Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 19
Laugardagur 17. jdnl 1978 'ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 af erlendum vfzitvangi Kúrdar og Stjórn Baþ (endurfæðingar — flokksins, sem ráðið hefur rfkjum i irak i tiu ár samfleytt, gerir jafnan sitt besta til þess að sem fæst fréttist til annarra landa af ástandinu heima fyrir, sérstak- lega ef átök við Kúrda i norður- hluta landsins eru á döfinni eða illdeilur milli baþista og annarra aðUa i höfuðborginni Bagdað. Þvi er oft erfitt að átta sig á fréttum frá landi þessu. Svo er og um fregnir, sem undanfarið hafa bor- ist af vaxandi skæruhernaði Kúrda og kólnandi sambúð við Sovétrikin. Frá f réttariJÖnnum i Libanon og stjórnmálamönnum i Sýrlandi hafa undanfarið borist þrálátar ftegnir um hriðversnandi sam- skipti traks og Sovétrikjanna. Þetta eru miklar fréttir, þvi að um langt skeið hefur Irak verið talið eindregnasta vinariki Sovét- rikjanna af öllum Arabarikjum. íraksstjórn hefur nýverið harö- lega mótmælt þvi að nokkuð sé til i þessum orðrómi og kallað hann lygar vondra manna, helst Sýr- lendinga, en það þarf ekki að vera mikið að marka. Fréttamenn i Beirút, sem lengi hefur verið mikil fréttamiðlunarstöð i Aust- urlöndum nær, segjast hafa heimildir fyrir þvi að Iraksstjórn sé farin að lita svo á, að Sovét- menn séu orðnir full voldugir og umsvifamiklir i vestanverðri Asiu og austanverðri Afriku. Stjórnarbyltingin I Afganistan, þegar vinstrisinnar að likindum hlynntir i Sovétrikjunum komust til valdá, kvað hafa aukið þessar áhyggjur traksstjórnar. trönsk- um valdhöfum gremst einnig stuðningur Sovétmanna og bandamanna þeirra við Eþíópiu- stjórn, en uppreisnarmenn i Eri- treu, sem berjast við Eþiópa, hafa samúð Iraksstjórnar. \. Aftökurá kommúnistum Ef marka má fréttir þessar, er sem sé svo komið að traksstjórn finnstorðiðþröngtfyrir dyrunum hjá sér, vegna nefndra umsvifa Sovétmanna og bandamanna þeirra. Jafnhliðaþessuberast svo fréttir af blóðugum ofsóknum traksstjórnar gegn þarlendum kommúnistum ogauknum skæru- hernaði Kúrda, sem nú kváðu fá birgðir og skotfæri frá Sovét- mönnum. traski kommúnistaflokkurinn, sem sagður er heldur sovét- sinnaður, hefur um margra ára skeið verið i bandalagi við Baþ-flokkinn, án þess þó að því bandalagi hafi fylgt nokkur völd fyrir kommúnista. Kommúnistar hafa þó ekki verið aðgerðalausir með öllu og kváðu hafa aukið fylgi sitt talsvertundanfarið bæði meðal almennings og hersins, en það siðarnefnda er sérstaklega alvarlegt mál i augum Baþ-vald- hafanna, end^ er herinn helsti máttarstólpi valda þeirra. Harð- bannað er að nokkrir aðrir en ba- írak þistar reki áróður innan hersins og týna þeir engu fyrir nema lif- inu, sem brjóta þaö bann. Enda hafa að sögn yfir 20 kommúnistar verið teknir af lifi i Bagdað ný- veriö og aðrir fangelsaðir. Frelsisstrið Kúrda Kúrdamálið hefur aö sögn fréttamanna i Beirút einnig aukiö misklið valdhafa og kommúnista. Kommúnistar taka svari kúrd- neska þjóðernisminnihlutans, sem mun vera um hálf þriðja miljón talsins af um tiu miljónum. landsmanna, og saka baþista-stjórnina um kúgun á Kúrdum. Talsmenn Djalals Tala- bani, eins og af leiðtogum kúrd- nesku skæruliðanna, segja að margir iraskir kommúnistar hafi flúið norður i fjöll og gengiö i lið með Kúrdum. Talabani hvetur kommúnista einnig til þess að slita að fullu bandalaginu við ba- þistastjórnina. traks-Kúrdar háðu sem kunn- ugt er strið gegn traksstjórn með nokkrum hvildum árin 1961-75 og höfðu lengst af þeim tima mestan hluta fjalllendisins i norðurhluta landsins á sinu valdi. Kúrdar kröfðust sjálfstjórnar, en ekki al- gerssjálfstæðis,ogleiðtogi þeirra i frelsisstriðinu var garpurinn Múlla Mústafa Barsani, sem nú er um áttrætt og býr I Bandarikj- unum. Hann var formaður Kúrd- neska lýðræðisflokksins, sem að sögn eins forustumanna hans var „sósialdemókratiskur i megin- atriðum, en byltingarsinnaður þegar harðstjórn væri að mæta.” Viss ágreiningur var þó löngum milli Barsanis, sem var kúrd- neskur ættarhöfðingi og studdist sem slikur mest viö fornar erfða- venjur þjóðar sinnar, og yngri forustumanna flokksins, sem meira voru mótaðir af evrópsk- um hugmyndum. íranskeisari brást Meðan fjandskapur var á milli trans og traks, veittu tranar traks-Kúrdum mikla aðstoð i vopnum og öðru, og urðu Kúrdar þegar frá leið mjög háðir þeirri aðstoð. Þessvegna brast vörn þeirra gersamlega siðla vetrar 1975, er Iranskeisari sættist við ráðamenn i Bagdað og tók fyrir cdla aðstoð til kúrdneska frelsis- hersins. Þráttfyrir óljósar fréttir frá trak siðan virðist ljóst, að Iraksstjórn hafi fylgt sigrinum eftir með miskunnarlausum of- sóknum á hendur öllum þeim Kúrdum, sem taldir voru hlynntir uppreisnarmönnum. Fjölmargir hafa verið teknir af lifi og tugþús- undir að minnsta kosti fluttar ® ÚTBOЮ Tilboð óskast I hllfðarfatnað fyrir Slökkvistöð Reykjavik- ur. tJtboðsgögn eruafhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuveg 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 12. júli 1978 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Sala varnarliöseigna kommúnistar 1 Kúrdar I Noröur-lrak hafa gripið til vopoa nauðungarflutningi til suðurhluta landsins. Nýlega tóku nokkrir Kúrdar, búsettir i Sviþjóð, sér stöðu á Sergels-torgií Stokkhólmi og fóru þar i hungurverfall til þess að mótmæla dauöadómum yfir 165 löndum sinum i trak. Skæruliðar sameinast Fljótlega eftir ósigur kúrdneska frelsishersins fóru á ný að berast fréttir af skæruhern- aði Kúrda i Norður-trak, að visu i smáum stil, en svo er að heyra að súbarátta hafi heldur færst i auk- ana. Skæruliðar voru fyrst sundr- aðir i þr jár fylkingar, og lýsti ein þeirra Barsani leiðtoga sinn, önn- ur var undir stjórn Talabanis og fyrir hinni þriðju var Ali nokkur Askar. Talabani hefur að baki nokkuð litföróttan feril. Hann var lengi vel einn helstu forustu- manna Kúrdneska lýðræðis- flokksins, en lenti siðan i illindum við Barsani og gekk i lið með traksstjórn. Þegar sá sem þetta ritar var i iraska Kúrdistan 1969, var Talabani þar talinn verstur allra kvislinga. En hann skipti aftur um og gekk i lið með Bar- sani. Eftir hrunið 1975 stofiiaði hann svo eigin flokk, sem heitir Kúrdenski þjóðareiningarflokk- urinn. Talabani hefur fengið ein- hvern stuðning frá Sýrlandi, en þótt baþistar séu þar einnig við völd, er svæsinn fjandskapur milli þeirra og flokksbræðranna i trak vegna deilna út af áveitu- vatni úr Evfrat. Trúlegt er og að hjálp sú, sem kúrdnesku skæru- liðarnir fá frá Sovétmönnum, ef einhver er, komi þá leiðina, þvi að Sovétmenn hafa enn nokkuð gott samband við Sýrlendinga. Nú er hermt að nefndar þrjár fýlkingar Kúrda hafi sameinast. Hafa skæruliðar trúlega eflst við það, og sem dæmi um vaxandi virkni þeirra er nefnt, að nýlega hafi þeir ráðist á varðstöö traks- ihers nálægt Mosúl og fellt yfir 30 hermenn. Verulegur hluti traks- hers hefur að sögn veriö fluttur norður á bóginn til þess að eltast við skæruliðana. Valt að treysta Sovét- mönnum Séu Iraks-Kúrdar i raun farnir að fá einhverja hjálp frá Sovét- mönnum, hljóta þeir að taka við henni með blönduðum tilfinningum. Meðan striðið stóð yfir 1961-75 fékk Iraksstjórn lengst af mestan hluta vopna þeirra, sem hún notaði gegn Kúrdum, frá Sovétrikjunum, og það á verði sem var langt undir heimsmarkaðsprisum á vopnum, að þvi er Kúrdar sögöu mér. Mestur var þessi stuðningur So- vétmanna við traksstjórn siðustu ár striðsins. Kúrdar þurfa heldur varla að vænta þess, að þeir geti treyst á sovésku aðstoðina til langframa. Sovétmenn vilja trúlega mikið til vinna að missa traksstjórn ekki sem bandamann, og á sama hátt hugsar traksstjórn, sem enn fær mestan hluta vopna sinna frá So- vétrikjunum, sig væntanlega tvisvar um áður en hún slitur sambandi við Kremlverja. Og takist ráðamönnum i Moskvu og Bagdað að greiða úr þeirri snurðu, sem hlaupin kann að vera á þráðinn milli þeirra, þurfa Kúrdar ekki aö búast við frekara liðssinni frá Sovétmönnum. dþ. SrÓRÍElld VERðl/EKKUN Vörubílstjórar athugió — vid höfum takmarkadar birgdir af hinum vióurkenndu BARUM vörubíla- hjólbördum til afgreióslu nú þegar á ótrúlega lágu verói 1200X20/18 verökr. 1100X20/16 verófrákr 1000X20/16 ------ 900X20/14 ----- 825X20/14 ----- 89.350 72.500 67690 61.220 47920 JÖFUR hf AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.