, en ég er bjartsýn. — GFr. Haraldsson og Edgar Guðmunds- son. Félagsmálaráð: Gerður Steinþorsdóttir (B) formaður, Guðrún Helgadóttir, ;G), Þorbjörn Broddason (G), Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (A), Markús örn Antonsson (D), Hulda Valtýsdóttir (D) og Bessi Jóhannesdóttir (D). Varamenn: Kristinn Björnsson, Elin Torfa- dóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Kristin Arnadóttir Björn Björns- son, Kristin Magnúsdóttir og Ingibjörg Rafnar. Stjórnarnefnd veitustofn- ana: Valdimar K. Jónsson (B) formað- ur, Adda Bára Sigfúsdóttir (G), Bjarni P. Magnússon (A), Sveinn Björnsson verkfræöingur (D) og Hilmar Guðlaugsson (D). Vara- menn: Tómas Ó. Jónsson, Sigurð- ur G. Tómasson, Marlas Sveins- son, Valgarð Briem, og Olafur Jónsson. Stjórn SVR: Guðrún Agústsdðttir (G) formað- ur, Birgir Þorvaldsson (A) Leifur Karlsson (B), Sveinn Björnsson, verkfræðingur (D) og Sigriður Asgeirsdóttir (D). Varamenn: Þorbjörn Broddason, Haukur Morthens, Jón Gunnarsson, Bessi Jóhannesdóttir og Sigurjón Fjeld- sted. Umferðarnefnd: Þór Vigfússon (G) formaður, ¦Þorsteinn Sveinsson (A), Alfreð Þorsteinsson (B), Sigriður Asgeirsdóttir (D) og Sigurjón Fjeldsted (D). Varamenn: Guðrún Agústsdóttir, Elin Guðjónsdóttir, Runar Guðmunds- son, Sveinn Björnsson, verkfræð- ingur, Sveinn Björnsson kaup- maður. Leikvallanefnd: Stefán Thors (G) formaður, Anna Kristbjörnsdóttir, (A), Guðrún Flosadóttir (B), Margrét S. Einarsdóttir (D), og Hulda Valtýsdóttir (D). Æskulýðsráð: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (A), formaður, Margrét S. Björnsdótt- ir (G), Kristján Valdimarsson (G) Kristinn Friðfinnsson (B) Davið Oddsson (D), Bessí Jóhannesdóttir (D) og Skúli Möll- er (D). Varamenn: Guðmundur Bjarnason, Jónas Sigurðsson, Hallgrimur G. MagnUsson, Sigur- jón Harðarson, Orlygur Richter, Skafti Harðarson, og Þórunn Gestsdóttir. Almannavarnanefnd: Þráinn Karlsson (B) og Björn. Vignir Björnsson (D). Stjórn Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar: Einar ögmundsson (G), Þórunn Valdimarsdóttir (A), Hilmar Guðlaugsson (D) Varamenn: Adda Bára Sigfúsdóttir, Snorri Guðmundsson og Guðjón Sigurðs- son. Umhverfismálaráð: Sigurður G. Tómasson (G) formaður, Alfheiður Ingadóttir (G), Haukur Morthens (A) örnólfur Thorlacius (B), EHn Pálmadóttir (D), Sverrir Sch. Thorsteinsson (D) og Magnús L. Sveinsson (D). Varamenn: Hjör- leifur Stefánsson, Stefán Thors, Frh. á 30. siðu Hástúkuþing á íslandi árið 1928? Góðtemplarar halda alþjóðlegt þing annað hvert ár, en ekki er nema annaft hvort þeirra alþjóða- þing Reglunnar. Þvl er hástúku- þing haldið á fjögurra ára fresti. Það verður I Hollandi I sumar, og þar verður næsti þingstaður ákveðinn. Tilmæli hafa borist um, að há- stúkuþing verði haldið á lslandi 1982. Nýafstaðið stdrstúkuþing samþykkti fyrir sitt leyti að svara þessum tilmælum jákvætt. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.