Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 14
1'4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNLaugardagur 17. júnl 1978 10 ÁR frá sögulegum forsetakosningum Það er ein af þverstæð- unum ípólitísku lífi islend- snga, að kannski hafa eng- ar kosningar vakið annan eins áhuga og tvennar for- setakosningar. Fyrst áriö 1952 — og þó einkum 1968. þegar þeir buðu sig fram Gunnar Thoroddsen, þá- verandi sendiherra, og Kristján Eldjárn, þá þjóð- minjavörður. Þetta var fyrir réttum tíu árum, kos- ið var sunnudaginn 30. júní. Gífurlegur áhugi Viö getum nefnt fleiri en eitt dæmi sem sýna þennan mikla áhuga.Kjörsókn var91%(83,7% kusu hér i sögulegum borgar- stjórnarkosningum nýafstöön- um). Forsetaefnin og stuftnings- menn þeirra héldu marga fundi um allt land, og dagblööum frá þessum tima ber saman um aö þeir hafi yerift mjög fjölsóttir. Kosningabaráttunni lauk meft tveim fundum I Laugardalshöll- inni og Timinn gat skýrt frá þvi á kjördag, ao daginn áftur hefftu stuftningsmenn Kristjáns Eldjárns haldift fjölmennasta fund sem hingaö til heffti verift haldinn á lslandi — i Laugardals- höll (og aö henni) heföu komiö 10—12 þúsundir manna. Þetta er allt þeim mun fróft- legra sem allir vita, ab forseti Islands er ekki valdamikill, þaft mun ekki hafa áhrif á efnahag manna, hvorki laun né lanakjör né samneyslu, hver sest i virö- ingarstól aft Bessastööum. Engu aö siöur urðu þessar kosningar aft stórmáli i vitund fólks, eins og dæmin sanna. Stilltir fjölmiðlar Kosningabaráttan var einnig mjög sérstæö. Þaö haföi gerst árift 1952, a6 flokkslinur höfftu nokkuð riðlast vegna forseta- kjörs, en engu aft siöur fundu stjórnmálaflokkar hjá sér þörf til aft gefa út meftmæli frá sér — stjórnarflokkarnir sem þá voru, Sjálfstæbisflokkur og Fram- sóknarflokkur, lýstu t.d. báftir stuftningi við sr. Bjarna Jónsson — sem tapafti fyrir Ásgeiri Asgeirssyni eins og menn muna. En 1968 gerftist það, aft stjórn- málaflokkarnir lýstu þvl yfir', áft þeir mundu ekki hafa afskipt af forsetakosningunum „sem slik- ir". Dagblöðin ákváftu líka aft gæta hlutleysis: Þau birtu frétta- tilkynningar um kosningafundi, og þegar myndir voru af þeim birtar þá voru þaft * alltaf myndir sem teknar voru frá sem hagstæðustu sjónarhorni fyrir fundarboðendur. Lesendabréf sem mæltu með Gunnari efta Kristjáni voru ekki birt; I einum ritstjórnardálki Timans er þaft sérstaklega tekift fram að ekki þýfti aft senda slikar ritsmiftar inn. Morgu^blaðið sýnir lit Hlutleysift var nokkuft vel hald- ið, þótt greina mætti vissa Kristjánsslagsiöu bæöi I Tlman- um og Þjóðviljanum. Aðalfrá- vikið frá þessu „drengskapar- samkomulagi" var leiöari I Morgunblaöinu sunnudaginn siöasta fyrir kosningar, 23 júni. Þar segir á þá leið, að það hafi Þegar valdakerfið fór úr skorðum... verið „hyggilegt" af stjórnmála- flokkunum að ákveða, að þeir „sem slikir" hafi ekki afskipti af forsetakosningum. En svo kom nokkuð sérstæð formúla: „Morgunblaðið er gefið út af sjálfstæftu fyrirtæki, og þótt það styðji Sjálfstæftisflokkinn ein- dregið, er þvi I sjálfsvald sett að taka afstöðu til frambjóðend- anna. Blaðið hefur ákveðið að lýsa fyllsta stuðningi við Gunnar Thoroddsen I kosningunum og tel- ur sér það rétt og skylt, vegna þekkingar hans og mannkosta". Þetta var á dögum viðreisnar- stjórnar Sjálfstæftisflokks og Alþýöuflokks. Þegar svo Kristján Eldjárn sigraði i kosningum með miklum yfirburðum, meft 65.6% gildra atkvæða gegn 34.4% Gunn- ars, þá gat ekki farið hjá þvi að mikið væri lagt út af stuðnings- yfirlýsingu Morgunblaftsins — sem allir ráftherrar Sjálfstæftis- flokksins höfftu réyndar tekiö undir. Menn tóldu aft þau merku tiftindi hefftu gerst, aft stuftnings- yfirlýsing stórvelda (ráftherra, langstærsta blaftsins) heffti jafn- vel skaðað frambjóftanda þeirra fremur en hitt. Og kosningarnar voru túlkaftar sem vantraust á stjórnina öðrum þræði — eins og siftar verður að vikið. En meðan dagblöðin þögðu að mestu fór kosningabarátta fram i blöðum stuðningsmanna forseta- efnanna. Hún var einnig mjög sérstæft: meft því aft báftir hópar þurftu aft skirskota til sem flestra skoftanahópa fengum vift i skrif- um þessara blafta kannski i fyrsta sinn i sögu pólitiskrar baráttu á tslandi mjög skýr dæmi um það sem Bandarikjamenn kalla „image-building" — það er fyrst og fremst haldið að kjósendum ákveðnum persónulegum einkennum, framgöngu og afrek- um — sem um leið hafa meira eða minna dulbúna pólitlska skirskot- ún. Hinir mætustu menn Algengt þema I skrifum Þjóðkjörs (blaft Gunnarsmanna) og 30. jiínl (Kristjánsmenn) var þaft, aft eiginlega væru frambjóft- endur báftir hinir ágætustu menn, þott stundum væri þaft lof nokkru galli blandift þegar „hinn" átti I hlut. Þaft er happ aft mega velja á milli svo mætra manna, segir á einum stað. En slðan komu hinar mismunandi áherslur. Það var ekki hvað slst persónulýsing Gunnars Thoroddsens sem var mjög tilfinningasemi hlaðin. Hann var vel ættaöur, gáfaður, margreyndur og átti stórglæsi- lega konu — stundum tóku þessar formúlur aðdáendanha á sig hokkuð spaugilegan danskan vikublaðablæ með skrýtnum til- vitnunum I útlit og yfirbragð Gunnars og konu hans við danska krýningarhátíft. Stuðningsmenn Kristjáns héldu aftur á móti fram ágætum kostum fræftimanns og rithöfundar, þeir minntu á kunnáttu hans I þjóft- legri skáldskapariþrótt, þá minntu þeir og á að hann væri af alþýðufólki kominn og trúr upp- runa sinum i lifi og háttum. Að þvi er varðar neikvæðan hluta hinna persónulegu þatta barátt- unnar, þá áttu talsmenn Gunnars Thoroddsens bersýnilega fullt i fangi með aft reyna aft berja niftur það viöhorf, aft þaft væri einskon- ar erfftahylling en ekki kosning, ef tengdasonur Ásgeirs Asgeirsson- ar tæki vift á Bessastöftum, og svo þaft, aft Gunnar væri liklegur til að viöhafa ýmislega kóngatil- burði sem illa færu islensku for- setaembætti. Voru Gunnarsmenn þá ekki sist aö beina spjótum sin- um aft áhrifamiklum Sjálfstæðis- manni i röðum stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns, Pétri Benediktssyni þingmanni og bróöur forsætisráðherra. Pétur átti það til að skopast meinlega að persónudýrkuninni kringum Gunnar, eins og þegar hann segir á einum fundi um sjónvarpsþátt Gunnarsmanna: „t upphafi skap- aði guft himin- og jörð en fórst það ekki alltof vel úr hendi, en til allrar hamingju kom Gunnar Thoroddssen og lagfærði þó a.m.k. Reykjavlk og kristnaði hana á eftir". Grýlur tvær Sem fyrr segir reyndu hóparnir að ná einhverri fótfestu i sem flestum pólitlskum straumum. Engu að sfður varð það höfuðúr- ræði Gunnarsmanna að reyna aft gera Kristján Eldjárn tortryggi- legan vegna þess að hann hefði verið Þjóðvarnarmaður og þar meö „i meira en 20 ár veriö ákveðinn baráttumaður I hópi þess minnihluta sem er á móti öll- um meginatriðum þeirrar utan- rlkisstefnu sem 80% þjóðarinnar fylgir". (leiðari i Þjóftkjöri). Hér eftir fóru ýmsar dylgjur um að Kristjáni Eldjárn væri ékld að treysta, hann mundi kannski laumast með landið úr Nató fyrr en varði — Bjarni Benediktsson Hkti þvi I einni ræðu við að kaupa köttinn i sekknum að kjósa Kristján. Nokkrar rokur voru og reknar upp út af því, að Kristján hefði skrifað undir ávarp sextiu- menninga gegn kanasjónvarpinu og þar meft haft af alþýftu gófta skemmtun. En þaft var eitt merkilegt einkenni þessara kosn- inga aft bæfti Natóvináttan og kanasjónvarpift uröu ekki tromp heldur lághundar á hendi þeirra sem reyndu aft spila úr spilum Gunnars. hann „þaulþekkir stjórnmál samtiðarinnar" og hefði firna- mikla stjórnsýslureynslu og diplómatlska reynslu sem fyrrum borgarstjóri, ráðherra og sendi- hcrra. Að sama skapi var það talift Kristjani I óhag, að hann hefði farið á mis við allt þetta — gæti jafnvel framift afglöp ein- hvér þess vegna. Kristjánsmenn höfftu þaft hins vegar sem sitt aftaltromp, aft ágætur fulltrúi „hins farsælasta og heilbrigftasta I islenskri menningu" væri miklu betur til þess fallinn aft vera ein- ingartákn þjóftarinnar en at- vinnustjórnmálamaftur. Þegar rætt var um „nýjan og ferskan anda" sem fylgdi framboði Kristjáns var það einatt sett i samband við það að hann hefði ekki staðið I flokkspólitlsku vafstri. A forsiðu 30. júní á kjör- dag segir Ragnar i Smára berum orðum: „Það er kosið á milli full- trúa stjórnmálamanna og full- trúa þjóöarinnar". Þarna var bersýnilega komin upp staða sem nýstárleg var, og menn lögðu siðan út af — hver með sínum hætti. „Dauðir sem leiðtogar' Meginstefið En algengasta stefið i annars fremur kurteislegum skeytasend- ingum milli stuðningsmannahóp- anna var andstæðan: hinn æfði stjórnmálamaður gegn menntamanni utan flokkaátaka. Talsmenn Gunnars þreyttust ekki á aö brýna það fyrir mönnum, aö Sem fyrr segir höfðu dagblööin reynt aö gæta pólitlskrar þagnar fyrir þessar kosningar. Þegar lir- slit voru fengin, fengu þau málið aftur eins og vænta mátti. Hin flokkspólitiska útlegging vár mjög á tvo vegu. Stjórnarand- stöftublöftin, Tíminn og Þjóftvilj- inn, gerðu sér mat úr þvi, aft fjór- ir ráftherrar Sjálfstæftisflokksins og svo Eggert Þorsteinsson, einn af ráftherrum Alþýftuflokks, og vift hlift hans Benedikt Gröndal, hefftu gengift fram fyrir skjöldu og barist fyrir Gunnar Thorodd- sen. Þvi væru úrslitin meftal annars vantraustyfirlýsing á þá. í Menn og málefni I Timanum þann 7. júli Pólitísk nauðhyggja beið mikinn hnekki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.