Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 15
Laugardagur 17. júnf 1978 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 1&!
Þegar urslit voru kunn þann fyrsta júlf þyrptist mannfjöldi aö Þjóðminjasafni til ao hylla hin nýju for-
setahjón.
Ogeitthvaðhaf ðigerst: Fólkhafðiekkigerteinsogþvivarsagt.
Af hverju var þetta hús oroio svo merkilegt?
tekur ritstjóri svo djúpt i árinni
aö tala um ao þessir menn séu nú
„dauðir sem leiðtogar". Magnús
Kjartansson segir i Þjóöviljanum
3. júli, að meö þvi að styðja
Gunnar Thoroddsen hefði Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra
einvöröungu stjórnast af pólitisk-
um sjónarmiðum, „hann taldi
það miklu máli skipta fyrir gengi
Sjálfstæðisflokksins og framtlð
ríkisstjórnarinnar að Gunnar
hreppti sigur. A þennan hátt
gerði Bjarni Benediktsson úrslit
forsetakosninganna aö miklum
ósigri fyrir sig og rikisstjórnina."
Alþýðublaðið og Morgúnblaðið
svara þvl til I leiðurum sinum, aö
þetta sé fáránleg túlkun; hvor-
ugur frambjóðandinn var á veg-
um flokks og þvi beið enginn ein-
stakur flokkur ósigur (Mbl. 6.
júli). 011 áhersla er á þaö lógð, aö
baráttan hefði staðið ,,um menn
en ekki málefni" (Mbl. 2. júli).
Það er greinilegt, að kosningarn-
ar eru hálfgert feimnismál i
stjórnarblööunum. Til dæmis má
Bjarni Benediktsson ekki um þær
mæla i næsta Reykjavikurbréfi,
þar sem hann fjallar einkum um
sjóefnaverksmiðju, og er það ekki
fyrr en hálfum mánuði siðar (14.
júli), að hann fær málið um þessa
hluti, sem og i ræðu i Varðarferð
samadag.
Oánægja og leiði
Alþýðublaðið, Vlsir, Morgun-
blaöið geta þess öll, að kosn-
ingarúrslitin sýni vissa óánægju
með stjórnmálamenn. Bjarni
Benediktsson segir i Varðarræð-
unni að það sé „eðli málsins" að
„þessi ófriður sem unkringir þá
(stjórnmálamennina) snýst öðru
hverju i allsherjar óánægju, leiða
og vantraust á stjórnmálamönn-
um i heild". Alþýðublaðið segir i
leiðara þann 4. júli m.a. „sumir
Allir töluðu um
mannkosti -— en
hugsuðu fleira
segja að úrslit forsetakosning-
anna endurspegli óánægju
þjóöarinnar með stjórumála-
flokka". Blöðin tengja þessa
sömu óánægju við heita vorið I
Paris, uppreisn æskunnar, en allt
er þaö I miög hikandi tón. í fyrr-
nefndum leiðara segir Alþýðu-
blaðið til dæmis, að ef fólk 'sé
orðið leitt á stjórnmálaflokkum
þá verði þeir að bregðast við,
m.a. með þvi að sýna æskunni
tneiri trúnað. En Alþýðublaðið
telur reyndar aö þessi flokkur
hafi þegar gert það: „Alþýbu-
flokkurinn getur státað af að hafa
gengið á undan hinum flokk-
unum. t.þessú efni. Alþýðu-
flokkurinn á yngsta ráðherrann
og á þingi sitja fyrir flokkinn
tnargir ungir menn" — þott betur
tnegi. — Með öðrum orðum:
Þegar fyrir tiu árum var Alþýðu-
flokkurinn orðinn „nýr og ungur
flokkur á gömlum grunni."
Allt í lagi með
okkur
Sami spurnartónninn I bland
við sjálfsánægju lýsir sér i
vangaveltum Morgunblaðsins.
Þann 11. jull er fjallað um kröfur
eskufólks um heim allan, og fýlg-
ir með það sérstæða kompliment,
að islensk æska hafi ábyrgöartil-
finningu sem æskan I ööru lönd-
um hefur ekki. Samt segir svo
„Mundu ekki úrslit forsetakosn-
inganna gefa til kynna nokkra
óánægju æskunnar með hið
pölitiska kerfi eins og Jpað er nú".
Ekki er hægt að segja, að haldið
sé áfram með þetta þema af nein-
Um þrótti. I Reykjavikurbréfinu
14. júli er talað við æskuna á þess-
um nótum hér: „Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur á undanförnum
áratugum haft forystu um
uppbyggingu hins islenska
þjóðfélags. Arangurinn af þvl
uppbyggingarstarfi hefur gengiö
kraftaverki næst. Engu aö slöur
er margt ógert" ...o.s.frv. — og
siðan: „Sjálfstæðismenn hlusta á
rödd æskunnar og réttmætar
kröfurhennar um breytingar eins
og jafnanáður".
Með öörum orðum: hvorugur
þessara flokka vildi horfast I al-
vöru við þá lærdóma sem unnt
var að draga af hinum fróðlegu
forsetakosningum — og átti sá
strútsháttur eftir að gera þeim
miklar skráveifur slðan.
Fyrirmenn
Eins og fyrr segir var túlkun
Timans og Þjóðviljans nokkuö
með öðrum hætti. 1 „Menn og
málefni" Tlmans þann 7. júli
segir á þá leið, að úrslit kosning-
anna hafi „lyft þjóðkjöri 1 nýtt
veldi, gefið þvi nýtt inntak og
þýðingu I augum þjóöarinnar og
hún hefur meö nokkrum hætti
fundiö hjá sér nýtt vald og nýjan
mátt I þessum kosningum", Þar
er lögð sérstök áhersla á, að
Gunnar Thoroddsen hafi reynt að
„fylkja I forystusveit sina sem
allra flestum fólksforingjum og
fyrirmönnum I landinu, einkum
pólitiskum og treysta þvi siðan
að þetta gamla kerfi dygði á þann
veg að fólkið kysi eins og þeir
segðu þvl". En eins og margir
geröu sér tiðrætt um þá og siðar:
fólk gerði ekki eins og þvf var
sagt.ekki eins og'fimm ráðherrar
og sjálft Morgunblaðið sagði, —
og — nota bene — ekki heldur eins
og ýmsir „fyrirmenn" úr röðum
Framsóknar sögðu.
Uppreisn í miðri
skák
Um þetta segir Magnús
Kjartansson I leiðara I Þjóðvilj-
anum ' annan júli: „1 kosning-
uiium var ekki aðeins valið milli
tveggja manna, heldur og tveggja
viðhorfa i islenskum þjóðmálum.
Eins og kosningabaráttan þróað-
ist varð hún uppreisn þjóöarinnar
gegn valdastofnunum og forustu-
mönnum sem vilja sitja yfir hlut
almennings. 1 upphafi var gert
um það drengskaparsamkomulag
að st jórnmálaf lokkar og málgögn
þeirra heföu ekki afskipti af kosn-
ingabaráttunni, en viö það sam-
komulag var ekki staðið af ýms-
um helstu ráöamönnum Sjálf-
stæðisflokksins undir forustu
Bjarna Benediktssonar. Þeir létu
Morgunblaðið taka afstöðu viku
fvrir kosningar og beittu hvar-
vetna kosningavél sinni1 og þjóð-
félagsaðstöðu. Ráðherrar og aðr-
ir leiötogar stjórnarflokkanna
höfðu sig mjög i frammi. og i
siðasta tölublaði stuðningsmanna
Gunnars Thoroddsens var sér-
staklega skirskotað til Sjálf-
stæðisflokksins og þannig reynt
að draga menn I dilka eftir
flokkatengslum. Einnig opinber-
uðust i kosningabaráttunni ýmis
fróðleg þjóðfélagsleg sambönd,
sem hversdagslega eru dulin
almenningi, til að mynda I
afstööu ýmissa Framsóknar-
leiðtoga og annarra svokallaðra
vinstri manna sem hafa komið
sér vel fyrir i þjóðfélaginu með
aðstoð þeirra sem fara með völd.
A þennan hátt reyndu hinir „æföu
stjórnmálamenn" að ráða af-
stööu þjóðarinnar og gera for-
setakosningarnar að leik I vald-
skák sinni.
Gegn þessu reis þjóöin á svo al-
geran hátt að naumast verður
jafnaö við annað en skriðuna 1908.
Almenningur rauf flokksmúra og
hafnaöi öllum fyrri fordómum;
vinstrimenn og hægrimenn unnu
saman af fullum heilindum og
létu ekki neina valdamenn skipa
sér fyrir verkum. Sagt hefur ver-
ið að þessi uppreisn sýni andúð
þjóðarinnar á stjórnmálabaráttu
en það er að sjálfsögðu misskiln-
ingur; hún er sjálf stjórnmála-
barátta, ný fersk og áhrifarik.
Stjðrnmálaaðstaðan á lslandi er
gerbreytt eftir þessa kosninga-
baráttu; áhrifa hennar mun gæta
lengi og viða."
Undan nauðhyggju
Tveim dögum siðar skrifar
Magmis annan leiðara þar sem
hann segir að „þjóðleg vakning
var ákaflega veigamikill þáttur"
i hinum mikla sigri Kristjáns
Eldjárns. „Menn fylktu sér um
Kristján Eldjárn vegna þess að
hann birtist sem sannur fulltrúi
fyrir Islenska þjóðarvitund, þau
sögulegu og menningarlegu sér-
kenni sem gera tslendinga að
sjálfstæðri þjóö". I framhaldi af
þvl er látin I ljós von um að þessi
þróun verði til þess, að þjóðleg af-
staöa veröi ekki lengur talin
„eitthvert sérstakt einkenni
vinstrimanna" i stjórnmálabar-
áttunni, að um þau geti skapast
viðtækari samstaöa.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna
um að kosningabaráttan og úr-
slitin urðu að þvi leyti fagnaöar-
efni, að mönnum þótti sem þeir
væru sloppnir úr politiskri nauö-
hyggju, að frelsi þeirra væri
meira en fyrr og tilefni til bjart-
sýni miklu fleiri. Ab vlsu urbu
áhrif þessara maidaga á íslandi
ekki eins róttæk og langvinn og
margir hefbu viljab. En þau voru
meb sérstæbum hætti hluti af
þeim frisklega gusti sem þá fór
um löndin. Þau voru tilræbi vib
rybgabar pólitiskar venjur og
umgengnishætti, þau voru hvati á
farsæla politiska óhlýðni. Og
þegar allt kemur til alls: kannski
eru þessi áhrif ekki öll komin til
skila enn þann dag i dag — hver
veit?
Arni Bergmann tdk saman.