Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 27
sprottin ásókn þessara stjórn- málaflokka i erlenda stóríóju til lausnar á efnahagslegum vanda. Aberandi dæmi um þetta er bygg- ing járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga sem eykur skulda- söfnun rfkisins um miljarða fúlg- ur i islenskum krónum án þess að nokkuð bendi þar til hagstæðs reksturs á næstu árum, eins og nú horfir. A sama tima hafa fiski- mjölsverksmiðjur hérlendis dregist aftur úr slikum verk- smiðjum i næstu löndum tækni- lega og geta ekki greitt sambæri- legtverð fyrirhráefni, enda engin skipulögð starfsemi til að sjá fyr- ir híáefnisþörf islensku verk- smiðjanna. Hefði fjármagniðsem nú er kastað i Grundartanga- framkvæmdirnar af litilli fyrir- hyggju, veriö notaö i fiskiverk- smíðjur landsins þá horfði málið öðruvisi við. A þvi kjörtimabili alþingismanna sem nú er að enda, hefur verið skipulagður læ- vislegur áróður um alltof stóran fiskiflota okkar tslendinga, og að nauðsyn bæri til að selja helming flotans úr landi til að bæta á- standið i okkar fiskveiðimálum. Fyrir þessum áróðri hafa staðið svokallaðir menntamenn með sérfræðiþekkingu á ýmsum svið- um, nema ekki á fiskveiðum, né fiskvinnslu, en þar hafa þeir verið algjörlega utangátta og enga þekkingu haft á neinu. Hvort þessum áróðrivar hrundið af stað iþágu erlendrar stóriðju, eða hér var aðeins um kjánaskap að ræða hjá mönnum sem langaði að vera i sviðsljósinu, um það skal ekkert fullyrt hér. En það vil ég segja þessum góðu mönnum. að þvi að- eins var hægt að skaffa þeim lifi- brauð x islensku þjóðfélagi, að fiskveiðiflotinn var nægilega stór til þess að afla þeirra verðmæta sem til þess þarf. Fjárfesting sú sem bundin er i islenska fisk- veiðiflotanum og fiskiðjuverum landsins er sú arðsamasta fjár- festing sem’þjóðin.hefur stofnað til, enda erú þetta meginstoðir is- lensks þjóðfélags, og án þeirra væri útilokað að halda uppi nægj- anlegriatvinnu ogmenningariifi f landinu. Þetta er mergurinn málsins. Kenningin um að helm- ingi minni floti geti fiskað jafn- mikið og núverandi floti er hald- laus kenning sem ekki hefur nokkurnstuðning i veruleikanum. Égefast ekkertum að menn sem eru án allrar þekkingar á fisk- veiðum geti fengið slika útkomu heima við skrifborð sitt, með þvi að búa til forsendur fyrir útkom- unni, enslikur reiknismáti verður aldrei talinn til nothæfra vinnu- bragða i framkvæmd. Ég hef marg-oft bent á það i þessum þáttum að við höfum nóg verkefni fyrir fiskveiðiflota af nú- verandi stærð, eða jafnvel stærri, þó við þurfum um einhvern tima að takmarka sóknina i þorskstofn- inn. >aö er hinsvegar skipulags atriði hvernig sókn i fiskistofna er hagaðá hverjum tima. Við höfum marga fiskistofna sem ekki eru fullnyttir. landhelgi okkar er stór og nauðsynlegt að geta nytjað hana sem viöast,þvi annarskoma fljótt aðrir sem vilja fá að veiða á okkar miðum. Þeir sem eiga stóra fiskveiðilandhelgi veröa að eiga stóran fiskveiðiflota. Ef við vanrækjum þetta hlutverk, þá gæti það orðið þjóðinni dýrt i komandi framtið. Það á að vera hlutverk stjórnvalda landsins á hverjum tima að búa þannig i haginn fyrir islenska atvinnu- vegi, að rekstrargrundvöllur þeirra geti talist sæmilegur, og skal þá að sjálfsögðu miðaö við vel rekin fyrirtæki hvort sem þau eru i einkaeign eða féiagslegri eign. Hér eru framleiðslufyrir- tæki ýmist rekin i formi hlutafé - laga eða sem einkaeign, þó frá þvi séu undantekningar svo sem bæj- arútgerðir. Eitt rekstrarform i framleiðslu er hér þó óþekkt, en hefur gefist vel i ýmsum löndum á siðustu áratugum, en það er samvinna i framleiðslu, sem er þannig fyrirkomið að aöeins þeir einir eru i viðkomandi rekstrar- samvinnufélagi sem vinna hjá þvi, en ganga út ef þeir hætta. 1 lýðræðisþjóðfélögum ætti slikt rekstrarform að vera eftirsókn- arvert við hliö annarra rekstrar forma og i samkeppni við þau. Ftá minum bæjardyrum séð, er bæði nauðsynlegt og sjálfsagt að auka félagslegan rekstur i land- inu og finna heppijeg form fyrir slikan rekstur i ökkar fram- leiðslu. í sjávarútvegi er margt ennþá ógert Við getum slegið þvi alveg föstu, að á næstu áratugum verð- ur sjávarútvegur að vera sá burð- arás i' islensku þjóðféjagi sem þjóðin verður aö treysta á að stærstahluta um fjárhagslega af- komu. Þvi' veltur á miklu að þessi höfuð-atvinnuvegur sé á hverjum tima vel rekinn og að rekstrar- grundvöllur hans frá hendi A1 þingis og rikisvalds sé sæmilega tryggður. Versti óvinur sjávarút- vegsins nú er verðbólgan og þær fjárhagslegu sveiflur sem hún veldur i þjóðfélaginu. Þó grund- völlur sjávarútvegsins frá hendi stjómvalda væri ekki nógu hag- kvæmur á s.l. ári þá komu þó vel rekin fyrirtæki út með sæmileg- um hagnaði, þ.e.a.s. þau best reknu. Siðan hefur rekstrar- grundvöUur þessa höfuð-atvinnu- vegar farið versnandi og eiga þar sameiginlegan hlut að máli verð- bólgan og rikisvaldið, og vega þar þyngst alltof háir lánsvextir, sem eru i senn afleiðing verðbólgunn- ar og jafnhliöa einn af stærstu hvetjendum hennar. Úr þvi sem komið er nú i íslensku þjóðfélagi þá dugar ekkert minna en stöðv- un verðbólgunnar,ogsiðan niður- færsla hennar i skipulögðum á- föngum. Takist ekki að leysa þetta verkefni á yfirstandandi ári með aðferðum frá nýkosnu Al- þingi, þá heldur hrunadansinn á- fram með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Við þurfum nýja efna- hagsstefnu sem kemur þessu i verk, og menn til að framkvæma hana sem trúa á framtið is- lenskra atvinnuvega og getu þeirra. Stefna verður markvisst að fullvinnslu islenskra útflutn- ingsafurða i sem stærstum mæli og gera áætlun um slika fram- kvæmd. Slík stefna hefur tvennt til sins ágætis, aukna atvinnu i landinu við arðbær störf, og stór- aukinn erlendan gjaldeyri fyrir útfluttar afurðir. Þetta er erfitt verkefni sem verður aö leysa, svo islenskt þjóðfélag geti búið viö efnahags- legtsjálfstæði i komandi framtið. Laugardagur 17. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 27; Norrænir rannsóknar- bókaveröir þinga í Reykjavík Samband norrænna rann- sóknarbókavarða (Nordisk videnskabeligt bibliotekarfor- bund) þingar I Reykjavik dagana 17.-24. júni. Samtökin voru stofnuð sumarið 1947 i Kaupmannahöfn á fyrsta norræna bókavarðamótinu eftir strið. Samtökin áttu þvi 30ára af- mæli i fyrra. Þau halda þing sem þetta á f jögurra ára fresti. Mótið fer fram i húsakynnum Háskóla Islands og hefur þaö hlotiö heitið „Fra norrwie skrifter til nordiske forskningsbiblioteker”. Ráöstefnan fer fram i formi framsöguerinda og umræöna. Flutt verða erindi um menntun bókavarða og þá sér I lagi um menntun bókavaröa i rann- sóknarbókasöfnum, ennfremur um hugsanlega samræmingu bókavarðarmenntunar á Noröur- löndum, tölvunotkun i bókasöfn- um og siöast en ekki sist um skipulagsmál og samvinnu rann- sóknarbókasafna á Norðurlönd- um. Framsögumenná mótinu verða m.a. Chr. Hermann Jensen kennshxstjóri, Ben Rugaas rekt- or, Arne Stráng sýslubókavörður og Mœ-ten Laursen Vig yfirbóka- vörður. Þess ber og að geta, að dr. Gylfi Þ. Gislason fœ-maður Menningarmálanefndar Norður- landaráðs, mun flytja eríndi um islenskt þjóðlif og islenska menn- ingu við upphaf þingsins. Aöal- fundur Sambands norrænna rannsóknarbókavarða fer fram i lok mótsins. Erlendir gestir á mótinu verða sennilega 140-150, og er þetta fyrsta mót sinnar tegundar hér á landi. Deild bókavarða i rann- sóknarbókasöfnum sér um mótiö, og er Einar Sigurösson háskóla- bókavikður formaður undirbún- ingsnefndar, en formaöur nor- ræna sambandsinserdr. Wilhelm Odelberg, yfirbókavöröur frá Stokkhólmi. Erlendir penna- vinir Tuttugu og sex ára gamaH Jap- ani, sem starfar að málum sjúkra og fátækra, hefur áhuga á þvi' að eignast pennavin á Islandi. Hann skrifar ensku. Heimilisfangið er: Yoshiro Kato 3-7 Raifuso 1-3-5 Takasago Soka, Saitama 340 Japan 25 ára gamaU griskur stúdent vill gjarna kynnast landi og þjóð nánar og eignast kunningja með bréfaskriftum. Hann er mála- garpur mikill skrifar sænsku (dönsku), ensku, þýsku og frönsku Heimilisfangið er: Georges de Lastic Pl. Georgiou A 6 Patra Greece. Fimmtán ára gömul norsk stúlka, sem á heima skammt frá Osló viH skrifast á við Islending. Tómstundagaman hennar er júdó og hestamennska og hún hefur lika gaman af poppi. Skrifa má á dönsku. Heimilisfangiö er: Merete Nesset Parkveien 17 1415 Oppegárd Norge.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.