Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 17
SJCA _ ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. júni 1978 BR BOOM (1975) E1 Greco I geimnum (1974) ÓLAFUR KVARAN SKRIFAR UM MYNDLIST Veigamesti þáttur myndlistar á yfirstandandi Listahátið er sýning Errós að Kjarvalsstöðum. Á sýn- ingunni eru alls 174 verk gerð á árunum 1959—1978. Það er því tæpt á ýmsum tímabilum listferils hans, allt frá súrrealískum verk- um í lok sjötta áratugarins fram til verka hans á síðari árum er hann með riku hug- myndaflugi vinnur með óvæntar samsetningar áleit- inna myndþátta úr ýmsum myndmiðlum. New York-París skólinn Ariö 1959 málar Erró mynd, sem hann kallar New York-Paris skól- inn. 1 myndinni er horft inn á svið þar sem afskræmd vélmenni raða saman geómetriskum formum eða hella og ausa litnum yfir myndflöt- inn. Þessi satiriska mynd Errós um abstraktlistina á sjötta áratugnum milli listar meö stóru L annars vegar og annarra afurða og mynd- gerða hins vegar. Menningarhug- takiö er ekki lengur bundið við „æöri iistir”, heldur er notuð mun viðtækari skilgreining, þar sem all- ar afuröir manneskjunnar skal skoða sem list. Popplistamaðurinn sækir tilfinningalega og sjónræna upplifun i hversdagsleika neyslu- þjóðfélagsins, sem hann notar bæöi sem myndefni og formgerð — eða hann notar hlutina sjálfa i verk sin. Rikur þáttur i popplistinni voru til- vitnanir i og samsetning myndefnis úr ýmsum myndmiðlum, blöðum, timaritum og svo er einnig i list Errós á sjötta áratugnum. En jafn- framt þvi sem hann notar aðferöir popplistarinnar bæði i kimnum og jafnframt gagnrýnum tilgangi, þá skapar Erró verk sem hafa sterkar rætur i súrrealismanum. Þótt formgerð þessara tveggja viðhorfa, sé um flest ólik þá eiga þau það oft sameiginlegt aö vera andóf gegn ýmsum félagslegum fyrirbirgðum og vanabundnum hugtökum. Mjög i anda súrrealismans er t.d. „Girskipting kynslóðanna” frá 1961, sem felur i sér sterkt andóf gegn rikjandi skynsemishyggju og stöölun mannlegrar hegöunar. Um þessa mynd segir Erró m.a. i sýningar- myndmiðla eöa listhefðina með stóru L. Margvisleg umbreyting og stilfærsla á verkum eldri meistara skýtur nú upp kollinum. Afstaðan i þessum verkum er i senn kimin og gáskafull, engar alvarlegar ásak- anir eða illkvittni á hendur yfirþyrmandi listhefð, heldur miklu fremur ærslafullur og skemmtilegur leikur með „virðu- leika” listhefðarinnar, Merk- ing þessara tilvitnana i list- hefðina verður einnig tviræðari þegar listmyndinni er teflt á móti öörum óvæntum fjölmiðla mynd- um af ýmsum toga. Ahersl- an veröur hér e.t.v. öðru frem- ur á hið óvænta samspil þess fjar- stæðukennda og tiundar i senn ólika formgerð og hugmyndalegt inntak framandi myndgerða. Myndir gera óvæntar athugasemd- ir við aðrar myndir. Það er ekki einungis gagnvart listheföinni og vanabundnum hugtökum henni tengdri, sem Erró birtir hug sinn með óvæntum samsetningum og árekstrum. Gagnrýnin afstaða eða efasemdir um ýmsar þver- stæður mannlifsins birtist hér i andstæðurikum tilvitnunum. Þessi aðferð aö notfæra sér vixlverkan og sprengikraft myndrænna afurða sjálfs kerfis- ins á sér rætur i myndgerð Stór tár fyrir tvo (1962) á K j arvalsstöðum er mjög svo táknræn fyrir listræna stöðu hans á þessum tima. Með vissri einföldun má skipta verkum hans á sjötta ára- tugnum i tvö horn.sem kenna má við popplist annars vegar og hins vegar verk af mjög svo súrrealisk- um toga bæði hvaö varðar formgerð og hugmyndalegt inntak. Nýtt myndmál A sjötta áratugnum var heill hóp- ur ungra listamanna að hasla sér völl bæði i Ameriku og Evrópu, sem i einu og öllu braut i bága við þær myndrænu og hugmyndalegu forsendur, sem abstraktlistin hafði lagt til grundvallar undanfarna áratugi. H u g m y n d a f r æ ði dadaismans og súrrealismans settu m.a. sterkan svip á viðhorf þessa hóps, sem skjótlega var safn- að saman undir hugtakið popplist, þótt vitt væri að merkingu. Popp- listin hafnaði m.a. mótsetningunni skrá: „ Lykillinn að Girskiptingu kynslóðanna, er færibandið i verk- smiöju. Mannsbúkar koma i heilu lagi frá neöri hæö. Við erum stödd á annarri hæð, þar sem höfuðin eru skilin frá búknum. Þetta er salur greindarinnar... Efst til hægri er Vélstýran. Hún er algjörlega vélræn og spýtir ákveðnu hegöunar- mynstri I hvert höfuö. Greindinni er siðan staflaö upp rétt eins og niðursuðudósum.” Þaö er I formgerð þessa verks, sem sjá má ýmis einkenni, sem allar götur siðan hefur einkennt list hans eins og uppröðun myndþátta yfir allan myndflötinn, þar sem sköpuð er ákveðin atburöarás eða ferli i tima og rúmi. Myndir um myndir A sjöunda áratugnum byggir Erró upp myndir sinar einvöröungu á tilvitnunum i aðra dadistanna á þriðja áratugn- um, eins og Hausmann, Heart- field og Höch. En þar sem þessir listamenn notuðu ljósmyndir ýmissa myndmiðla beint i verk sin I pólitiskum árásum sinum þá yfirfærir Erró tilvitnanir sinar i oliu eða grafik og gefur þeim þannig um leið oft aukinn myndrænan þrótt og áherslur viö stækkunina. Það er ekki einvörð- ungu I niöurröðun og samsetningu myndþáttanna, sem sjá má i verk- um Errós náin tengsl viö þessa listamenn á þriöja áratugnum, heldur einnig oft hvað varðar hug- myndalegt inntak. 1 myndröðinni „Bandarisk búsæld” 1968, skálma norður-vietnamiskir skæruliðar inn i ameriska kjarnasvæðið, heimili millistéttarinnar. Enginn er lengur óhultur um öryggi sitt — eins konar martröö á heimavigstöðvunum. Kraftur þessara andstæðu myndtákna felst jöfnum höndum Laugardagur 17. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 V \ ■ j ■ i■■■'VI | i 1 M 1 —é'' Nató (1976) Toppino Lebran (1975) I hinu pólitiska og siðferðislega hugmyndagildi og þeim myndræna styrk sem i þeim felst. Þessar kraftmiklu vixlverkanir forms og hugmyndagildis má einnig glöggt sjá i tviræðum samsetningum japanskra ástalifsmynda á móti vélvæddu hernaðarbrölti vesturlanda. E.t.v. andstæðar táknmyndir lifs og dauða, eða má túlka sem svo að árásarhvötin og hin erótiska hvötséu af sama toga? Þessi háttur Errós að láta svo snarpar andstæður, sem tákn- myndir heilla menningarsvæöa mætast má einnig sjá i Mao-Tse- Tung myndaröðinni, þar sem Mao eins og segir i sýningarskrá... „leggur upp i langa göngu gegnum stöðnun hins vestræna heims, án nokkurs illvilja með bros á vör og hlylegur i fasi. Oftast er hann umkringdur flokksbræðrum sinum, ■ rauðum varðliðum, bændum, hestamönnum, verkamönnum, læknum, verkfræðingum og döns- urum úr Peking óperunni. Tvenns konar heimildir mætast — timi og rúm skipta ekki máli aðeins við- horfin tvenn sem teflt er saman og metast.” Af nokkrum öörum toga er sá flokkur tilvitnana er hann einangrar kinverskar timarits- myndiroghina „idyllsku” tilvitnun skortir viðtækari merkingu en heimildargildi um kinverska hug- myndafræði. Tvíræð merking Ýmiskonar tviræð merking þeirra tilvitnana, sem Erró stillir saman er sterkur þáttur i mynd- gerð hans. Risastórt svinshöfuð samvaxið barokkskri kirkjubygg- ingu, má e.t.v. skoða sem andóf eða ádeilu á kirkjuna, en jafnframt sem gamansaman leik að árekstri óvæntra og fjarstæðukenndra til- vitnana. Geimfari, sem svifur um eins og engill i kirkjubyggingu get- ur i senn framkallað ýmis hugmyndatengsl, fram yfir þau andstæðu hugtök (táknmynd trúar- innar gegn tæknihyggju) sem stillt er saman. En Erró kemur einnig á framfæri tilvitnunum, sem hafa mjög svo einhlita merkingu, sem sjá má i þeirri myndröö er byggir á sovéska skoptimaritinu Krokodil. Erró setur persónurnar sem oftar i ákveöið rými og mikilvægi þeirra er undirstrikafi með stöðu þeirra og stærði myndrýminu. Og viðfangs- efni sovésku tilvitnanna eru ekki af smásmugulegu tagi. Táknmyndir, sem fjalla um England, Frakkland, Hitler eða Nato, þar sem ykjur og mimik skopmyndaformsins fá nýja myndræna stærð og er raöaö upp á hugvitsamlegan hátt. Og sovésku teiknararnir verða vist ekki sakað- ir um skoðanaleysi eða óljósar vangaveltur um " gang heimsmálanna. I kúgun Afriku mjólkar Amerika gull i hatt sinn, gleiðbrosandi CIA fulltrúar hjóla um sviöiö með atmómsprengjur undir handleggnum, þýskur generáll dregur Nató-húfu yfir blóðidrifinn nasistahjálminn i félagsskap akfeitra generála með kjaftfylli af dollurum. Sú spurning er all áleitin við skoðun þessarar myndaraðar og raunar fleiri mynda, að hve miklu leyti má setja samasemmerki á milli inntaks þessara tilvitnana og pólitiskra hugmynda Errós sjálfs? 1 hvaöa tilgangi eru þessar tilvitnanir dregnar fram? Er hlutverk hans fyrst og fremst heimildasafnarans, sem er að viðra einn þáttinn i sovéskri hugmyndafræði og þá af þeirri ástæöu hve skoplega og kunnáttusamlega hún er sett fram? Vangaveltur af þessu tagi snerta i raun miklu stærri spurningu sem lýtur að hlutverki myndlistar- mannsins sem nýskapanda forma og lita i hefðbundnum skilningi eða hlutverki hans að vinna úr þeirri myndflóru sem fyrir er og safna til- vitnunum og heimildum um hug- myndir og hugmyndafræðilega af- stööu. Víðfeðmt inntak Það er erfitt i fáum orðum aö draga saman það hugmyndalega inntak. þær margvislegu vangavelt- ur og efasemdir, sem birtast i samsetningu tilvitnana Errós. Hlutverk hans er öðru fremur að safna heimildum og tilvitnunum úr þeirri margbreytilegu myndflóru, sem umlykur okkur daglega og út ' frá þeim aö draga fram hug- myndalegar og formrænar and- stæöur. Gildi þessarar söfnunar felst ekki einungis i þvi að gera myndir um myndir heldur hef- ur hún einnig oft og tiðum djúpa skirskotun til þess veruleika og þeirrar margvislegu hugmynda- fræði, sem hið kaótiska myndflóð speglar allt i kringum okkur. Að afhjúpa slikar hugmyndafræði- legar þverstæður, hvort sem þaö er gert af gáska, meinlegri fyndni eða miklum alvöruþunga hefur i raun ávallt veriö eitt af hlutverkum myndlistar. Girskipting kynslóðanna (1961) Ólafur Kvaran.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.